Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1986, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1986, Síða 11
Blástör Smásaga eftir Indriða G. Þorsteinsson Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur verður sex- tugur síðar í þessum mánuði og af því tilefni birtir Lesbókin ljóð eftir hann og smásöguna, sem fyrst varð til að vekja verulega athygli á hon- um. Það gerðist með þeim hætti, að sagan hlaut 1. verðlaun í smá- sagnakeppni Samvinn- unnar 1950 og birtist í Samvinnunni sama ár. Þarna þótti kveða við nýjan og hressilegan tón, en mörgum þótti sagan full gróf til að verðlauna hana þannig. Ekki voru framámenn í samvinnu- hreyfíngunni heldur á einu máli um ágæti hennar. Sá snjalli hag- yrðingur, Karl Kristjáns- son, alþingismaður, orti af þessu tilefni vísu á aðalfundi SÍS: Blá er Blástararsagan, blár er höfundurinn, blátt verður blaðið afhenni, en bláust erdómnefndin. að var kaldur ágúst- morgunn. Fölur ljósgeisli frá sólaruppkomunni þrýsti sér inn um gluggann, og geislinn var eins og ungmeyjarbrjóst, prúður í smæð sinni, hálfhikandi og veill og um- komulaus. Baldi losaði svefninn, og hann heyrði öskrin í nautinu; þetta þrjár og fjórar og fimm rokur í síbylju. Og hvert öskur var stutt og hvellt og eirðarlaust, líkt og vind- sveipur á vatni þegar slær fyrir einhvers- staðar utan úr áttleysunni. Brandur var herjans griðungur, og það var borin von að ætla að halda undir hann öðru en eflings gripum. Brandur hætti öskrunum, og ekkert heyrðist utan þiðmjúkur kliðurinn frá ráðs- konunni og drengnum er sváfu hinumegin. Sólargeislinn stækkaði, og Baldi lét sér detta í huga að fara fram úr. Það tók hann tíma að ákveða hvort hann ætti að fara, eða vera kyrr í rúminu, svona einar fimm mínútur. Það var hráslagi í baðstofunni þegar komið var fram í ágúst, því var ekki saman aðjafna, hversu betra var að liggja í rúminu. Brandur öskraði á ný, og það voru þrisvar fimm, fímm öskur í þremur lotum. Hann sá fyrir sér mátann á honum, standandi með afturfæturna í flórnum, og kviðurinn gengi sundur og saman, eins og físibelgur þegar hann öskraði, og halinn sveiflaðist af engu minni prýði en pendúllinn í vegg- klukku hreppstjórans. Mikil forláta skepna var Brandur. Baldi heyrði að ráðskonan bylti sér í rúm- inu. Skyldi hún hafa þunga drauma undir morguninn? Mikil synd var hann skyldi aldrei hafa farið á fjörurnar við hana. Ekki þyrfti nema manna sig upp í eitt skipti. í allt sumar hafði hann aldrei imprað á því við hana, það var meiri vanvirðan. Annars var það lygilegt, hvað þær treystust til að standa lengi mannþola, þessar elskur. Þær gátu drepið allt af sér í kynleysu, ef sá gállinn var á þeim, og gott ef þessi var ekki einmitt á þeim nótunum. Sólin var óðum að stækka austan við hnjúkinn, og Baldi settist framan á og rumdi. Hann sleit tásu neðan af annarri nærbuxnaskálminni og kuðlaði henni saman milli fmgranna og henti henni, því næst tíndi hann á sig spjarirnar. Hann fór sér að engu óðslega, og er hann hafði lokið við að klæð- ast, brá hann sér út og norður fyrir vegg. Brandur tók eina lotu, þrisvar fimm. Þegar Baldi kom inn aftur, snéri ráðskon- an sér fram í rúminu og svaf opnum munni. Fyrir