Lesbók Morgunblaðsins - 31.05.1986, Blaðsíða 2
H
I
L
S
A
E
Um líffræðilega eiginleika
þessa efnis, sem
nauðsynlegt er til þess að
halda heilsu, ener
jafnframt eitt af
eitruðustu frumefnunum
Eftir Stefán
Niclas Stefánsson
Fái Ukaminn ekki nægilegt magn af selen, er hætta & skortseinkennum. Ótrúlega
marga sjúkdóma má rekja til skorts á selen.
SNEFILEFNIÐ
, SELEN
Arið 1817 var frumefnið
selen uppgötvað af
Svíanum Jöns Jacob
Berzelius (1779-1848).
Aðeins 6x10 6 % af jarð-
skorpunni er selen, og
er því mjög misdreift um
jörðina. Þannig er jarðvegur í vissum fylkj-
um Bandaríkjanna mjög selen-ríkur, en afar
selen-snauður í öðrum fylkjum. í Skandinav-
íu er jarðvegurinn mjög snauður af selen.
Það var ekki fyrr en árið 1957, að full
vissa fékkst fyrir því, að málmleysinginn
selen er mikilvægt snefilefni, jafnt fyrir
menn sem dýr. En snefilefni eru frumefni,
sem líkaminn þarfnast daglega, í örlitlu
magni. Magn þessara efiia í fæðu er einnig
lítið. Fái líkaminn ekki nægjanlegt magn
snefilefna, er hætta á skortseinkennum. Af
öðrum snefilefnum má t.d. nefna kóbalt,
króm, kopar, molybden, kísil, zink, joð, flúor
og jám. Selen reyndist í senn vera nauðsyn-
legt snefilefni, jafnframt því að vera eitt
af eitruðustu fhimefnunum. Það sýndi sig
að ýmsir sjúkdómar, svo sem vöðvaiýmun
beinagrindarvöðva, nýma- oglifrarskemmd-
ir, hjartavöðvarýmum af völdum hyalín-
niðurt>rots í vöðvatrefjum (dystrophic cal-
cification), taugaskemmdir og treflamyndun
í briskirtli (pancreatic fibrosis) stöfuðu bein-
línis af selen-skorti. Einnig reyndist of hár
blóðþrýstingur í vissum fylkjum eiga rót sína
að rekja til selen-skorts. Flestum þessara
sjúkdóma má að visu halda í skefjum með
E-vítamíni, að undanskildri treflamyndun í
briskirtli, sem einvörðungu stafar af selen-
skorti.
Selen hefur einnig mikilvægu hlutverki
að gegna sem dýralyf. Það er notað til að
lækna og meðhöndla vöðvarýmun í beina-
grindarvöðvum, s.k. hvítvöðvaveiki (white
muscle disease), hjartavöðvaiýmun (mic-
roangiopathy) og „lifrar-dystrofi“ í svínum,
kálfum og Iömbum. Einnig er selen gefíð
við ákveðnum heilasjúkdómi (encephalo-
malaci) í kjúklingum. Selen má gefa, ýmist
eitt sér eða með E-vítamíni. Bæði efnin
vinna saman að þvf að vemda líkamann
gegn skaðlegum áhrifum súrefnis. Oftast
er selen gefið sem natríumselenít eða natr-
íumselenat, en einnig tengt lífrænum efna-
samböndum.
SINDUREFNI
Árið 1972 komust menn að því að selen
er hluti af lífsnauðsynlegu enzymi er kallast
glutathionperoxidasi. Hvert mólekúl af
glutathionpreoxidasa inniheldur §ögur sel-
enatóm. Þetta enzym breytir skaðlegum líp-
íðperoxíðum, er myndast við efnaskipti fjöló-
mettaðrar fitu i skaðlausa alkóhóla. Enzy-
mið notar efnasambandið glutathion, til að
breyta lípíðperoxíðunum. Peroxíðin eru mjög
óstöðug og geta auðveldlega klofnað og
myndað svokallaða radíkala, öðm naftii
sindureftii. Sindurefni cru efnisbrot sem
myndast við sundmn annarra efna. Þetta á
sér einmitt stað við þránun fjölómettaðrar
fitu. Það er því mjög mikilvægt að peroxíð-
unum sé eytt, áður en þau ná að mynda
sindurefni. E-vítamín dregur einnig úr þrán-
unarhraða ómettaðrar fitu og er því þráa-
vamarefni. Það kemur fyrir í ríkum mæli
í jurtaolíum og bætir þar með geymsluþol
þeirra. Fiskolíur innihalda hins vegar minna
magn af E-vítamíni. E-vítamín og selan
auka einnig stöðugleika A- og C-vítamíns
og amínósýranna cysteins og methioníns.
