Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1986, Blaðsíða 2
Lausnir á verðlaunakrossgátu
og verðlaunamyndagátu
úr jólablaði 1985
1 • 3o«ú Ríikm “ f«ut CH8- ílHKfl ■ - ■■ • • - MflHl litufl SCCfl H«frr ! 0« Pfl- ÍÍA/Mu oritflAj ilíCf t Tit
X 'o L A S U £ I N N 1 Aí N 1 s Á L
I '0 5 PL T r 1 «r*oi Co«T- L J b í> 1 hTST Æ r L A
.1 •R A K A R H&fíufl S T b L 1 DflUM- Ó 1 KÍ« s T Æ K T
- V V SPífltD U A L K fl L b Jr» ofl M A L L A 'R
i jf 1 '1 T R £ K A Kvow- FflWÚ A ó&fl ri- iOíL.. Hflfut a A L A u s I
■ K A riuec f« >lu F A 4 U ■R ■R J 'o í> l?£IK- flOl R $flF«J- fl«?
-
W i iruu Tlljlll Niin MÍOKfl fUttT rá- l«t- F 'A A R urr\%i 57 M 'A ViíLU 'c> £> U R * 1 £ N N
IL- iXÓK s A N Þ A L A ■R tULBO L 1 Ð U 1? ffiiV R 'A N 1 N u
Á L A R A R Uorr' zönsr E y Ð A N omtai IWb - 3 WIH»I «ir« F 1 R h p
HfluF- IH R 1 F A N NWUil fi«tu Lb-it \cmur E a Cl r»\- >TltU« W I K A R A © A N L
u» Io- ■ 4TIU.T | Uff A N N M A R. VC i r'-S°C Þoflun A F A R A R Æ © U M UK.C- CöhC- utT A
5 13 .V. *l 3 3 FfllUi 'Ö L a A R F« oiT- 6, Jurig M 1 Ð I R FtTÓT ÁRLfl 'A R
b R o L B U R H'iTSk LflW/lB A K U R 1 Af N HNÍF- uR T 1 Á L flin
lúuÐ I hlh T 7 T 'A L FÍ FL NtT«* UM N A R R A R N ETTfl HClríiU A K U R y
T T ► 0«T- M«l T T b N / L Ljuin tun»»l Þ U R R U N) SríT ; L
(riboi A F r A K A Utt*fl HWOO* L KíflfJ Ifjfl A &£ISK1 T * 1 Á T U
A 5 A MUM INM fuowt /UDIJ u R gy§É Oo«N ÍHOI IKS « Æ T A Aí R l s T 1 R
t UM L B N D U M }Ufít> nuD- fARÞ S T U Aí A H£/ r A © A
ni> Mki A F T A N Btri H * 1/ClSLfl « s> Utmn Uirn>e T l L KlÆT Fufct- Afl £ R hr ÁHALb P
DfllV |Kom- L A U t U N A S 'A n*ci l IÐu« V I flMLflrf flloD 1 L M »Tckr. £ O S T 5
A ÞUl* VIB- nuxi R U N A HtlNTI FlfM* Ý T T J VTllllc- Ffrrr, S Aí 'O T u m •CTfTfll Ju*- rrutfln b K
N A MU4 - At" * A a A N irotr flNfl B N D A N A PílX«i 5 P £ L 1
Bl J JUfffl f? A N 1 N Aí (MDlHC A L THML- xrio Af E S 1 £> uou« P
F L K íi.fíT íatutti, iuum A R eiL»m JL A F L 1 L'lK- HMS- MLUTI L Mu«s Af A Z A
tWÍT* AÐI 'A Ek A L D 1 Fjfluj Tltl D U a 1 R N I L E b A N 1 b áflisfí
(? £ l £> H T r o L 1’ítr A LDHiMt LfíJfl L Y S T K««* A7 A ir
Á 5 5 A N atiui \L L 'o R V C«»r- R I S A/ fl Hflflt- SoR u
IÁC.T naóÐ Þ W U S K tiR- KOMU Ú R a T HEMfl u T A N Rhkk- UR. A T A K
HflKfl A L K A. iAtac S IC J. T A. Æ |0I*I £ íy l jLj L
KROSSGATAN
Verðlaun hlutu:
Kr. 6.000: Torfhildur Magnúsdóttir, Hátúni 10,
Eskifirði.
