Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Blaðsíða 13
saman nálarstungur og venjulegar lækning- araðferðir, benda til þess, að nálarstunguað- ferðin hrífi í allt að 65 af hundraði tilfella, þar sem um þrálátan eða stöðugan sársauka er að ræða. Fréttaritari hjá tímaritinu „Discover", sem grein sú birtist í, sem hér er þýdd og endursögð, var viðstaddur, er dr. Matsumoto beitti nálarstunguaðferðinni í athyglisverðu tilfelli. Sjúklingur hans var kona, fiðluleik- ari, sem fyrir nokkrum árum hafði tekið að finna fyrir sársauka og dofa í vinstri handleggnum, svo að hún gat stundum ekki valdið boganum. Röntgenskoðun sýndi rýrn- un í liðum í hálsi og efri hluta hryggjar. Þegar venjuleg læknismeðferð dugði ekki, stakk heimilislæknirinn upp á því, að nál- arstunguaðferð yrði reynd. Eftir meðhöndl- un nokkrum sinnum hvarf sársaukinn, og hún var laus við hann í þrjú ár. Nú sá fréttaritarinn við endurtekna meðhöndlun, er læknirinn stakk sjö nálum í húðina á henni — fimm í hálsinn og aðra öxlina, einni nálægt olnboga og einni milli þumals og vísifingurs, sem hún beitir við strengina. Eftir meðferð í fimm skipti, sem hvert tók 20 mínútur, var sársaukinn horfinn og hún gat hafið æfingar að nýju. Hversu vel sem nálarstunguaðferðin dugar við þrálátum sársauka, þá segir það ekkert um gagnsemi hennar í öðrum tilvik- um. Hinn ákafi eða ofsalegi sársauki, sem verður að deyfa með svæfingu til dæmis, er allt annað mál — og í því er fólgin sú hætta meðal annars, að sjúklingurinn kunni að hreyfa sig snögglega, meðan á uppskurði stendur. Kínverjar segjast hafa „framið" meira en tvær milljónir uppskurða — þar á meðal hjarta- og heilauppskurði, ófrjósemis- aðgerðir á konum og magaskurði — þar sem nálarstunguaðferðin var notuð til að deyfa sársaukann. Matsumoto er ekki ýkja hrifinn né sannfærður. Kínverskum sjúklingum er yfirleitt einnig gefið svolítið af morffni, og skurðlæknirinn talar hjá þeim án afláts við sjúklinginn, meðan hann er að skera hann upp, svo að þá gæti ef til vill einnig verið um einhvers konar dáleiðslu að ræða, að því er Matsumoto segir. Og hann bætir við: „Ég reyndi einu sinni að taka hálskirtla, þegar nálarstunguaðferðin deyfði ekki sárs- aukann. Það er allt í lagi — ef maður hefur svæfingalækni nærstaddan." NÁLARSTUNGUR HAFA MARGVÍSLEG ÁHRIF En hvað um hina mörgu sjúkdóma aðra, sem nálarstungur eru notaðar við — og sagðar duga vel? Um það eru skoðanir mjög skiptar. Læknar, sem beitá aðferðinni við geðlægð eða þunglyndi, halda þvf fram, að nálarstungurnar framkalli efnið serótónín, sem hefur áhrif á geðið, auk hins verkja- stillandi efnis, sem einnig stuðlar að vellfðan. Þeir sem nota hana til að fá fólk til að borða minna eða hætta að reykja fullyrða, að með því að stinga nálum í forhyrnu eyrans ertist taugin víðförla, og á einhvern hátt hafi það þau áhrif, að lystin minnki bæði á mat og tóbak. Nálarstungur hafa einnig verið reyndar með takmörkuðum árangri á heróín-sjúklingum. En yafasömustu fullyrðingarnar varða ef til vill meint áhrif nálarstunguaðferðarinnar á hjartasjúkdóma og sjúkdóma af völdum sýkla. Kfnverskir nálarstungumenn stað- hæfa, að nálarstungurnar auki blóðstraum- inn í kransæðum og dragi úr magni efna, sem kallast catecholamiones og geta skaðað hjartavöðvann. Þeir kveðast einnig hafa læknað sjúkdóma á borð við