Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1986, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1986, Blaðsíða 11
Fransmaður að stúdera galdramenn í íslendingasögum Arfleifð Árna Magnússonar heimsótt. Síðari grein. irgitte Dall heitir sú sómakona, sem stýrir viðgerðarstofu stofnunarinnar styrkri hendi. Hún er enginn nýgræðingur í faginu því hún hefur fengizt við viðgerðir fyrir Árnastofnun í um 30 ár. Og það er víst örugglega enginn sem hefur gert við jafnmörg íslenzk handrit og hún hefur gert. Eftir að hafa lært bókhald hélt hún suður til Rómar og komst í kynni við bóka- og handritaviðgerðir. Hún lærði og vann á Vatikan-bókasafninu og víðar og hefur síðan gert víðreist í námsferðir í við- gerðarstofur. Auk hennar vinna þarna Mette Jakobsen og Morten Gronbech. Áður en var farið að senda handrit til Is- lands voru handrit valin til viðgerðar eftir því hversu illa farin þau voru. En nú eru það fyrst og fremst handrit, sem á að skila, sem er gert við. Þegar að viðgerð kemur er handrit oft ljósmyndað, áður en það er lagað. Þá þarf iðulega að leysa það sundur svo hægt sé að mynda það. Einhver fræðimann- anna hugar þá að röð blaðanna, svo það sé sett rétt saman aftur. Sjálfar viðgerðirnar geta verið margvíslegar, þær flóknustu taka allt að tveimur árum. Og svo er handritið ljósmyndað eftir viðgerðina. Birgitte Dall gengur varlega og hófsam- lega til verks í viðgerðunum. Aðalatriðið er að stöðva yfirvofandi skemmdir, ekki að gera handritið eins og nýtt. En auðvitað hafa fagurfræðileg atriði sitt að segja, þannig að viðgerðarefnin stinga lítt í stúf við sjálft handritið. Viðgerðarmeistararnir þarna nota ekki kemísk efni og halda sig við gamalgrón- ar aðferðir. En Birgitte Dall er sér þess þó vel meðvituð að þó varlega sé farið, má vel vera að eftirkomendur hafi aðrar hugmyndir um hvernig bezt sé að bera sig að við viðgerð- irnar. Því er mikilvægt að gera ekkert það sem ekki er hægt að taka aftur. En þama er ekki aðeins gert við handritið, heldur einnig innsigli. Innsiglisfræði eru reyndar sérstök fræðigrein, þó ekki fari mikið fyrir henni. íslenzk innsigli hafa geymzt þokkalega vel og eru sum hver býsna gömul. En ástand þeirra er misjafnt. Þau verstu eru næstum að verða að dufti, þá þarf að baða þau í vaxupplausn, til að endurnýja vaxið í þeim. Það er vægast sagt heillandi heimur, sem mætir manni á viðgerðarstofunni. Þarna gefur að líta alls kyns verkfæri, sum ókunn- ugleg, en líka kunnuglega hluti eins og strau- jám. En það eru ekki aðeins verkfærin og það spennandi starf, sem þarna fer fram sem gerir viðgerðarstofnunina að aðlaðandi stað. Það er nefnilega ekki sízt elskulegt starfsfólk sem laðar gesti í viðgerðarstofuna. EFTIR SIGRÚNU DAVÍÐSDÓTTUR Arne Mann-Nielsen, sem stýrir Ijósmyndastofu Áma, stendur hér við risastóru handritaljósmyndavélina. Þessa stundina var slökkt á 6000 watta Ijóskösturunum, enda ekkert handrit ísigtinu. Ljósmyndastofan Það vinna þrír ljósmyndarar á ljósmynda- stofu stofnunarinnar. Arne Mann Nielsen ræður ríkjum þar. Hann hefur unnið við ljós- myndun þarna í 23 ár. Ef marka má af honum