Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1986, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1986, Síða 2
Stóraukin neyzla á kalsíum verslun með náttúruleg, heilsustyrkjandi meðöl hefur eitt efni að undanfömu slegið öll sölumet: Þetta efni er kalsíum. Bandaríska viðskiptablaðið The Wall Street Journal skýrði nýlega frá því, að umsetningin þar í landi á meðölum með ^’örefnum Kalsíum þykir duga vel gegn ristilkrabba til dæmis en auknu kalsíummagni í líkamanum fylgir hinsveg- ar sú hætta, að nýrnastein- ar myndist. og alls konar steinefnasamböndum hafí á síðasta ári alls numið um 1,7 milljörðum bandaríkjadala (þ.e. um 68 milljörðum króna). Af þessarí umsetningu nam salan á kalsíumtöflfum út af fyrir sig að minnsta kosti 200 milljónum dala (8 milljörðum ísl. kr.) á árinu 1985 — en það táknar um 50 prósenta söluaukningu á einu ári. Það sem fyrst og fremst olli þessari gífur- legu aukningu í eftirspuminni á kalsíum voru tvær læknisfræðilegar uppgötvanir. Við Oregon-háskóla í Portland komust þau dr. David McCarron og dr. Cynthia D. Morris að því með athugunum sínum, að fólk, sem þjáist af of háum blóðþrýstingi, sækist fremur eftir að neyta kalsíumsnauðr- ar fæðu. Læknisfræðilegar prófanir sýndu í þessu sambandi, að með því að gefa þessu fólki 1000 milligramma aukaskammt af kalsíum á dag, var unnt að ná blóðþrýstingn- um verulega niður á tiltölulega skömmum tíma. Hópur lækna við Sloan-Kettering- Krabbameinsstöðina í New York, sem unnið hefur að rannsóknum í sambandi við fyrir- byggjandi aðgerðir gegn krabbameinssýk- ingu undir stjóm dr. Martins Lipkins, gerði meira að segja þá uppgötvun, að hægt væri að nota kalsíum sem hjálparmeðal til að koma í veg fýrir krabbameinssýkingu. Á þetta einkum við um krabbamein í ristli. Storaukin Kalsíumneyzla í ristli þess fólks, sem einkum á það á hættu að sýkjast af ristilkrabba, er að finna sérstaka gerð af frumum, sem virka hvetj- andi á æxlamyndun. Með því að framkvæma rannsókn á gerð ristilfrumanna er því unnt að slá því föstu, hvort viðkomandi sé hætt- ara við að sýkjast af ristilkrabbameini en ella. Bandaríska fréttaritið Newsweek hefur nýlega sagt frá því, að dr. Martin Lipkin hafí framkvæmt slíkar frumurannsóknir á tíu manna fjölskyldu, en forfeður þessa fólks höfðu í mjög mörgum tilvikum sýkst af krabbameini í ristli. í ljós kom, að allir meðlimir þessarar ijölskyldu höfði í ristli áðumefnda æxlishvetjandi gerð fruma og töldust því í sérstökum áhættuhópi með tilliti til sýkingar af völdum ristilkrabba- meins. Dr. Lipkin greip þá til þess ráðs að gefa öllum fjölskyldumeðlimunum stóra skammta af kalsíum, og gátu Lipkin og samstarfsmenn hans fylgzt með því, hvernig hin hættulega gerð af ristilfrumum í þessu fólki tók smátt og smátt að breytast í eðlileg- ar frumur. Kalsíunotkunin í Bandaríkjunum er þó mest á enn einu sviði heilsuvemdar, sem alls ekki hefur þótt vera nándar nærri eins fréttnæmt. Bandarískir læknar þykjast nefnilega sannfærðir um, að nægilegt kals- íummagn í líkama manns komi í veg fýrir alvarlega hrömun í beinagrind og bein- þynningu