Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1986, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1986, Blaðsíða 13
Vélbátará Stokkseyrarhöfn um 1920. lýsing sannleikanum samkvæmt. Einar þessi bjó ler.gi í þurrabúð sem kölluð var Aftan- kvöld (þar bjó engin kerling, eins og segir í greininni, nema átt sé við konu Einars). Aður en Einar tók sér bólfestu í þorpinu var hann bóndi á Grjótlæk. Hann var sagður dugnaðar- maður og stundaði algeng störf til sjós og lands. Líklega hefur honum þótt sopinn góð- ur, sbr. uppnefnið, en engar sögur fara af því að hann hafí drukkið sér til vansa. Um Einar og þurrabúð hans á Stokkseyri farast dr. Guðna Jónssyni svo orð í bók sinni Ból- staðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, bls. 378: „Aftanköld var upphaflega skemma, er Jón Adólfsson í Grímsfjósum byggði aftan við bæinn á Stokkseyri á árunum 1860—65, þá er hann fór að verzla, sem stóð þó skamma hríð. Nafnið var dregið af staðsetningu skemmunnar og því að húsið þótti kalt. Það kemur fyrst fyrir við húsvitjun árið 1884, og bjó þar þá og lengi síðan Einar Ólafsson, áður bóndi á Grjótlæk. Árið 1900 skírði hann bæ sinn upp og kallaði Varmadal." Kem ég þá að þeim þætti greinarinnar, sem fjallar um afa minn og ömmu. Finnst mér sumt í honum afar ósmekklegt og að ýmsu leyti er svo rangt með staðreyndir farið að ég get ekki orða bundist og hlýt að leið- rétta helstu missagnirnar um þau. Amma mín, Anna Diðriksdóttir, er í grein- inni titluð fræg húsmóðir á Tóftum. Má það til sanns vegar færa (að frægðinni undanskil- inni. Ég skil ekki hvers vegna höf. sæmir hana þeirri nafngift), þótt ekki sé það alls kostar rétt. Þau Anna og Helgi Pálsson bjuggu á Tóftum í Stokkseyrarhreppi á árun- um 1880—90. Var Helgi þar upp alinn og byijaði þar búskap með Onnu, en ábúandi og raunveruleg húsfreyja þar var fóstra hans, Guðrún Eiríksdóttir, sem búið hafði þar lengi ásamt manni sínum, Hafliða Guðnasyni, en hann lést 1873 og bjó Guðrún áfram á Tóftum til dauðadags 1890. Það ár fluttust þau Anna og Helgi að Vestra-Stokkseyrarseli og bjuggu þar til ársins 1896, en þá fluttust þau til Stokkseyrar. Byggði Helgi sér bæ í ofanverðu þorpinu og nefndi Helgastaði. Þar bjuggu þau í nær fjörutíu ár og voru jafnan við hann kennd, eins og áður er sagt. í greininni segir að Anna Diðriksdóttir hafi á efri árum ort vísur til Tryggva Gunn- arssonar í tilefni af vígslu Ölfusárbrúarinnar 1891. Þetta er rangt. Vísur þær, sem greinar- höfundur mun eiga við, orti móðir Onnu, Sigríður Egilsdóttir, kona Diðriks Jónssonar. Var hún allvel hagmælt og þau hjón bæði. Er þáttur um hana og menn hennar í íslensk- um sagnaþáttum Guðna Jónssonar, VI. hefti. Eru þar birtar nokkrar vísur hennar og kvæði, þar á meðal fyrmefndar brúarvígslu- vísur. Vísur Sigríðar getur greinarhöfundur kynnt sér í áðurnefndu hefti, ef hann kærir sig um. Kannski eru þær ekki merkilegur skáldskapur, en samt hafa þær og margar aðrar vísur hennar geymst í minni manna fram á þennan dag. „Þær sýna viðleitni fá- tæks almúgafólks til að iðka orðsins list, þótt af veikum mætti væri,“ eins og dr. Guðni Jónsson kemst að orði um þær í sagnaþætti sínum. Sigríður gamla Egilsdóttir hefur áreiðan- lega ekki ætlast til neinna skáldalauna fyrir vísur sínar, hvorki af Tryggva Gunnarssyni né öðrum, þótt hún fagnaði byggingu nýju brúarinnar á Ölfusá á þennan hátt. Með byggingu hennar var stórum áfanga í sam- göngumálum Sunnlendinga náð, og því var eðlilegt að allir, háir jafnt sem lágir, fögnuðu vígslu hennar. Góðskáldið Hannes Hafstein flutti við það tækifæri snjallt og áhrifamikið kvæði, en kvæði fátæku