Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1986, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1986, Blaðsíða 11
5 Hérsitfa mauriðnir skjalalesendur og lesa örfilmurá þartilgerðum skjám. safnið. Og þær getur hver sem er fengið að líta á þá. Safngestir þurfa aðeins að út- fylla eyðublað um hvetjir þeir séu og hvað þeir séu að gera, en annars er ekki grennslazt sérstaklega fyrir um þá. Hvað Er Að Finna A RÍKISSKJALASAFNINU? Ríkisskjalasafninu er skipt niður í fjórar deildir og svo ritaraembætti eða stjómunar- deild, „sekretariat". Síðastnefnda deildin sér um daglegan rekstur, en undir hana heyra líka einkaskjöl konungsfjölskyldunnar. Með það er farið sem einkasafn og ríkisskjala- vörðurinn er einnig skjalavörður konungs- íjölskyldunnar. í 1. deild eru geymd eldri skjöl, skjöl frá því fyrir 1848, þegar einveldið var afnumið. Þá var jafnframt stjómarfyrirkomulaginu breytt. Aður var landstjómin í höndum svokallaðra „kollegia" auk kóngsins, en það vom nefndir þar sem var fjallað um mál. Eftir einveldið var komið á ráðuneytum, sem þóttu nútímalegri og sem vom, og em, byggð upp eins og píramídi, með ráðherra efst. Vegna þessara breytinga er að mörgu leyti eðlilegt að skipta skjalasafninu þama, þó ekki sé það gert nákvæmlega varðandi öll mál. Undir þessa deild heyrir líka öll þjónusta á lestrarsal og svo tæknivinna, t.d. ljósmyndun og viðgerðarverkstæði. 2. deild sér um nútímaskjöl, móttöku þeirra og ráðgjöf um grisjun. Starfsmenn þessarar deildir fara í ráðuneyti og stofnanir og fylgjast með skjalavörzlu þar. Þessi deild sér um öll tengsl við stjómsýslustofnanir. Þama em langflest skjölin og það er stór- streymt inn. 3. deild sér um skjöl varðandi hemað og hersögu. Skjöl frá hermálaráðuneytinu fara þó ekki hingað, heldur með öðmm ráðuneyt- isskjölum í 2. deild. Þetta er lang minnsta deildin. í 4. deild er að fínna einkasöfn. Skjala- verðimir snúa sér oft til einstaklinga t.d. stjómmálamanna og manna úr viðskiptalíf- inu, sem hafa látið mikið að sér kveða og biðja um skjalasöfn þeirra. Konunglega bókasafnið sér þó alveg um söfn listamanna. Og svo koma oft skjöl úr dánarbúum. Hér em stundum ákvæði um að ekki megi opna söfn einstakra manna í einhvem ákveðinn tíma, umfram venjulegar reglur um skjala- leynd. SKJALALEYND - HVAÐ MÁ Lesa Og Hvað Ekki? Þó safnið sé öllum opið þá er ekki þar með sagt að hver og einn geti fengið að glugga í það sem stendur huga hans og hjarta næst. Skjöl af safninu má ekki birta fyrr en þau em orðin hálfrar aldar gömul og ekki fyrr en þau em áttræð, séu þau viðkomandi einstaklingum. En það er hægt að fá leyfí til að athuga yngri skjöl, t.d. fyrir sagnfræðinga, en þeir mega ekki birta úr þeim á prenti. Og svo em ýmsar reglum- ar, t.d. varðandi það sem telst til ríkisleynd- armála og svo um aðgang að einkaskjala- safni konungsijölskyldunnar. Sjálfur ríkis- skjaiavörðurinn vélar um leyfí til að grúska í síðastnefnda fágætinu. Og fleira er þama leynilegt. 