Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1986, Blaðsíða 14
 Islendingabók og kerfið á íslandi M Eftir Bjorn Þorsteinsson eginkjarni íslendingabókar var hinn sami í báðum gerðum. í hinni varðveittu greinir frá upphafí landsbyggðar, minnst er á papa og norrænan mann, Ingólf, sem sannlega byggði suður í Reyígavík um 870. Ari til- greinir engan heimildarmann að^ frásögn sinni um papa, en segir að þeir foru síðan á braut, af því að „þeir fóru síðan á braut, af því að þeir vildu eigi vera hér við heiðna menn, og létu eftir bækur írskar og bjöllur og bagla. Af því mátti skilja að þeir voru menn írskir". Þetta er lærður heimildarlaus tilbúningur. Um daga Ara hafa menn velt ákaft fyrir sér, hverjir hafi fyrstir fundið landið, en gripu þá í skottið á skugganum, af þvf að atburðirnir gerðust einum 250 árum áður og urðu ekki rifjaðir upp. Sæmundur fróði í Odda hefur ritað um fund íslands og talið að færeyskur maður, Nadd- oddur, hafi hrakist hingað fyrstur. Sæmundi virðist með öllu ókunnugt um brautryðj- endaverk papa, og sama er að segja um norska rithöfunda, sem skrifuðu um fund landsins seint á 12. öld. Historia Norvegiæ telur Garðar fyrstan á ferð, en Historia de antiquitate eftir Þjóðrek munk, segir það hafa verið sæhrakta kaupmenn ónafn- greinda, en getur síðar um kristna íra. Af frásögnum um fund landsins virðist ljóst, að um 1100 hafi menn ekki haft hugmynd um landfundarmanninn, nema Sæmundur fróði hefur heyrt sagnir um Naddodd, sem hrakti til Austfjarða af leið frá Færeyjum til Noregs. Annarsfjallar íslendingabók einkum um kerfiö á íslandi: landnámið, lögskipanina, byggð á Grænlandi, kristnitökuna, sem er kjarnaefni bókarinnar, skipan kirkjunnar og síðast en ekki síst, tímatal. Skipting landsins í fjórðunga til saksókna, segir Ari að hafi orðið eftir mikla þingdeilu milli Þórðar gellis Ólafssonar feilans og Tungu-Odds Önundarsonar úr Reykholtsdal. Þá eiga þrjú vorþing að hafa orðið í hverjum fjórðungi nema 4 í Norðlendingafjórðungi, „og skyldu þingunautar eiga hvar saksóknir saman". Athyglisvert er að mörkin milli Sunnlendinga- og Vestfirðingafjórðungs lágu um Hvítá í Borgarfirði, og skiptu þau héraðinu milli Mýramanna og Borgfirðinga. Samkvæmt sýsluskipan konungsvaldsins seint á 13. öld urðu mörkin um Hvalfjörð, en þar voru að sumu leyti eðlilegri héraða- mörk en um Hvítá, eftir að Þingvöllur var ekki lengur höfuðstaður íslendinga og æðsta stjórnvald ekki lengur innlent heldur sest að í Björgvin, sem var höfuðborg íslands ognorskaríkisinstil 14.00. Margt bendir til þess að upphafs þinga- skipanarinnar sé að leita í landnámi Ingólfs og sunnan Hvítár. Ketilbjörn Ketilsson land- námsmaður á Mosfelli á að hafa komið út seint á landnámstíð, verið tengdasonur Þórðar skeggja á Skeggjastöðum í Mosfells- sveit og numið uppsveitir Árnesþings. Forn- leifarannsóknir benda m.a. til þess að strendur Faxaflóa hafi byggst snemma, og þar hafi menn komið á nokkurri reglu og efnt til einhvers konar lögskipunar og þing- halds um eða fyrir 900. Um uppsveitir Ár- nesþings hafa löngum legið helstu