Ennfremur ver selen prótein gegn oxun,
þ.e. skemmdum af völdum súrefiiis, og er
talið að enzymið glutathioperoxidasi gegni
því hlutverki.
Veiði skortur á fyirnefndu enzymi í rauðu
blóðkomunum, mynda blóðflögumar kekki
og hætta á blóðtappamyndun eykst, enda
hefur mesta selen-magn hjá manninum
mælst í blóðflögum og skjaldkirtli. Gluta-
thionperoxidasi tekur auk þess ríkan þátt í
eftiaskiptum prostaglandína.
Þar að auki safnast selen í lifur, nýru
og briskirtil. Selen kemur einnig fyrir í sjónu
augans. Staflaga hlutar sjónunnar skynja
birtustyrk, og eru notaðir til sjónskynjunar
í lítilli birtu. í ysta lagi stafanna hefur
glutathionperoxidasi fundist í örlitlu magni.
Komið hefur í Ijós að dýr sem hafa góða
sjón hafa u.þ.b. 100 sinnum meira selen í
sjónunni en þau sem sjá illa. Ef til vill er
það vegna þess að selen eykur stöðugleika
A-vítamíns, eins og ég gat um hér áðan.
En eins og flestum er kunnugt, gegnir
A-vítamín mjög mikilvægu hlutverki fyrir
sjónina.
HJARTAÐ Þarf Selen
Því meiri áreynslu sem hjartavöðvinn
verður fyrir, þeim mun meiri þörf er fyrir
selen, til að veijast frumuskemmdun, én
ýmis hrömunareinkenni eru einmitt talin
stafa af þránun viðkvæmra vefja. Á vissum
svæðum í Finnlandi þar sem selen-magnið
í jarðvegi er mjög lítið, hafa menn veitt
ví athygli að tíðni hjartaáfalla er afar há.
héraði nokkm í Kína þar sem lægstu
selengildi hafa mælst í jarðvegi, kom upp
sérkennilegur hjartasjúkdómur á ámnum
1973—1974, er einkum lagðist á böm. Sjúk-
dómurinn var nefndur Keshan-veikin eftir
héraðinu, þar sem veikinnar varð fyrst vart.
Veikin olli hjartavöðvarýmun sem dró helm-
ing bamanna til dauða og flest þau er eftir
lifðu, hlutu varanlega örorku. Nú fá yfir
700.000 böm á þessu svæði natríum selenít
vikulega og sjúkdómurinn er úr sögunni.
Selen er einnig hluti af ónæmiskerfinu
og kemur auk þess fyrir sem selen-innihald-
andi prótein í vöðvum, s.k. selen-prótein.
Greinilegt samband hefur og fundist milli
selens og sjúkdómsins MS eða heila- og
mænusiggs. Þar sem lítið selen-magn er í
jarðvegi er tíðni MS há. Að vísu verður að
hafa í huga að fleiri þættir em taldir hafa
hér áhrif. En það hefur löngum vakið at-
hygli hve tíðni MS er breytileg eftir land-
fræðilegri legu.
Hið umdeilda fyrirbrigði „oral galvan-
ismi“ lýsir sér sem eitmnareinkenni, er
koma fram hjá mörgum sem hafa svokallað-
ar amalgam-tannfyllingar, en þær innihalda
kvikasilfur. Dr. Erland Johannsson og Ulf
Lindh dósent við Gustaf Wemers-stofnunina
í Uppsölum, hafa í samvinnu við tannlækna,
rannsakað þetta fyrirbrigði um nokkurra
ára skeið. Þeir komust að þeirri niðurstöðu
að magn kvikasilfurs í hvítum og rauðum
blóðkomum þeirra, er þijáðst höfðu af „oral
galvanisma", minnkaði vemlega eftir selen-
gjöf og sjúkdómseinkennin hurfu. Ástæðan
var sú að selen gat bundist kvikasilfrinu,
sem úr tannfyllingunum kom og gert það
óvirkt. Selen getur einnig dregið úr eitur-
áhrifum annarra þungra málma, svo sem
kadmíums og blýs. Sé selen gefið með
þessum málmum, getur það meira að segja
afstýrt áhrifum banvænna skammta þeirra,
í tilraunadýrum. Þetta á við um kvikasilfur,
hvort sem það kemur fyrir sem ólifrænt
salt eða lífrænt efnasamband, t.d. metyl-
kvikasilfur.