Kr. 4.000: Hrafnhildur Hreinsdóttir, Hverfisgötu 7,
Siglufirði.
Kr. 3.000: Steinunn Yngvadóttir, Seljugerði 9,
Reykjavík.
pfj.
3
F2
MAÍ 4'lR HflLDH
AMA
R A
5K/MN
Leik l/r
UMD Ru/vl
MYNDAGATAN:
Lausnin er: Margir halda þvífram að þingmenn áræði
alls ekki að taka afstöðu í bjórmálinu af ótta við
kjósendur, svo fáránlegt er það hljómar. Vekur allur
sá hráskinnsleikurundrun.
Verðlaun hlutu:
Kr. 6.000: Birna Oddsdóttir, Kleppsvegi 26,
Reykjavík.
Kr. 4.000: Helga Jónsdóttir, Fjólugötu 19,
Vestmannaeyjum.
Kr. 3.000: Edwin M. Kaaber, Digranesvegi 79,
Kópavogi.
N
Barbagallo
Það er engan veginn
tekið út með sældinni
að komast í röð færustu
píanóleikara heims; um það getur
hinn ungi, bandaríski píanóleikari
James Barbagallo vitnað, en um
þessar mundir er hann talinn einn
eftirsóttasti einleikari af yngri
kynslóðinni vestan hafs. Sam-
keppnin er geysihörð og gagn-
rýnendur þekkja enga miskunn,
ef þeir verða varir við einhveija
hnökra í áherslum eða túlkun. Á
undanfömum tveimur árum hefur
Barbagallo komið fram sem ein-
leikari með nokkkrum hinna
þekktari sinfóníuhljómsveita
Bandaríkjanna og auk þess haldið
allmarga sjálfstæða einleikstón-
leika í hinum stærri borgum þar
vestra. Stjama hans fer óðum
hækkandi og honum berast æ
fleiri boð um tónleikahald frá
kunnustu hljómleikasölum heims.
Eins og nafnið bendir til er
Barbagallo af ítölsku bergi brot-
inn, fæddur í Pittsburg í Pennsylv-
aníufylki. Fjölskylda hans er mjög
músíkölsk eins og títt er um fólk
af ítölskum uppmna, og því hlaut
drengurinn strax á unga aldri
nokkra tilsögn í tónmennt og
píanóleik. Þegar hann var þrettán
ára voru sérstakir hæfíleikar hans
á tónlistarsviðinu famir að koma
greinilega í ljós, enda var hann
þá farinn að stunda námið af
miklu kappi. 17 ára að aldri tók
hann svo inntökupróf í hinn virta
Juilliard-tónlistarháskóla í New
York og var þar við framhaldsnám
í §ögur ár. Þaðan útskrifaðist
hann með besta vitnisburði árið
1981.
Gæðastimpill Ffrá
Moskvu
Ári síðar hélt James Barbagallo
til Rússlands, þar sem hann tók
þátt f Tsjækovskíj-keppninni í
Moskvu, en af þeirri keppni fer
yfirleitt það orð, að hún sé einna
erfíðasta hæfnispróf í píanóleik,
sem haldið er í heiminum. Sá sem
kemst í gegnum þá eldraun með
verðlaun sem viðurkenningu að
lokum, er þar með kominn í sér-
stakan gæðaflokk meðal hinna
kröfuharðari tónlistamnnenda um
allan heim. Undanrásir þessarar
hörðu samkeppni í Moskvu stóðu
í heilan mánuð, og að þeim tíma
loknum höfðu 65 keppendur —
þar af 31 Bandaríkjamaður —
helst úr lestinni, dæmdir úr leik.
En Barbagallo hélt velli. Keppnin
fór síharðnandi eftir því sem nær
dró úrslitunum.
í síðasta skiptið sem James
Barbagallo lék fyrir dómnefndina,
kaus hann að túlka Rhapsódíu
Rachmaninoffs um stef eftir
Paganini og 2. píanókonsert
Tsjækovskíjs; þetta kvöld kom
einnig fram, auk hans, Rússinn
Vladimir Ovtsjinnikov, er þótti
bera af öllum rússnesku þátttak-
endunum. Það ríkti gífurleg
taugaspenna í Tsjækovskíj-saln-
um, þegar þessir tveir afburða-
píanóleikarar skiluðu lokafram-
lagi sínu í áheym hinnar ströngu
dómnefndar þetta kvöld. Bar-
bagallo kvaðst þó hafa verið salla-
rólegur og vart fundið fyrir nein-
um „glímuskjálfta“. Hann hafði
til dæmis ekki orðið fyrir því að
verða aumur í fíngrunum vegna
ofkeyrslu við æfíngar.