eða svonefnda osteoporose. Talið er, að rúmlega tuttugu milljónir manna í Bandaríkjunum þjáist af of stökkum beinum. Beinþynning eða osteoporose er alþekktur hrömunarsjúkdómur meðal aldur- hnigins fólks og gerir sérstaklega oft vart við sig hjá konum eftir tíðahvörf. Álitið er, að um það bil 1,3 milljónir roskinna og aldraðra bandarískra kvenna verði árlega að þola beinbrot, sem eiga rætur sínar að rekja til mikillar beinþynningar. Til saman- burðar má geta þess, að talið er, að 4,2 milljónir manna í Vestur-Þýzkalandi þjáist af þessum hrömunarsjúkdómi. Serfræðinga Greinir Þó Á Um Einhlítt GildiKalsíums „Verði tíðahvörf hjá konu, sem hefur mikið kalsíummagn í beinum," segir Kurt Isselbach, prófessor í læknisfræði við Har- vard-háskóla, „em mun minni líkindi á, að hún eigi eftir að verða fyrir beinþynningu á efri áram." Fjölmargir læknar í Bandaríkjunum hafa því tekið að ráðleggja fólki að auka daglega kalsíumneyzlu sína upp í allt að 1500 milligrömm, í stað þeirra 800 milligramma af kalsíum, sem næringarsérfræðingar hafa hingað til mælt opinberlega með sem hæfi- legum dagskammti. Það er hins vegar langt frá því, að allir sérfræðingar innan læknastéttarinnar fagni beinlínis þessari stórauknu neyzlu fólks á kalsíum: „Fólk fær orðið bjargfasta trú á hveiju undrameðalinu á fætur öðm,“ segir næringarfræðingurinn Bonnie Liebmann kvartandi. Læknamir Hunter Heath og Wayne Gallaway við Mayo-sjúkrahú«ið þykjast hafa ástæðu til að vara við of mikilli kalsíumneyslu: „Aukið kalsíummagn eykur hættuna á að nýmasteinar taki að myndast." Þá em og skiptar skoðanir á ágæti þess, að fólk taki skyndilega að neyta sérstaklega kalsíumauðugrar fæðu. Einmitt þær fæðu- tegundir, sem hvað auðugastar em af kals- íum — framar öllu mjólkurafurðir — auka kólesterólmagnið í blóðinu, en eins og vitað er, telst mikið kólesterólmagn í blóðinu langmesti áhættuþátturinn í sambandi við æðakölkun og hjartasjúkdóma. (HALLD. VILHJ. ÞYDDI) H L J w O M "U 1 1 L ■ ■ O T l 1 R Mozartog EugenJochum ýski hljómsveitarstjórinn Eugen Jochum er talinn í hópi merkustu hljómsveitarstjóra á síðari hluta þessarar aldar. Hann er næstum því jafn- gamall öldinni, fæddur árið 1902 og tónlist- argáfa hans kom fram í frurnbemsku því að hann lék á orgel og slaghörpu 4 ára gamall og svipaði í því til Mozarts sjálfs. Hann stundaði tónlistamám í Munchen og var orðinn hljómsveitarstjóri rúmlega tví- tugur. Árið 1932 varð Jochum hljómsveitar- stjóri útvarpsins í Berlfn og með hinni nýju tækni berst túlkunarmáti hans og listsköpun út fyrir veggi tónlistarhallarinnar. Samt er hann ekki maður hinnar nýju tæknialdar. Hann er mjög trúaður og næstum dul- hyggjumaður. Það tónskáld sem hann hefír lagt hvað mesta rækt við er Anton Bruckner og í flutningi verka hans hefír Jochum e.t.v. unnið sína stærstu sigra. Hann hefír tvívegis leikið allar sinfóníur Bruckners inn á hljóm- plötur og einnig kórverk hans. Eins og að líkum lætur hefír Jochum stjómað flestum frægustu hljómsveitum sem nú em við lýði og hann hefir gert margar og góðar hljóðrit- anir með þessum hljómsveitum. Má þar