Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1986, Blaðsíða 10
Séð yfir VaJlhólminn á fögrum sumardegi. Heimkynni Maríu voru í Skagafirði. Á löngum vinnumennskuferli fór hún oft bæ
afbæ.
Maríu þáttur
Af einstæðri móður í Skagafirði á öldinni sem leið
að mun vera misjafnt, hvað böm eru gömul,
þegar þau muna fyrst eftir einhverju, sem
gerist í umhverfi þeirra. Ég held að ég hafi
verið þriggja ára, þegar ég man fyrst eftir
því, sem var að gerast. Ég svaf í miðbaðstofu
María Bjömsdóttir var
engin
frægðarmanneskja. Hún
var í æsku tökubam,
síðan skráð
hreppsómagi, á 16. ári
matvinnungur og síðan
vinnukona á mörgum
bæjum í Skagafirði.
Hærra komst hún ekki í
mannfélagsstiganum. í
vinnumennskunni
eignaðist hún börn, en
einstæð móðir gat ekki
fengið að hafa þau hjá
sér. Og þegar hún lézt úr
ellihrumleika, var hún
enn skráð hreppsómagi.
Eftir Björn Egilsson
frá Sveinsstöðum
og yfirsetukona gekk hröðum skrefum inn
gólfið, inn í hjónahúsið, til þess að taka á
móti bróður mínum sem þá var að fæðast.
Þegar ég var á aldrinum tveggja til sjö
ára var gömul kona á heimili mínu, sem
var sérstaklega góð við mig og lét sér annt
um mig á allan hátt. Hún hét María. Það
þótti eftirtektarvert, hvað þessi hálfáttræða
kona lét sér annt um mig, sem leiddi til
þess, að ég hændist að henni og þótti vænt
um hana. Meðfædd móðurumhyggja mun
hafa valdið, og líka minningin um syni
hennar þtjá, sem höfðu farið til Ameríku
fyrir meira en tuttugu árum.
Stundum á vetrum var María rúmföst
tíma og tíma. Hún svaf í rúmi í miðbað-
stofu, móti baðstofudyrunum. í rúmshomi
undir sæng átti hún kandíssykur og kallaði
á mig til að gefa mér mola. Móðir mín
bannaði mér að þiggja kandísinn. Hún óttað-
ist að María gamla væri með tæringu. Ég
fór ekki eftir fyrirmælum móður minnar.
Mér þótti kandísinn svo góður, að ég tók
við honum svo lítið bar á og varð ekki
meint af. í kirkjubók er skrifað að banamein
Maríu Bjömsdóttir hafi verið ellihmmleiki.
Ýmsar sögur vom sagðar af okkur Maríu
og fer ein þeirra hér á eftir. Á sumrin var
María alltaf heima við þegar annað fólk var
á engjum og ég var þá með henni. Ég var
ekki iátinn fara frá bænum, vegna þess að
ég var krampaveikur, fékk stundum krampa
í svefni.
Um þá veiki mina er það að segja
að Jónas Kristjánsson læknaði hana að fullu
þegar ég var átta ára. Veturinn 1914 kallaði
læknirinn nokkur böm. saman að Sveinsstöð-
um, kom þangað, skar eitla úr hálsi og
hreinsaði nefkok. Það var ekkert dútlað við
að deyfa eða svæfa. Bömin vom látin setjast
á stól og maður kraup fyrir aftan stólinn
og hélt utan um þau. Athöfnin hófst með
því, að læknirinn sagði við krakkann: „Opn-
Björn Egilsson frá Sveinsstöðum. Hann
kynntist Maríu í æsku og man eftir
henni. Líf hennar var ekki sérstætt, en
miklu frekar dæmigert fyrir líf fjölda
einstæðra alþýðukvenna.
aðu ginið geyið mitt“. Svo fór hann með
vísifingur ofan í kokið til þess að finna fyrir
því, sem átti að nema burtu. Það vom ekki
skomir eitlar úr mér, en nefkok hreinsað.
Til þess var notað verkfæri með gljáfægðum
I 1e ójjvrí sþ 6j5 tgasri 19 frfjST .ftmfe ní
stálhring á endanum. Læknisaðgerðin var
sársaukafull og óviðkunnanleg meðan á
henni stóð, en það borgaði sig að fá fulla
heilsu. Ég sýndi engan mótþróa, en einhver
krakkinn beit um fingur iæknisins, þegar
hann var að skoða kokið.
SKRIFUÐ HREPPSÓMAGI1845
Nokkur æviatriði Maríu Bjömsdóttir fara
hér á eftir. Hún var fædd að Bjamastaða-
hlíð í Goðdalasókn 2. febrúar 1835. Foreldr-
ar hennar vom Bjöm Lúðvígsson og Guðrún
Gunnlaugsdóttir, vinnuhjú þar.