„Hvað mig snertir voru æfíng-
arskilyrðin alveg fráleit," sagði
James Barbagallo, þegar hann
rifjar upp keppnisdagana í
Moskvu. „Við höfðum til umráða
æfingasal í sex klukkustundir á
dag, og enda þótt boðið væri upp
á prýðilegustu hljóðfæri, 270 sm
Bechstein — og Bösendorfer-
flygla, var æfíngatíminn minn á
heldur óheppilegum tíma dags eða
frá kl. 3 síðdegis fram til kl. 9 á
kvöldin. Þetta var einhver versti
tíminn, því maður varð þá að
sleppa kvöldmatnum." Hann kím-
ir og bætir við: „Þessar máltíðir
voru svo sem ekkert sérstakt til-
hlökkunarefni út af fyrir sig;
maturinn var nær undantekning-
arlaust ansi slæmur og heldur
ekkert allt of ríkulegur. Ég var
að reyna að borða eitthvað á
hveijum degi til þess að halda
eðlilegum líkamsþrótti. En það
var alls ekki auðvelt. Við þátttak-
James Barbagallo
endumir urðum að standa í biðröð
í matsalnum, oft í tvær eða þijár
klukkustundir, til þess að fá
matarskammtinn, fáeinar niður-
soðnar grænar baunir og smábita
af seigu, feitu kjöti. Maturinn var
ekkert líkur því, sem manni er
boðið upp á í Russian Tea Room
í New York.“
AðSláÍGegn
Þegar Barbagallo hóf að leika
Rhapsódíu Rachmaninoffs, fann
hann greinilega, að áheyrendur
voru hlynntir honum, en þegar
hann hafði lokið leik sínum komu
undirtektimar honum samt mjög
á óvart. Utan úr salnum kvað við
dynjandi lófatak og ótal sinnum
heyrðist kallað „bravó", bravó!"
Fagnaðarlætin stóðu í tuttugu
mínútur og James Barbagallo
upplifði í fyrsta sinn hina svoköll-
uðu „rússnesku meðhöndlun",
sem felst í því að þúsundir að-
dáenda taka að klappa í takt til
að láta í ljós innilega hrifningu
sína. Þessar viðtökur hinna kröfu-
hörðu rússnesku áheyrenda voru
unga einleikaranum með öllu
ógleymanlegar. „Ég er mjög feg-
inn því að hafa farið þessa för til
Rússlands. Einstök vinsemd fólks-
ins, fegurð Moskvuborgar og allur
sá spenningur, sem ríkjandi var í
sambandi við keppnina, bætti
manni margfaldlega upp það, sem
miður fór varðandi dvölina þar
eystra. Ég átti þess kost að hlusta
á alveg dásamlega músík í túlkun
frábærra listamanna, sem seint
munu líða manni úr minni. Þessi
dvöl mín í Moskvu olli straum-
hvörfum í lífí mínu.“
Bandaríska sjónvarpsstöðin
ABC hafði sent fréttamenn sína
til keppninnar og flutti bandarísk-
um sjónvarpsáhorfendum fréttir
af frábærri frammistöðu James
Barbagallos. Engin fyrstu verð-
laun voru veitt í það sinn, en
rússneski snillingurinn Vladimir
Ovtsjinikov hlaut önnur verðlaun
dómnefndar, Barbagallo brons-
verðlaun og 3000 rúblur að auki.
Sigurinn í Moskvu varð undan-
fari annarra verðlauna, banda-
rískra, sem James Barbagallo
hlaut skömmu síðar, en það voru
William Petschek-verðlaunin við
Juilliard-tóniistarháskólann. Sá
fjárstyrkur gerði honum kleift að
þreyta frumraun sína í virtasta
tónleikasal Bandaríkjanna, í Lin-
coln Center í marsmánuði 1983,
og viðtökumar voru frábærar.
Hann var þar með kominn í hóp
hinna útvöldu í heimi tónlistarinn-
ar.
Einn eftirsóttasti
píanóleikari heimsins
af yngri kynslóðinni
kemur til íslands og
leikur á helgartónleik-
um Sinfóníunnar í dag.
2