Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1986, Blaðsíða 12
MVHBeMMMM^IMmMapB stungan 2000 ára gömul lækningaaðferð nýtur nú vaxandi álits M eðferðin virðist með ólíkindum og sennilega mjög sársaukafull, enda breytir hún þoland- anum í heilmikinn nálapúða. Yfír henni er það mikill þjóðsagnablær og iðkendur henn- ar lofa svo miklu, að von er, að menn gruni, að um skottulækningar sé að ræða. Það á að stinga nál í punktinn Lifur 8 á hnénu innanverðu til að lækna tíðaverki. í Hjarta 9 á gómi litla fingurs til að stððva óeðlilega hraðan bjartslátt. Og f Hjarta 3 á olnboganum til að draga úr viðkvæmni augnanna gagnvart sterkri birtu og í Blöðru 7 á hvirflinum við höfuðverk, lungnakvefi, bólgnum hálskirtlum og andateppu. Þetta er vissulega ekki trúlegt. En hin austurlenzka nálarstunguaðferð — að stinga hárffnum nálum, einni eða fleirum saman, í mikilvæga punkta á líkamanum til að lina þjáningar og lækna ótal sjúkdóma — nýtur nú vaxandi álits meðal lækna á Vesturlönd- um. Hún er upprunnin í Kína fyrir meira en 2000 árum og er mikið iðkuð þar enn. Hún byggist á þeirri fornu trú, að sjúkdómar stafi af truflun á streymi Ch'i, lífsorkunnar, um „bauga", sem liggja þvert og endilangt um Mkamann. Hver þessara leiða er tengd og nefnd eftir einhverju innra líffæri, og þær Hggja rétt undir húðinni á meira en 360 stöðum eða punktum. Samkvæmt nál- arstungukenningunni laga nálarnar orku- streymið, þegar þeim er stungið í húðina á þessum punktum og snúið þar, og stöðva þannig sársauka og stuðla að bata. Nú eru vísindamenn að komast að raun um, að þessar ólíklegu aðferðir hafi sannarlega sinn lækningarmátt. Gegn Þrálátum Sársauka Fáir vestrænir læknar myndu vilja skipta á lyfjum sínum, hnífum og geislalækningum fyrir nálarstunguaðferðína eina — en þeir gera ekki eins mikið grín að henni og áður. A áttunda áratugnum, eftir hina sögulegu ferð Nixons til Kína, skrifuðu margir af mikilli hrifningu og bjartsýni um nálar- stunguaðferðina, sem myndi koma í staðinn fyrir svæfihgar við uppskurði, en flestir vestrænir læknar, sem reyndu hana, urðu brátt fyrir vonbrigðum. Hinn nýi áhugi á aðferðinni snýst um það, að hve miklu leyti hún geti dugað gegn þrálátum sársauka. Vísindamönnum er ljóst, að nálarstungur erta taugar um allan líkamann og kunna að hafa veruleg áhrif á viðbrögð miðtauga- kerflsins við sársauka. Og þeir eru að finna nýjar taugafræðilegar og lífefnafræðilegar skýringar á því, hvernig það gerist. Það er nú ljóst af niðurstöðum rannsókna á fólki og dýrum, sem hlotið hafa nálar- stungumeðferð, að þegar tuagaendar eru ertir með nálum, framkallar það endorfín, sem eyðir sársauka. Þetta áhrifamikla efni er framleitt í heilanum, mænunni og heíla- dinglinum og stöðvar sársaukaboð á leið til heilans. Vísindamenn vita nú einnig, að margir hinna hefðbundnu nálarstungu- punkta eru á stöðum, þar sem taugar eru sérstaklega nálægt húðinni. Og loks liggja nú fyrir nýjar sannanir þess efnis, að nálarn- ar framkalli önnur efni, sem kunna að rétt- læta notkun nálarstunguaðferðarinnar gegn fjölmörgum sjúkdómum. í Evrópu starfa nú tuguþúsundir manna Byggtágrein íDiscover eftir John Langone við „akúpunktúr", og áhugi manna á grein- inni fer hratt vaxandi í Bandaríkjunum. Þar nota nú nokkur þúsund lækna, tannlækna, dýralækna og hnykklækna (chiropractors) auk nálarstungumanna með starfsleyfi og án þessa aðferð í