Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1986, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1986, Blaðsíða 14
f í 4 1 5 1 i t ! i ! } i Lucchesini Afburðasnjall 18 ára ítali ann gengur inn á sviðið eins og einhver hafi orðið að tosa hann fyrst að sviðinnganginum og svo beinlínis stjakað honum fram á leið — og nú verður hann sem sagt að halda áfram. Af svip hans verður ekkert ráðið, það verður heldur ekkert ráðið af höndum hans. Fas hans virðist fremur óhvikult, hann er rólegur í framkomu en samt öruggur með sig. Þaulhugsað, þrautþjálfað hæverskufas eða ósvikin hlédrægni? Ungi maðurinn er ekki nema átján ára að aldri. Að hann skuli nú þegar vera farinn að koma fram sem eftirsóttur einleikari viða um heim, á hann fyrst og fremst að þakka yfirburðasigri sínum í síðustu Ciani- keppninni, sem fram fór á sviði La Scala- óperunnar í Mílanó, en þar var hann af dómnefndinni kjörinn langbeztur meðal margra mikilhæfra þátttakenda. En hann á nýbyrjaða framabraut sína á alþjóðleg- um vettvangi þó ekki síður að þakka því ofur næma skynbragði, sem István Vértes hefur til að bera varðandi kornunga píanó- leikara af efnilegustu gerð. István Vértes er í þeirri heppilegu aðstöðu að geta þann- ig sameinað hið nytsamlega hinu ánægju- lega, það er að segja að selja konsertflygla fyrirtækisins Steinway víða um heim og svo hitt að uppgötva nýja píanósnillinga á einleikarakappleikjum, gera þá þekkta og styðja þá á alla lund á framabrautinni. Einnig á tónlistarsviðinu stíga menn fyrstu skrefin samkvæmt kjörorðnu: Ég þekki mann, sem þekkir mann. Einmitt þetta hefur Andrea Lucchesini frá Monte- catini Terme í Toscana á Ítalíu þegar feng- ið að reyna. Einnig hann hóf píanónám sitt sex ára gamall, og það var faðir hans sem veitti honum fyrstu tilsögnina. Einnig hann inn- ritaðist í tónlistarháskóla sjö ára að aldri og hóf nám í Flórens hjá hinum fræga píanókennara Maríu Tipo, en það var ein- mitt hún sem kennt hafði píanóleikurum á borð við Maurizio Pollini helztu undir- stöðuatriðin í snilldartækni og túlkun. Einnig Andrea Lucchesini vann hverja pí- anósamkeppnina á fætur annarri, þá fyrstu níu ára að aldri í Flórens, því næst á allmörgum öðrum minni stöðum, og svo loks í júnímánuði síðastliðið sumar stóru samkeppnina í Mílanó, sem réð úrslitum fyrir hann á margan hátt. Á tónleikum, sem hann hélt fyrir skemmstu í Herkules-salnum í Miinchen, lagði hann einnig sýnilega áherzlu á verk, sem krefjast snilldartækni: „Paganini"- tilbrigðin eftir Brahms, Scherzo í b-moll eftir Chopin, og svo seinna sem aukalag „Campanella“-etýðuna eftir Liszt. Sjálfur hefur hann þetta að segja um tæknilegu hliðina á píanóleik sínum: „Ég held, að það sé ekki lengur svo óskaplega erfitt að verða píanóleikari með góða tækni nú á dögum — það eru nú þegar fjölmargir slíkir píanistar til taks víða um heim. Það er þess vegna sem maður verður að skera sig úr í allri túlkun. Liszt er eitt af þeim tónskáldum, sem gera manni kleift að koma fram eins og einhver fjöl- listamaður í fjölleikahúsi. Takist manni það, þá gefur það manni heilmikla full- nægingu — af þessari tilfinningu sprettur svo aftur stöðugt aukinn þroski. Fyrir ungt fólk er Liszt því rétta leiðin og rétta aðferðin til þess að tileinka sér nægilegan þroska og hæfni fyrir Beethoven.“ Með þýðlegum styrk Andrea Lucchesini hóf tónleika sína í Munchen þess vegna líka á Beethoven, og náði þegar í stað fram sterkum áhrifum með E-dúr sónötunni op. 109. Þetta gæti þýtt áþekkt áræði og fram kom hjá Dim- itris Sgouros á tónleikum hans í Hamborg fáum dögum áður. Eða þá eins og hjá hin- um unga píanósnillingi Ivo Pogorelich, sem gekk einu skrefi lengra og hóf hljóm- leika sína í Berlín með síðustu sónötu Beethovens op. 111. En Andrea Lucchesini lætur sér engan veginn nægja að sýna fram á afburða tæknilega færni sína. Hann gætir þess fyrst og fremst að láta ekki þær andstæður, sem