Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 5
Kaffíð blandað komi ogrót kætirmína sansa eigi ég held hland úr ungri snót engu að síður hressa megi. Kaffi var einnig bætt með bragðefnum — t.d. var búið til kúmenkaffi þannig að nokk- ur kúmenkom voru sett saman við í kvöm- ina þegar malað var. Menn áttu það til að gmna húsfreyjumar um að hafa „gefíð útí“ þegar þeir fengu kúmenkaffi, bragðið var svipað og af brennivínskaffí. En það bar stundum til að karlmönnum var gefið útí kaffið á bæjum, sérstaklega ef höfðingjar vom á ferð. Uppáhellings Argasull Korgurinn frá fyrri lögun var stundum soðinn í vatninu sem hellt var upp á könnuna næst svo að ömgglega færi nú ekkert til spillis. Þegar suðan var komin duglega upp í kaffivatni af því taginu átti korgurinn til að sprautast 'út um allt. Þá var sagt að ketillinn „kastaði af sér“. Sumir helltu jafn- vel upp á sama kaffið tvisvar. Það var kallað uppáhellingur og þótti ekki sérstak- lega fínt. Bömum og unglingum sem ekki töldust þola sterkt kaffi var oft gefinn uppáheliingur. Um hann átti hagmæltur niðursetningur að hafa ort eftirfarandi vísu til að lýsa því hversu illa væri við hann gert: Ævin mín er ekkert gull ofgóð varla hundum uppáhellings argasull er mér gefíð stundum. Að Eiga Ekki Baun Reyndar em til ótrúlegustu sögur um kaffinýtni, sérstaklega í tengsium við kaffi- kerlingamar sem gátu verið svo svæsnar að þær Iögðu sér til munns bæði kaffíbaunir og korg og urðu síðan heiðgular á litinn af þessu átlagi. Brenna íhlóðum baunirnar best það aldnargátu kaffíð svelgdu kellingar korginn síðan átu. Kaffibox frá Kaffibrennslu Reykjavíkur Ketil velgja konurnar segir í vísunni og gamalt fólk talar oft um að velgja á katlin- um ennþá. Hér er gamall hlóðaketill sem líklega hefur einhvern tíma verið velgt á kaffivatn. SÍN ÖGNIN AF HVERJU Kaffíbaunimar vom lengst af eingöngu fluttar inn óunnar en fólk brenndi og malaði heima hjá sér. Kaffibrennslufyrirtæki risu ekki upp hér á landi fyrr en skömmu eftir fyrri heimsstyijöld, en kaffi var brennt á flestum heimilum lengi eftir það. Víðast hættu menn að brenna heima upp úr miðri öldinni en því var þó haldið áfram á einstaka stað allt fram á síðustu ár. Kaffí, sykur, hveiti, rót konan oft um biður bakarsíðan býsna fljót en bóndinn rennir niður. Orðin „rótsterkt" og ,,rótarrammt“ um kaffi vísa til rótarinnar. A 19. öld var allur kaffibætirinn fiuttur inn, en síðar risu upp kaffibætisverksmiðjur hérlendis, bæði í Reykjavík og á Akureyri, sem fuilunnu kaffibæti úr þurrkaðri síkoríurót. Þegar kom fram á fjórða áratuginn nægði innlend fram- leiðsia á þessari vöm til að fullnægja eftir- spum landsmanna. Nú mun innlendri fram- leiðslu á kaffibæti vera hætt fyrir nokkm en ennþá fæst innflutt síkoríurót hér í búð- um. Kaffið Blandað Korni OgRÓT Ti! að drýgja kaffi var hér fleira notað en síkoríurót. Það þekktist til dæmis að ómalaður rúgur væri settur saman við í brennslu; að kaffið væri blandað ornaðri töðu í sama skyni og jafnvel fieiru. Hér em tvær vísur um slíkt: Kaffi velgir kellingin íkatli sallafínum úr’onum svelgir auðgrund svinn oft með kalli sínum. segir í Kaffikellingavísum. Það versta sem komið gat fyrir slíkar manneskjur var að „eiga ekki baun“: Konan sagði við kallinn sinn kaffið búið og sykurinn íbúrinu ekki baun égfínn blessaður skrepptu ikaupstaðinn. Hjá bændafólki sem ekki bjó í næsta nágrenni við kaupstað áttu kaffikaup sér einkum stað á vorin og haustin, þegar ullin annars vegar og sláturfénaðurinn hins vegar var lagður inn hjá versluninni. Kaffibaunim- ar vom reiddar heim í pokum eða skjóðum úr eltiskinni, svokölluðum kaffiskjóðum, og geymdar í búrkistunni, eða annars staðar þar sem ekki komst að þeim slagi. Kaffieign heimila mun að sjálfsögðu hafa verið misjöfn eftir efnum, en oftast var reynt að sjá til þess að til væri baun ef gesti bar að garði og þótti ekki huggulegt að vera alveg kaffí- laus: íbúrkistuna bóndinn leit burgeis mestur þar ísveit kallaði með hvössum róm „kaffiskjóðan erorðin tóm“. Baunakaffí var kaffið kallað þegar það var eingöngu búið til úr möluðum kaffibaun- um, en engum bragð- eða uppfyllingarefnum bætt í. Þar sem kaffibaunimar vom alltaf talsverí. dýrari drýgðu menn þær á ýmsan hátt og tii þess var langalgengast. að nota síkoríurót. Síkoría er planta sem hefur frá elstu tíð verið ræktuð í S-Evrópu og vom blöð hennar notuð til matar. í lok 18. aldar fóm Þjóðvetjar að þurrka og brenna síkoríu- rót til að drýgja með kaffi. Þar með var „kaffíbætirinn" orðinn tii og breiddist hratt út, farið var að rækta síkoríu sérstaklega í þessu skyni og upp risu kaffibætisverk- smiðjur víða um Norður-Evrópu. Eftir miðja 19. öld fer síkoríurót að flytjast hingað til lands. Kaffibætir, rót eða export kölluðu menn þessa vöm og hana gat lengi vel að líta í námunda við kaffið í búrhillum. Þegar menn töluðu um að kaupa „sína ögnina af hveiju" var átt við kaffi, sykur og rót. Nú erstand á Brekkubæ bráðversnandi fer það korni blandað kaffi fæ keim af hlandi ber það. BRENNAÍHLÓÐUM Baunirnar Baunimar vora brenndar eftir því sem á turfti að halda, venjulega nokkrar hitur í einu. Brennslan þótti vandasamt verk. Ekki mátti „glotta í hráan depil á baun“, því kaffið malaðist illa og varð bragðlaust væm baunimar of lítið brenndar. Væm þær hins- vegar of dökkar varð kaffið rammt. Það mrfti að hræra viðstöðulítið í þeim meðan á brennslu stóð, bæta þær með hæfilegum smjörbita og hraðkæla þær að brennslu lokinni. Víða vom til á heimilum kaffibrenn- arar eða kaffibrennslupottar. Þeir vom með loki sem féll þétt að. Í gegnum lokið mitt var ás með spöðum neðaná, sem sveif ofaná iokinu sneri til að hræra upp í baununum. Ef ekki var um sérstakan kaffibrennslupott að ræða var kaffið brennt í venjulegum potti og hrært í með brennsluspaða úr tré. Brennsluspaðamir vom oftast heimagerðir og tálguðu húsfreyjumar þá gjaman sjálfar. Þegar eldavélamar urðu fiillkomnari var svo farið að nota ofnskúffur við brennsluna. Brenndu baunimar vom geymdar í þéttu íláti og síðan malaðar í kaffikvörnum sem munu hafa verið til á langflestum heimilum. Oftast vom þessar kaffikvamir erlendar, en þó var til að íslendingar leggðu fyrir sig kvamasmíði, til dæmis vom víðatil á Suður- landi Hjálmholtskvamir sem Ólafur Þor- móðsson frá Hjálmholti í Flóa smíðaði. Venjulega var malað í eina hitu í einu, þannig að þegar hellt var upp á könnuna þurfti að byija á því að mala. Þetta verða menn að þekkja til að geta skilið þessa tví- raíðu kaffivfsu Guttorms Guttormssonar: Komir þú í hús þar sem kaffí er ekki á borðum og kunnir ekki við að biðja um það með orðum þá stattu bak við frúna um stund án þess að tala og stijúktu á henni bakið og þá fer hún aðmala. Skrattavatn, Skjávatn, Englapiss, Návatn ... Þegar búið var að hella upp á könnuna var — og er ennþá — algengt að hella fyrstu bununni í bollann og síðan aftur á pokann. Þetta var kaliað að „umhella" eða að „trekkja" kaffið. Fyrsta bunan var annars kölluð ýmsum nöfnum svo sem „óguðlega bunan", „eiturbunan", „skrattavatnið“ eða „stúthlandið". „Það slær þig ekki“ eða „það sér bara til botns á sextugu“ sögðu húsfreyjumar ef kaffíð sem þær bám fram var þunnt. Á Vopnafirði var sagt að það sæist til Langa- ness í gegnum bununa. Um þunnt kaffi vom annars til mörg orð og ekki öll sem fallegust eins og til dæmis „englapiss", „nærbuxnavatn“, „vinnukonuvatn", „kaffi- blávatn", „meyjarhland", „ærpiss", „stein- bítshland", „skjávatn", „návatn" eða „ná- hland". Sterkt kaffi kaliast hins vegar „rót- sterkt", „lútsterkt" eða „bleksterkt". Mönn- um virðist hafa geðjast betur að sterka kaffinu ef marka má þessi lítt virðulegu nöfn sem þunna kaffínu em valin. Bjartur í Sumarhúsum taldi kaffi til dæmis ekki drekkandi nema hægt væri að tjarga upp úr því hrúta. Það er mikil lyst á sterku kaffi í þessari vísu: Bleksterkt kaffi brennandi sem bijóstið kann að þola rauttaf könnu rennandi ogrokna stóran mola. KÓNGURINN DREKKUR AfUndirskál Áður var kaffi dmkkið úr stærri bollum en nú tíðkast. Karlmennirnir höfðu oft sér- staka bolla, svokallaða „skeggbolla" sem vom með spöng við brúnina til að vama því að skeggið færi ofaní kaffið. Væri kaffi brennheitt var því oft hellt á undirskálina og dmkkið af henni. Slík hegðun mun þó snemma hafa þótt „sveitó" og ekki við hæfi í fínum samkvæmum. Sú saga er sögð, að þegar Friðrik 8. kom hingað til lands 1907 hafi honum verið haldin veisla fyrir austan fjall þar sem mættir vom auk fyrir- manna landsins nokkrir góðbændur að austan. Þegar kaffið var borið fram hellti einn gamal! og virðulegur bóndi á undirskál- ina hjá sér og saup af gömlum vana. Ailir höfðingjamir stirðnuðu upp þegar þeir sáu hvað var að gerast. Hvað skyldi kóngurinn haida um íslendinga eftir þetta? Þegar Friðrik áttaði sig á hvemig stóð á þessum taugatitringi í samkvæminu hellti hann undireins kaffi á undirskálina sína. Og viti menn, einn af öðram fóm veislugestimir LESBDK MORGUNBLAÐSINS 16. AGOST 1986 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.