Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1986, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1986, Blaðsíða 4
1 i Svo þröngt var um skólapilta í Bessastaðaskóla á fyrri árum hans, að þeir sváfu stundum þrír í sama fletinu, þöktu marhálmi og að sögn Hookers grasafræðings var sumstaðarþykk skán af skít og ólyktin hatrammleg. yoru íslend- ingar sóðar? Islendingar virðast ekki hafa haft á sér mikið þrifn- aðarorð fyrr á öldum og ætti það sízt af öllu að vera undrunarefni. Þjóð sem býr í torfkofum lætur ýmislegt mæta afgangi, sem nú þykir bæði sjálfsagt og nauðsynlegt. Það að tóra einhvem veginn Samantekt sem byggir á lýsingum á ástandinu í Bessastaðaskóla, því sem tveir ferðamenn sáu og skrifuðu um, grein Árna Óla um mykjuhaugsmál- ið í Reykjavík og í síðari hluta greinarinnar í næsta blaði verður birtur hluti af ádrepu Kjarvals um sóðaskapinn í Reykjavík og úr ritgerð Halldórs Laxness um óþrifnað landsmanna og skort á siðmenningu. GÍSLISIGURÐSSON tók saman var nógu harðsnúið, hefur komið mn þeirri afstöðu hjá landsmönnum, að þrifnað- ur væri hégómi. í lífsbaráttu þeirrar tíðar varð allur hégómi að þoka fjrrir því sem máli skipti: Að hafa í sig og á. Á þjóðveldis- öld höfðu menn fyrir sið að bera fram mundlaugar, en sá siður að þvo sér um hendur eftir máltíð virðist hafa lagzt af. í lýsingum erlendra ferðamanna er bæði talað um vonda lykt í húsum og þann ávana landsmanna, að vera sífellt að aka sér og klóra sér. Hafi veruleg brögð verið að þessu, sem ugglaust má ímynda sér, getur hin Iandlæga óværa hafa átt hlut að máli, en það segir sig sjálft, að jafnvel það átak að útrýma lús hefur ekki verið auðvelt í húsa- kynnum án vatnsveitu og svo þröngum, að yfirleitt sváfu fleiri en einn í rúmi. Menn virðast hafa tekið óværunni með heimspeki- legri ró og reynt að sjá það jákvæða við þá ásókn, samanber máltækið, að enginn lifir lúsalaus til lengdar. Þær lýsingar sem til eru á óþrifnaði ís- lendinga eru ekki alltaf vel marktækar, þær eru stundum skrifaðar í augljóslega niðrandi tilgangi, en stundum vafalaust af hreinni hneykslun. Þegar haft er í huga, að lýsing- amar eiga oftast við nafnfræga staði svo sem Skálholt, Bessastaði og útlit höfuðstað- arins má ímynda sér hvemig ástandið hefur verið innanstokks í kotum, hjáleigum og þurrabúðum, þar sem fátæktin var átakan- legust. Hvað getum við ályktað þegar lýsingar á vítaverðum sóðaskap beinast að einu menntastofnun landsins? Má ekki ætla, að ástandið hafi verið allhrikalegt hjá almenn- ingi þegar svo var umhorfs í Bessastaða- skóla, að útlendingar sáu ástæðu til þess að lýsa hneykslan sinni? Skólinn hafði flutzt til Bessastaða árið 1805 eftir að skólalaust hafði verið um fímm ára skeið. Bessastaða- stofa var þá 50 ára gömul og eitt af örfáum húsum í landinu, sern hægt var að kalla því nafni. Á móti torfkofunum, sem lands- menn bjuggu þá í, var Bessastaðastofa í rauninni höll. Það varð gæfa skólans og um leið íslenzkrar endurreisnar og sjálfstæðis- baráttu, að frábærir lærdómsmenn réðust í kennarastöður. Fór mikið orð af lærdómi þeirra og ekki voru lærisveinamir heldur af lakara taginu; menn eins og Baldvin Einarsson, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason og Benedikt Gröndal. Þar var og Jón ritstjóri Guðmundsson, Jón Sigurðsson lærði þar grísku og Grímur Thomsen fædd- istþarogólstupp. Þrengsli Og Hatrammleg Ólykt í síðustu bók uppsláttarritsins Landið þitt, sem bókaútgáfan Öm og Örlygur hefur gefíð út af miklum