Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.08.1986, Blaðsíða 10
Brands var og jafnaldri Runólfs, Árni Þor- láksson síðar Skálholtsbiskup. Með þeim Áma og Runólfi tókst brátt vinátta, sem aldrei rofnaði. Var og Runólfur ábóti síðar um langan aldur hægri hönd Áma biskups og hollur ráðgjafi. Era þessi orð höfð eftir biskupi: „Runólfur er sá eini maður, sem ég treysti framar sjálfum mér í hveiju tor- veldi og þoranraun." Eftir að Runólfur hafði tekið hinar lægri vígslur og síðan prestvígslu með miklum sæmdum, gerðist hann prestur og lærifaðir ungsveina að Odda á Rangárvöllum, undir vemdarvæng Oddaveijahöfðingjans Andr- ésar Sæmundssonar. Þar var þá skóli haldinn og stundaðar fagrar menntir, ekki einungis guðleg vísindi, heldur og ritun bóka, einkum sögulegra fræða. Guðmundur ábóti gerir hlé á máli sínu, en heldur síðan áfram. Ekki er því að leyna, að á prestskaparár- unum í Odda varð Runólfur fyrir rógi vondra manna. Vitað var að með honum og Ás- björgu systur vinar hans, Áma Þorláksson- ar, vora kærleikar. Skyndilega laust upp þeim kvitti, að Runólfur legðist á hugi við unga námssveina. Hvaðan sú lygi var upp rannin vissu menn ekki. En misseri síðar gekk Ásbjörg að eiga gamlan vonbiðil sinn, ágætan mann, Helga Loftsson. Sonur þeirra er herra Ámi, sem nýlega er biskup orðinn í Skálholti. í framhaldi þessara atburða tók Runólfur prestur þá ákvörðun að gerast munkur í Þykkvabæjarklaustri, og komst þá á ný undir áraburð föðurbróður síns og lærimeist- ara, Brands ábóta. í klaustrinu varð vegur Runólfs brátt mikill, og gerðist hann fyrr en varði hægri hönd ábóta. Um eins árs skeið hafði bróðir Runólfur gistidvöl í Ágústínusarklaustrinu að Helgisetri í Nor- egi. Fór hann þangað að áfysi Brands ábóta, til að fullnuma sig í heilögum fræðum og hvers konar vísindum. Bókiðja var alla tíð líf Runólfs og yndi. En veraldleg umsýsla fór honum einnig vel úr hendi. Er það haft eftir Áma biskupi Þorlákssyni, að engan mann vissi hann til þess færari en Runólf Sigmundsson, að gerst hvort heldur sem vera skyldi andlegur leiðtogi klerkastéttar eða veraldlegur höfð- ingi að fomum sið. Runólfur mun snemma hafa tekið að fást við þýðingar helgar og brátt varð kunnugum mönnum Ijóst að hann var hið besta skáld á norræna tungu. Heilræðakvæðið mikla Disticha Catonis, heitir í íslenskri gerð hans Hugsvinsmál, og nefna sumir Hávamál hin kristnu. Þijátíu og þriggja ára að aldri var Runólf- ur vígður ábóti í Þykkvabæ, eftir að Brandur Jónsson hafði verið kjörinn biskup á Hólum. Um þær mundir hóf Runólfur að kveða helgiljóð sitt hið mesta, en mun ekki hafa lokið því fyrr en allmörgum áram síðar. Það er ort undir ljóðahætti og ber nafnið Sólar- ljóð. Þetta er síðasta erindið: Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira. Drottinn minn gefi dauðum ró, hinum líkn sem lifa. Ábóti gerði nú hlé á máli sínu, kallaði á skutulsvein og bað hann færa þeim bróður Grími norskt öl í könnu. Ölið yljaði notalega um leið og það rann niður. Ábóti hélt áfram frásögninni. Það mun hafa verið snemma á ábótaáram Runólfs, sem hann tók upp þráðinn frá dvöl- inni í Odda og hóf á ný að leiða hugann að gerð íslenskra sagna. Hann sagði mér síðar, að það hefði verið sér nauðsyn að hvflast öðra hvora frá iðkun guðlegra fræða, og hafi hann hneigst æ meir að sagnvísind- um og sagnasmíð. Smám saman hefði það orðið fastur vani sinn að veija einhi til tveim- ur morgunstundum til þess konar ritstarfa. Hann