Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 6
Kaffihús í Englandi á seinni hluta 17. aldar. Hér sjáum við kaffikönnurnar standa í röðum framan við skíðlogandi eld sem kaffivatnið er hitað yfir. Vatnslitamynd frá árinu 1668 eftir ónafngreindan höfund. að dæmi hans þar til hver maður saup kaffíð af sinni undirskál. TOPPAR, TENGUR OG Ketilkaffi Yfirleitt var og er kaffi borið fram með ijóma og sykurmolum. I byrjun aldarinnar voru algengustu sykurtegundirnar kandís- sykur og toppasykur. Toppasykurinn var seldur í stórum keilulaga toppum. Þeir voru fyrst höggnir sundur í stóra mola og síðan klipnir í smátt með sykurtöng, sem eins var notuð á kandíssykurinn. Þegar þurfti á strásykri að halda, til dæmis til að sykra pönnukökur, voru toppamir skafnir. Sykur- inn átti alltaf að setja í kaffibollann á undan ijómanum, því væri þetta gert öfugt giftist sá sem í hlut átti ekki næstu sjö árin. Það þótti dónaskapur að hella bolla fleyti- fullan, eða „frekjufullan" eins og það var kallað, og var talað um að hafa „gestaborð", „höfðingjaborð" eða „heldrimannaborð" á bollanum þegar vantaði aðeins uppá að hann væri fullur. Ef einhver hellti niður kaffi eða honum svelgdist á því var sagt að nú kæmi einhver sem langaði í kaffi. Þegar menn voru við vinnu fjarri heimil- um sínum, til dæmis við veiðar, leitir, hey- skap og önnur störf, var kaffið alltaf ein- hvers staðar nálægt. Væru menn ekki langt undan var þeim fært kaffí til hressingar að heiman, á flösku í þykkum sokk til að halda því heitu. Þegar lengra var heim að fara reistu menn sér hlóðir og löguðu ketilkaffí. Þá var kaffíð soðið með vatninu og þegar suðan kom upp var ögn af köldu kaffí skvett yfír það til að gromsið botnfélli og síðan drukkið. KAFFITIL HEILSUBÓTAR í fyrstu þekktu kaffiauglýsingunni sem er frá 1652 og enn er varðveitt í British Museum, er því haidið fram að kaffíð örvi hugsunina, létti skapið, sé gott við þreytu í augum, sleni, gigt og skyrbjúg. Um miðja 17. öld var kaffí víðast hvar selt í lyfjabúðum í Evrópu sem læknislyf við ýmsum kvillum. Og þannig var það líka notað hér, bæði handa mönnum og skepnum. Þorvaldur Thoroddsen minnist á það í Ferðabók sinni að eftir að kaffidrykkja varð almenn meðal Grímseyinga hafí skyrbjúgur minnkað veru- lega þar í eynni og í Lækningakveri Jóns Hjaltalín frá 1840 nefnir hann kaffí sem læknislyf við ýmsum hremmingum; t.d. sé gott að gefa það hafí menn hrapað fyrir björg eða orðið þrumu lostnir í orðanna fyllstu merkingu. Jónas frá Hrafnagili segir í íslenskum þjóðháttum að algengt ráð við niðurgangi hafí verið að baka köku af kaffí- korg og mélögn og éta hana þurra. Kálfum var oft gefinn korgur í kálfsdallinn ef þeir voru með niðurgang og við hrossasótt var gefíð baunakaffí en það þótti einnig duga við doða í kúm. Sterku baunakaffi var gjaman hellt ofaní menn og skepnur sem höfðu lent í hrakningum og vosbúð og ekki þótti verra í slíkum tilfellum að styrkja það Þessi messing-kaffikanna er reyndar alls ekki dæmigerð fyrir kaffikönnur hér á landi. Hún er útlend og hefur líklega fyrst verið garðkanna, en síðan hækkuð í tign og fengið kaffipoka og nýtt hlutverk í tilverunni. með brennivínslögg eða hoffmannsdropum. Þá þótti gott ráð til að örva sótt hjá sængur- konum að gefa þeim vel sterkt kaffí. Kaffið Svelgja Forhertar En nú til dags er meira talað um að kaffíð skemmi magann, valdi svefnleysi, hjartveiki og guð má vita hveiju. Reyndar