Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1986, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1986, Blaðsíða 6
Ráð til að hætta reykingum EFTIR ÁSGEIR R. HELGASON Fyrsta skrefíð er að ákveða að hætta reykingum. Reyndu að gera þér grein fyrir því hvers vegna þú vilt hætta og skráðu hjá þér ástæðurnar. Þessa skrá skulum við kalla Skrá 1. Hafðu þessa skrá ávallt handbæra og bættu inn nýjum Óteljandi dæmi sýna og sanna, að fólk getur hætt að reykja ef það vill. En það eru til ýmis góð húsráð til að gera það auðveldara. ástæðum eftir því sem þær skjóta upp kollin- um. Byijaðu á því að ákveða dag með góðum fyrirvara t.d. mánuð fram í tímann. Lengri tími er þó æskilegur. Gott er að miða við einhvem merkisdag í lífi þínu, t.d. fæðingar- dag eða brúðkaupsafmæli. Þann dag ætlar þú að hætta aðreykja. Strax og þú hefur ákveðið daginn skaltu byrja á að mynda reyklaus svæði. Hættu alfarið að reykja á þeim stöðum þar sem þú dvelst lengst, í flestum tilvikum er þar um að ræða heimili, vinnustað og e.t.v. bíl- inn. Þegar þú hefur einu sinni ákveðið að tiltekinn staður skuli vera reyklaus, máttu ekki hvika frá því hvað sem á dynur. Reyk- laust svæði táknar ekki endilega að aðrir megi ekki reykja þar heldur á það fyrst og fremst við þig. Það ert þú sem hefur ákveð- ið að hætta að reykja. Ef þú gerir sem flest svæði reyklaus sem fyrst máttu vera alveg viss um að baráttan við löngunina verður mun auðveldari eftir að þú hættir. Ef þú ert stödd (staddur) á reyklausu svæði, t.d. heimili þínu og löngunin er alveg að sliga þig verður þú annað hvort að standast löngunina eða bregða þér út fyrir, t.d. út á svalir eða út á tröppur til að fá þér reyk. Mundu að því fleiri sem reyklausu svæðin eru og því lengra sem líður frá myndun þeirra og þar til þú hættir, þeim mun auð- veldari verður baráttan við tóbakslöngunina þegar þú hættir alveg að reykja. ATFERLISKÖNNUN Skrá2: Meðan á undirbúningstímanum stendur skaltu reyna að fylgjast sem gerst með því hvað það er öðru fremur sem vekur hjá þér löngun í tóbak. Skráðu hjá þér hvaða matar- og drykkjartegundir, persónur eða aðstæður kalla mjög oft á löngun í tóbak. Reynslan hefur sýnt að langanir manna stjómast að mjög miklu leyti af slíkum utanaðkomandi þáttum en það er algerlega einstaklingsbundið hvað vekur löngun hjá hverjum. Þannig getur kaffi vakið mikla löngun hjá einum en dregið úr löngun hjá öðrum. Þú verður því að finna út og skrá hjá þér hvað það er sem vekur löngun hjá þér. Þessa skrá skulum við kalla Skrá 2. Skrá3: Samhliða því sem þú reynir að gera þér grein fyrir því hvað það er sem vekur hjá þér löngun, skaltu skrá hjá þér þau svæði og aðstæður sem tengjast ekki reykingum. Öll eigum við slík svæði, þ.e. okkar „grið- helgu staði" þó þeir séu mismargir eftir því hver í hlut á. Það reykja t.d. fæstir í sturtu eða sundi. Sumir reykja aldrei í svefnherberginu eða úti á götu, o.s.frv. Þessa skrá skulum við kalla Skrá 3. H-dagur. H-dagur er dagurinn sem þú hefur valið til þess að hætta að reykja. Að morgni H-dags skaltu henda öllu tóbaki og reyk- færum í ruslið. Þú ert hætt(ur) að reykja. Frá og með þessari stundu þarft þú stöku sinnum að beijast við löngun í tóbak. Hve mikil og langvarandi löngunin er fer eftir því hver í hlut á, engin algild regla er til um það (sjá í síðari hluta greinarinnar um „löngunarkveisur"). RÁÐ TlL AÐ DRAGA ÚrLöngunum Þó að erfitt sé að gefa algild ráð til að draga úr löngunum manna eru nokkur ráð algildari en önnur, þ.e. eiga við um flesta menn. Nokkur slík ráð eru til við tóbakslöng- un en þau helstu eru: 1. Farið út (eða út í glugga), og andið að ykkur fersku lofti, dragið andann djúpt og fyllið Iungun a.m.k. 5—10 sinnum. Andiðrólega. 