þessi sónata virðist búa yfir, villa um fyrir sér. Þarna eru til dæmis fyrirmælin um undirstöðu- hraðann í fyrsta kafla, „vivace, ma non troppo“, það er að segja „fjörlega, en ekki um of“; en strax í upphafi þessa fyrsta kafla standa líka fyrirmælin „dolce“, sem að vísu ber að skilja orðrétt „sætlega", en væri þó betur þýtt með „þýðlega", sem er nær merkingunni. Auk þessa krefst Beet- hoven þarna sempre legato'* — stöðugt bundið, og þar við bætist svo crescendo til meiri áherzlu á sex takta bili. Annan kafla á að spila „prestissimo" — eins hratt og unnt er, en samt kemur þar bæði fyrir „ben marcato" — vel formað, inni á milli, og líka „espressivo" — með áhrifamiklum blæ, já, meira að segja „sul una corda“ öðrumegin, en með því er átt við að nota eigi vinstri pedalann tíl að breyta blæ- brigðunum. Andrea Lucchesini hefur þessar and- stæður fullkomlega á valdi sínu, spilar þær ljóslega, með örlítið tifandi áslætti, líkt og hann verði alveg endilega að ná fram þessu „þýðlega" á svipaðan hátt og fiðrildi; vissulega. ekki á sama hátt og til Andrea Lucchesini dæmis Glenn Gould, en þó mun sterkar en Friedrich Gulda, sem svo mjög hallast að því öfgakennda í túlkún sinni. Svolítið hef- ur Andrea Lucchesini örugglega lagt eyr- un við hjá Alfred Brendel og næmri túlkun hans, það þykist maður heyra þegar Lucchesini tekur að draga fram hinar minni hliðarlínur sónötunnar f túlkun sinni og veitir þeim greinilegt yfirbragð. Það er ekki hægt að verjast þeirri hugs- un að hér sé á ferðinni kornungur píanisti, sem hafi þegar góðan skilning á innviðum þeirrar tónlistar, sem hann er að túlka, eða hefur ef til vill aðeins öruggt hugboð um innri gerð tónverkanna; hafi ef til vill líka lesið sér til um þetta efni í verkum músíkrýnenda. Síðar játar hann að svo sé: „Það er alveg hárrétt. Þegar ég vinn við að tileinka mér eitthvert tónverk, byrja ég á því að stúdera innviði þess og uppbygg- ingu, þetta sézt allt á nótunum, og er það það auðveldasta af öllu saman. En það sem þýðingarmeira er verður líka erfiðara: Hvað var það, sem tónskáldið vildi fá sagt með því að velja viðkomandi uppbyggingu verks síns? Hvað það snertir, verður mað- ur að spila sig fram til skilnings á verkinu." Það leikur enginn vafi á því, að sónata Beethovens op. 109 tekur ekki að ráðast að fullu fyrr en í þriðja kafla; þar verður píanóleikarinn að kynna stef á „söngvinn- an hátt, með innilegustu tilfinningu," en samt á hann um leið að nota þessháttar „belgtón", sem söngvarar á tímum belcant- ós áttu að mynda með öndunartækni sinni einni saman til þess að draga fram áhrif einnar línu í sönglaginu. Þessu næst verð- ur svo píanóleikarinn að flytja stefið í sex tilbrigðum og leiða það að lokum til sinnar fyrri myndar eftir að hafa slegið af ofurkrafti endalausa trillu — og þá reynist stefið að vísu óbreytt í nótnaskriftinni, en samt sem áður orðið allt annað að blæ. Enginn má búast við því af hinum átján ára gamla Andrea Lucchesini, að hann þekki í raun og veru alla leyndardóma þessa stefs og tilbrigðanna við það. En það, á hvern hátt hann megnaði að fylgja því eftir og leiða gegnum upphafningu og lægðir, hvernig hann að lokum nær fram hárfínum blæ weltschmerz-uppgjafar, þegar eitthvað mjög fagurt og kært er kvatt hinztu keðju, beisklega hafnað; ang- urvær aðskilnaður af fullum ásetningi — það var hrífandi á að hlýða og leiddi í ljós jafnt djúpan sem og viturlegan mótunar- vilja hans. Túlkandi, en ekki skapandi gáfa Túlkun Andreas Lucchesinis einkennist auk þess af alveg óvenjulegri ytri nær- færni og hlédrægni, sem annars gætir naumast nokkurn tíma í flutningi túlkandi listamanns. Þarna er sem sagt enginn Trölli að rótast um, þarna stendur enginn í líkamlegum stórslag við hljóðfærið — þarna kemur fram maður, sem skilar markvisst sínu túlkandi hlutverki. í sam- tali á eftir útskýrir Andrea Lucchesini nánar viðhorf sín í þessumefnum: „Maður kemst ekki hjá því að minnast þess stöð- ugt, að við erum miðlarar, að við erum að spila músík annars manns, ekki okkar eig- in; auðmýktin kemur því af sjálfu sér.