myndarskap, er fróðlegur kafli um Bessastaði eftir Einar Laxness. Þar segir svo um skólann: „í því margmenni, sem var á Bessastöðum í tíð skólans, vora húsakynni í þrengsta lagi og aðbúnaður skólapilta, ekki síður en kennara, bágborinn í meira lagi, a. m. k. í nútímaskilningi. Til viðbótar 30—40 nem- endum vora oft um 20 manns í heimili hjá skólaráðsmanni og 5—10 manns hjá þeim kennuram, sem bjuggu á staðnum. Þannig vora um 60—70 manns, sem áttu heima á Bessastöðum í tíð skólans. Þegar bætt er við kennuram þeim, er bjuggu á nærliggj- andi bæjum og heimilisfólki þeirra, munu allt að 80—100 manns hafa með einhveijum hætti verið tengdir Bessastaðaskóla. Fyrsti hálfí annar áratugur skólans, árin 1805—20, var sérstaklega erfíður á ýmsa lund. Kom þar til, að verðlag fór mjög hækkandi á áram Napóleonsstyijaldanna í Evrópu og oft vora harðindi mikil í landinu á þeim áram, svo að stundum lá við hungurs- neyð. Það era því ófagrar lýsingar, sem gefnar hafa verið af skólanum hjá samtíma- mönnum, sem þangað komu. Ein þeirra er gefín af Englendingnum Hooker, grasa- fræðingi, sem var fylgdarmaður Jörandar hun ]adagakonungs sumarið 1809, en þeir munu þá báðir hafa heinmsótt staðinn. Hooker segir svo frá: „Sjálf byggingin er úr steini og nokkum veginn viðunanleg vegna þess að fyrir skömmu var gert allmikið við hana, en óhreinindin í henni gætu varla verið meiri í verstu þurfamannahælum hérlendis (Hook- er á vafalaust við slík hæli í Bretiandi, þegar hann segir þetta. G.S.). Á stiganum, sem lá upp á svefnloftið, var þykk skán af skít, en í loftinu var sóðaskapurinn jafnvel ennþá verri. Rúmstæðin vora aðeins upphækkaðar trégrindur eða kassar, fylltir með marhálmi, sem tíndur hafði verið í fjöranum þar í kring og var ekkert í rúmunum nema hann og tvö afar grófgerð ullarbrekán. í hveiju rúmi sváfu 3 piltar, svo að ekki vora nema 8 rúm handa 24 sveinum. Þessi ódæma þrengsli og hatrammleg ólykt, sem naumast var bærileg, neyddi okkur til að halda sem fyrst til bókaherbergisins, lítils óhreins herbergis, þar sem töluvert af bókum lá út um allt, í megnustu óreiðu. Vora flestar þeirra á latínu eða grísku, en að efni til var meginið af þeim um guðfræði. Engu að síður era dugandi kennarar við skólann, þar sem era þeir tveir Jónssynir. Jörandur tekur jafnvel enn dýpra í árinni. Stefndi hann á það að gera endurbætur á skólanum, þótt ekki yrði af, er hann var hrakinn úr valdasessj eftir skamman tíma. Hinsvegar var farið að sýna skólanum nokkra meiri sóma uppúr 1820, bæta húsa- kynni pilta og hert á eftirliti um þrifnað og umgengni, m.a. bannað að fleiri piltar en tveir svæfu í sama rúmi." Lýkur þar tilvitnun í ritgerð Einars Lax- ness, en ástæða er til að staldra ögn við og íhuga nánar, það sem fram hefur komið. Hversvegna Þögðu Þeir UmÓþrifnaðinn? Geram ráð fyrir, að grasafræðingurinn Hooker og Jörandur hafí ýkt eitthvað það sem mætti augum þeirra og þefskyni í Bessastaðaskóla. Það getur hafa verið nógu slæmt fyrir því; viðmiðun þeirra hefur naumast verið sú, sem nú þætti góð og gild. Það hefur einnig komið fram, að ástandið hafði eitthvað verið bætt um og eftir 1820, þegar þeir sem síðar urðu Fjölnismenn gerðu garðinn frægan. Þeir Bessastaðamenn vora þrifnir í með- ferð móðurmálsins og fyndnir að auki, samanber hugtakið Bessastaðafyndni. Á myndum era þeir Sveinbjöm Egilsson, Bjöm teikningu J. Ross Browne: Mikið fjör hjá hundum og bömum og nóg af trosi í rjáfrinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.