Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Blaðsíða 9
l 1 á tímabiligeómeiriunnar: Málverk, 1952. sig og getur ekkert að gert. Það verður engu hægt að breyta. Ég er samt að vonast til að stærstur hluti sýningarinnar verði helgaður nýrri verkum. Ég vildi líka óska þess að sýningin yrði sett upp þannig að elstu myndirnar væru ekki í fremsta salnum. Mikið ósköp er ég orðinn leiður á þessari eilifu upphengingu eftir aldri verkanna. Það er eins og maður sé alltaf að sjá sömu sýn- inguna aftur og aftur. Ég vona af heilum hug að bestu verkin verði ekki sett í innsta salinn, það er svo afskaplega þreytandi." — Þú minntist á gömlu verkin. Hver.ær byrjaðirðu á þessu? „Það hefur verið kringum 1940. Ég mál- aði húsgaflana á Grímsstaðaholtinu, þeir voru svo fallega málaðir. Það var sérstak- lega einn, gulur að lit sem ég hélt mikið upp á og málaði oft. Hann skar sig svo sérkennilega úr hvítum snjónum og bláum himninum. Það er svo undarlega tær birta hér, kristallskennd og hárbreitt. Maður finn- ur ekki svona birtu í útlöndum." Það nýjasta afnátinni: Málverk, sem Karl lauk við fyrir sýninguna. Stílfærðform á tímamótum: Komposisjón, 1950. FLATAMÁLVERKIÐ — Varstu strax orðinn abstrakt á þessum árum? „Nei, það var ekki fyrr en seinna, kringum 1950." — Þá tröllreið geometrían öllu var það ekki? „Jú, blessaður vertu, það voru allir að mála í flatastíl. Mest af þessu var afskaplega slæmt málverk. Þegar maður sér sumt af því sem menn voru að gera í þá dága, verður maður steinhissa á því hvað þetta var lélegt. Það er eitthvað í litavalinu sem var svo grunnt og stingandi að það stenst engan veginn tímans tönn. Svo voru menn að sulla í þessu sem ekkert áttu þar heima. En þetta var svoddan trúarbrögð að menn þorðu varla að skoarst undan. Þorvaldur (Skúlason) var leiðtoginn í hópnum. Hann var svo vel að sér í franskri list. Annars efast ég um að geometrían hafi verið hans sterka hlið, enda staldraði hann ekki lengi við í henni. Ég held að Þorvaldur hafi verið miklu betri þegar hann var að fást við ljóð- rænni hluti. Ertu ekki sammála?" Vissulega er ég sammála Karli, enda verður mér aftur litið til nýjustu málverka hans, einkum grunntónsins hvíta sem er þó svo margbreytilegur og fullur af blæbrigð- um að vart er hægt að tala um ákveðinn hvítan lit. Yfírleitt hefur listamaðurinn forð- ast blæbrigðaríka áferð, enda þykist hann ekki þeim vanda vaxinn að skapa þess hátt- ar áferð. En með þessum nýju verkum afsannar hann með öllu slíkt kunnáttuleysi. Hann fer á kostum með hvíta litinn, hamrar hann með penslinum ellegar málar með frjálslegum pensilstrokum þannig að grunn- urinn, blár eða rauður, gægist í gegn líkt og í þoku og varpar örfínum litbrigðum yfir allan flötinn. HlNN FULLTEMPRAÐI STRENGUR „Þú ert að furða þig á þessum núönsum," segir málarinn og grípur inn í hugrenningar mínar líkt og hann geti lesið þær ofan í kjölinn. „Það er sinkhvítan sem framkallar þessi blæbrigði. Títanhvítan mundi þekja grunninn gjörsamlega, eins og reyndar sést á flestum myndum mínum. Þessir eiginleik- ar sinkhvítunnar, að þekja ekki grunninn nema til hálfs, eru vahdmeðfarnir því þeir geta snúist í höndum manns án minnsta fyrirvara og orðið að yfirborðslegum effekt- um. Það er alltaf spurning hversu langt á að ganga í svona löguðu. En þetta er skemmtileg glfma eins og þú veist," og Karl snýr sér allt í einu frá málverkinu og lítur í áttina til mín. „Heyrðu annars, það var gaman að þessu sem þú sagðir um málverkin mín og kvartettana." — Jæja já, mér fannst það smella svo vel. Karl á við filmubút sem tekinn var af honum fyrir liðlega tveimur árum og sýndur í sjónvarpinu. — Hlustarðu alltaf jafnmikið á klassíska tónlist? „Já og einkum og sér í lagi á kammertón- list. Ég held að ekkert hafi hrifið mig eins og síðustu kvartettar Beethovens, enda spilaði ég þá aftur og aftur, án þess að fá nokkurn tíma leið á þeim. Það er eitthvað hárfínt við kammertónlist, líkt og hver strengur öðlist sjálfstætt líf um leið og hann er hluti af sterkri heild. Þetta finnur maður ekki eins vel í symfónískri tónlist því þar er svo miklu erfiðara