lét ekki mikið á þessu bera, en víst er að téðar stundir vora líf hans og yndi. Runólfur ábóti sagði mér einhveiju sinni, að nýlega skráð saga héðan að vestan hefði ýtt við sér fyrir alvöra. Það var Laxdæla saga, sem þú þekkir og hefur afritað að ég held tvisvar sinnum. Eftir lestur Laxdæla sögu kvaðst Brandur hafa ákveðið að freista slíkrar sagnagerðar. Hann leitaði efnis á slóðum móðurfrænda sinna austur á Fljótdalshéraði og setti sam- an Hróars sögu Tungugoða, frábrigðavel samda sögu. Þegar á leið samveratíma okkar Runólfs ábóta, tók hann að sýna mér aukinn trún- að. Hann hafði þó að mestu lokið sögu þeirri hinni stóra, sem hér liggur á borði. Nokkur ár hin næstu var hann þó að fást við ritið og bæta um betur. Runólfí ábóta þótti jafnan gott að ræða við vini sína um sögur. Við aðra flíkaði hann því lítt að hann fengist við smíð verald- arsagna, enda til þeir menn sem töldu slíkt eigi hæfa klausturhöfðingja og margvígðum drottins þjóni. Einhveiju sinni sagði hann við mig: Lítum til hæða, en gleymum þó ekki hinu, að við stöndum báðum fótum á syndugri jörð. Guðmundur ábóti á Helgafelli reis úr sæti og slíkt hið sama gerði bróðir Grímur, sem hlýtt hafði frásögninni með athygli. Ábóti tók tveim höndum handritið á borð- inu, lyfti því varlega upp og færði það ögn nær bróður Grími. Ábóti sagði: Nú fel ég þér þessa bók til afritunar. Um þá sögu, sem hér er í letur færð og geymd innan þessara tveggja spjalda, ætla ég hvorki að hafa mörg orð né stór. Að loknum lestri getur þú sagt mér hvemig þér féll sagan. Bróðir Grímur opnar handritið nær miðju og virðir fyrir sér skrift og frágang. Þetta er sæmilegt handrit, en þó treystir hann sér til að gera betur. Hann flettir nokkram blöð- um, opnar síðan bókina á öftustu blaðsíðu og les lokaorðin: „Og lýk ég þar Brennu- Njáls sögu.“ Gils Guðmundsson er þjóökunnur stjórnmála- maöur og rithöfundur, en hefur ekki skrifaö í Lesbók sl. 40 ár. Ingunn Þórðardóttir Orð Mörg óskrifuð orð átti ég til. Þau þutu um hugann fijáls og óháð. Svo lifandi. Festi ég þau á blað skrifaði á hvíta örk. Orðin urðu þar með fangar minir. Þau stóðu þama og bifuðust ei, voru fjötruð. Eg las orðin en þau lifnuðu ei. Þá brenndi ég örkina með oiðunum öllum veitti þeim frelsi. Þau eru aftur fleyg og vitja mín á ný. Ingunn Þórðardóttir býr í Reykjavík og er hjúkrunarfræöingur. Smásögur eftir hana hafa birzt i Lesbók og tima- ritum og hún hefur einnig skrifað fyrir útvarpiö. Gerður Kristný Slegið á strengi vináttunnar Þú ert sem ævintýrið upphaf minna sagna minnir svo í mörgu á mannsins bestu kosti. Þú ert þýður vindur, sem þykknar upp um nætur. Stundum burt þú starir, strýkur vindur vangann. Ég veit ei hvað þú hugsar né heldur hver þín bíður. Ég veit ei hver þín vitjar né villist inn til þín. Seg mér þína sögu sem í lengstum orðum. Veltu fyrir þér vinum vorsins svikaráðum. Fólk þú treystir teldu tóni vetrar fylgdu. Manst’ eftir mínu ljóði í myrkum febrúar hápunkti míns huga, hef ei síðan ort. Ég gef þér mínar gjafir, gef þér mína sál. Geröur Kristný er 16 ára Reykjavík- urmær. Erna Sigurðardóttir Þú Dökkbrúnir lokkar þínir leika við vindsins kinn. Nett talfang þitt notast að fallegum orðum. Dimmbláu augu þín togast á um smáaurana í sálinni. Minningar- Ijóð Ég mun aldrei njóta hans framar en minning hans lifir í hjarta mér. Hann var mikil hetja sem fómaði sér eins og hinir bræðumir og eftirlifandi gera. Því votta ég ykkur samúð mína þvi hann