Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1986, Side 6
Rússneski myndhöggvar-
inn Neizvestny, sem er
flóttamaður frá föður-
landi sínu, hefur mótað
hugmynd um risaskúlp-
túr: Tré lífsins, sem yrði
meira en 100 metra hátt.
Síðari hluti greinar
BRAGA ÁSGEIRS-
SONAR um
NEIZVESTNY.
Ernst Neizvestny er fæddur í iðnaðarborginni
Sverdvolsk austan megin við Úral-fjallgarðinn.
í barnæsku voru erfíðir og umbrotamiklir tím-
ar á þessum slóðum sem víðar, því að Stalín
boðaði algjöra einstefnu í menningu og listum.
Vorið 1934 voru þau Osip og Nadesja
Mandelstam send til asíska hluta Sovétríkj-
anna samkvæmt skipun Stalíns.
Heilan dag sátu þau án votts né þurrs
og biðu fiutnings á jámbrautarstöðinni í
Sverdvolsk. Þau voru staðsett á bekk á
milli tveggja strangra og brúnaþungra varða
fyrir framan aðalbygginguna. Óendanlegur
straumur fólks fer hjá, en enginn vogar sér
að líta til fanganna hvað þá snúa sér við.
Ferðinni er haldið áfram í yfirfullum
lestum og feijum en enginn, hvorki ungur
né gamall, horfír í augu hinna ógæfusömu
fanga. Afskipaleysið særir skáldið. Á tímum
Zarsins rétti fólkið föngum ölmusur en nú
líta þeir ekki við þeim — slíkur er hinn
yfirþyrmandi ótti við valdið og hér á mann-
úðin bágt.
Þetta voru tímamir, sem Neizvestny lifði
æsku sína, en Sverdvolsk hafði þó sínar
innri hliðar. Að baki þeirra ólst hann upp
og hlaut góða og uppörvandi æsku á miðjum
tíma skefjalausra ofsókna.
NEIZVESTNY - HlNN
ÓÞEKKTI
Fyrir byltinguna nefndist Sverdvolsk,
Ektarienburg, í höfuðið á Katrínu keisara-
ynju annarri og hér voru reist landamæra-
virki. En borgin fékk einstætt hlutverk sem
frelsistákn. Á tímum Zarsins varð hún að
endastöð fyrir útlaga, pólitíska og glæpa-
menn, sem höfðu tekið út refsingu sína, og
yfírvöldin vildu ekki fá aftur til Moskvu.
Hingað vom þau flutt í byltingunni,
Nikulás II og fjölskylda hans og síðan myrt.
En hér þróaðist meiri frelsislöngun en
víða annars staðar ásamt þijósku við valdið
og miðstýringuna og hér felst vafalítið skýr-
ing á einarðlegri, skeleggri baráttu Neiz-
vestny við valdið.
í hinni gömlu Ektarienborg vom þeir
margir, sem ekki kærðu sig um að fyrri
nöfn þeirra og ferill væri afhjúpaður og
þeir kynntu sig gjaman sem hinn óþekkta
— á rússnezku, Neizvestny. Það er m.a. ein
skýringin, sem Emst Neizvestny gefur á
sínu undarlega nafni.
Faðir hans og tveir bræður skipuðu sér
í raðir hvítliða í borgarstyijöldinni, og það
var ástæðan til þess, að Neizvestny átti um
margt erfítt uppdráttar í uppvextinum. Og
það hindraði föður hans í að ljúka læknis-
fræðiprófí f Leningrad.
Faðirinn var íhaldssamur að upplagi, en
umburðarlyndur, með áhuga allt frá sögu
og stjómmálum til tækni og íþrótta.
Hann var vel byggður, — dansmeistari,
Úralmeistari í listhlaupi á skautum, Úral-
og Síberíumeistari í billjard og veikur fyrir
fjárhættuspilum.
Móðirin var aftur á móti fijálslyndur lýð-
ræðissinni, vestur-evrópskur bóheim. Hún
var niðursokkinn í trúarbrögð og heimspeki
og guðspeki, af Madame Blavatsky og Annie
Besant, svo og Rudolf Steiner kenningum
hans í mannfræði og tíbetskri dulspeki. Hún
var rússneskur gyðingur af frönskum ætt-
um, svo sem skímamafnið er til vitnis um,
Bella Dejour.
Neizvestny tók fljótt við sér í lærdómnum
og las Don Kíkóti, á meðan jafnaldrar hans
vom að bisa við að læra til stafs.
Bamfóstra hans, sem seinna átti að verða
á vegi hans fyrir ótrúlega tilviljun, las upp
fyrir hann úr myndskreyttum bamabókum.
Drengurinn fylgdist með hinum þrykktu
orðum og skildi þau í gegnum myndlýsing-
una. Hann notaði sömu aðferðina, er hann
kom svo til Ameríku og þurfti að læra
ensku. Hann rannsakaði myndasögur og
fékk samsvömn í orðum og myndum. Þetta
nefnist skynrænt innsæi á mynd og mál og
er mikilsverður eiginleiki. Hins vegar van-
rækti hann að læra skrift og reikning og
gerði það aldrei vel.
Móðirin nam lífefnafræði í æsku við há-
skólann í Leningrad. Hún kenndi við erfða-
fræðiskóla, sem Stalín bannfærði, og hún
missti titil sinn. Hélt þó áfram tilraunum
sínum með dýr í heimahúsum, dulbúnum
sem dýragarður Emsts litla, hér vom mar-
svín, kanínur og fuglar. Drengurinn tók þátt
í tilraununum með miklum áhuga, — og
þetta var hans fyrsta reynsla af ólöglegum
rannsóknum.