leiðir milli landsfjórðunga, og þar voru bæði Þingvöllur og Skálholt. Landgæðum og samgöngum var þannig háttað, að kjarna- héruð til stjómsýslu á íslandi lágu suðvestan lands. Þessari staðreynd varð ekki breytt, þótt einstakir höfðingjar í öðrum héruðum yrðu allvoldugir um stundarsakir. íslenskt samfélag var fátækt og stóð hvorki undir mikilli virkjagerð né hersetu. Hér hafa nær engir fjársjóðir fundist í jörðu og engar byggingar frá miðöldum hafa varðveist. Fátækt og varnarleysi var aðalvörn íslend- inga. Miðaldaauður þeirra var fólginn í jarðeignum, handritum og íslendingabók geymir elsta frumsaminn texta í óbundnu máli. „Stjórnmálaskörungar Islendingabókar eru enn í dag lýsandi dæmi um stjórnvizku. Þá fyrirmynd gaf Islendingum Ari prestur Þorgilsson á Stað á Ölduhrygg, sem verður hér snjallastur sagnfræðinga meðan íslanderbyggt" BOÐSKAPURISLEND- INGABÓKAR Ari prestur Þorgilsson hafði mikinn boð- skap að flytja þjóð sinni, og hann gerði það á þann hátt að menn námu og til varð nýtt bókmenntamál í Evrópu og ný bókmennta- þjóð gædd nýrri reynslu og söguskyni. Sagt er að Ari hafi ekkí verið listfengur rithöfund- ur. Hann hefur þó dregið upp sígildar myndir af atburðum, myndir, sem eiga eftir að lifa fyrir hugskotssjónum ókominna kynslóða þessa lands. „Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn." Þannig lýkur Ari fróði beinum tilvitnun- um í ræðu Þorgeirs Ljósvetningagoða á alþingi, þegar kristni var lögtekin. Þetta var boðskapur kristinnar kirkju og Skálhyltinga, Gissurar biskups og ættmenna hans til Is- lendinga, boðskapur íslendingabókar. Eflaust hafa verið fiuttar merkilegar ræður á kristnitökuþinginu, en þá voru menn ekki skriftlærðir; svo að óvíst er hvað menn vissu með sannindum um þau ræðuhöld rúmlega hundrað árum síðar. Spakir menn og friðsamir voru hugsjón Ara fróða og Skálhyltinga. Gissuri biskupi var mikið hagsmunamál að ísland héldist sem ein lögsaga. Héraðarígur var mikill, og hverju voru Norðlendingar bættari, þótt þeir greiddu sórfé í tíundir suður í Skálholt? Stjórnmálaskörungar íslendingabókar, frið- flytjendurnir Þorgeir á Ljósavatni og Gissur biskup eignuðust í íslenskum bókmenntum afkomendurna: Áskel goða, Njál á Bergþórs- hvoli og marga aðra. Friðarboðskapur kristninnar er meginefhi ágætustu bók- mennta okkar fornra og stendur rótum í „guðs friðar hreyfingu" 11. aldar eins og hún birtist í íslendingabók. Til Ara er að leita upphafs Landnámu, konungasagna og norskrar sögu. Friðarhjal konungsvaldsins leiddi til þess að íslendingar hylltu Hákon gamla gegn því að konungur „skal láta oss ná friði og íslenskum lögum", eins og segir í Gamla sáttmála, frelsisskrá íslenskra bændahöfðingja, undan stjórnleysi goða- valdsins. Stjórnmálaskörungar íslendinga- bókar eru enn í dag lýsandi dæmi um stjórn- visku. Þá fyrirmynd gaf íslendingum Ari prestur Þorgilsson á Stað á Ölduhrygg, sem verður hér snjallastur sagnfræðinga meðan ísland er byggt. HEIMILDAMENN í íslendingabók nefnir Ari 9 heimilda- menn sína og eru dánarár 7 þeirra kunn, en af þeim má ráða nokkuð um samstarf þeirra Ara. HallurÞórarinsson í'Haukadal d. 1090. Markús Skeggjason lögsögumaður d. 1107. Teitur prestur Isleifsson biskups, d. 1110 eða 1111. ÞuríðurSnorradóttirgoðad. 