er fallinn í dag dagurinn í gær. Erna Siguröardóttir er ung Reykjavík- urstúlka. Málarinn (Til Stínu) eftir Benedikt Gestsson ögn frá krítuðum húsum er óendanleg og ber með sér gamla menningu, langt úr liðn- um tíma. Trén í húsagörðunum, einnig gömul og hvíslast á: Það er vind- urinn sem gefur þeim málið, og lognið sem skapar þögnina, en skóhljóðið ber þeim til eyma að tvær manneskjur eigi leið um strætið. í vitund þeirra er sól og hvítur sandur samofið óendanleikan- um og augnablikinu, einnig kýprastrén. Skuggar daganna era langir og stutt- ir á víxl, líkt og vegferð fólksins, sem eltir þá eða hrekst undan þeim, en trén era rótföst og laufíð lífmagnað, þar til haustar; þá er kliður í laufi og strætum. Þær gengu áfram hægum skrefum og íhuguðu umhverfið, létu augun hvarfla, frá götu að vegg og frá vegg útí firð- ina, til himins gegnum laufið og alla leið til sólarinnar, í skugga og úr skugga, svo gangan varð ljóskvik. — Hvert föram við, spurði stelpan og leit til konunnar. Konan leit til himinsins: — Hann er blár, hugsaði hún. Svo leit hún brosandi í andlit stelpunnar og sagði: Útí bláinn. — Hvað er þetta bláinn, spurði stelp- an. — Það er heim, sagði konan. Þær gengu þögular áfram, þar til strætið endaði, húsin urðu stijálli, en kjarr og lágvaxinn gróður tók við. Ofar í hlíðinni gnæfðu kýprustrén böðuð sól og þær fylltust djúpri lotningu, að ganga undir svo voldugum tijám. Þær námu staðar og litu stundarkom í andlit hvor annarar. Svo sagði konan: — Þetta era trén hans Van Goghs, um leið og hún benti í átt til kýpras- tijánna. — Þau era falleg, sagði stelpan. Konan brosti og kinkaði kolli, eins og til samþykkis. Svo leit hún niður hlíðina og útá sjóinn; þar skein sólin á hvelfing- unni úti við sjónhring. — Þetta er sólin hans, sagði konan og pírði augun. — Hún er heit, sagði stelpan, iokaði augunum og lét sólina yla sig. — Komdu, sagði konan blíðlega og lagði af stað niður hlíðina. Stelpan opnaði augun, eins og uppaf löngum svefni og horfði á eftir konunni. Hún hikaði augnablik, líkt og einhver ógn hefði vaknað innra með henni. Svo hljóp hún af stað, þar til hún náði kon- unni niðurá ströndinni; þar talaði aldan við sandinn, og þær eins og litlar þústir í ómælinu, en í hlíðinni kýprastrén og á himninum sól. Allt í einu segir stelpan, og það var ótti í röddinni: — Ef sólin væri ekki til, þá væri maður ekki sjálfur til, eða eins og að vera blindur kannski. Bara myrkur og maður væri aleinn. — Ég veit ekki, kannski miklu verra en það; nefnilega vonlaus, sagði konan. Á meðan sólin skín hefur maður þó von. — Er þá allt í lagi að vera einn, ef maður hefur von, spurði stelpan. Þær þögðu um stund, svo sagði konan: — Það er nóg að vita af einhveiju, sem maður veit ekki hvað er, en hafa þó hugboð um að það sé gott. Og sólin kemur og fer, og það sem kemur og fer, hvorki kemur né fer, heldur er allt- af. Þetta er svona haldreipi í tilveranni. — Hvað er haldreipi, spurði stelpan og leit í andlit konunnar. Konan hikaði augnablik, en sagði svo: — Það er eins konar líftaug, sem maður fléttar í huganum allt sitt líf og ef hún slitnar, þá hrapar maður. Stelpan læddi hendinni létt í hönd konunnar, svo horfðu þær niðurí sandinn dágóða stund og vora hljóðar. Svo litu þær hvor á aðra og síðan úteftir send- inni flöranni. Sólin skein heit á bak þeirra og þær á eftir löngum skuggun- um, sem minntu á voldug kýprustrén.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.