ofan hana var hin ótímabæra guðs- gjöf, drengurinn hennar. Það hafði verið heit nótt með framandi manni er mælti á annarlega tungu. Það var löngu liðin nótt. Júlínótt, með hlýju sólskini í morgunsárið. Og hann hafði legið við hlið hennar, og hann hafði kysst hana og verið prúður og góður og framandi og heillandi. Og þama í morgunsólinni hafði henni orðið svo annt um hann. Hún sá hann aldrei meir, þennan ein- kennilega töfrandi mann er laut henni í morgunsól í júlí. Og uppúr því varð hún einkennilegt sambland af trúarkenndu dul- ræði og heimsborgara. Hið trúarkennda í fari hennar var hin veika vörn hennar í baráttunni fyrir hreinu lífí, helguðu drengn- um. Af óvæntum kynnum sínum af framandi manni öðlaðist hún hinn ytri þótta i um- gengni við fólk. Hún var óróleg útaf ýmsu því er mætti henni, og þó hún hefði komist í kynni við mann sem kom og fór hafði hún ekki öðlast ofurmennska rósemi og tign þeirra kvenna er löngum hafa skotið skjóls- húsi yfír förusveina. Og þess var heldur engin von, því leið hennar var dygðum prýdd, og einn framandi maður var maður . sem enginn þekkti. Auk þess mátti segja um hann, að hann hefði verið sem blómstr- andi laukur í garði hennar þá stund er hún naut hans. Og syndin hafði því farið fyrir ofan garð hjá henni. Baldi horfði á ráðskonuna, og hann tók eftir því hve nefið var beint og stutt. Það var skrambi snoturt nef, og hann var að hugsa um, hvort konur með svona nef væru ekki einmitt alltaf til í tuskið. Nef hennar var eins og stef í mansöng, í því sást hvergi óhrein lína, og það var alltsaman hreint og beint, og stutt og snot- urt. Baldi geispaði stóran, og er hann hafði lokið geispanum, studdi hann hendi á öxl ráðskonunnar og sagði: Mál er að vakna góða, mál er að vakna. Ráðskonan opnaði augun til hálfs, og hún sagði í svefnrofunum: Ó, er það. Hún var hýr og ijóð, og hún velti sér á bakið. Hún reyndi að losa sig við svefn- þungann og setti hendurnar uppfyrir höfuðið og teygði sig. Baldi stóð kyrr við rúmstokk- inn og horfði á arma hennar, og hún fann tillit hans á sér og renndi augunum til hans, án þess að hreyfa höfuðið. Eg er vöknuð, sagði hún. Já, það er einmitt það, það er nú gott, sagði Baldi. Hann gekk fram og dró hælana, og hún heyrði að hann dró hælana og vissi að hann var syfjaður, og hún kímdi að þessum skruðningum í honum. Hún lyfti annarri hendinni og lagði hana yfir bijóstin, og hún fann að þau voru mjúk og hlý undir sæng- inni. Svo geispaði hún, og í miðjum geispan- um mundi hún eftir því, að hún átti að fara á engið. Hún leit á sofandi drenginn fyrir ofan sig og brosti, og bros hennar var ástúð- arfullt og hlýtt. Nú yrði hann að vera hjá mótbýlisfólkinu í tvo daga, og hann myndi sakna þess aleinasta er hann ætti, mömmu sinnar, og hvernig skyldi honum líka það? Elsku litli stúfurinn minn, sagði hún í gælutón. Drengnum léttist svefninn, og hann snéri sér til veggjar og var lengi að því. Skrauti kom upp á gluggann og galaði fjórum sínnum. Hann var mikilúðlegur hani, og hún hafði ekki séð annan prunknari. Hann hafði silfuriitaðan háls og blöðkurnar slúttu oní augu hans. Eini óvinur hans í heiminum, fyrir utan hrafninn, var hani mótbýlingsins. Það