að aðgreina hljóð- færin." r — Heldurður að tónlistin hafi haft áhrif á málverk þitt? „Að einhverju leyti mundi ég ætla það. Það er erfitt að komast undan áhrifamætti góðrar tónlistar og eflaust langar alla mál- ara einhvern tíma á ævinni að höndla í málverki þá hárnákvæmu augnablikstján- ingu sem fólgin er í fulltempruðum streng. Hitt er svo annað mál hvort það tekst nokkrun tíma. Tónlistin hefur sitt ákveðna táknmál og tungutak sem aldrei verður flutt yfir á önnur svið lista. Það er eins með málverkið. Finnst þér ekki erfitt að lýsa því með orðum? Það er bókstaflega ekki hægt. Það verður alltaf svo hjákátlegt." Maestro CÉZANNE — Maður reynir stundum af veikum mætti að útlista einhver listaverk, en það tekst aldrei. Enda væru menn ekki að mála ef þeir gætu komið orðum að því sem þeir eru að malla á striganum. „Nei, eflaust ekki. Myndlistarmenn eru eins og tónskáldin. Þeir fást við hluti sem orð ná ekki yfir. Þetta er mikill þrældómur, enda er enginn almennilegur listamaður sem hristir listina fram úr erminni. En margir halda að þeir séu bestir sem ekkert hafa fyrir hlutunum. Ég get ekki skilið þessa afstöðu. Maður hefði ætlað að fólk mæti það við mann að vilja vera vandvirkur, en það er öðru nær. Svo er Mozart nefndur sem dæmi um listamann sem ekkert hafði fyrir hlutunum. En ég hitti hann Leif tón- skáld (Þórarinsson) um daginn og hann sagði mér að Mozart hefði legið yfír verkum sínum og strikað út og bætt um betur eins og hver annar, góður fagmaður. Það er með öðrum orðum haugalýgi að hann hafi ekkert haft fyrir þessu. Er nema von að fólk skilji ekki listina þegar það veit ekki einu sinni hvernig hún verður til." — Það hefði gott af því að skoða Cézanne svolítið. „Já, það var merkilegur maður og mikið ósköp var hann snjall listamaður. Það er sama hve oft maður sér myndirnar hans, það er eins og maður sjái þær ætíð í fyrsta sinn. Það er alitaf eitthvað sem manni hefur sést yfir og svo er hvert litbrigði aðgreint frá Öðru þannig að myndirnar sindra. Þú þekkir til dæmis vatnslitamyndirnar hans, finnst þér þær ekki frábærlega vel málað- ar?" NlÐURLAG — Jú, þessi aðgreining hvers litlar fyrir sig er alveg einstæð. „Það er einmitt þetta sem mér finnst svo merkilegt, þegar allt er svo hreint og gagn- stætt að maður áttar sig á minnstu blæ- brigðum. Þess vegna gat ég ekki verið sammála honum Rögnvaldi (Sigurjónssyni) um daginn þegar honum fannst Ashkenazy betri en Pollini. Ég viðurkenni að Ashkenazy spilaði etýðuna hraðar og glæsilegar en hinn,_ en maður greindi nóturnar ekki eins vel. Ég kaus Pollini þótt ég skilji vel afstöðu Rögnvalds. Annars er merkilegt hvað hann er fróður um þessi mál og glöggur, en þetta er auðvitað hans starf og kannski ekki skrýtið að hann þekki þetta út og inn. En maður þarf ekki alltaf að vera sammála mönnum þótt þeir hafi meira vit á hlutunum en maður sjálfur." Og nú hverfur Karl inn í vinnustofu sína og kemur að vörmu spori með ófullgerða mynd sem hann er að vinna við. Hann still- ir henni við vegginn þannig að hún er böðuð aftanskini sólarinnar sem þrengir sér inn um þakgluggann. Þánnig íhugar málarinn myndir sínar kvölds og morgna á meðan hann drekkur bolla af tei. Verkið er vegið og metið á hverju stigi sköpunarinnar. Að slíkri rannsókn lokinni hefst Karl Kvaran handa við umsköpun og endursköpun, úr- vinnslu og ábót, uns verkið sprettur fram fullskapað. Oft kemur fyrir að málarinn málar út allt, í tilraun sinni til að höndla það smæsta af öllu smáu. — Þú ert sífellt að verða mínimalískari. Er naumhyggjan gjörsamlega búin að fanga þig? „Það er undarlegt hve hugsanir mínar standast illa prófraunirnar á striganum. Útkoman er alltaf þveröfug við það sem ég ætlaði í upphafi. Svo virðist sem maðurinn sjái aldrei fyrir gjörðir sínar. En hvers virði væri tilveran ef honum auðnaðist það? Sjálf- sagt ekki meira virði en svefninn langi," og Karl brosir um leið og ég sting mér aftur inn völundarhúsið. Halldór Björn Runólfsson er listfræðingur, myndlist- armaðurog gagnrýnandi. -H LESBÓKMORGUNBLAÐSINS 24. MAl 1986 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.