1112. Úlfheðinn Gunnarsson lögsögumaður d. 1116. Gissur ísleifsson biskupd. 1118. Sæmundur fróði Sigfússon, prestur í Odda, d. 1133. HallUr Órækjuson d. ? Þorkell Gellisson d. ? Þetta fólk aðstoðaði Ara við að rifja upp fortíð íslendinga og rita drög að sögu þeirra. Áður eru greind ummæli hans um Þuríði, dóttur Snorra goða, og Hallur í Haukadal var minnugur og ólyginn og mundi, þegar Þangbrandur skírði hann þrevetran. Svo virðist sem Ari hafi ekki haft við að trúa, þegar Hallur sagði frá. Þorkell, föðurbróðir Ara, sagði honum tíðindi af landnámi á Grænlandi eftir manni þar vestra," er sjálfur fylgdi Eiríki rauða út", eins og hann kemst að orði. Þannig rekur Ari stundum heimildir sínar aftur á 10. öld. Þegar Ari semur íslendingabók eftir 1122, voru 6 af fyrrgreindum heimilda- mönnum hans látnir, og sumir fyrir áratug- um. Þá hafa hvorki Teitur né Markús sagt honum nein tíðindi, en Ari hefur hafíð fræðistörf sín miklu fyrr og ritað eftir frá- sögn spakra manna um landnám og tímatal, og sumir af heimildamönnum hans hafa víslega látið eftir sig ritaðar heimildir. Teitur ísleifsson hefur e.t.v. skráð fróðleik, sem Ari hefur unnið úr, og Lögsögumannatal Markúsar Skeggjasonar, mun einnig hafa komið honum að góðum notum. rlthöfundurinn markús Skeggjason Eftir Markúsi Skeggjasyni segist Ari skrifa „ævi allra lögsögumanna á bók þessi, þeirra er voru fyrir vort minni, en honum sagði Þórarinn, bróðir hans, og Skeggi, faðir þeirra, og fleiri spakir menn til þeirra ævi, er fyrir hans minni voru að því er Bjarni hinn spaki hafði sagt föður faðir þeirra, er mundi Þórarin lögsögumann og sex aðra síðan". Markús mun fæddur fyrir miðja 11. öld. Hann hefur verið lærður maður og látið eftir sig skráðan fróðleik og greint heimilda- menn eins og Ari, sem reisir tímatal sitt að verulegu leyti á lögsögumannatali hans. Erlends voru konungaævir kjarninn í sögu ríkja. Moregskonungatal Sæmundar fróða hefur sennilega talið fursta í Noregi frá því um 900 og fram undir miðja 11. öld, ríkisstjórnarár þeirra og einstaka atburði, sem þá gerðust. Á sama hátt hefur Markús Skeggjason talið lögsögumenn og lögsögu- sumur þeirra fyrir sinn dag, því að ríkis- furstann skorti á íslandi. Annars hefur Markúsar hingað til einkum verið getið sem skálds, en eftir hann er drápa um Eirík góða Danakonung. Kvæðið mun ort skömmu eftir lát konungs 1103, og líklega sent Nikulási konungi, bróður Eiríks, með Jóni Ögmundarsyni, þegar hann hélt til vígslu 1105 til Lundar í Danmörku. Kvæðið er dýrðaróður um Eirík konung, stofnanda erkistólsins í Lundi, og aðal- heimild um sögu hans. Eiríksdrápa er í raun fyrsta konungasaga íslendinga. Þótt margar konungadrápur þeirra teljist eldri, eru þær innihaldsrýr skrúðmælgi, en Markús rekur helstu atburði í stjórnartíð Eiríks góða í kvæði sínu. Stofnun erkistólsins var stór- pólitískur atburður í sögu danska ríkisins; það skildu fyrstu íslensku