Bjöm Lúðvígsson var þá ekkjumaður
kominn til aldurs, 58 ára, hafði áður verið
bóndi í Litladalskoti í Tungusveit 1808 til
1816 og í Efra-Lýtingsstaðakoti 1816 til
1823. Móðurafi Bjöms var Bjöm Gíslason
bóndi á Valabjörgum, sem hafði viðumefni
„halti og harði", nafnkenndur á sinni tíð.
Guðrún móðir Maríu var dóttir Gunnlaugs
Magnússonar og konu hans Ólafar Jóns-
dóttur. Þau bjuggu á Tunguhálsi og Sveins-
stöðum, Gunnlaugur dáinn 1832.
Ekki er hægt að sjá, að María hafi verið
með móður sinni eftir fæðingu, nema þá
eitthvað stutt. Á þessum tíma em manntöl
ekki til nema á fimm ára fresti. Guðrún
móðir Maríu fluttist frá Villinganesi að
Tyrfingsstöðum á Kjálka 1837. A manntali
1840 er María á írafelli skráð tökubam og
enn er hún þar á manntali 1845, en þá
skrifuð hreppsómagi. Árið 1850 er María
komin að Litluhlíð og er skrifað í kirkjubók
„á 16. ári, matvinnungur, les“. 1851 er
María á Breið, en fer þaðan aftur að íra-
felli og er þar til 1854.
Ekki er hægt að álykta annað en María
Bjömsdóttir hafi alizt upp á góðum heimil-
um. Fyrst í Bjamastaðahlíð, þar sem foreldr-
ar hennar vom í vinnumennsku, hjá Guð-
mundi Jónssyni hreppstjóra og fyrri konu
hans Guðríði Jónsdóttir, sem var afbragðs-
kona talin og síðar á Irafelli hjá Ásmundi
Ásmundssyni, er var sonur Ásmundar ríka
á Silfrastöðum. í Litluhlfð var María hjá
Ólafi Guðmundssyni hreppstjóra. Öll vora
þessi heimili ríkisheimili og húsráðendur vel
látið fólk á sinni tíð.
María Og Reykjar-
HÓLS-HANNES
19 ára gömul 1854, fór María burtu úr
Goðdalasókn og réði sig í vinnumennsku
að Grófargili og þar vom henni örlög búin
um sinn. Þetta sama ár réðist vinnumaður
að Grófargili, Hannes, oft nefndur Reykjar-
hóls-Hannes, sonur Hannesar Þorvaldssonar
er lengi bjó á Reykjarhóli og átti mörg böm.
Stefán Jónsson fræðimaður á Höskulds-
stöðum skrifaði þátt um Reykjarhóls-
Hannes er birtist í 2. bindi af ritsafiú hans
er Sögufélag Skagfirðinga gaf út 1985.
Þar segir svo:
„Hannes Hannesson ólst upp hjá foreldr-
um sínum og var fermdur vorið 1831. Segir
prestur um hann við ferminguna í kirkjubók:
„Vel gáfaður til náms og skilnings, rétt vel
að sér í kristindóminum, les mæta vel bæði
skrift og prent; skikkaniegur." Má kalla
þennan vitnisburð prests ágætan um ferm-
ingarbam og líklega fágætan á þeirri tíð.
Ber og mjög saman um þetta almannarómi
og umsögn samtíðar Hannesar, er taldi
hann bráðgreindan og vel að sér, skrifara
ágætan og vel hagorðan.
Sögusagnir segja líka að sæmilega væri
Hannes verkfær til starfa þeirra er í hans
tíð þurfti að vinna á sveitabæjum, laus í ráði
nokkuð, lítið hneigður til fésýslu, en leit
löngum hým auga til kvenna."
Rétt er það, að Hannes þessi leit hým
auga til kvenna. Við ijórar konur var hann
kenndur áður en fundum hans og Maríu
Bjömsdóttir bar saman. Einni þeirra var
hann kvæntur, en hún hljóp frá honum eftir
stuttan tíma og þegar eignum þeirra var
skipt, varð gjaldþrot.
Hannes Hannesson mun hafa verið elztur
af bömum foreldra sinna, Hannesar Þor-
valdssonar og Rósu Jónasdóttir. Hann var
fæddur 1818, en tólf ámm yngri var Guð-
björg systir hans, fædd 1830, móðir Stefáns
G. skálds.
Landsmál lét Hannes til sín taka og var
einn þeirra sem riðu frá Vallalaug norður
að Möðruvöllum í Hörgárdal árið 1849 til
aðafhrópaGrímamtmannJónsson. •
Samvistir þeirra Hannesar og Maríu á
Grófargili leiddu til þess að þau eignuðust
þijú böm saman. Stefán á Höskuldsstöðum
getur þess til, að hreppstjóravaldi hafi verið
beitt til þess að koma í veg fyrir að þau
gengju í hjónaband.
VINNUHJÚ ElGNAST BARN
í vinnumennskunni á Grófargilj eignuðust
þau Hannes og María dóttur; Áslaug var