bráða blóð- kreppusótt. Alveg eins og nálarnar fram- kalla endorfín, segja þeir, hreyfa þær einnig við efhum, sem hafa áhrif á ónæmiskerfíð og efla mótsöðu líkamans gegn sjúkdómum. Reyndar er vitað, að hvítum blóðkornum, sem berjast gegn sjúkdómum, hefur fjölgað eftir nálarstungumeðferð. En gagnrýnendur láta ekki sannfærast af þessu. „Ef við getum nú læknað offitu eða reykingarsýki með vír í eyrað, því þá ekki gigt næst með kopararmbandi eða rauðu flanneli?" spurði brezka tímaritið Lancet. „Það leiðir ekki af sjálfu sér, að úr því að akúpunktúr hafi verið notuð í þúsund- ir ára, hljóti að vera eitthvað bak við það. „Hvað um stjörnuspeki?" Þeir sem verja aðferðina svara því til, að nýlegar rannsókn- ir sanni gildi hennar að minnsta kosti í sumum tilfellum. Og þeir vilja, að læknar beiti henni oftar í þeim tilfellum. Og Jesse Hilsen segin „Við sársauka er þetta senni- lega öruggasta aðferðin,, með minnstar aukaverkanir og mestu kosti. Hún ætti að vera fyrsta varnarlínan, en ekki hin síðasta." SV. ÁSG. ÞÝDDIÚR „DISCOVER" TVÖUÓÐEFTIR KONSTANTÍN KAVAFÍS Þorsteinn Þorsteinsson þýddi úr grísku Dímítríos konungur Þegar Makedonar svikust undan merkjum ogsýndu aðþeirkusu fremurPýrros brást Dímítríos konungur (göfugsál) harla ókonunglega við — segirsagan. Hann afklæddist gullfjölluðum skrúða sínum ogþeyttifrá sérpurpurastígvélunum klæddi sig ískyndingu íeinfaldar flíkur og hvárf á brott. Líkt og leikari að sýningu lokinni sem skiptir um búningoger farinn. í fjarska Miglangartil að lýsa þessarí minningu... en hún erorðin svo dauf... næstum ekkert eftir þvíhún erlangt ífjarska, við upphafæsku minnar. Hörundið ljóst eins ogjasmína... þetta ágústkvöld — varþað ágúst?—kvöldið... égréttman eftir augunum; þau voru, minnir mig, blá. jú, þau voru blá; safírblá. (Konstantínos Kavafís (1863-1933), eitt ágætasta skáld á nýgríska tungu, var Alexandríubúi. Hann orti fremur litið og Ijóö hans voru ekki gefin út á bók fyrr en aö honum látnum. en síðan hafa þau haft gagnger áhrif á gríska Ijóðlist. Þau stungu mjög i stúf við samtimaljóða- gerð gríska: óbundin, laus við alla rhetorík, lávær talmálstónn. Oft er Ijóðaefni Kavafís svipað og í kvæðunum hér að ofan: svipmynd úr helleniskri fortið sem sýnir hegöun manna og hvatir i ögn kaldranalegu Ijósi, eða stutt eintal og tregablandin minning). JÓN KRISTÓFER Órar Þaðhillirífjarska undirfagra daga — fjarri öllum rökum ogþekking. Égþorí ekki að vona, að þeir kannski komi — kannske erþetta blekking, sem ætluð er til að eyða kvíða — ugg og beig og kvíða um stund — tríilli stríða. Miggrunar, aðþaðgeti aldreiorðið, að óttinn, minn ótti hverfí, þvíaðhannerþaðeina, eina, sem aldrei breytir um gerfí. Ég vildi, að éggætigleymtþessum kvíða ogglaðst um stund — miHi stríða. Einkamál Égsegiþað engum, segiþað engum hvað sorg minni veldur. Það skilur enginn ívíðrí veröld. Varla égheldur. Sorgmínerdul, eins ogDauðans auglit dimm einsogNóttin. Hún víkur aldrei frá vitund minni vonlaus erflóttinn. Þó dreymir mig stöðugt þann dag, sem hún kveður— á dýrlinga heiti, ogernú að vona aðhún verðifarín aðvori, um þetta leyti. Jón Kristófer „kadett á hernum" býr i Reykjavík Endurbirt vegna mÍBtaka í birtingu S. mai sl. ; LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 24.MAH986 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.