Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1986, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1986, Blaðsíða 4
Tónlistarhúsið í Colorado Springs, Pikes Peak Center, minnir talsvert á þjóðleikhúsið okkar í ytra útliti, en er gerólikt að innan, enda byggt sem albliða tónlistarhús fyrirsmáa sem stóra konserta, svo og óperu. Hús tónlistarinnar alhliða eða úrelt Aður en langt um líður verður tekin ákvörðun um, hvaða form verður á Húsi tónlistarinnar — hvort byggt verður gamaldags hús fyrir tónleika einvörðungu, eða hvort það verður haft alhliða eins og nú tíðkast víða um heim og getur þá hýst hverskonar tónleika og óperuflutning einnig. Án þeirrar lausnar er varla um rekstrargrundvöll að ræða. EftirJúlíus Vífil Ingvarsson Listahátíð sem hefst í dag verður kunngert hvaða arkitekt hefur unnið samkeppnina um hönnun tónlistarhúss á íslandi. Verður mjög spennandi að heyra þau úrslit og sjá vinnings- tillöguna. Ýmislegt mun þar þó ekki koma á óvart. í leiðbeiningarbæklingi sem sendur var arkitektum þeim sem taka vildu þátt í samkeppninni eru settar ákveðnar reglur um hið fyrirhugaða hús tónlistarinnar. Af þeim er augljóst að óperuflutningur mun ekki skipa háan sess í starfsemi hússins. Meðal annars er ekki gert ráð fyrir leik- tjaldatumi yfir sviði hússins né sviði af fiillkominni stærð og gerð. Eru þetta mistök sem verða ákaflega dýrkeypt verði þau ekki leiðrétt. Hvar sem tónlistarhús era reist á seinni áram era notkunarmöguleikar þeirra nýttir til fulls svo að hús þessi geti orðið virkar miðstöðvar, iðandi af látlausri list- sköpun. Þekking á hljómburði og frelsi í húsagerðarlist hefur aukist gífurlega. Hvort tveggja á að nýta sér við hönnun tónlistar- hússins til að árangur verði sem bestur. HvaðUm Rekstrargrundvöllinn? Það hefur engin þjóð efni á að reisa 350 milljón króna stórbyggingu til að þar verði sinfóníutónleikar tvisvar í mánuði og lítið meira. Því miður er hætta á að „Kröfluvirkj- un tónlistarinnar" muni að óbreyttri stefnu rísa og það mun verða eftir á, svo sem endranær, sem við áttum okkur á að fram- leiðslan, sem í þessu tilfelli verður tónlistin, er langt undir áætlun. Þá hefur þjóðin reist sér gamaldags og reyndar úrelt tónlistarhús, sem er óþörf tímaskekkja. Fáir leggja orð í belg um þetta mál. Trú- lega ræður því misskilin tillitssemi. Menn vilja síður styggja hljóðfæraleikara Sinfón- íuhljómsveitar Islands sem loksins eignast samastað. Auk þess mætti misskilja gagn- rýnin skrif á tónlistarhúsið sem fjandsam- legt níð um þetta framtak og jafnvel tónlist- ina í heild. Þessu er öfugt farið. Fjandmenn listarinnar þegja og grafa þar með listinni gröf. Listvinimir Jón Þórarinsson tónskáld og Sveinn Einarsson leikstjóri m.m. og fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri lýstu því yfir í blaðagreinum í Morgunblaðinu að þeir teldu tónlistarhúsið ekki rísa undir nafni nema í því væri óperastarfsemi. Samtök um byggingu tónlistarhúss og allir þeir sem tónlist unna vilja veg þess húss sem mestan. Ekki aðeins sem fallegs húss í höfuðborginni, heldur miklu frekar að hlutur þess í ísiensku tónlistarlífí verði risafenginn. Samtökin eiga þess vegna að vinna að því að gera tónlistarhúsið að heim- ili óperalistamanna auk heimilis Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Eiga hljóðfæraleikarar og söngvarar enda mikla samleið. Lítill vandi er að breyta þeim teikningum af tónlistar- húsinu sem nú liggja fyrir, að samkeppninni lokinni. Þær era kynningarteikningar sem fullunnar verða á næsta einu og hálfu til tvejmur áram og því tími til stefnu. Áður en tónlistarhúsið rís munu söngvar- ar vonandi hafa hlotið sitt langþráða at- vinnuöryggi. Óperasöngvarar era einu sviðs- listamenn þjóðarinnar sem ekki eiga neina möguleika á að lifa af list sinni. Hefur ísland algjöra sérstöðu meðal Evrópuþjóða að þessu leyti. Tónlistarhúsið _á að vera hluti af framtíð- arsýn óperalífs á íslandi og byggt í samræmi við það. Stærsta von þess felst í því. Það blandast engum hugur um að tónlist- arhúsið á að vera veglegt hús, annað er ekki sæmandi. Fyrst og fremst tónlistarinn- ar vegna, en líka vegna þess að góð tónlist- arhús verða heimsþekkt og era landkynning afbestatagi. Auk þess sem breyta þarf teikningum tónlistarhússins I samráði við óperasöngvara þarf að skoða með hvaða skipulagshætti óperalistamenn eiga að starfa innan hússins. Er það atriði sem ekki á að þurfa að taka langan tíma að vinna. Við úrvinnslu þess verður að hafa í huga þá óperastarfsemi sem fyrir er í landinu. Framtíðarskipulag óperannar hér á landi á að vera framhald núverandi starfsemi, en ekki aðskilin og alls ekki mótvægi. Tónlistarhúsið í Kitchener í Kanada - þverskurður - Hlerartil að loka sviðsturni. Rúllutjöld úr hljóðgleypandi efni eru á veggjum salarins. Loftið í aftari hluta salarins er hannað til að endurkasta hljóði. Geymsla fynr sætaraðir , Svalir. Framhlið þeirra er hönnuð með endurkast tónsins í huga. Stjórnborð fyrir Ijós og hljóð er í salnum. Hljómsveitargryfja, sem minnir á Bayreuth. Hluti sviðsins er lyftugólf og má breyta þeim hluta sviðsins í hljómsveitargryfju. m

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.