hlýtur handritaljósmyndun að vera hið besta starf. Sterk ljósin og filmudammarnir virðast ekki hafa haft slævandi áhrif á Mann Niel- sen, hann segir skýrt og skemmtilega frá. Stofnunin er geysi vel búin tækjum, það liggja líklega um 12—15 millj. danskra króna í þeim. Tækjakosturinn er sérstaklega valinn, til að sinna þeirri sérhæfðu ljósmyndun sem fer fram þarna og hvorki í Englandi né Þýzkalandi er að fínna svo stórar handrita- Sívaliturn og Trinitatiskirkjan í Kaupmannahöfn, koparstunga frá 1746. Eftir eldinn í Kaupmannahöfn 1728 var því sem eftir var af safni Áma Magnússonar komið fyrir uppi á loftinu yfir kirkjunni. ljósmyndastofur eins og hér, svo ekki sé nú minnzt á þá miklu þekkingu sem er saman- söfnuð þarna. Yfirleitt er ljósmyndað í tömum. Verkefn- um er safnað saman og svo ljósmyndað af kappi í átta til tíu daga. Þá er flett og flett og myndað og myndað. Það verður að gæta þess vel að allt komi með, líka göt og ójöfnur í handritunum. Tveir stúdentar vinna við að bera saman og aðgæta að myndirnar fylgi handritunum nákvæmlega. Þama er auðvitað að fínna margvísleg tæki. Um leið og ég kom inn rak ég augun í risastórt apparat. Mann-Nielsen fræðir mig á því að þetta sé ljósmyndavél sérstaklega stníðuð til handritaljósmyndunar. í hana er hægt að nota ýmsar gerðir filma. í henni eru m.a. teknar litmíkrófilmur. Þá er kveikt á 6.000 watta ljósum, það er kælir í vélinni svo handritin hitni ekki og ljósmyndararnir vinna með sólgleraugu í 15—20 mín. og hvíla sig svo jafnlengi á milli. Filmumar sjálfar greina litinn, þannig að ef lýsing eða annað er ekki rétt, þá lagar fílman sig eftir því og tekur litinn rétt upp. En auðvitað vantar þó alltaf eitthvað á litbrigðin, segir ljósmyndar- inn. Litfílmur hafa ekki haft á sér gott geymsluorð, þær blikna yfirleitt með aldrin- um. En það eru reyndar til litmyndir frá aldamótum, sem hafa haldið sér vel. Og tæknin sem Mann-Nielsen og félagar nota er sú sama og var notuð þá, þetta er eigin- lega ný gömul aðferð, sem rykið hefur verið dustað af. Framköllun 30 mynda litmíkró- filmu tekur aðeins um 6 mín. Fyrst er filman framkölluð, síðan bleikt svo allur umframlitur skolist burt og síðan er filman fixeruð, sem kallað er, gerð stöðug. í venjulegum litfiímum situr alltaf umframlitur eftir og það er hann sem bliknar með aldrinum og breytir lit myndarinnar. En þetta eru engin blíðlyndis- efni sem filman er unnin með og ljósmyndar- arnir skrýðast gúmmíhönzkum og grimum við verkið. Þegar Bengt ljósmyndari bauðst til að koma með stamp af bleikiefninu inn á skrifstofuna, þar sem við sátum, og sýna mér, þá þvertók meistarinn fyrir það. Ófétis lyktin myndi þá loða við herbergið næstu daga. Þarna er líka að finna aðra og litla mynda- vél þar sem eru teknar handritamyndir við kvartzljós. Mörg handrit eru mjög dökkleit og illlæsileg, en kvartzljósið eins og dregur fram letrið og lýsir auða flötinn. Hér áður fyrr sátu fræðimenn stundum og látu handrit við kvartzljós. En ýmislegt bendir til þess M m I ,i, * i LESBOK MORGUNBLAÐSINS 25. JANtlAR 1986 11 I -2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.