Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 4
Kaffið ég elska því kaffið er gott Fróðleiksmolar umkaffiog kaffihætti íslendinga, sérstaklega á fýrrihluta þessararaldar Fjölmargir húsgangar um kaffi hafa orðið til hér á landi síðustu tvær aldimar. Síðan kaffíð vann hér land á 18. öld og varð þjóðardrykkur á þeirri 19. hefur þessi alþýðlegi hressingar- og hitagjafí orðið mörgum að yrkisefni. Mest EFTIR HALLGERÐI GÍSLADÓTTUR er það vegna ósvikinnar hrifningar en sumir hafa þó litið á hina hliðina eins og gengur og það verður reyndar aigengara nú — á tímum „heilsuræktarfríkanna". Við skulum líta á nokkrar kaffikærleiksvísur sem eru algerlega lausar við slíkt: Kaffíð ég elska þvíkaffíð ergott kaffíð er betra en fíest annað vott kaffíð er líffyrir kroppinn og sál kaffíð er drukkið úr bolla eða skál. Kaffíð mína kætir hind kaffiðyndi vekur kaffíð færir krafta ímund Kaffikvörn Ljósmynd: Sigfús Eymundsson Kaffidrykkja heima hjá Jónassen landlækni nálægt aldamótum. Heimilisfólkið og dr. Björn M. Ólsen sitja við kaffiborðið. Skeggbolli. Spöngin ofaná var tU að varna þvi að skeggið færi ofan í kaffið. Kaffíð búið kostunum kæfírlúa ísönsunum hjá blíðrifrú ogbóndanum bergi égþað úr gullskálum. Kaffíðgóða kætirþjóða sinni kaffíð hrindir kvíða ogmóð kaffíð hressir líf og blóð. Kaffíð góða kraft og hressing veitir kaffíð færir kraft ímál kaffíð nærirlífogsál. Ef að eitth vað amarað og illt er skapið ekki skaltu afhólmi hopa heldurfá þér kaffísopa. Talið er að um þriðjungur jarðarbúa drekki kaffi reglulega og mun það ásamt teinu vera útbreiddasti tilbúni drykkurinn á jarðarkringlunni. Það er unnið úr fræjum kaffitrésins og er notkun þess sögð vera upprunnin í Kaffa, sem er hérað í S-V Eþíóp- íu. Frá Kaffa barst kaffið til Arabíu um 1500 og þaðan fljótlega til Konstantínópel. í lok 16. aldar og á þeirri 17. breiddist kaffið síðan út um meginland Evrópu. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar kemur það í kringum 1700 og hingað út hálfri öld síðar. Víða mætti kaffíð mótstöðu til að byrja með. í löndum múhameðstrúarmanna lögð- ust háklerkar gegn kaffídrykkju, töldu að af henni yrðu almúgamenn helst til laus- málgir og ættu þá til að ráðslaga um eitt og annað sem þeim kæmi ekki við eins og til dæmis stjórnmál. Þeim þóttu líka kaffi- húsin draga aðsókn frá trúarathöfnum í moskunum. í Konstantínópel var öllum kaffíhúsum lokað um tíma, en þau voru opnuð aftur þegar ráðamenn höfðu tryggt sér hlut í kaffígróðanum. í Englandi reyndu menn að láta loka kaffihúsum af svipuðum ástæðum og víða börðust bjórframleiðendur hatrammlega gegn kaffinu af ótta við þessa nýju samkeppni. Alls konar tröllasögur mynduðust um afleiðingar kaffidrykkju sem notaðar voru óspart í áróðrinum, til dæmis átti hún að valda ófijósemi. KOLAMYLSNUSAUP Eins og fyrr segir mun kaffí fyrst hafa komið tii íslands um miðja 18. öld og var til að byija með aðeins haft um hönd á heimilum efnaðri manna á sama hátt og gerðist annars staðar í Evrópu. Jónas frá Hrafnagili segir í íslenskum þjóðháttum að kaffí hafi fyrst orðið almennur drykkur á íslenskum bændaheimilum um miðja 19. öld. Þó er Eggert Ólafsson farinn að hafa áhyggjur af þessum „óþjóðlega" drykk strax á sjöunda tug 18. aldar. í Búnaðarbálki fer hann ófögrum orðum um kaffið, kallar það „kolamylsnusaup" og mælir með þjóðlegri drykkjum: Efaðaustan svokallað kaffi kolamylsnu þeirgirnast saup þá segi égkomi af syndastraffi soddan prjálsemdar elskast kaup af einirberjum betri drykk bý ég sem hefur sama skikk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.