Selen Og Krabbamein
Á svæðum þar sem nægjanlegt selen-
magn kemur fyrir í jarðvegi og fæðu, hafa
rannsóknir leitt í ljós áberandi lægri tíðni
krabbameins. Hjá krabbameinssjúklingum
hafa selen- og glutathionperoxídasagildi í
blóðvökva mælst lág. Á þetta einkum við
um krabbamein í bijósti, ristli og brisi. Hjá
spendýrum hefur komið í ljós að selen dregur
verulega úr áhrifum krabbameinsvaldandi
efna.
Nýlegar rannsoknir benda til þess að selen
geti dregið úr skaðlegum áhrifum fúkalyfs-
ins gentamycíns á nýmastarfsemi, m.a.
vegna þess að það eykur stöðugleika líf-
fræðilegra himna. Þetta leiðir til minni út-
skilnaðar próteina, úr leysikomum (Iyso-
somes) og hvatberum (mitochondria) í þvagi.
Helstu fæðutegundir, er innihalda selen
em: Sjávarafurðir, kjöt, hvítlaukur, gróft
kom og vissar sveppategundir. Nýting sel-
ens úr meltingarvegi er góð, og er dagleg
selen-þörf líkamans talin liggja á bilinu
50—200 míkrógrömm. Þeir sem aukna þörf
hafa fyrir selen em:
) Þeir sem em í megmn.
2) Þeir sem drekka mikið áfengi og tapa
þar með miklu magni snefilefna, elektro-
lýta og vatnsleysanlegra vítamína.
3) Sykursýkissjúklingar, en þeir tapa einn-
ig miklu vökvamagni úr líkamanum.
4) Þeirsemfengiðhafahjartaáfall.
5) Krabbameinssjúklingar, sem gangast
undir geislameðferð og meðhöndlaðir em
með krabbameinslyflum.
6) Svo og sjúklingar sem þurfa að fá
næringu í æð í lengri tíma.
Fæst í TÖFLUFORMI
Selen hefur verið mjög til umræðu víðast
hvar erlendis á undanfömum ámm og hafa
mörg dagblöð og tímarit birt greinar um
þessar athyglisverðu niðurstöður síðustu
rannsókna á þessu merka frumefni. Stutt
er síðan farið var að selja vítamíntöflur hér
á landi, sem innihalda snefilefnið selen, en
slíkar töflur hafa um árabil verið á markaði
erlendis.
Enginn skyldi þó ætla eftir lestur þessarar
greinar, að selen sé eitthvert undralyf, sem
sé ömgg vöm gegn krabbameini og hjarta-
sjúkdómum. Selen er aðeins eitt af mörgum
snefilefnum sem líkamanum em nauðsyn-
leg, í örlitlu magni, til þess að hann geti
starfað eðlilega. Of stórir skammtar af selen
eða eftiasamböndum þess, valda hins vegar
selen-eitmn, er lýst getur sér sem hárlos,
ljósfælni, skemmdir á lifur, nýmm, melting-
arfærum, hjarta og lungum.
Ég hef í þessari grein leitast við að varpa
ljósi á þýðingu selens fyrir lfkamann og
greint frá því helsta sem í dag er vitað um
þetta snefilefni, en umfangsmiklar rann-
sóknir á líffræðilegum eiginleikum þess fara
nú fram víða um heim. Það er því ekki ólík-
legt að þekking okkar á hlutverki selens í
líkamanum eigi eftir að aukast á komandi
ámm.
NOKKRAR HEIMILDIR
— Hagers Handbuch Der Pharmazeutischen
Praxis, VI. Band (363-365), 1977.
— Prevention of Keshan cardiomyopathy by sodium
selenite. Nutrition Reviews 38:278—279,1980.
— Selenium-eontaining glutathione peroxidase: Its
synthesis and function in arachidonate metabolism.
Nutrition Revicws 39.21—23,1981.
— Ngaha, E.O., Ogunleye, I.O. & Madusolumuo, M.A.
Protection by selenium against gentamicin-induced
acute renal damage in rat. J. Biochem. 96,
831-837,1984.
— Baker SS, Lerman RH, Krey SH, Crocker KS;
Hirsh EF & Cohen H: Selenium deciciency with
total parenteral nutrition. Am J Clin Nutr 1983;
38:769-774.
— Bunce, G.E. Nutrition and cataract. Nutrition
Reviews 37:337-842,1979.
— Dutta SK, Miller PA. Greenberg LB & Levander
OA. Selenium and acute alcoholism. Am J Clin
Nutr 1983:38:713-718.
Stefán Niclas Stefánsson er lyfjafræðingur.