hafa lengstaf einhveijir haft ýmigust á kaffínu eins og sést af áiðumefndum væring- um í útlöndum og líkingu Eggerts Ólafsson- ar við „kolamylsnusaup" í vísu hér að fram- an. Kveðskapur af því taginu hefur alltaf verið til þó langtum flestar kaffívísur séu ortar af ást og innileik. Eftirfarandi vísa er til dæmis þekkt og ég hef heyrt hana kennda a.m.k. fjómm hagyrðingum: Ketil velgja konumar kaffið svelgja forhertar ófriðhelgar allsstaðar afþví fjelga skuldirnar. Og best er að enda á svari við þessu níði, en ég hefí séð niður skrifaðar eftirfarandi §órar vísur sem allar meinast ortar tii að svara þessari árás á kaffíð og kvenkynið. í næstu tveimur svara konumar með því að láta kallana hafa það: Bændursvína brúka sið belgja vtnið ísinn kvið skynsemd týna ogskemma frið skæla trýnið út á hlið Hin er sömuleiðis um karlkynið: Eyðirgóðu áliti öllum gróða spillir frið burt óðum færandi færir þjóð úr skyrtunni. Þessar tvær em hinsvegar eftir karlmenn sem risu til vamar: Ketil heita konumar kaffið veita ósparar verkum breyta ei vilja þar þó vaxi um sveitir skuldimar. Kaffið góðu konurnar kaupa þjóð til blessunar oss það bjóða alls staðar eisu flóða gmndimar TU heimildarmanna þjóðhattadeildar og annarra góðra fróðleiksmanna á ís- landi. Þessi samantekt er hvað ísland varðar að langmestu leyti byggð á svömm heimild- armanna þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns við spumingaskrá 57 um drykkjarföng. Um leið og þeim em þökkuð góð skrif og fróðleg vil ég taka fram að vísumar fengum við eins og vera ber sendar í mörgum afbrigðum og ýmsir höfundar til nefndir. Er það nánast tilviljun hvaða gerðir em hér birtar. Fleiri afbrigði af þessum vísum, aðrar kaffívísur ásamt öllum þeim kaffífróðleik sem menn kunna að liggja á, þiggjum við á þjóðhátta- deildinni með þökkum. Höfundurinn er sagnfræðingur og starfar í þjóðhátta- deild Þjóðminjasafnsins. Helstu heimildir: Óprentaðar heimildir: Svör við spumingaskrá 57, „Drykkir og drykkjarföng" á þjóðháttadeild Þjóðminjasafns.: Prentaðar heimií dir: Eggert Ólafsson: „Kvæði“ Reykjavfk 1953; „Encyc- lopædia Britannica", Jón Hjaltalfn: „Lækninga-kver“ Kbh. 1840; Jónas Jónasson frá Hrafnagili: „Islenskir þjóðhættir“, Reykjavík 1961; „Salmonsens Konversat- ions Leksikon", Þorvaldur Thoroddsen: „Ferðabók I-IV“Kbh. 1913-1915. Jónas Friðgeir Ekkert Ljóshærður daprinn líður eins og draumur út úr engu og inn í ekkert. Ekkertið hlær og ekkertið grætur út í tómið út í myrkrið ... og nóttina endalaust tómið myrkrið og nóttina. Ekkertið kemur og ekkertið fer eins og dökkhærður dagur sem deyr djúpt inn í sjálfan sig. Höfundur er skáld í Reykjavík. Kristinn Magnússon Borg Það elta allir alla í fermetrasnauðu húsi í fjallskugganum sautján hundruð og súrkál Pass Svo fauk húsið fyrir kjörorðinu: enginn undir sama þaki - Meira pláss Stálslegin hjón stinga af til fjalla Borgin eltir þau Gunnar Hersveinn Sigursteinsson Stund eftir stund Stund eftir stund bíð ég komu þinnar, strætó ekur framhjá en enginn knýr dyra. Dagur er liðinn, nótt er í nánd. Það hvfn í skónum Það hvín í skónum gangstéttin spænist upp, í grænum hvelli þýt og á eldhraða Ijóssins þráðbeina línu til þín. IMapran haust- morgun Napran haustmorpn rignir og rignir yfir einmana svein - eins og él, eins og él - eftir forboðna nótt í skógi. Höfundur er stundakennari viö Ármúla- skóla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.