Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 8
— Ema mín, þú átt að segja reiprenn- andi, ekki reiðbrennandi. Hefur loftslags- breytingin truflað þig eða hvað? sagði As- laug með umvöndunartóni. — Það er ekki af því að ég viti þetta ekki góða mín, ertu biluð? En lítil frænka mín segir alltaf að hinn eða þessi tali reið- brennandi ensku eða dönsku og mér fínnst það bara ágætt. Heyrið þið kannski ekki hvað það er miklu betra að segja reiðbrenn- andi heldur en reiprennandi? Það verður að taka fram, að Ema er óttalegur æringi ef því er að skipta og eins gott að taka ekki allt bókstaflega sem hún segir. Eftir þessar vangaveltur hjá okkur stöll- um, spurði bílstjórinn hvað við værum að vilja til Madrid, en hann hafði aldrei lagt í að svara þessu með viðtengingarháttinn. Þegar honum var gerð grein fyrir því að við væmm íslenskar húsmæður á leiðinni á spönskunámskeið varð honum öllum lokið og leit nú mjög snöggt aftur í til okkar og virtist alveg rasandi. Hann hristi bara höfuð- ið og tautaði eitthvað fyrir munni sér. Engaróþarfa Hreingerningar Við stönsuðum fyrir utan mikið og stórt hús í borgarstjórahverfínu og bílstjórinn hjálpaði mér með töskurnar inn. Húsmóðirin var ekki heima, hafði víst eitthvað misskilið skeytið frá Halldóri, en mér var vísað á gott og vistlegt herbergi og allt var hreint, en það brakaði alveg óheyrilega mikið í gólfinu í íbúðinni. Þama skildi ég eftir farangurinn og síðan héldum við af stað til dvalarstaðar Emu og Áslaugar. Þar var nú dálítið öðmvísi um að litast en á heimilinu sem við vomm nýkomnar frá. Því þrátt fyrir Táknrænt fyrir breytta tíma: Fullorðnir Madrid-búar sitja á útikaffihúsi undir risa- stóru auglýsingaskilti með Bibi Anderson á nærklæðunum einum. Slíkt hefði verið óhugsandi í tíð Francos. Hópur nemenda í skoðunarferð. Talið frá vinstri: Jóhanna Friðriksdóttir, Elly Vil- hjálms, Inga Hilmarsdóttir, Áslaug Hilmarsdóttir, Brynja Haraldsdóttir og Ema Sigurbergsdóttir. Fyrir aftan þær eru fjórir nemendur frá Bandaríkjunum. Líklega hafa þær verið laflausar allar með tölu, slíkt var skarkið og glamrið í þeim. í SkítinnOg Kakkalakkana Þama dvaldi ég aðeins í tvo daga, þrátt fyrir að hafa lagt það á mig að læra á læsinguna á aðaldyrum frúarinnar. En við það vom notaðir þrír lyklar, misstórir. Ein- um þurfti að snúa fyrst til vinstri og þá tvisvar til hægri, síðan hina á mismunandi máta á mismunandi læsingar. Allt var þetta náttúrlega í öryggisskyni. Mér bauðst dvöl hjá Rakel og lét mig hafa það að flytja þangað í allan skítinn og kakkalakkana. Mikið varð ég annars hneyksluð þegar ég komst að því á sínum tíma að á spönsku er kakkalakki la cucaracha, og ég sem hafði haldið svo upp á lag með þesu nafni í gamla daga þegar Carmen Miranda söng það á sinn fjörlega hátt. Þá fannst mér nafnið svo heillandi. Nú tók við tími sem í senn var bæði skemmtilegur og samt þrúgandi á stundum. Skemmtilegur fyrir þær sakir að Áslaug og Ema vom framúrskarandi skemmtilegar og svo var auðvitað margt nýtt og stórkostlegt að sjá og heyra, en dökka hliðin var sú hvemig blessunin hún Rakel gekk um hýbýli sín. Sem dæmi um þrifnaðinn á heimilinu að Ijós væri af skomum skammti, pemr fáar og daufar, var vel hægt að sjá að unga og fallega stúlkan sem tók á móti okkur ofreyndi sig ekki með óþarfa hreingeming- um. Hún hét Rakel og hafði arabískt yfir- bragð og var afar þægileg í viðmóti. Eg skildi vinkonumar eftir þama og hélt til baka, heim til mín. Miðaldra, elskuleg kona tók á móti mér og vísaði mér inn í „skáp“, nokkuð stóran þó, í staðinn fyrir herbergið góða sem ég hélt að ég ætti að hafa. Þetta hafði þá verið misskilningur með stóra herbergið. Ekki leist mér á það. En hvað um það, ég varð að troða mér og töskunum inn í „skápinn", en það var ekki þægilegt að snúa sér við og eiginlega ekki hægt. Þama inni var mjög lítið rúm með afskaplega fallegu pijónuðu teppi, pínulítið borð, sem ekki var hægt að sitja við og ennþá minni stóll. Fataskápurinn var sá alminnsti sem ég hefí séð. Er nú ekki að orðlengja það, að þrátt fyrir ferðalúann og loftslagsbreytinguna kom mér ekki blundur á brá alla nóttina. Ég fékk hálfgerða innilok- unarkennd og fannst líka bölvað að geta ekki læst að mér í bráðókunnugu húsi, en engin læsing var á hurðinni. Þar á ofan bættist undarlegur hávaði sem kom að ofan og hugsaði ég fólkinu uppi þegjandi þörfina. Klukkan átta um morguninn var boðið upp á morgunverð í eldhúsinu og spurði ég þá Englending sem einnig var þama hvemig stæði á þessum hávaða hjá fólkinu uppi. Hann hló að mér og sagði að við værum á efstu hæðinni, þeirri níundu, og það sem ég