nefna til að hann hefír leikið allar sinfóníur Beethovens á plötur með Concertgebouw- hljómsveitinni í Amsterdam og síðar með Lundúnasinfóníunni — LSO. Með annarri Lundúnahljómsveit — LPO — hljóðritaði hann sinfóníur Brahms og 12 síðustu sin- fóníur Haydns. Óhætt er að mæla með öllum þessum útgáfum og eins útgáfum þeim sem Jochum hefír gert á verkum Bachs. Sérstak- lega er vert að geta útgáfu Jochums á Missa solemnis (Ph. 6799001), á betri útgáfu er varla völ í dag. Um miðja öldina varð Jochum hljómsveitarstjóri útvarpshljómsveitarinnar í MUnchen og gerði hana víðfræga. Nú ný- lega gerðist hann stjómandi Bamberger Symphoniker og nú er komin á markaðinn hljóðritun þar sem hann leikur með henni 2 af sinfóníum Mozarts — Haffner og Prag. Hér er beitt allri nýjustu tækni í hljóðritun- inni og það er útgáfufélagið Eurodisc sem gefur plötuna út. Tæknilega er platan vel gerð og Jochum er enn samur við sig, en e.t.v. er Bambergerhljómsveitin tæplega jafnoki þeirra hljómsveita sem Jochum hefír áður stjómað eða ellin er farin að segja til sín. A.K. RLENDAR B Æ K U 1 J 73 HILAIRE BELLOC: THEPATHTOROME, Penguin Travel Library 1985. Að lesa sumar bækur er eins og að elta sólina um veg sinn jafnlangan, þó okkur jarðarbúum finnist hann breytast helsti mikið og ótt eins og á einu ári ellegar þá á einum degi ef við setjum okkur í spor sjálfselskustu manna sem era óþreytandi í því að bölva veðrinu, eins og þeim komi það í rauninni nokkuð við. Maður er baðaður í sífelldum ljóman- um sem skín látlaust af hverri opnu þesskonar velheppnaðra bóka, hverri síðu, hverri málsgrein, hverri setningu, hverju orði og um fram allt vali þeirra, því meginfírra er það að ekki skipti máli hvemig hlutimir eru sagðir, það er í gegnum það sem bókmenntir verða til en ekki vegna einhverra tískugreina sem vefja sig um heiminn eins og sníkjujurt. Og slíkar bækur vill maður ekki fyrir nokkum mun að endi, því þá er maður neyddur til að líta upp og sjá þessa undarlegu sýn sem heitir upp á nýmóðins mál: framfarasamfélag, eða þá horfa á þessar tröllslegu afturgengnu og af- skræmdu risaeðlur sem kallast hús og einhveijir lærðir menn teiknuðu og hafi þeir skömm og nagandi samvisku í þessu lífí sem og í þeirra næsta, sem verður án nokkurs efa í helvíti þar sem nafnfræg- asta samkunda samanlagðrar veraldar- sögunnar er að finna. Og þessi sársauki sem slær þegar bókinni er lokið er vissu- lega af viðkvæmni, jafnvel gæsku, sprottinn. Hann heijar hvað mest á þá THEPATH TOROME HIS IMMORTAL ACCOUNT OF HIS WaLK FROM THfi MOSKLLE YALLEY Ttí THE LTERNAL CITY sem ekki gefa par fyrir nútímann, heldur sjá fyrir báti sínum og era þar af leið- andi kallaðir mannhatarar eða annað ámóta. En slíkir menn eiga auðvelt svar við þessari grámyglu og skepnuskap sem ríður alls staðar húsum, og það er að leita á vit annarra bóka. Og hann er lúsheppinn ef hann eftir lestur bókar á borð við The Path to Rome, kemur höndum yfír aðra eins snilldarlega stílaða og jafnskemmtilega strax á eftir. GUÐBRANDUR SIGLAUGS- SON tók saman

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.