var hanafífl. Meðan Skrauti flutti sinn fjórþætta morg- unsöngleik, slungnum hressilegum tilbrigð- um, dró ráðskonan af sér sængina með varúð, svo hún vekti ekki drenginn. Hún settist framan á og fékk sér langan geispa og lagfærði annan hlýrann á nærskyrtunni. Skrauti gaf henni auga, meðan hún klæddi sig. Baldi var farinn að sækja hestana, og það var ekki mikið að sækja, aðeins þessir þrír hestar, og þar af einn laungraður. Stóri-Gráni, bölvaður kötturinn, hann var laungraður. Skrýtið með þann hest. í tíu ár hafði hann gengið kaupum og sölum, og fórtán sinnum hafði honum verið logið upp á menn. Þrisvar höfðu verið gerðir á honum uppskurðir, en án árangurs. Síðasti dýra- læknirinn sem reyndi við hann sór við fjand- ann: Þessi andskoti næst aldrei úr honum, það er komið upp í hrygg. Menn sveija ekki slíkt við ijandann nema það sé á rökum byggt. Og er Stóri-Gráni var gróinn sára sinna kvíaði hann á velsæm- ið og tók að elta stóðmerar. Þrátt fyrir þetta hafði Baldi ekki hugsað sér að selja Stóra-Grána. Ónei. Ekki komust hinir hestarnir í hálfkvisti við hann, og hann var hastur og kargur, og honum var illreitt, en hann hafði sál. Hinir hestamir vom daufingjar. Stóri-Gráni hafði sál, og hann var svo elskur að memm, að þar gekk ekki hnífurinn í milli. Að vísu var Móheiðar-Rauður ekki svo slakur kvenhestur, en hann var afar óþolinn. Svo var það Brúnki, það hafði verið nokkuð galdinn foli hér áður fyrr. Það hafði stómm hlýnað er hann kom aftur með hestana. Hann tyllti þeim norðan við og gekk fram á hlaðið. Hænsnin vom í hóp framan í varpanum, og hann heyrði að það var eggjahljóð í einni hænunni. Mótbýlingurinn kom úr úr hinum dyrunum. Hann var hár og renglulegur og hvassnefj- aður, og hann bauð hann góðan. Baldi pírði augunum og leit uppfyrir sig og sagði: Mætti segja mér að hann yrði ekki deigur um tíma. Jamm. Það er mín trúa, sagði mótbýling- ur. Það bregst ekki það rignir aldrei, þegar ég ætla í Tjarnarbotna, sagði Baldi. Já vel á minnst, sagði mótbýlingur, ekki mætti ég hafa not af honum Brandi meðan þú ert efra. Ég held það beiði á morgun eða hinn. Alveg guðvelkomið, sagði Baldi, en það- verður ekki andskotalaust fyrir fyrir þig einan, hann er að verða svo ólmur. Ætli það slarki ekki, sagði mótbýlingur. Konan getur aðstoðað, ef í hart fer. Þú varast bara að láta hann skaða ykkur, sagði Baldi. Það kemur varla til þess, ég er ekki svo óvanur að fást við hann, sagði mótbýlingur. Já, það er nú satt, sagði Baldi. Mótbýlingur gekk erinda sinna norðurfyr- ir, og Baldi bjóst til að halda í bæinn. í dyrunum mætti hann drengnum, og dreng- urinn var með heimalninginn á hælunum. Drengurinn staldraði við og leit upp á Balda, Indriði G. Þorsteinsson. Chicago Titrandi ítíbrármóðu sigteygði borgin úraugsýn. Flugljós og varúðarvitar víða ímistrinu glóðu. Hitinn þótt þorsta minn vekti og þvali á hörundið sækti lagði égfyrst til leitar að Ijóshærðri rödd sem ég þekkti. Á meðan mótorarsungu ogmargradda flughöfnin þrumdi sat égísímaklefa við svala íslenzkrar tungu. Úr Ijóðabókinni Dagbók um veginn sem Almenna bókafélagið gaf út 1982. LESBÓKMORGUNBLAÐSINS 12. APRlL 1986 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.