“ En þá þarf líka einhvern til, sem leggur sinn eiginn persónuleika „í púkkið" eins og sagt er? „Vitanlega. En í mínum augum er þessi þáttur í hæsta lagi sá, að láta flutning minn í einu og öllu samtvinnast og lúta því, sem höfundurinn skóp; það er sem sagt framar öllu fólgið í því að lifa sig inn í verk höfundanna, endur-upplifa þau, en að minnsta kosti á maður ekki að vera að ota sjálfum sér fram.“ Þarna skyldi þó aldrei vera um einum of mikið lítillæti að ræða? Andrea Lucchesini kemur ekki fyrir sem ísmeygilegur í hátt- um, eins og hann sé á höttunum eftir hóli. „Það má ef til vill segja, að það veki með manni djúpa ánægjutilfinningu þegar maður hefur komist að raun um hvað það var, sem tónskáldið virkilega átti við, og þegar búið er að ryðja brautina til þess að hægt sé að miðla áheyrendanum „merkingunni“.“ „Paganini-tilbrigðin" eftir Brahms — þarna blandast saman vínarhreif, ítalia og Norður-Þýskaland, enn laust við öll Vín- arhrif, og þessari hörkublöndu á ungur ít- ali svo að koma til skila. Það skal því eng- an furða þótt fórna þurfi örlitlu af hinum íhugula tóni í þágu hins afburða glæsilega leiks. Þeir Claudio Arrau og Julius Katch- en, en þó framar öllum Arturo Benedetti Michelangeli, hafa raunar sett upp raun- verulegan ólympskan staðal fyrir þennan lagaflokk, og þennan staðal áræðir nú Lucchesini að takast á við, með miklum hljómi og ferskri dirfsku í hraðavali. Hann hefur greinilega unun af að sýna fram á snilldarfærni sína; hann finnur, að hann kemur þessu vel til skila og áræðir því að ganga skrefi lengra, og sú áhætta borgar sig, og þegar fagnaðarlæti áheyrenda dynja við í lok flutnings hans á „Pagan- ini“-tilbrigðunum, leyfir hann sér að brosa lítillega. Um snilldarfærni í píanóleik og tæknilegar hliðar hefur hann þetta að segja: „Þetta verður hvorutveggja að vera fyrir hendi í svo ríkum mæli, að maður geti alveg treyst þeirri kunnáttu, hvað það snertir má maður aldrei neins staðar finna fyrir minnsta ótta. En eftir það verður maður að taka að rannsaka, leita fyrir sér, vinna betur úr textanum. Tæknin ein ut af fyrir sig er rétt byrjunin." Þá veit sá, sem allt veit, að B-moIl scherzóið eftir Chopin er ekki beinlínis auðvelt viðfangs, þá fylgja þrjár etýður og sex prelúdíur eftir sama. Aftur þessi ört tifandi ásláttur, aftur þessi feiknalegi kraftur, sem stundum rís upp í reiðikast. Það er eftirtektarvert, að Lucchesini „mál- ar“ vart; unaðsfullar stemmningsmyndir eru ekki styrkasta hlið hans, B-dúr- Cantabile er til dæmis látið hljóma með heldur hrjúfri, hásri röddu. Að lokum Bartók, sónatan. Píanóleikar- inn Andor Foldes hefur það eftir tónskáld- inu sjálfu, að ekki eigi að spila þetta verk „of bartókskt". Þessi ummæli hefur Andr- ea Lucchesini víst enn ekki heyrt, heldur snýr sér með ógnarkappi að hinum hart slegnu hljómum og að aphorismunum í hinu flókna tónmynstri sónötunnar, frem- ur reglulegt fárviðri, — og nær samt sem áður stöðugt inn á milli fram litlum Ijóð- rænum ívafsþáttum í eldglæringum hrynj- andinnar og milli þjóðlagaatriðanna. Lucchesini er enn eitt dæmið af mjög mörgum, að hin unga kynslóð píanóleikara einkennist af vissri rómantískri tilhneig- ingu, en snúi sér þó helzt að hinum svalari blæbrigðum þessarar stefnu: „Stundum heldur maður sig hafa fundið eitthvað út úr þessari músík með fullri vissu, en svo rennur allt í einu upp sú fráhverfa stund, þegar maður sér allt samhengið i nýju og gjörólíku Ijósi. Það er þá, sem manni ligg- ur við að örvænta. Maður skyldi aldrei vera of öruggur í sinni sök.“ Þetta eru ummæli átján ára gamals pilts; það má víst teljast nokkuð öruggt, að honum verði ekki svo auðveldlega haggað af réttri braut. H.J. Herbort.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.