Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1986, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1986, Blaðsíða 4
T ími hins einmana og tími múgsins Knud Ödegárd skrifar um norska skáldið Rolf Jacobsen. Heimir Pálsson þýddi grein- ina og ljóðin sem vitnað er í. Iljóðlist Rolfs Jacobsen má greina margar línur. Línur sem virðast stangast á og skerast, en það hygg ég eiga skýringu sína í því að Jakob- sen býr yfír víðfemum skáldanda og skyggnist óvenju víða. Hvað ættu þau annars sameigin- legt skáldið sem lýsir krafti og spennu tækni- undranna, háværum afskiptum vélanna af náttúrunni og hitt, sem hvetur okkur að hlusta á raddir náttúrunnar, á þögnina milli stránna? Og hvaða samleið á skáldið sem grípur til þvældra orða dagblaða og ann- arri fjölmiðla til að lýsa veruleikanum með dulhyggju- skáldi sem skoðar Jörðina og jarðvist mannsins undir sjónarhomi alheimsins? Og hvað eiga þau sameiginlegt íróníska skáldið sem er upptekið af atburðum stundarinn- ar, lýsir hvunndeginum og varar við gereyðingu lqam- orkuvopnanna og skáldið sem unir við að lýsa hvelfíngum dómkirknanna — notar jafnvel liti kirkjuársins í myndrað- ir ljóðanna (og sú auðlegð hefur raunar farið framhjá gagnrýnendum hingað til)? Sameiginleg er hin skáldlega afstaða. í nýjustu ljóða- bók sinni, Nattápent, lýsir Rolf Jacobsen á einum stað dagblöðunum — brotakenndri og sundurhöggvinni miðlun nútímans á staðreyndum — og segir þar að „Dagblöðin klippa tímann f búta.. . Aðrir verða að raða honum saman. í mynd, í heild.“ Þetta er hin grundvallandi afstaða allt frá því fyrsta bók hans kom árið 1933 og var litið svo á að markaði endanlega innreið módemismans í norska ljóðlist og til nýjustu bókarinnar: Með einföldum orðum mætti lýsa því svo að athyglin beinist að öllum hlutum og öllum fyr- irbæmm kringum hann — og skili þeirri kennd að hlutir, fyrirbæri og fólk sé slitið úr eldfomu samhengi sínu. Einingin er rofín, við erum heimilislaus, vemleikinn leyst- ur upp í brot í „búta“. Verkefni skáldsins er að rekja sig aftur til einingarinnar — og þó er aftur ekki rétta orðið — heldur að hlusta sig inn í fyrirbærin til að fínna það sem í öllum og öllu leitar og rekur í átt til sameiginlegs markmiðs, það sem öllum er sameiginlegt. Hnötturinn er á siglingu um himingeiminn og undir því sjónarhomi fá öll fyrirbæri einskonar jafngildi sem liður í því hámá- kvæma jafnvægi sem varðveitir líf á viðkvæmum hnetti. Allar þessar línur í skáldskap Rolfs Jacobsen má fínna í Nattápent. Bókarheitið sýnir þar að auki dæmigerða afstöðu höfundarins til tungunnar, það hvemig hann flytur málbeitingu oftlega — ekki síst í bókarheitum — á áhrifaríkan hátt frá einu sviði til annars (hér úr auglýs- ingamáli í skáldamál) til þess að sýna okkur allt í senn kjama málsins og dýpi þeirra fyrirbæra sem málið lýsir. „Nattápent" er orð sem við rekumst á m.a. á ljósaskiltum við bensínstöðvar, en hér — þegar það er sett í skáldlegt samhengi — opnar orðið leiðina inn í raunvem næturinn- ar, hyldýpi myrkursins og til svefngyðjunnar, systur dauðans. Sjálft orðið er merkingarþmngið og margrætt. Við lifum milli dags og nætur:. Ekki skaltu trúa á daginn Nóttin er dálítill dauði. það er íhálfrökkrinu sem við eigum okkurlíf. (Grásoner) í Nattápent víkur Rolf Jacobsen hvað eftir annað að ógnum þeim sem steðja að hverskonar manngildishugsjón, um möguleikana til að halda lífí í manneskjunni sem lifandi meðbróður og systur, sem lífvem með tilfínningar og manneskjulega rödd, almennt sagt um áframhaldandi manngildi — já líf á hnetti sem ógnað er bæði af innri og ytri dauða og gereyðingu. Eitt ljóðanna heitir „Aldrei áður“. Því lýkur svo: Aldrei áður hefur legið eins mikið á. Aldrei áður höfum viðþráðjafn ákaft mannsraddir að baki orðunum, sannleik og hjartahlýju að baki krákugarginu. „Því nú er áliðið," sagði skáldið í einu eldri ljóða sinna, áliðið á Jörðu, og í ljóðinu sem nú var vitnað til segir hann að aldrei hafí legið eins mikið á. í öðm ljóði úr nýjustu bókinni tekur Jörðin sjálf til máls og segir: „En enginn TRÚIR á mig. Er ég þegar of gömul? / þau þora víst ekki. / Nú leika þau sér að eldinum. Þetta 'eu_börn.