Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1986, Blaðsíða 3
1-BgBiHf
@ @ 11 ® S1S1S1B ® (® 11 Œl fi] S1
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías
Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoö-
arritstjóri: Björn Ðjarnason. Ritstjórnarfulltr.:
Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns-
son. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Sími 10100.
Sóðaskapur
var fyrr á tfð á íslandi í þeim mæli.að erlendir
ferðalangarvoru sumiralveggáttaðir. Oþrifnaður-
inn var ærinn í einu menntastofnun þjóðarinnar
og hrikalegar lýsingar eru á sóðaskapnum í höfuð-
staðnum. Sumt mátti skrifa á reikning fátæktar,
en eftir stendur spumingin: Vom íslendingar sóð-
ar?
Interleukin
er ekki nafn sem líklegt er að fólk kannist við,
enda varla von, því þetta er nafn á nýju lyfí gegn
krabbameini, sem vonir eru bundnar við. Lyfið
magnar hvít blóðkom, gerir þau herská, svo þau
ráðast gegn krabbameinsfrumum.
Forsíðan:
er af málverki ftalans Sandro Chia og heitir Fiskimaðurinn. Chia
er einn af brautryðjendum nýja expressjónismans á Ítalíu, en er nú
alþjóðleg stjama; verk hans seljast á söfn fyrir svimandi upphæðir,
en sjálfur býr Chia á mörgum stöðum, mest þó í New York. Hann
er einn þeirra, sem hafa gert drauminn að vemleika og frá honum
segir nánar í grein á bls. 8-9.
Skjalasöfn
em heill heimur út af fyrir sig og flestum nokkuð
framandlegur. Áður var sá heimur lokaður og
leynilegur, en nú öllum opinn. Þannig er um danska
ríkisskjalasafnið, sem geymir margt um ísland og
íslenzka sögu. Sigrún Davíðsdóttir segir frá heim-
sókn í safnið.
Jónas E. Svafár
Sjöstjarnan
í meyjarmerkinu
égnæ ekki andanum fyrir
fjárfestingu íkverkunum
vegna vörpulegrar
kærustu íhverri höfn
ef ég er skuldum vafinn
upp fyrirhaus stendur
rafvæðing segulskautsins
upp íhári mínu
en égá krónu á himni
sem hnígurhulin seðlum
við dýrtíðarhring
íkarlsvagni strætisins
ek ég vetrarbrautina
heim ímyrkrið
Jónas E. Svafár er skáld í Reykjavík.
Þegar dyggðir manna em
komnar á tungu þeirra,
em þær horfnar úr hjart-
anu. Er dyggðasnauðir
tímar ganga yfir þjóðir,
einkennast þeir af því, að
menn hafa dyggðir mjög á
orði og reyna að nota þær sem vörumerki.
Oft athuga menn þá ekki, að á tímum heið-
arleikans í hjartanu, þar sem menn geymdu
allt sitt bezta í þann tíma, máttu menn alls
ekki láta það henda sig að hæla sér sjálfír
af dyggðum sínum og sízt af öllu af heiðar-
leika. Það vakti strax gmn um, að maðurinn
hefði óhreint mél í pokanum og menn
spurðu: „Hverju ætli hann hafí stolið þessi?"
Það henti einn af stjórnmálamönnum
okkar í haust að gefa sjálfum sér heiðar-
leika-vottorð frammi fyrir allri þjóðinni í
sjónvarpi. „Ég er heiðarlegur maður,“ sagði
hann hátíðlegum rómi og eitthvað fylgdi svo
fleira um ágæti hans.
Þannig talað enginn maður fyrmm nema
Sölvi Helgason og hans nótar. „Eg er gull
oggersemi, guði sjálfum líku . . .“ orti Sölvi.
Svoddan tal verkaði í gamla daga eins
Búmmerang
og skotvopnið búmmerang, kom til baka og
þá í hausinn á manninum sjálfum.
Auðvitað geta menn neyðst til að votta
sjálfír eigið ágæti, ef enginn annar fæst til
þess, en þá verða þeir að standa fagmann-
lega að verkinu. Maðurinn hefði átt að orða
vottorð sitt þannig: „Ég á nú orðið langa
og fjölbreytta ævi að baki, og átt viðskipti
við margan manninn en ég veit ekki til að
nokkur þeirra manna né nokkur samferða-
maður minn á lífsleiðinni, hafi borið mér
óheiðarleika á brýn.“
Þarna er sama meiningin og maðurinn
sjálfur gefur í raun jafnt út þetta vottorð
um sig sem hið fyrra, en með þessu síðara
orðalagi kemur hann miklu betur fyrir, þar
eð hann skýrskotar til reynslu annarra af
sér og gefur formlega vottorð út í þeirra
nafni.
Það er nokkuð skynsamlegt, þetta sjálfs-
hóls-form, sem nú er farið að tíðkast. Settur
er á svið viðtalsleikur í fjölmiðli með spyrli
og sögumanni. Spyrillinn spyr þá til dæmis:
„Nú hefur þú N.N. alla tíð haft á þér almenn-
ingsorð, sem einstaklega heiðarlegur maður.
Hvetju viltu þakka þetta?“
Sögumaðurinn hefur aldrei neitt á móti
því að skýra frá þessu skilmerkilega og þar
sem heiðarleiki er skyldur ýmsum öðrum
góðum kostum lætur hann þá fljótlega með
eftir því sem efni standa til. Hann byrjar á
því að rekja arfleifðina og hún er samfelldur
heiðarleiki í marga ættliði, (þótt það hafí
allt verið sauðaþjófar mann fram af manni);
þá er það næst hún ástríka mamma, sem
laðaði fram allt það bezta í honum með
ástúð sinni og umhyggju (þó kerlingin hafí
lamið hann eins og harðfísk, ef hann vætti
sig í fót, og slegið hann utan undir, ef hann
hnerraði); þá er það hin spakvitra amma,
(þó hann hafi ekki þekkt hana nema kol-
ruglaða í körinni); og svo er náttúrlega
heilráður faðir, (sem sjálfur kunni ekki fót-
um sínum forráð, og heilræðin fólust í að
rassskella soninn fyrir hnupl); alltaf er svo
í sögunni kennari, sem allir lærðu hjá (þó
sjálfur kynni hann ekki að lesa); og svo var
maðurinn svo heppinn að lenda í byijun
starfsferils síns hjá vinnuveitanda, oft kaup-
manni, sem ekki mátti vamm sitt vita (en
hvarf samt síðar til útlanda til vonar og
vara); rúsínan í pylsuendanum er svo ævin-
lega eiginkonan, enginn hefur átt jafn-ríkan
þátt í að gera góðan mann og heiðarlegan
úr sögumanni, — og bezt er nú náttúrlega,
ef hún er fallin frá, eiginkonur eru eins og
hákarlinn, batna í gröfinni —, konan var
allt í senn, vinnusöm, sparsöm og dyggðug
(þó hann hafí aldrei þorað að treysta henni
fyrir eyri, og hún hafí haldið framhjá honum
á brúðkaupsnóttina og æ síðan).
ÁSGEIR JAKOBSSON.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 1. FEBROAR 1986 3