1785 var opnuð fæðingarstofnun, Kongelige Fodselsstiftelse, í Amaliegötu 25. Þar gátu einstæðar mæður fætt böm sín, án þess að nöfn þeirra eða feðranna væm birt, heldur vom þau færð í kirkjubækur sem númer og lykillinn að þeim færður í leynilegar bækur. Eftir 100 ár mátti fletta nöfnunum upp og enn þann dag í dag er leynd yfír þessum nöfnum þannig að það er ekki hægt að fletta upp í skránum. Hins vegar er hægt að biðja um upplýsingar úr þeim, sem skjalaverðimir tína þá sjálfír til. Leyndin yfír nöfnum þessara óheppnu mæðra hefur vafalaust einhvem tímann raskað sálarró einhverra þeirra mörgu ætt- fræðinga og þeirra sem fást við persónu- sögu, sem sækja ákafír í upplýsingaalsnægt- ir Ríkisskjalasafnsins. Ættfræðingar em nefnilega ekkert séríslenzkt fyrirbæri, þeir eiga éer marga bræður í andanumí Dana- veldi. Jeorgensen gizkaði á að um 50—60% allra þeirra sem kæmu á lestrarsal safnsins væm í einhvers konar ættfræði- eða fjöl- skyldusögugrúski. Þeir byija yfírleitt á því að glugga í manntöl, sem er auðveldast að nota, kíkja síðan í kirkjubækur og „Lægds- mller", sem em skrár yfír þá sem hafa verið í hemum. Aðrir þeir sem koma á safnið era yfírleitt í einhvers konar sagnfræðirannsóknum, flestir frá háskólum. Það er áberandi hversu áhugi á eldri sögu hefur minnkað en á hinn bóginn aukizt á nútímasögu. Áður fyrr gátu skjölin varla verð nógu gömul, nú varla nógu ný. Það er geysilegur áhugi á stríðsámnum í Danmörku núna og margt í þeirri sögu er umdeilt og viðkvæmt. Mörgum fínnst / þessu húsi, við hlið núverandi Ríkis- skjalasafnsins, var safnið tii húsa, þegar þeir réðu þar ríkjum Árni Magnússon, Grímur Thorkelín og Finnur Magnússon. skjöl þeirra tíma enn of ung til að líta dagsins ljós. Þessi umræða kviknar alltaf öðm hverju, síðast t.d. nú í haust í tengslum við sjónvarpsþætti um sænska æfíntýra- konu, Jane Homey. Hún tengdist dönsku neðanjarðarhreyfíngunni, en var tekin af lífí af meðlimum hennar 1945 ve'gna gmn- semda um að hún hefði svikið félaga sína. Enn er verið að velta fyrir sér sekt hennar eða sakleysi og skjöl tengd henni em til á Ríkisskjalasafninu, en em enn ekki til almenningsbrúks. Nokkram áratugum eftir stríðslok, verða þessi og önnur skjöl þessa tíma opnuð, þá geta þeir fróðleiksfúsu kastað sér á fenginn. AðHendaEða HendaEkki... Eitt af þeim vandamálum, sem skjala- verðir glíma við í sínu daglega donti er, hvað eigi að geyma og hveiju að henda. Það er sannarlega mikil ábyrgð sem fylgir því að grisja skjöl. Skjalaverðimir, sem em sjálfír sagnfræðingar, em sér þess fyllilega meðvitaðir að þeir em að velja skjöl í hendur sagnfræðinga framtíðarinnar, svo það er ekki lítið í húfi að skynsamlega sé valið. Núorðið er grisjunin nokkuð fastmótuð. Skjalaverðir safnsins em ráðuneytum og öðmm stofnunum, sem skila inn skjölum á safnið, til halds og trausts og leggja línurnar um m.a. hvemig skjöl em valin til varð- veizlu. Það er semsagt grisjað áður en skjöl- in em send til safnsins. Skjölin em m.a. metin eftir því hvort upplýsingar í þeim sé að fínna annars staðar og hvort stofnunin er aðeins afgreiðslustofnun, svo eitthvað sé nefnt. En þetta hefur auðvitað ekki alltaf verið í svona föstum skorðum. Það var fyrst árið 1902 sem skjalaverðir Ríkisskjalasafnsins fengu ákvörðunarvald um hveiju skyldi hent og þá með tilliti til sagnfræðirannsókna. Áður fyrr ákváðu einstakar stofnanir upp á sitt eindæmi hvað þær geymdu og hvað ekki og það var lítið hugsað um hvað og hvort skjöl nýttust til rannsókna eða ekki. Á 18. öld vom menn t.d. býsna röskir við tiltektir og þá var heilmiklu hent af skjjölum, ekki sízt alls kyns reikningum. Þessi dugn- aður hefur gert danska og um leið íslenzka hagsögu nokkuð gloppótta, svo dæmi sé tekið. Varðveisla Skjala En vandamálið er ekki aðeins hvað eigi að geyma heldur hvemig eigi að geyma skjöl og pappíra, svo þetta skemmist ekki. Mikið af því efni, sem er mest spurt eftir, Overarkivar Frank Jnrgensen. Skjala- verðimir em rækiiega merktir, með nafnspjöld sín í