alþýðukonunnar var ekki flutt og ekki birt fyrr en löngu seinna. Mér finnst að það hefði líka mátt heyrast við þetta tækifæri. Það var rödd alþýðunnar, sem mestar fómir hafði fært í aldanna rás í baráttunni við elfina miklu, sem svo lengi hafði „slitið vegu sveita". Rétt er það hjá greinarhöfundi að þau Helgi og Anna bjuggu ekki við ríkidæmi, hvorki meðan þau dvöldust á Tóftum né síðar á lífsleiðinni. En dæmið, sem hann velur til að bregða upp mynd af fátæktinni sem fólk bjó við á þessum ámm, hefði getað verið átakanlegra og áhrifaríkara. Hann lýsir því, er Anna ól eitt af börnum sínum (Margrét var ekki elsta barn þeirra Önnu og Helga, eins og segir í greininni. Hún vár þriðja í röðinni; Sigríður var elst bama þeirra) og gömul kona sat yfir henni, en gat litla aðstoð veitt við fæðinguna, sem von var, því að hún mun ekki hafa haft mikla þekkingu til slíkra verka. Það mun ekki hafa verið óalgengt á þeim ámm, að ólærðar konur reyndu að lið- sinna við bamsburð. Fátt var um lærðar ljós- mæður og oft erfitt að ná til þeirra um langan veg. Vissulega sýnir þetta ástandið í heilbrigðismálum þjóðarinnar á þessum tím- um, en það var fleira átakanlegt í þeim efnum, t.d. ungbamadauðinn, sem var geig- vænlegur og ekki bundinn við fátækt eða ríkidæmi. Skopsagan af því, þegar afi fór að sækja ljósmóðurina, held ég að sé þannig tilkomin, að greinarhöfundur hafi sjálfur bmgðið sér andartak á bak Pegasusi og hafí þótt gaman að láta gamminn geisa, að minnsta kosti hef ég ekki heyrt þessa sögu fyrr og sagði amma mér þó ýmislegt frá ævikjömm sínum og búskaparbasli. Ekki efa ég það, að afi hafi hraðað för sinni í umrætt skipti, eins og á stóð, en vafasamt tel ég að hann hafi fengið svo valinn gæðing til reiðar að hann hafi þeyst jafnhratt og greinarhöfundur lýsir. Hafi hann fengið hest lánaðan, en ekki farið gangandi austur að Loftsstöðum, hefur það áreiðanlega ekki verið sá gæðingur að hann færi á kostum eins og Sörli forðum. Sagan um axlaböndin er svo fáránleg að hún er ekki svara verð. Hefði afi verið í frakka eða kápu yst fata, er hugsanlegt að löfin hefðu staðið aftur af honum eins og þandir vængir, eins og höfundur komst að orði, en að axla- böndin hafi hafist svo á flug er heldur þunn samlíking. Heimildir greinarhöfundar að sögunni, svo og sumu öðru, sem hann segir um þau Helga og Önnu, em líka ansi ótraust- ar að því er best verður séð. Hann segir: „Sögðu þá menn ... “ Svona orðalag, þegar um heimildarmann eða menn að ummælum um nafngreint fólk er að ræða, er of óljóst og ósannfærandi til þess að frásögnin geti talisttrúverðug. Er þá komið að þeim þætti frásagnar I.G.Þ. um afa minn og ömmu, sem mér finnst ósmekklegastur og á raunar vart orð yfir að greinarhöfundur skuli birta slík ummæli, sem hann leggur ömmu í munn, þegar hún á að hafa lýst ódugnaði og seinlæti afa. Þótt baslið og fátæktin hafi sjálfsagt gert hana beiska í lund og dálítið svarkalda, held ég að hún hafi alltaf borið hlýjan hug til afa og virt hann á sinn hátt. Satt er það að hún gat verið dálítið meinyrt, þegar sá gállinn var á henni, eins og hún átti kyn til, en nær er mér að halda að hún hafi sjaldnast meint það bókstaflega, sem hún sagði, heldur hafi það verið í hálfgerðu gamni mælt. Hún var jafnaðarlega fremur fálát og dul og mjög heimakær. Greind var hún og bókhneigð og talsvert hagmælt, eins og foreldrar hennar og Bárður bróðir hennar. Sjálfsagt hefur henni á stundum sviðið sárt að hafa litla sem enga menntun hlotið, þegar hún var yngri, en smám saman hefur hún sætt sig við ævikjörin og hlutskipti sitt. Það kom í hennar hlut eins og flestra fátækra húsmæðra á