Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1986, Blaðsíða 7
Vísindamaðurinn dr. Rosenberg hjá sjúklingi. „Það er ólýsanleg tilfínning að geta hjálpað sjúklingum, sem ekki voru taldir lengur eiga neina lífsvon.“
myndar einnig mótefni, en hefur fyrst og
fremst það hlutverk að fjölga húðfrumum.
Til dæmis við brunasár.
En frá Gallo til niðurstöðu Rosenbergs
var þó langur vegur. Við tilraunir á dýrum
kom fram, að hvorki Interleukin-2 né hinar
„vígmóðu eitilfrumur" út af fyrir sig höfðu
nein áhrif á krabbameinsæxli, þegar þau
voru gefín sitt í hvoru lagi. Það var ekki
fyrr en þau voru gefín samtímis, að krabba-
meinið lét skyndilega undan síga.
Þegar Rosenberg hóf hina sameinuðu
lyfjagjöf, kom árangurinn brátt í ljós, þótt
ekki yrði það strax í fyrsta tilvikinu. Hann
segir svo frá: „Fyrsti sjúklingur minn var
29 ára gömul kona, sem þjáðist af illkynja
sortuæxli (melanoma), hinu skaðvæniegasta
allra húðkrabbameina. Meinvarpið hafði
þegar náð til fótanna, baksins og brjóstsins.
Þegar hún fór úr okkar umsjá eftir mánaðar
meðferð, hafði æxlið ekki breytzt á nokkum
hátt. Það var ekki fyrr en hún kom til
rannsóknar að liðnum átta vikum í viðbót,
að í ljós kom, að krabbameinið var horfíð.
Og þess hefur ekki orðið vart aftur enn sem
komið er.“
Reyndar koma einnig fram aukaverkanir
af Interleukin-2. Hiti, hrollur, velgja og
miltisbólga, em þó meðal hinna meinlausari.
Verra er, hve vökvi safnast fyrir í vefjum.
IUm tíu milljörð-
um hvítra blóð-
korna er náð úr blóð-
inu með síu
Hvít
blóðkorn
Hvítu
blóðkorn-
4Sjúklingurinn
færhinar „víg-
móðu" frumur í æð
ásamt Interleukin - 2
© © ©
„Vígmóð"
hvít blóðkorn
3Eftir þrjá til
fjóra daga hafa
hvítu blóðkornin
orðið að „vígmóð-
um“ frumum
Þannig verða hinar „vígmóðu “ frumur til. I einn mánuð er sjúklingurinn tengdur
bióðdælu í fjóra tima daglega. Hún síar út hvít blóðkorn, sem með Interleukin eru
gerð „vígmóð“ og þau ráðast síðan á krabbameinsfrumurnar, eftir að sjúklingurinn
hefurfengið þau í æðar sér aftur.
Allt að 10 lítrar af vökva hafa stundum
safnast í lungum, lifur og nýmm. Afleiðing-
amar vom öndunartmflanir.
Þá er einnig sá ókostur við læknismeðferð
með Interleukin-2, hversu lítið af efninu er
tiltækilegt. Rosenberg getur aðeins með-
höndlað í mesta lagi átta sjúklinga á mán-
uði. Meira Interleukin er ekki til. Það tæki,
sem notað er til að sía burt hvítu blóðkom-
in, kostar eitt sér 30.000 dollara. Læknis-
meðferðin kostar tugi þúsunda dollara.
Rosenberg heldur þess vegna rannsókn-
um sínum áfram af fremsta mætti. „Við
vinnum nú að því að geta ræktað hinar
„vígmóðu" frumur, sem svo síðan geti fjölg-
að sér sjálfar í blóðinu. Við emm einnig að
kanna, hvort hægt væri ef til vill að nota
einnig hvít blóðkom frá blóðgjöfum, því að
þá losnuðum við við hina dým síunaraðferð."
í lyQaiðnaðinum er einnig unnið af mikl-
um krafti að þessu máli. Hin stóra erfða-
tæknifyrirtæki leita stöðugt betri aðferða
til að framleiða meira Interleukin-2. Það
væri einnig hægt að nota það, þegar ónæm-
isrfi líkamans bilar. Og það gæti ef til vill
jafnvel læknað alnæmi (aids, eyðni). Banda-
rísk heilbrigðisyfírvöld munu opinberlega
leyfa notkun þess 1988. Þá ættu væntanlega
hinir síðustu efasemdarmenn að vera orðnir
sannfærðir. Sv.Ásg-. þýddi úr „BUNTE“
„Vígmóðar" frumur ráðast til atlögu. Hvit blóðkorn ráðast á
krabbameinsfnunur (með tindóttum brúnum).
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. FEBRÚAR 1986 7