keðju um hálsinn. Spjöld- in em nokkurs konar aðgöngumiði þeirra að geymslum safnsins og þeir eiga alltaf að bera þauá sér við vinnu. t.d. manntök, kirkjubækur og slíkt er til á örfilmum og er ekki lánað út öðmvísi til að hlífa sjálfum skránum. Þetta hefur gefízt vel, er reyndar þekkt á söfnum um allan heim, og það er stöðugt unnið að því að ljósmynda efni á örfilmur. Þessar fílmur hafa líka þann kost að það er nokkum veginn vitað hversu lengi þær geymast og hvenær þarf að endumýja þær. Það þykir ljóst að vel útbúnar örfílmur geymast í 80-100 ár. Fyrir nokkm fóm mormónar um dönsk skjalasöfn og fengu að mynda manntöl, kirkjubækur og hermannaskrár á örfilmur, væntanlega til að nota í alheims- ættartöflurnar, sem þeir sanka að sér í höfuðstöðvum sínum í Utah. Jafnframt gáfu þeir eintök af öllum þeim fílmum, sem þeir tók upp, m.a. á Rfkisskjalasafninu. Þeir fóm reyndar eins að hér. í heimsstyijöldinni síðari var byijað á öryggisljósmyndun, „s-film“ eða „sikker- hedsfílm", bæði til að veija skjöl gegn sliti, en líka gegn hugsanlegum stórslysum. Það hafa verið teknar um 400.000 slíkar mynd- ir, sem em allar skráðar og síðan lánaðar út, þegar um er beðið, í stað uppmnalegu pappíranna. Hér áður fyrr vom bréfa- og kópíubækur ráðuneyta og stofnana handfærðar. Á 19. öld vom notaðar svokallaðar „trykkopier". Þá var silkipappír vættur, lagður á bréfið og rennt í gegnum pressu. Þá kom afþrykk á pappírinn, sem var svo lesið í gegnum hann. Þess vegna var notaður örþunnur silkipappír. Nú em afrit tekin með kalki- pappír, en það hefur sýnt sig að liturinn af honum hverfur eða dettur af. Gamalt blek og blýantsskrif gejmiist von úr viti, en sama verður ekki sagt um nútíma blek, t.d. í ritvélum, sem er hvorki ljós- né vatnsekta. Auk þess er loftið mengaðra nú og nútíma- pappír virðist ekki gerður til til að endast. Það bendir því allt til að geymsluvandamál nútíma skjala verði tröllaukin, blekið eyðist og pappírinn molni niður. En um þetta er ekki nægilega mikið vitað. Einstök söfn hafa ekki bolmagn til að rannsaka þessi efni, en það er hugsanlegt að t.d. söfnin á Norðurlöndunum geti í sameiningu beitt sér fyrir slíkum rannsóknum. Tölvur og tölvunotkun er auðvitað sérkap- ítuli út af yfír sig á safni eins og Ríkisskjala- safninu. Þannig berst nú þegar mikið af því efni sem innanhússmenn kalla „mask- inlæsbart materiale" - efni sem er lesið í vélum, þ.e. tölvum. Tölvuefnið berst einkum frá hagstofunni og skattinum og er í um- sjón sérstakra skjalavarða. Það em enn ekki til tölvur á safninu, en reiknistofa há- skólans hefur léð safnfólki aðgang að sínum tækjurn, þegar þurft hefur. En það er ljóst að það er vonlaust að ætla sér að yfírfæra gamalt efni á tölvur. Hins vegar gæti það verið gimilegur kostur að útbúa skrár og önnur yfirlitsverk í tölvu. Það vinnur nefnd að því að kanna þessa möguleika, en það virðist nokkuð ljóst að safnið sjálft hefur varla peninga til að borga þá vinnu. ÍSLENDINGAR Á RÍKIS- SKJALASAFNINU Nokkrir íslendingar hafa starfað við Rík- isskjalasafnið og komist þar í æðstu stöður. Ámi Magnússon byijaði sem aumur og ólaunaður ritari, en varð yfirmaður safnsins Í725. I byijun síðustu aldar var Islendingur Gehejmearkivar. Sá hét Grímur Jónsson eða Thorkelín, eins og hann kallaði sig, fæddur 1752. Grímur átti glæstan lærdóms- og embættisferil í Englandi og Danmörku. I Englandi bauðst honum t.d. að taka við forstöðu British Museum. Hann varð aðstoð- armaður í Leyndarskjalasafninu og