þeim tímum að verða að vinna langan og strangan vinnudag bæði innan húss og utan, því að oft var afi fjarverandi frá heimilinu langtímum saman við sjóróðra eða önnur störf. Amma var þrekmikil og ósérhlífin, hlóð t.a.m. axlarháa gijótgarða kring um mat- jurtagarða sína og trjá- og blómagarð, sem hún kom upp á Helgastöðum og þótti með fegurstu skrúðgörðum í þorpinu. Hún gróf og hlóð brunna og gegndi skepnum þeirra í fjarveru afa, auk heimilisstarfanna, sem hún sinnti jafnframt. Oft kom það fyrir að hún tók þátt í uppskipunarvinnu ásamt öðrum konum og bar kol eða salt í pokum á bakinu upp sleipar klappimar og fjöruna til geymslu- húsanna. Þannig var lífsbaráttan um og fyrir síðustu aldamót. Afi var dálítið annarrar gerðar en amma. Hugur hans hneigðist að ýmiss konar fróðleik og sagnaminnum. Mesta ánægja hans var að blanda geði við fróðleiksfúsa menn og spjalla vð þá um hugðarefni sín hvenær sem færi gafst. Gátu þá heimilisstörfin stundum dregist á langinn eða gleymst um stund, þegar svo bar undir. En skyldustörf sín vanrækti hann þó ekki, þrátt fyrir þrár sínar og drauma og lasleika, sem hann átti stund- um við að stríða. Hann reri um langt árabil hjá ýmsum kunnustu formönnum á Stokks- eyri, lengst hjá Pálmari Pálssyni, föðurbróður Páls ísólfssonar tónskálds, en þeir Sels- bræður, Pálmar, Isólfur, Júníus bóndi á Seli og Gísli bóndi og organisti í Hoftúni vom helstu góðkunningjar afa. Ólíklegt er að þeir eða aðrir, t.d. Jón Sturlaugsson og fleiri merkir menn, hefðu metið hann mikils og haft hann í skiprúmi sínu ámm saman, ef hann hefði verið sú liðleskja og ónytjungur, sem helst má ráða af orðum greinarhöfundar. Vera má að einhvetjum lesenda finnist ég hljóti að fegra um of lýsinguna á gömlu hjón- unum á Helgastöðum. Svo er ekki. Ég hef enga löngun til að fegra mynd þeirra eða lýsa þeim sem gallalausum manneskjum. Þau hafa sjálfsagt haft sína galla eins og við öll. En þau eiga rétt á því að minning þeirra sé í heiðri höfð. Enn er á lífi fólk, sem þekkti þau vel og sumir sem voru nágrannar þeirra og góðkunningjar um langt árabil. Þetta fólk getur vottaðj hvernig þau vom í viðkynningu og dagfari. Ég fullyrði, að þau vom heiðvirð, vinnusöm og afskiptalaus um hætti annarra, enda er mér ókunnugt um að þau hafi átt neina óvildarmenn meðal samferðamanna sinna. Þau hafa nú hvílt í friði í gröf sinni í Stokkseyrarkirkjugarði í nærfellt hálfa öld. Því kom mér á óvart að lesa þau ómaklegu ummæli um þau sem sjá má í áðurnefndu jólablaði Lesbókarinnar. Þorvaldur Sæmundsson er kennari I Reykjavlk. Hannes Pétursson Eftir brúðkaups- nóttina Hún rís upp af rekkjunnar líni með ró, eins og febrúarsólin sem stígur af fannhvítu fjalli fölijóð, en dáiítið þreytt. Þunnur, haldlítill hjúpur hylur líkamann granna sem ínott varð dimmur og djúpur. (1957) Hólmfríður Gunnarsdóttir Eftir nóttina Tilbrigði við Ijóð Hannesar Péturssonar: Eftir brúðkaupsnóttina. Þú hvílir í hvílunni aðmorgni hvíldur — og lítur á klukku eins ogaðafloknu verki. Ekkert bindur þig lengur. En konunni fereins ogfíski sem festist í neti og fær sig ei losað. Vinur minn Þú fórstyfirmóðuna miklu, en minningþín lifir. Um mannleg örlög er spurt. En er ekki skrítið, aðaðrir, sem lifa, hafaýmsir faríð lengra burt. Hólmfríður Gunnarsdóttir frá Æsustöðum er hjúkrunarfræðingur og vinnur í Blóðbankanum. Úlfur Ragnarsson Ljóð Með svipuðum hætti og Heilagur Andi signdi þá sælu mey getur enn sól hans signt allajörðina efvið erum með í verki. Úlfur Ragnarsson er laeknir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. FEBRÚAR 1986 * 13 .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.