2. Drekkið kalt vatn, eins mörg glös og þið getið. 3. Hafið tannburstann ávallt handbæran, og burstið tennur sem oftast upp úr sterku mentól-tannkremi. 4. Hafið eitthvað (t.d. penna) í höndum. 5. Hafið mentól töflur við höndina. Þó að þessi nokkuð algildu ráð geti verið handhæg skipta mestu máli þau ráð sem taka mið af þínum eigin persónulegu þörfum en þau eru: I. Hafið skrá 1 ávallt handbæra. II. Notið skrá 2 og 3 eins mikið og mögu- legt er og haldið áfram að fullkomna skrámar eins lengi og þörf krefur. III. Fyrir alla muni verið góð við ykkur og sleppið ekki öðru en því sem óumflýjan- lega tengist löngun í tóbak. Því full- komnari sem skrá 2 er þeim mun betri getið þið verið við sjálf ykkur. Farið sem oftast í leikhús eða á tónleika eða gerið eitthvað annað sem veitir ykkur ánægju svo fremi það vekji ekki óvið- ráðanlega löngun í tóbak. Fráhvarf seinkenni. Margir greina frá líkamlegum og sálræn- um fráhvarfseinkennum við það að hætta að reykja. Algengustu fráhvarfseinkennin eru: Skapsveiflur. Handskjálfti. Rangskynjanir. Svefntruflanir. Doði. Ofnæmisviðbrögð. Svitakóf. • Fá allir fráhvarfseinkenni?: Nei, það er langur vegur frá. Sumir fá alls engin fráhvarfseinkenni, aðrir fá eitt eða tvö, en sumir fá nánast öll fyrmefnd einkenni og fleiri til. • Er hægt að koma i veg fyrir frá- hvarfseinkenni? Engin leið er til að fyrirbyggja með vissu að fráhvarfseinkenna verði vart, en dragi menn mikið úr reykingum nokkm áður en hætt er minnka líkumar á fráhvarfi vem- lega. Myndi menn reyklaus svæði eins og fyrir er lagt, dregur það yfirleitt nógu mikið úr reykingum til þess að minnka líkur á fráhvarfi vemlega. • Standa fráhvarfseinkenni lengi yfir?: Það ferð algerlega eftir því hvers konar fráhvarfseinkenni um er að ræða. Misjafnt er hvenær fráhvarfseinkenna verður vart komi þau á annað borð fram en eftir að þau koma fram líður allt frá einum degi upp í þijár vikur þar til þau hverfa að fullu. Hand- skjálfti, rangskynjanir, doði og svitakóf hverfur yfirleitt á einum til þrem dögum. Skapsveiflur geta staðið yfir í nokkrar vikur, en lengra verður á milli kasta eftir því sem frá líður og tímabil hvers kasts styttist mjög. Reyndu að gera umhverfinu grein fyrir ástæðum skapsveiflanna til þess að valda ekki óþarfa hugarangri. Ofnæmisviðbrögð hverfa yfirleitt á nokkmm dögum. Svefn- truflanir geta lýst sér bæði í óeðlilega miklum svefni eða óeðlilega litlum svefni. Hvort tveggja getur verið bagalegt til lengd- ar. Svefntmflanir geta varað í allt að tvær Við tölum um „hinn upprétta mann“ sem var liður í þróuninni fyrir margt löngu. Ef nútímamaðurinn er sviptur öllum tíma sínum og látinn þræla myrkranna á milli til að geta fullnægt frumþörfum sínum, þá er hann naumast uppréttur lengur. Hinn Það er mikið talað um nútímamanninn; raunar er alltaf verið að staglast á þess- um manni, á umhverfi