sagnfræðingarnir glöggt og hafa þegið gistivináttu fyrir. Helgi Ólafs konungs Haraldssonar var Danakonungum ekki að skapi, því að þeir kepptu að konungdómi í Noregi. Af þeim sökum heitir Ólafur jafnan hinn digri hjá Ara Þorgilssyni. Eiríksdrápa og lögsögumannatal Markús- ar Skeggjasonar eru elstu sögurit, sem kunnugt er að hafi orðið til hérlendis, en drápan er einkum varðveitt í Knytlingasögu frá miðri 13. öld og lögsögumannatalið í frásögn Ara. Það hefur oft gleymst að geta þess að margir íslendingar voru læsir og skrifandi um miðja 11. öld. KonungaÆvi í formála Heimskringlu segir Snorri m.a.: „Hann (Ari fróði) tók þar og við mörg önnur dæmi, bæði konunga ævi í Noregi, og Danmörku og svo á Englandi eða enn stór- tíðindi, er gerst höfðu hér á landi, og þykir mér hans sögn öll merkilegust... Hann ritaði sem hann sjálfur segir, ævi Noregs- konunga eftir sögn Odds Kolssonar, Halls- sonar af Síðu, en Oddur nam af Þorgeiri afráðskoll, þeim manni, er vitur var og svo gamall, að hann bjó þá í Niðarnesi, er Hákon jarl hinn ríki var drepinn (995)... Teitur, sonur ísleifs biskups, var með Halli í Haukadal að fóstri og bjó þar síðan. Hann lærði Ara prest, og marga fræði sagði hann honum, þá er Ari ritaði síðan. Ari nam og marga fræði af Þuríði, dóttur Snorra goða. Hún var spök að viti. Hún mundi Snorra, föður sinn, en hann var þá nær hálffertugur, er kristni komá ísland, en andaðist einum vetri eftir fall Ólafs konungs hins helga" (Heimskringla, Prologus). Hér fellir uppeldissonur Oddaverja harðan dóm um konunga ævi Sæmundar fróða, sem honum hefur væntanlega þótt ómerkileg. Engin óvefengjanleg heimild fínnst fyrir því, að Ari hafi skrifað sérstaka bók um konungasögur, en að sögn Snorra hefur hann gert því efni talsverð skil í íslendinga bók eldri; einkum hefur honum verið tíðrætt um Noregs konunga. Þessi konungaævi Ara hefur væntanlega greint frá ríkisstjórnarár- um konunga og merkisatburðum, sem þá urðu, og skýrt hefur verið frá heimildamönn- um og hvaðan þeir höfðu fróðleik sinn. Hér hefur verið um að ræða'grundvallarfróðleik norrænnar sögu, sem Sæmundi fróða hefur væntanlega þótt fyrirferðarmikill í bók ís- lendinga. Áttartalu, þ.e. ættartölu, álitu ritskoð- endur íslendingabókar ofaukið, svo að Ari felldi hana niður. Menn hafa talið að orðið væri „notað sem safnheiti í formála Ara og táknaði fleiri ættartölur en eina. e.t.v. sér- stakan kafla, þar sem raktar hafa verið ýmsar ættir". Ari var starfsmaður Skál- hyltinga, og eðlilegt að hann gerði ætt þeirra góð skil í bók sinni. Þeir höfðu leitt kristni og kirkju til öndvegis I landinu. Sæmundi fróða og Katli biskupi hefur lík- lega þótt sú ættartala óþörf ein sér. Ef merking orðsins er safnheiti fyrir ættfræði, þá hefur ættarmetnaður verið svo ríkur í landinu að einstökum fræðimönnum hefur veist erfitt að gera svo öllum líkaði og þótt affarasælast að fella hana niður, enda var til orðið sérstakt rit um ættir íslendinga og hvernig jarðeignir hófust í landinu. Höfundur er þjóðkunnur sagnfræðingur. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.