Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 3
i.iaawr B @ Sl @ [y] ® ® B H ® ® [E @ ® Útgefandi: Hf. Arvakur. Reyicjavik. Framkvstj.: Haratdur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Bjöm Bjamason. Ritstjómarfulltr.: Gislí Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjóm: Aðalstrœti 6. Simi 691100. Forsíðan er málverk eftir Eirík Smith frá 1948 og heitir „Kaffikerlingin". Eigendur: HildurKristins- dóttir og Gunnar Þorleifsson, Fögrubrekku 47, Kópavogi. Myndin er birt ítilefni af grein um kaffihætti íslendinga. Kaffisopinn hefur lengi yljað landsmönnum, — hvernig fóru þeir að 'aður en það kom til sögu? Hall- gerður Gísladóttir þjóðháttafræðingur hefur tekið saman ýmsa fróðleiksmola um kaffi og kaffihætti Islendinga, einkum fyrr á árum, þegar reynt var að kaupa „sitt pundið af hvoru" þótt efnin leyfðu engan munað. Jómsvíkingar háðu orrustu sem kennd er við þá síðan fyrir 1.000 árum í Hjörungavogi í Noregi. Heima- menn minnast bardagans með hátíð, sem nú stendur yfir, en Lesbók birtir af þessu tilefni nokkra kafla úr Heimskringlu, þar sem segir frá bardaganum. Madrid er heimsborg með um 5 milljónir íbúa og þar er margt að sjá. Þangað fóru á dögunum sjö íslenskar konur til að hressa upp á spænsku- kunnáttu sína með mánaðardvöl, þar sem búið var inni á heimilum og kostur að kynnast lífsháttum fólks. Frá þessu segir Ellý Vilhjálms sem var einn þátttakenda í þessari námsför. ’86 Skýin eru skuggar í kjarri (þannig kemur sólin íheimsókn) vitjarhuga míns þessiborg sem erblys á himni. Matthías Johannessen Þjóð með taugatitring Aíslandi er sú staðreynd sem betur fer á almennu vitorði, að við séum ein- stæð gáfumannaþjóð; afkomendur norrænna herkonunga og Egils Skallagrímssonar, sem bjargaði höfði sinu með skáldskap. Við erum ekki aðeins langlífust, heldur getum við teflt fram ungfrú, sem varð bara númer tvö í fegurðarsamkeppni hér og að sjálfsögðu varð hún Miss World. En þótt við séum almennt falleg, þá er það umfram allt á gáfnasviðinu, sem þjóðin ber af og þarf ekkert að miða við mannfjölda í því efni. Aður fyrr var hagyrðingur á öðrum hvetjum bæ, svona til að bera uppi þjóðskáldin, en nú er alvöruskáld í öðru hverju húsi og hefur annaðhvort gefið út bók, eða birt eftir sig ljóð í Lesbók, en afgangurinn er í myndlistarbransanum og allir eru að gera það gott. En til þess að gera það gott í listinni og geta útmálað þjáningu heimsins í ljóði, verður maður að vera viðkvæm sál; eiginlega alveg á mörkum sturlunar á hinum háfleyg- ustu stundum, ella tekst ekki að lyfta ljóðinu til flugs, eða Ijá myndinni líf. Þessi listræni taugatitringur hefur því miður í för með sér taugaveiklun, enda er það líklega nærri lagi, að Islendingar séu einhver taugaveiklaðasta þjóð norðan við Suðurheimskautið. Þessi taugaveiklun, sem er forsenda fyrir listrænum afrekum, en sumir sérfræðingar kjósa að nefna sálsýki, birtist víða. Hann birtist til dæmis sem órói eða óþol og veldur því, að margt fólk á afar erfítt með að bíða og getur ekki hugsað sér að standa í biðröð. Þess í stað hrúgast það í hnapp við af- greiðsluborð eða lúgu, þar sem hver og einn reynir að olboga sig áfram, ýta og stympast. Ég sá broslega, en um leið svolítið átakan- lega mynd af þessu á flugvelli suður á Spáni í vor. Stór hópur íslendinga var á heimleið og það var „tékkað inn“ á þetta flug við aðeins eitt afgreiðsluborð. Við næsta borð voru Bretar á heimleið og sallarólegir að vanda, mynduðu þeir langa, einfalda biðröð, þar sem ekkert fór úr skorðum. En það var nú eitthvað annað við Islandsborðið: Mann- skapurinn þusti með töskurnar sínar inn úr dyrunum og myndaði feiknarlegan troðning við borðið, svo minnti mest á sauðfé, sem hnappast að útgöngudyrum. Ég sá það þá, að ein þjóð getur vitaskuld ekki étið sauð- kindur öldum saman án þess að fara að líkj- ast skepnunni. Maður sem gegnir