tilfellum, sem hinar venju- legu lækningaraðferðir duga oft ekki við — svo sem við liðagigt, svefnleysi, offitu, getuleysi, reykingarsýki og taugabilun. Þótt nálarnar, sem notaðar eru, valdi ekki meiri sársauka en flugnabit og ekki blæði Undan þeim, nota sumir væg rafhögg fremur en nálar til áreitis á nálarstungupunktunum. MISNOTKUN HEFUR ÁTT SÉR STAÐ En því miður hefur hinn vaxandi vegur nálarstunguaðferðarinnar opnað leiðir til misnotkunar. Menn með takmarkaða menntun og þekkingu notfæra sér það stundum, að sjúklingar geta verið fúsir til að leita nýrra úrræða. Slíkir menn halda því fram, sem er algerlega tilhæfulaust, að með þessari aðferð sé hægt að lækna krabbamein, heila- og mænusigg, geðklofa og andlegan vanþroska. „Þetta kemur óorði á fullgilda lækningaraðferð," segir Jesse Hilsen, læknir í New York, sem notar nál- arstunguaðferðina ásamt hinum venjulegu. „Það þarf heilmikla þekkingu og þjálfun til þess eins að beita henni til að deyfa sárs- auka." Menn þurfa að gera sér grein fyrir því, hvað hægt sé að gera með nálarstunguað- ferðinni og hvað ekki. „Þetta er bara viss tegund sjúkraþjálfunar," segir dr. Matsu- moto, skurðlæknir i Fíladelfíu. En hann væntir þess, að hún eigi eftir að verða Myndin sýnir, hvernigkunnáttnmaðurí faginumyndistinga tveimur tugum hárfínna nála ísjáktínginn vegna verkja íandlití, höfði eða hálsi. Nálarnarhafa um aldir verið gerðar úr gtilli, siJfrieða platínu. Þærfara réttinn fyrir húðina, það blæðir ekkert og sýking er mjög sjaldgæf. algeng og gagnleg, þótt hún dugi ekki við hverju sem er. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur gert lista yfir sjúkdóma, sem eru til þess fallnir, að nálarstunguaðferðinni sé beitt við þá. Þeirra á meðal eru lungnakvef, augnslímhúðarbólga, ristilbólga, maga- bólga, niðurgangur og hiksti, en flestir bandariskir læknar nota hana aðeins til að lina sársauka, sem orsakast af slitgigt og öðrum beina-, liðamóta- og vöðvasjúk- dómum, við kvalakippi í andliti, mígreni, tannpínu og taugapínu. En þrátt fyrir þetta eru sumir svo efagjarnir að halda því fram, að sjúklingunum líði betur í slíkum tilfellum af þeirri einu ástæðu, að læknarnir hafi sannfært þá um, að svo muni verða. Aðrir staðhæfa, að nálarstungurnar dragi ein- faldlega athygli sjúklingsins frá sársaukan- um, svo að hann finni hann ekki. AUKNING ENDORFÍNS Eigi að síður eru í mótun gildar, lífeðlis- fræðilegar skýringar á eðli þessa máls, og þær byggjast á hlutverki endorfíns. Vísinda- menn hafa komizt að raun um, að magn þessa náttúrulega efnis, sem líkist morfíni, hafi aukizt bæði í blóði og mænuvökva eftir nálarstungumeðferð. (Það er sama efni og framkallast við líkamsæfingar á borð við skokk og talið er að valdi „vímu" hjá hlaup- urum). Vísindamenn hafa staðfest með tilraunum hin verkjastillandi áhrif endorfíns við nál- arstungur með því að stöðva verkun þess á efhafræðilegan hátt. Ijóst er, að nálar- stunguaðferðin dugar bezt til að lina sárs- auka. Að minnsta kosti 20 læknisfræðilegar rannsóknir, sem gerðar voru til að bera HANDBÓKMING-ÆTTARINNAR Þessi myndspjðld sýna punkta á baugunum — sem ialdir eru farvegir Iífsorkunnar um ttkamann — þar sem nálunum er komið fyrir. Hver baugur er nefndur eftír innra líffæri eins og lifrinni til dæmis, þó aðpunktarnir á baugunum kunni að vera langt fráJíffærinusjálfu. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.