hans og aðstæðum, réttindum og skyldum, gleði og sorg — og yfirleitt öllu sem fólki hugkvæmist að tengja þessari veru. Ég hef þráfaldlega velt fyrir mér hver þessi skepna eiginlega sé; er þetta einhver ný ættkvísl útfrá hómó sapíens — ef til vill kölluð hómó módemus? Eða lítt þekkt apategund? Týndi hlekkurinn? Er þetta einhver sem ég þekki? Kannski maðurinn í næsta húsi? Nei, ég fæ engan botn í þessar mínar þrásamlegu vangaveltur. Til þess þó að sjá einhveijar línur í þeirri ógreini- legu mynd sem hugur minn geym- ir af kvikindinu hómó módemusi fannst mér ekki vitlausara en hvað annað að leita aftur í fom- eskju og kanna soldið feril forfeðr- anna; þeirra sem hafa verið kall- beygði maður aðir frummenn. Hinar íjölbreytilegustu kenn- ingar eru til um ættfeður okkar — þá félaga hómó habílis, kró- magnonmanninn, neanderdals- gæann, hómó erektus og fíla- manninn — eða hvað þeir hétu nú allir saman. Það hafa líka verið Settar fram ótrúlegustu tilgátur um hvemig fmmmaðurinnn fór að orga, syngja og loks tala, hvemig hann lærði að nota gijót til að létta sér störf og hvemig hann uppgötvaði sköpunarmátt- inn og hagnýtti til að smíða sér hin ýmislegustu tól sem hann ekki aðeins notaði í blákaldri lífs- baráttunni heldur gerði líka með sín fyrstu listaverk, og leysti þar með anda sinn úr viðjum brauð- stritsins. Að vísu íjölluðu allra fyrstu myndverk þessara áa okkar kannski fyrst og fremst um mat eða a.m.k. það sem þeir snæddu — eftir að þeir snæddu það; það er að segja: verkin sýndu matinn eins og hann var áður en hann. varð meltingarfærum listamanns- ins að bráð en myndin varð ekki til fyrr en að máltíð lokinni: södd- um og ánægðum fannst lista- manninum hann skulda mat sín- um einhveija lofgjörð; hann stóð því upp frá beinunum, rymjandi af vellíðan og hóf að draga á hellisveggina línur sem brátt urðu að unaðslegum nautpeningi að leik úti í guðlausri náttúrunni; það fór mikil natni í þetta verk og að því loknu gekk afi vor fáein skref afturábak og virti fyrir sér þetta fyrsta málverk mannkyns. Hann hafði ekki horft nema nokkur augnablik þegar yxn þau sem hann hafði rist í kalt bergið lifn- uðu við fyrir augum hans og tóku á rás í ærslafengnum leik um endalausar slétturnar. Við þessa sýn setti svo mikið hungur að manninum að hann þaut rakleiðis útá veiðilendur sínar og felldi sér til matar myndarlegan tarf. Þann- ig var klaufpeningurinn ekki framar öllu mótíf í augum hins listfenga brautryðjanda heldur matur; lífið og listin voru fyrir þessum villta manni ein órofa heild, svölun líkamsþarfanna varð ekki skilin frá fullnægingu hinna andlegu; og hringrásin var: Matur er mynd er matur er mynd er matur. .. er list er líf er list er líf. Og svo framvegis frammá þennan dag. Og þetta er náttúrulega bara enn ein tilgátan. Nú er langt liðið á þá öld sem hefur hlotið kennitöluna 9 í hinu nýja nafnnúmerakerfí Hagstof- unnar, hómó hitt eða þetta er löngu dauður og hafði enga kenni- tölu. En má það vera að hann sé enn á vappi á meðal vor? Að Neanderdals-króinn frá Þusla- þorpi gangi aftur hér mitt á meðal okkar?! Erum við þá enn ekki vaxin frá magnonundrinu ...? Til eru tvær yrðingar, annars- vegar sú að allir menn séu í eðli sínu villimennn og hinsvegar að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.