embætti hjá sauðfjárveikivörnum kom seint inn úr dyrunum, en var á skammri stundu búinn að olboga sig gegnum alla þvöguna með aðsópsmiklum dugnaði. Hér var augsýnilega kominn forustusauð- ur; þeir hafa þá náttúru eða áráttu að vilja ævinlega fara fremstir og fullur aðdáunar starði ég á þennan sanna íslending. Það broslega við allt þetta var, að engum lá á; við áttum fyrir höndum að bíða á annan klukkutíma. Oft hef ég undrast og dáðst að þeirri rósemi, sem ríkir víða í erlendum flughöfn- um, fjafnvel í örtröð eins og oft má sjá á Lundúnaflugvelli. Þrátt fyrir geysilega umferð er fremur hljótt og víða sér maður fólk, sem sefur vært í stól á meðan beðið er eftir flugi. En það er nú eitthvað annað á Keflavíkurflugvelli. Á útleið treðst hver um annan þveran í fríhöfninni og síðan taka jafnvel virðulegar frúr sprettinn með plast- pokana og komast í aðra þvögu við barinn, þar sem Carlsberg og Tuborg renna út. Menn kallast á og reka upp hrossahlátra og það er öruggt að á þessum stað sofnar enginn í stól. Við heimkomu er dugnaðurinn, hávaðinn og troðningurinn ekki minni. Bækslagang- urinn bytjar þegar komið er í brennivínið og sælgætið í fríhöfninni og síðan þarf að axla bjórkassana, allt með tilhlýðilegum fyrirgangi, sem minnir á réttir. Það er nefnilega alrangt, ef einhver held- ur að streitan í nútíma þjóðfélagi okkar sé nýtt fyrirbæri. Ég minnist þess úr æsku, að bændur fóru hamförum af spennu og æsingi við smalamennskur og aðrekstra, þar sem var öskrað og hundum sigað svo rolíut- uskurnar ærðust af einskærri hræðslu. Sömu ólætin varð að viðhafa í þurrheyi og við hirðingar. Sumum dugnaðarforkum þótti ófært til afspurnar að tylla sér á þúfu á meðan þeir renndu niður kaffíbolla eða hám- uðu í sig skyrið; það var gert standandi. Og heyrt hef ég getið um menn, sem voru svo áhugasamir í heyskap að þeir gáfu sér ekki tíma til að stanza á meðan þeir köstuðu af sér vatni. Menn settu slíka tilburði í sambandi við dugnað og fátt var nú virðingarverðara en einmitt dugnaður. Menn þekkja þetta vel úr sjósókn, þar sem dugnaðarlæti hafa löngum verið mikils metin og m.a. orðið til þess að allt snýst um að hauga sem mestum afla á land. Það verður svo bara að koma í ljós, hvort fískurinn reynist ætur. Annars birtist taugatitringur þjóðarinnar ekki hvað sízt í umferðinni, bæði úti á vegum og í þéttbýlinu. Samkvæmt þeirri höfuðreglu að hver og einn sé kóngur í ríki sínu og setji sér sjálfur reglur til að fara eftir, ber mest á því sem kalla mætti geðþóttaakstur. Gallinn við hann er sá, að meira verður um slys en ætla mætti eftir fjölda ökutækja og hvergi í heiminum er vitað um svo tíð slys á bömum í umferð. Um umferðina má annars segja, að hún er yfirleitt hvort- tveggja í senn: Móð af æsingi og svefn- drukkin. Þeir sem hafa ekið langtímum í útlöndum, telja.sig fyrst hafa kynnst lífs- hættu að einhveiju marki eftir að hafa ekið bíl í Reykjavík. Útlendingar og þeir sem lengi hafa verið fjarvistum frá landinu, skilja ekki, að íslendingar eru yfirleitt að yrkja undir stýri og þá er nú ekki hægt að hafa hugann við margt annað. Þeir sem aka með ýtmstu gát og hætta sér helzt ekki ofar en í annan gír, gætu verið að lemja saman sléttubönd, sem getur verið snúið. Hraðakstur gæti verið örvandi fyrir annars konar kveðskap og þá svissa menn sér í stórsvig. Við björgum kannski ekki höfðinu eins og Egill, en margir eru að reyna að bjarga heiminum og það er þó nokkuð. Árangurinn byggist á að ná fram réttum taugatitringi, sem er afleiðing snilldar, en misskilst einatt sem vanþróunarbragur eða frekja. Ilöldum fast í dugnaðarlætin, troðninginn og hávaðann. Meðan þjóðin glatar ekki há- spennu og taugatitringi þurfum við engar áhyggjur að hafa af framvindunni, — allra sízt skáldskapnum. GÍSLl SIGURÐSSON LESBOK MORGUNBLAÐSINS 16.AGÚST 1986 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.