“ í þessu ljóði er fyrst lýst „nýju prestastéttinni": tæknikröt- unum „sem höfðu skipti á messuklæðum og hvítum slopp- um ogreistu kirkjursínar víða um lönd með einkennilegum kúplum — oggrönnum turnum sem næstum minna á líkbrennslureykháfa —þeir biðja okkur að spyrja ekki lengur. Fráhvarf tæknivæðingarinnar frá mannleikanum er þema sem sífellt er vikið að: Yfírborðsmennskan, gildismat sem hvílir á þess konar magni og orku sem verða mæld með vélum og mælitækjum — og sú lítilsvirðing á mann- leikanum sem þar fylgir í kjölfarið. Svar tölvunnar er ekki svar mannsraddarinnar. Talnaröðin „hefur kjálka af jámi cg tennur / sem glamrar í“ segir í írónísk-alvar- legu ljóði „Spar igjen“. Viðspyijum ogspyrjum og tölumar svara en ekki um fiðlurnar eða um hamingjuna miHi tveggja arma. Ræsking af skjánum: —Óljós spuming. Spurðu aftur. Okkar tíð er „Tími hins einmana. Og tími múgsins", segir skáldið. Hinn einmana og „marrandi lest múgs- ins ... verður að EINNI manneskju með þúsund höfuð / en aðeins EINA hugsun, EINN ótta og EINA von.“ Svo einfalt og erfítt er það — þessi tími breytir okkur í „vélar- drif, stimpilhögg, öxulþiýsting / og hjartanauð". Við verðum að grípa til einhverra ráða gegn einmanaleikan- um, kuldanum og leiða hjartans — og í þessu ljósi er Nattápent bölsýn ljóðabók. En vonina er að fínna í hinu víða samhengi sem ljóðlist Rolfs Jacobsen setur í myndim- ar í — Tellus í kosmosi (Jörð í alheimi), og þar lætur skáldið okkur gruna vilja sem er enn sterkari en dapurleg mistök okkar og tilraunir með dauðavélar. Grasið er í ætt við ljós heimsins og „grasið er ósigrandi eins og vonin“, segir skáldið. Gangirðu berfættur í grasi þvær það „fætur þína / eins og Kristur gerði við lærisveinana.- / Fullt af gæsku, en þögult. Jafíivel / maðurinn með ljá- inn verður aðeins andardráttur, hlátur". Maðurinn með ljáinn er vitanlega tákn dauðans, og dauðinn hefur ekki sigrað — ekki alveg, ekki enn. En það er orðið áliðið og nú liggur á eigi grasið að halda áfram að sigra — með vexti sínum í þögn. Ljóðasafnið skiptist í tvo hluta. Síðari hlutinn hefur fyrirsögnina „Rom 301“ („Herbergi 301“) og þar er að fínna nokkur af áleitnustu ljóðum sem Rolf Jacobsen hefur nokkm sinni ort. Alls eru í þessum hluta átta ljóð og tengjast öll skyndilegu andláti Petru Jacobsen, eigin- konu Rolfs, í desember 1983. Eigin sorgarreynslu hefur skáldinu tekist með óvenjulegu skáldþreki að hefja upp úr hinu einkalega og almenna þar sem við lifum í lífi okkar í bilinu milli fæðingar og dauða. Mál þessara ljóða er lágvært en áleitið. Ekki eitt augnablik væmið heldur þrungið djúpri tilfínningu og flytur nákvæmar myndir af söknuði, minningar um nánar samvistir, hafnar upp frá tveimur manneskjum og víkkað- ar svo þær taki til raunveruleika lífs og dauða í sköpunar- verkinu, í stórum alheimi. Skáldið tekur hönd hinnar látnu i sína: (Hönd þín, höndin þfn litla). Aðrirhafa lagt hana á bijóst þér lukta um rós. Rautt viðhvítt. Brúður en ekkimín. Þá er tíminn liðinn. Einhver bíður. (Andlitið, ennið, hendurnar) Éggengtil dyra, norðurljós, stjömuþyrpingar, takið við. Astvinurinn látni er „félagi að baki dauðans", hún er Evrídís, en skáldið biður þess ekki að hún verði vakin til lífsins — aldurinn færist yfír og gagnstætt Orfeusi biður skáldið um að verða flutt niður til hennar: Félagi að baki dauðans. Taktu mig niður tilþín. Hlið viðhlið. Horfum á hiðóþekkta. Hér er orðið svo eyðilegt og tímann rökkvar. Orðin gerast svofáog enginn hlustar framar. Ástin mín, þú sem sefur, Evrídís. — Undir snjónum. Undir kransinum brúna. Því eins og sagði í ljóðinu „Huset og hendene", voru hendumar hennar eins og hús „án regns, án frosts, án ótta“ — en tíminn braut húsið og Nú erégafturá vegum úti. Kápan mfn erþunn ogaðfer snjór. ROLF JACOBSEN Aldrei áður Matthías Johannessen þýddi Aldrei áður höfum við haft svo djúpa stóla ogjafn breiða sófa undir bakhlutann.' Aldrei áður hafa tæknikratar framkallaðþau undur íhjörtum okkar, svo myrkfælnum afótta að við þurfum að leita skjóls bakvið okkur sjálf. Aldreiáður hafa myndir og hljómur verið blandað kóki né orðin þurft að æpa jafn hátt til að draga burt athyglina oggera okkur óskaðleg. Aldrei hefur legið eins mikið á. Aldrei áður höfum viðþráð jafn ákaft aðheyra orðin vaxa úr mannsröddum, sannleik og hjartahlýju gegnum skræki krákunnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.