yfírmað- ur þess 1791. Grímur var framsækinn skjalavörður. Á hans tíma vom lögð drög að nýju skráningarkerfi og hann hafði góðan skilning á að það þyrfti að skrá skjöl þannig að það væri auðvelt að fínna þau. Hann gerði sjálfur lykil eða skrá í 5 bindum yfír safnið. Lykillinn er enn notaður jrfír eldri hluta safnsins. Grímur hefur gert safn sitt ódauðlegt í fomenskri bókmenntasögu, því á námsámm í Englandi fann hann eina handrit Bjólfskviðu, ensku fomkvæði og gaf það út. Það vill svo merkilega til að eftirmaður Gríms var líka íslendingur. Sá var Finnur Magnússon og tók við 1829, dó í embætti 1847. Hann var býsna starfsamur, átti m.a. við fomfræði og skrifaði töluvert. Þau skrif hafa staðist illa gagnrýni seinni fræði- manna. Hugmyndaflugið hljóp í nokkrar gönur með hann. Hann var svo óheppinn að þykjast geta lesið og skilið rúnaristur á steinklöppum í Runamo á Skáni. Aðrir sáu hins vegar aðeins jökulrispur þar. Hann varð að almennu aðhlátursefni fyrir „skarp- skyggnina" og líklegast er nafn hans í minnum haft fyrir þessar óheppilegu hug- myndir. En hans er ekki sízt minnst fyrir hvað hann var löndum sínum í Höfn mikill hollvinur. ÍSLENZKT EFNI í RÍKIS- SKJALASAFNINU Árið 1928 var sent heilmikið af íslenzku efni af Ríkisskjalasafninu hingað heim á íjóðskjalasafnið, auk þess sem töluvert fluttist hingað 1904, þegar íslenzkur ráð- herra fékk aðsetur á íslandi. En þrátt fyrir þetta er íslenzkt efni víða að fínna á safn- inu, en það er þá efni, sem líka tengist Danmörku og sem er ekki hægt að skilja frá dönskum slq'ölum. í bréfabókum Kansel- ísins og Retukammersins frá 17. öld er ís- lenzkt efni t.d. oftast bundið með norsku efni, en líka með færeysku og grænlenzku. Prestatilnefningar hér era færðar með nor- skum prestatilnefningum, svo eitthvað sé nefnt. Ef þetta em skjöl almenns eðlis, em þau skráð með sjálenzku efni, sem er aðal- flokkurinn. í gegnum aldimar hafa skjöl ekki alltaf verið flokkuð eins. Jorgensen sýndi mér t.d. skjöl varðandi Tyrkjarán hér 1627. Þá komu til íslands sjóræningjar frá Alsír, gerðu strandhögg og tóku Islendinga í ánauð, eins og kunnugt er. En á leiðinni til baka tóku þeir líka menn af norskum og dönskum skipum. Þessum skjölum hefur ekki verið skilað hingað, því þau snerta aðra en íslendinga. í þesari möppu era öll skjöl varðandi málið, lýsing á ráninu, nöfn þeirra, sem vom teknir og svo hvemig gekk að safna fé og fá þá keypta úr haldi. Ámi Magnússon safnaði heilmiklu efni varðandi ránið, en það brann allt í bmnanum mikla 1728. Þama em líka skjöl varðandi íslenzka verzlunarsögu, einkum á þeim tíma meðan verzlun var ekki fijáls hér. Af nýrra efni má nefna skjöl varðandi Hafnarstúdenta úr Kennslumálaráðuneytinu, allt þar til háskól- inn var stofnaður hér heima 1911. Fyrir fundvísa og atorkusama sagnfræð- inga, sem hafa nef fyrir að fletta upp á réttum stöðum og þolinmæði til að skoða í skjalapakka, þá er þama vísast heilmikið efni, sem er forvitnilegt að moða úr. En óneitanlega getur fyrri aida efnið t.d. frá 17. og 18. öld, verið seinunnið, því það er dreift og skrifað með fljótaskrift, framand- legt við fyrstu sýn. Það liggur ekki eins vel við og flestar heimildir um nútímasögu, sem em skýrlega frágengnar, jafnvel þó pappír- inn í þeim endist kannski ekki handa sagn- fræðingum eftir tvö til þijúhundmð ár. Höfundurercand. mag. íísl. bókmenntum. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 1. FEBRÚAR 1986 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.