Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1986, Blaðsíða 5
Stillanlegir hlerar.
Með þeim má
stjórna endurkasti
tónsins.
Ordway Music Theater
St. Paul, Minnesota
- þverskurður-
Gatað stál, til að
tónninn endurkast-
ist ekki á því.
Trégrindur fyrir
ósléttum gifspúss-
uðum vegg.
Hljómsveitargryfjan.i
Hluti sviðsins er r
lyftugólf og má.
breyta þeim hljta
sviðsins í hljómsveit-
argryfju.
Upptökuherbergi
Salurinn 1 tónlistarhúsinu í Kitchener í Kanada, sem er alhliða tónlistarhús í nútíma-
legum stíl og þykir hafa tekizt mjög vel. Hljómburðinum er hægt að breyta, m.a.
með loftplötunum, sem sjást & myndinni, eftir þvi hvort ópera er flutt, eða hljóm-
leikar eru íhúsinu.
í Kitchener Ontario. Það tónlistarhús er
heimili Kitchener Waterloo-sinfóníuhljóm-
sveitarinnar.
Lögun salar Centre in the Square er
sniðin eftir Musikverein-salnum í Vínarborg,
sem er einn besti tónleikasalur í heimi. Það
sama er gert í tónlistarhúsi okkar og er það
skynsamlegt. Hljómburði í Centre in the
Square er stjómað með aðferð sem kenna
má við rúllugluggatjöld. Endurkaststíma
tónsins er stjómað með gljúpum dúkum sem
renna má upp og niður eftir veggjum salar-
ins. Þessi aðferð er einföld, ódýr og árang-
ursrík. í sama tilgangi má stjóma loft-
hæðinni á stómm hluta salarins, Er það
einnig mjög einfalt. Búnaður sem þessi er
nauðsynlegur þegar nota á tónlistarhús tii
ólíkra hluta.
Verður ekki meira fjallað um þessi hús
hér. Þverskurðarmyndir þeirra segja mikið.
Um þetta er þó fjallað stuttlega til að
undirstrika að stærri þjóðir en íslendingar
vilja ekki eða treysta sér ekki til að ráðast
í byggingu stórhýsa af þessu tagi nema að
nýta þau til fulls.
Það er tímabært að fram fari opin um-
ræða um tónlistarhúsið. Hástemmdar yfir-
lýsingar um nauðsyn byggingar þessarar
teijast ekki til gagnlegrar umræðu um nýt-
TVÖMERKILEG
TÓNLISTARHÚS
Tímaritið Architectural Record er fagrit
um húsagerðarlist. Á síðustu fimm áram
hefur tímarit þetta fjallað um ijögur ný-
byggð tónlistarhús í Vesturheimi. Hér er
lítillega fjallað um tvö þeirra, en þau era
um margt merkileg og rétt að skoða þau
með tónlistarhúsið okkar í huga.
Ordway Music Theatre í St. Paul í Minne-
sota er hvað athyglisverðast í þessu sam-
hengi. Er það m.a. vegna þess að það er
heimili St. Paul Chamber Orchestra, the
Minnesota Opera og the Schubert Club, sem
skipuleggur og fjármagnar einleiks- og
einsöngstónleika. í þessu tónlistarhúsi verða
einnig kórtónleikar, leikrit, söngieikir, ball-
ettsýningar og jass- og popptónleikar. Auk
þess mun the Minnesota Orchestra halda
20 tónleika í húsinu í vetur.
Sviðið í þessu húsi er stórskemmtilega
útfært. Því er hægt að breyta á marga vegu
og jafnframt má ráða stærð hljómsveitar-
gryijunnar. Gólfið undir fremstu sætaröðum
áhorfendasalarins er á tjökkum og má lækka
það niður um eina hæð. Sætaraðimar á
þessari gólflyftu er síðan hægt að keyra í
geymslu undir áhorfendabekkjunum. Er þá
lyftugóifíð, nú einni hæð undir gólfí áhorf-
endasalarins og sætalaust, orðið að gólfí
hljómsveitargryQunnar. Ef stækka þarf
sviðið er að hiuta farin sama ieið. Gólflyftan
er iækkuð um eina hæð og sætaraðimar
keyrðar af í geymsluna. Síðan er lyftan
hækkuð þar til gólf hennar er jafnhátt sviðs-
gólfínu. Með því að skipta gólflyftunni í
sjálfstæða reiti má fá út ótal möguleika.
Þau ijögur hús sem nefnt var að fjallað
væri um í Architectural Record hafa öll
gólflyftutækni þessa.
Til að auka fjölbreytilega notkun Ordway
Theatre er sviðsmynd sú sem notuð er á
tónleikum flutt fram og til baka á loftpúðum.
Þegar ekki þarf að nota sviðsmynd þessa
Séð yfir salinn og inn á sviðið í Ordway Music Theater í St. Paul í Minnesota.
Þetta er alhliða hús, sem hægt er að gera geysilega víðtækar breytingar á, en í
útlitinu hafa arkitektamir Benjamin Thompson & Associates haldið sig við gamal-
kunna formúlu.
er hún geymd í heilu lagi aftast á sviðinu.
Má þannig breyta Ordway Theatre í tón-
leikasal á fáeinum mínútum. Tónleikasviðs-
myndin er auðvitað fyrst og fremst hönnuð
með hljómburð í huga.
Hijómburðinum
ErStjórnað
Annað hús sem athyglisvert er í tengslum
við tóniistarhúsið er Centre in the Square
ingu þess og innra skipulag. Það er þó
aðalatriði, nú þegar tekin hefur verið
ákvörðun um að reisa hús tónlistarinnar.
Ákafinn einn, svo nauðsynlegur sem hann
er, má ekki ráða ferðinni. Hjá því verður
ekki komist að taka inn í umrseðuna hina
bágbornu stöðu óperusöngvara á íslandi.
Höfundur er formaður óperudeiidar Félags
íslenskra ieikara, sem er stéttar- og hags-
munafélag óperusöngvara.
Kristín Ómarsdóttir
Hvít
Ijósaskipti
Það eru engar stjömur
Himinninn galtómur
Tæmdistígær
Éggeng með regnhlíf
á íssléttrijörð úrplasti
enginn skuggi
áfram einn áfram tveir
Og það fjúka kom
íþurraugu mín
áfram þríráfram ffórir
Það eru engar hæðir
barahvíttryk
hvíttmý
Éggeng með regnhlíf
skrefíþögn
áfram einn
þangað
áfram tveir
íátt til
þín sem átt ekkert
handa mér
Kristín Ómarsdóttir vann 1. verðlaun í ein-
þáttungakeppni Þjóðleikhússins sl. vetur.
Hún býr í Kaupmannahöfn.
Guðbergur
Aðalsteinsson
Vorljóð
Vorið er komið í bæinn
góðan daginn
með nefrennsli ogkvef
eins og vanalega
stórhættulegt í umferðinni
ígömlu strigaskónum
fráífyrra
oghittifyrra
oghitti- hittifyrra
fullt afbjartsýni
þráttfyrir
allt
Lóa með brenglað tímaskyn
skýstfyrirhorn
fjölmiðlamir þenja út brjóstið
ogsyngja: dirrin dí
Guðbergur Aöalsteinsson er rithöfundur
og býr á Vatnsleysuströnd,
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 31. MAl 1986 5