Móðirin gerðist rithöfundur bamabóka,
sem urðu þekktar í Rússlandi og þýddar á
japönsku, pólsku og þýsku. Hún skrifaði
einnig ljóð og barðist fyrir náttúmvemd.
Fyrir 20 ámm gaf hún út bók, þar sem hún
lætur dýrin og plöntumar kvarta yfír rán-
yrkju mannanna og neikvæðri afstöðu til
náttúmnnar. Hún hafði mikið samband við
Ijóðskáldið Zaplotsky, samtíðarmanni Mand-
elstam og Akhmatova, sem margur áleit
meira skáld en Pastemak, — sá lenti í
fangelsi, en var endurreistur. Meðan hann
Teikning&r eftir Neizveatny af hlutmn úr Tré lífaina.
var í fangelsinu smyglaði hann ljóðum sínum
í smáskrift til móður Neizvestny.
Þetta vom hættulegir hlutir til geymslu,
svo að móðirin notaði Neizvestny sem
minnisbanka. Hann lærði þau öll utanað til
að þau varðveittust. Þegar svo Zapolotsky
var loks látinn laus, hitti hann Neizvestny,
sem þá var um þrítugt. Neizvestny las upp
ljóð hans, mörgum þeirra hafði skáldið
gleymt — vann þau svo upp aftur og gaf út
íbók.
Frelsið má rækta á margan hátt í Sovét,
svo sem hér kemur fram, og í ljósi þessa
má skilja þá frelsisþrá, sem Neizvestny var
í blóð borin og í sinnið ofin.
Að sjálfsögðu er þetta mikilvægur bak-
gmnnur listar hans og listmats.
INNRA EÐLIHLUTANNA
Neizvestny byijaði snemma að teikna,
mála og hnoða í leir, en að öðm leyti hafði
hann svipuð áhugamál og jafnaldrar hans.
En hann fór öðmvísi að í listnáminu, því
að á meðan félagar hans teiknuðu og máluðu
landslag og fólk, teiknaði hann beinagrind-
ur, dauða og hendur — hann hafði meiri
áhuga á innri eðli hlutanna en yfírborðinu.
Á ámnum 1943—’45 barðist Neizvestny
í stríðinu og særðist nokkmm sinnum. Síð-
asta skiptið, sem hann særðist, var hann
úrskurðaður látinn. Það var þegar herdeildin
hans tók sveitaþorpið Heisendorf í Austur-
ríki eftir harða skotgrafabardaga. Það var
flokksfyrirliðinn Neizvestny er leiddi menn
sína til sigurs og gekk einn í fararbroddi
og féll. Löngu seinna uppgötvaðist það, að
myndhöggvarinn Neizvestny og flokksfyrir-
liðinn Neizvestny vom einn og sami maður-
inn, og það varð til þess, að skáldið Andrej
Voznesenskij skrifaði þijátíu ámm seinna
ljóðabálkinn um lautinantinn Neizvestny,
sem ræðst aleinn til atlögu. Ljóðið og orðan
sem fylgdi vöktu mikla athygli.
Neizvestny segir söguna þannig; Eg lá á
meðal margra fallinna, er sjúkraliðar tóku
eftir því, að ég var ekki alveg dauður. Þeir
fluttu mig til herdeildar sjúkrahússins án
þess að vita, að ég hafði þegar verið tilkynnt-
ur fallinn.
Atburðimir vom allir svo ótrúlegir, að
Neizvestny hefur ógjarnan viljað segja frá
þeim, en löngu seinna fékk hann í hendumar
bréf frá sjúkraskýlinu, sem móðir hans hafði
varðveitt. Það segir frá eftirfarandi; Konan,
sem þvoði hinn helsærða flokksfyrirliða á
hersjúkrahúsinu, þekkti aftur ákveðna
fæðingarbletti á líkama hans. Af öllum þeim
milljónum sovézkra kvenna hafði hún ein-
mitt verið bamfóstra hans í Sverdvolsk. Hún
staðfesti hver hann væri og annaðist hann
sérstaklega.
Neizvestny var allur í gipsumbúðum og
sársaukinn var óbærilegur í öllum skrokkn-
um. Læknamir bönnuðu þó öll sársauka-
stillandi lyf, en bamfóstran fyrrverandi út-
vegaði þau á laun.
Einn morguninn hvarf honum allur sárs-
auki og hann fann mikinn frið og hamingju
færast yfír sig. En um leið gat hann ekki
opnað augun, gat ekki sagt orð, og ekki
hreift lim. En heyrði allt. Læknamir vom
við rúm mitt og úrskurðuðu mig dauðan —
á latínu. Ég ólst upp í læknafjölskyldu og
skyldi, hvað þeir vom að fara. Eg vildi vekja
athygli á því að ég lifði, en gat ekkert gert.
Ég var ekki hræddur. Ég var áfram rólegur
ogglaður.
Sjúkraliðar komu með bömr og settu mig
á þær og bám mig í kælirýmið fyrir lík. Ég
var allur í gipsi og það var þungt. Þeir vildu
ekki bera mig alla leið og skelltu mér niður.
í fallinu brotnaði gifsið og sennilega hnjask-
aðist eitthvað í sundurlöskuðum hiygg mín-
um. Ég hóf brátt að öskra af sársauka, og
ég veit ekki hve lengi ég hélt því áfram.
Til Lífsins Og Sársaukans
í millitíðinni hafði bamfóstran mín fyrr-
verandi fundið rúmið mitt tómt. Hún fékk
að vita, að ég væri dauður og hafði verið
fluttur í kæliklefann, og fór niður í líkhúsið
til að kveðja mig. Og þar lá ég og æpti.
Ég var borinn upp aftur til lífsins og
sársaukans. En kerfínu hafði þegar tekist
6