Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 11
J ómsv íkinga- Liavág - Hjörungavogur í Noregi, þar sem Norðmenn halda að bardaginn hafi átt sér stað og þar sem afmælisins er minnst nú. Raunar telur Olafur Halldórsson að lýsingin í Jómsvíkingasögu eigi mun betur við Steinavog við Alasund. Þessa dagana, 14.-17. ágúst, stendur yfir einskonar þjóðhátíð í Hjörungavogi í Noregi vegna þess að 1000 ár eiga að vera liðin frá hinni frægu Jómsvíkingaorrustu, sem þar átti sér stað. Sumir fræðimenn telja hinsvegar mjög haldlítil rök fyrir því, að afmælið sé nákvæmlega núna. En hvað um það; Norðmenn hafa ákveðið að svo sé og hápunktur hátíðahaldanna í Hjörungavogi verður afhjúpun á 10 metra háu listaverki eftir norska myndhöggvarann Einar Magne Flo og hefur það verið útfært í steinsteypu. Þar heitir Overánes, sem minnismerkinu verður komið fyrir. Auk þess verður komið fyrir tveimur lágmyndum í marmaradrang eftir listamennina Hákon og Erik Jarl, en útfærslan er eftir Kirsten Kokkin. Þessi mynd á að rísa innst í Hjörungavoginum. Auk þess verður fært upp sögulegt leikrit, sem áhugamannaleikfélag á staðnum stendur fyrir í samvinnu við atvinnumannaleikhús og byggir efnið á atburðunum fyrir 1000 árum. íþróttamót verður af þessu tilefni í Hjörungavogi, einnig tónleikar og myndlistarsýningar. Ólafur Noregskonungur hafði þegið boð um að verða á hátíðinni ásamt ýmsum fyrirmönnum frá nágrannalöndunum, sem líklega eru að horfa á skrautsiglingarnar núna ásamt Sverri Hermannssyni menntamálaráðherra, sem einnig var boðinn. Þess er minnst núna í Hjörungavogi í Noregi, að 1000 ár eru talin vera frá orrustunni frægu, sem kennd er við Jómsvíkinga. Frá henni segir Snorri í Heimskringlu og eru af þessu tilefni birtir nokkrir kaflar. Xxxiv.Kapítuli Sveinn, sonr Haralds kon- ungs, sá er síðan var kallaðr tjúguskegg, beiddisk ríkis af Haraldi konungi, feðr sínum, en þá var enn sem fyrr, at Haraldr konungr vildi ekki tvískipta Dana- veldi ok vill ekki ríki fá honum. Þá aflar Sveinn sér herskipa ok segir, at hann vill fara í víking. En er lið hans kom allt saman ok þá var kominn til liðs við hann af Jómsvíkingum Pálna-Tóki, þá helt Sveinn til Sjálands ok inn í ísafjörð. Þá var þar fyrir með skipum sínum Haraldr konungr, faðir hans, ok bjoggusk at fara í leiðangr. Sveinn lagði til orrostu við hann. Varð þar bardagi mikill. Dreif þá lið til Haralds konungs, svá at Sveinn varð ofrliði borinn, ok flýði hann. Þar fekk Haraldr konungr sár þau, er hann leiddi til bana. Síðan var Sveinn tekinn til konungs í Dan- mörku. Þá var Sigvaldi jarl yfír Jómsborg á Vinðlandi. Hann var sonr Strút-Haralds konungs, er ráðit hafði fyrir Skáney. Bræðr Sigvalda váru þeir Hemingr ok Þorkell inn hávi. Þá var ok höfðingi yfir Jómsvíkingum Búi digri af Borgundarhólmi ok Sigurðr, bróðir hans. Þar var ok Vagn, sonr þeira Aka ok Þorgunnu, systursonr þeira Búa. Sigvaldi jarl hafði höndum tekit Svein kon- ung ok flutt hann til Vinðlands í Jómsborg ok nauðgaði hann til sætta við Búrizláf Vinðakonung ok til þess, at Sigvaldi jarl skyldi gera sætt milli þeirra — Sigvaldi jarl átti þá Ástríði, dóttur Búrizláfs konungs — ok at öðrum kosti segir jarl, at hann myndi fá Svein konung í hendr Vinðum. En kon- ungr vissi þat, at þeir myndi kvelja hann til bana. Játti hann fyrir því sættargorð jarls. Jarl dæmði þat, at Sveinn konungr skyldi fá Gunnhildar, dóttur Búrizláfs kon- ungs, en Búrizláfr konungr skyldi fá Þyri Haraldsdóttur, systur Sveins konungs, en hvárrtveggi þeira skyldi halda ríkinu ok skyldi vera friðr milli landa. Fór þá Sveinn konungr heim í Danmörk með Gunnhildi, konu sína. Þeira synir váru þeir Haraldr ok Knútr inn ríki. í þann tíma heituðusk Dan- ir mjök at fara með her í Nóreg á hendr Hákoni jarli. Xxxv. Kapítuli Sveinn konungr gerði mannboð ríkt ok stefndi til sín öllum höfðingjum þeim, er váru í ríki hans. Hann skyldi erfa Harald, föður sinn. Þá hafði ok andazk litlu áðr Strút- Haraldr á Skáney ok Véseti í Borgundar- hólmi, faðir þeira Búa digra. Sendi konungr þá orð þeim Jómsvíkingum, at Sigvaldi jarl ok Búi ok bræðr þeira skyldi þar koma ok erfa feðr sína at þeiri veizlu, er konungr gerði. Jómsvíkingar fóru til veizlunnar með öllu liði sínu, því er fræknast var. Þeir höfðu fjóra tigu skipa af Vinðlandi, en tuttugu skip af Skáney. Þar kom saman allmikit fjölmenni. Fyrsta dag at veizlunni, áðr Sveinn konungr stigi í hásæti föður síns, þá drakk hann minni hans ok strengði heit, áðr þrír vetr væri liðnir, at hann skyldi kominn með her sinn til Englands ok drepa Aðalráð konung eða reka hann ór landi. Þat minni skyldu allir drekka, þeir er at erfinu váru. Þá var skenkt höfðingjum Jóm- svíkinga in stærstu hom af inum sterkasta drykk, er þar var. En er þat minni var af drukkit, þá skyldi drekka Krists minni allir menn, ok var Jómsvíkingum borit æ fullast ok sterkastr drykkr. It þriðja var Mikjáls minni, ok drakku þat allir. En eptir þat drakk Sigvaldi jarl minni föður síns ok strengði heit síðan, at áðr þrír vetr væri liðnir, skyldi hann vera kominn í Nóreg ok drepa Hákon jarl eða reka hann ór landi. Síðan strengði heit Þorkell hávi, bróðir hans, at hann skyldi fylgja Sigvalda til Nóregs ok flýja eigi ór orrostu, svá at Sigvaldi berðisk þá eptir. Þá strengði heit Búi digri, at hann myndi fara til Nóregs með þeim vj

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.