hefði heyrt væri hávaðinn í loftnetsstöngum. Prado-safnið í Madrid dregur til sín mikinn fjölda ferðamanna og þar má sjá mál- ara að mála eftirmyndir af frægum verkum. get ég nefnt, að hálfum mánuði eftir að við komum þangað setti ég upp gúmmíhansk- ana og þvoði af vaxdúknum sem breiddur var á borðstofuborðið, en það hafði aldrei verið gert það sem af var dvöl okkar. Eig- andi íbúðarinnar reyndist vera fjörgamall maður, afabróðir stúlkunnar, og virtist okkur hún vinna fyrir sér með því að hugsa um hann og okkur, en sjálf var hún í skóla og lærði hvorki meira né minna en fimm tungumál. Það var ekki von á góðu hvað húshaldinu viðkom. Þessi gamli maður var algjörlega heyrn- arlaus, en hann hafði glöggt auga með ef einhverstaðar logaði á einhverri perutýrunni og slökkti óðara. Og svo var það heita vatnið. Það tók tæpan klukkutíma að hita upp vatn í dunki og síðan entist það ekki á mann hálfan ef hárþvottur var innifalinn, og maður þurfti svo sannarlega að hafa hraðar hendur í baðinu. Hvað viðkom matn- um, þá var það alveg sér kapítuli. Fegurðar- dísin Rakel skellti einhveiju á borðið, stund- um smá fiskbita og kannski tveimur kjöt- bitum sitt úr hvorri áttinni og meðlæti sjaldnast nokkuð annað en brauð. Diskar og annar borðbúnaður sitt úr hvorri áttinni, en þó tók steininn úr þegar kom að drykkjar- ílátum. Þau voru með misstórum skörðum og lítt fysileg. Alltaf hellti unga daman upp á kaffið í nokkuð stóra glerkrukku, svona álíka og hér fást í búðum fullar af rauð- káli, og stundum kom það fyrir að allt fór um koll hjá henni og í gólfið. Útgangurinn var eftir því, en Rakel tók þetta ekki mikið nærri sér og hló bara. Eftir vikudvöl hjá henni borðuðum við sárasjaldan heima. FÓLKIÐ ÓMÓTSTÆÐILEGT - LANDIÐTÖFRANDI Skólinn var hinsvegar prýðilegur, sér- staklega fyrir þá sem eitthvað kunnu fyrir, því öll kennsla fór fram á spönsku. Húsa- kynni voru reyndar ekki mjög skemmtileg, en kennarar með afbrigðum góðir. Eitt áttu þeir reyndar allir sammerkt: þeir reyktu eins og þeir orkuðu allar kennslustundir og var það óþægilegt, sérstaklega vegna þess að oft var ekki hægt að opna glugga vegna hávaða í vinnuvélum fyrir utan, og stofur voru afskaplega litlar. Farið var í skoðunarferðir til Toledo, Segovia og fleiri staða ásamt skoðunarferð- um um borgina. Sérstaklega urðum við hugfangnar af vatnsleiðslunni fomu í Sego- via (acueducto), sem er frá tímum Róm- veija. Ilún telur 170 boga og er 28 metra há. Þetta er eitt af furðuverkum veraldar og undarlegt að menn skyldu ekki fyrir löngu banna bílaumferð undir bogana, en hún virtist stanslaus. Raddir hafa reyndar heyrst um stöðvun umferðar þama. Einnig var gaman að ganga um kastalann (el Ascázar) í Segovia sem er nauðalíkur þeim er Walt Disney hafði í ævintýrum sínum. í Toledo er annar kastali merkur, sem var gjör eyðilagður 1936 en endurbyggður af miklum myndarskap. Ekki má gleyma húsi málarans E1 Greco í Toledo. Þar hanga á veggjum dýrgripir, en mér fannst vanta góða lýsingu og betri tíma til að reglulega væri hægt að njóta þeirra. Ótalmart annað væri hægt að telja- upp, en ég læt nægja að minnast á Prado- safnið í Madrid, sem er í einu orði sagt stór- kostlegt, en þar þyrfti maður að geta dvalið oft og Iengi til þess að geta notið alls sem þar er að finna. Þar em t.a.m. egypskar múmíur, bæði af mönnum og dýmm, það vom víst gæludýr látins fólks, eða svo var okkur sagt. Mikið hafði ég lesið um málarana spönsku, en ég hefði ekki trúað að það væri jafn áhrifaríkt og það var að skoða verkin þeirra; Goya, Velázquez, Murillo, E1 Greco og margra fleiri. í Madrid em margir og fallegir garðar, en fallegastur er Buen Retiro. Þar em þúsundir rósa og ilmurinn eftir því. Allt virtist vel hirt. Því miður er Madrid annars óhrein borg og menguð. Okkur var sagt að hún hefði gjörbreyst á nokkmm ámm til hins verra. Þó margt mætti fleira segja um þessa fallegu borg og dvöl okkar vinkvennanna þar, verður stansað hér. Konumar frá íslandi með hreingemingar- æði og gúmmíhanskana á lofti, héldu heim á leið og hugsuðu með tilhlökkun til sótt- hreinsuðu baðherbergjanna sinna og um allt yndislega heita vatnið. Þær vom reynsl- unni ríkari á mörgum sviðum og eiginlega sannfærðar um að Spánveijar væm furðu- legt fólk, sem er í rauninni ekkert undarlegt þar sem þama hafa blandast saman svo mörg og gjörólík þjóðarbrot, en það er önnur saga. Þrátt fyrir allan misskilning og uppá- komur fannst okkur fólkið ómótstæðilegt og Spánn töfrandi land. Elly Vilhjálms er þjóökunn söngkona og hefur skrifað í Lesbók að undanförnu. + + 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.