Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Blaðsíða 13
eftir í dauðann. Það er svo margt sem maður fær ekki skilið, þrátt fyrir allan sinn lærdóm. Þegar hér er komið sögu eru 12 ár liðin síðan bréfaskiptin urðu veruleg, og 14 ár síðan þau hófust. Ætli bréfin hafi orðið fyrir áhrifum hins daglega hversdagsleika á þessum ái-um? Ætli þau hafi ennþá verið opnuð með titrandi hiindum? Frú Meek hefur breyst mikið á þessum árum. Þcir, sem umgangast hana, lýsa henni sem æ fælnari, öfgafengnari og harðari af sér. Hún klæðir sig undarlega, og oft þvert á móti tískunni. Hún er oft sem stolt drottning, sem enginn fær að nálgast. Hennar eini tilgangur í lífinu felst í að hlýða á tónlist Tjækovskys. Ef það er ekki hægt í Rússlandi, ferðast hún ómældar vegalengdir til Parísar, og leigir þar leikhús fyrir sig eina til að geta notið tónlistarinnar ein og óséð. Þetta minnir óneitanlega á Lúðvík konung í Bæjaralandi, en endalok hans urðu ömurleg, eins og kunnugt er. Þeir, sem betur þóttust vita lýstu því yfir að hann væri vitskertur, steyptu honum því næst af stóli og settu hann í einangrun. Ætli eitthvað líkt þessu hafi skeð með frú Meek. Bréf hennar til vinarins eina bera engin einkenni andlegs sjúkleika. Þau eru skýr og skorinorð, en jafnframt full blíðu, eins og áður. Þessi mikilhæfa kona bjó yfir miklum kærleika. Eitt sinn skrifar hún um mikið tap, sem hún kveðst hafa orðið fyrir. En í Ijós kom, að þetta var aðeins smávægilegt, miðað við þau auðævi, sem hún hafði yfir að ráða. Hélt frú Meck að ástandið væri alvarlegt, eða var hún aðeins að prófa vin sinn? Hún hafði aldrei reynt neitt slíkt áður, en alltaf treyst honum blint. Hún hafði meira að segja gert sér far um að bægja frá honum öllum óþægjndum. Vildi hún kannski nú fá vissu sína um, hvernig viðbrögð hans yrðu, ef hún yrði fátæk? Samband tveggja mann- eskja, sem búa við svo ólíkan efnahag sem þau, hlýtur að vera vandkvæðum háð. Að vísu gerir það málið auðveldara, að hér er um velgjörðarmann og skjólstæðing hans að ræða. Einnig má segja, að frú Meck kunni einstaklega vel að vanda til allrar umræðu um peningamál og er auk þess mjög rausnarleg. Þótt fjárgjafir hennar og styrkir væru stórir, stóð slíkt ætíð í skugga blíðu hennar og umhyggju. Af flestum bréf- unum má ráða að ást hans sé veikari en hennar og ekki eins ástríðufull. í byijun veltum við þeirri spurningn fyrir okkur, hvort það væri ást eða vinátta, sem samein- aði þau. Því er erfítt að svara. Jú, frú Meck elskaði Tjækovsky, um það er ekki hægt að efast. Honum þótti eins vænt um frú Meck og honum gat þótt um nokkra konu. En um ást í venjulegum skilningi þess orðs var ekki að ræða. En þar er líka um að kenna því fasta móti, sem við höfum viljað steypa ástina í. Ástin er svo fjölbreytileg, að eiginlega ætti ekki að vera hægt að nota yfir hana nein orð. Tjækovsky var stóra ástin í lífi frú Meck. Hann lýsir tilfinningum sínum eiginlega best í tileinkun 4. sinfó- níunnar, sem er svohljóðandi: „Besta vini mínum“. Bréf Fullt Af Sársauka Síðustu bréfin eru lík þeim fyrstu, og fjalla um tónlist en bera jafnframt vott um umhyggju og hlýju. Tjækovsky skrifar 11. júlí 1890: „Ég hafði varla lokið við „Pique Dame“ þegar ég hóf vinnu við nýtt verk, sem ég var með í undirbúningi. Ég vona, að þér verðið ánægð að heyra, að ég hef skrifað sextett fyrir strengi. Ég veit, hve þér elskið kammertónlist, og gleðst því yfír því, að þér getið heyrt sextettinn minn. Og þér þurfíð ekki að fara á tón- leika til þess, þar sem flutningurinn geturfariðframheimahjáyður . . .“ En þegar litið er á dagsetningar þessara síðustu bréfa, bregður manni í brún, við að sjá, hve langt er orðið á milli bréfanna. Ymislegt annað bendir einnig til þess að samband þeirra sé að kulna. I byijun októ- ber er Tjækovsky staddur í fagurri borg í Kákasus, er Tíflis heitir. Þar býr Anatol bróðir hans, og með honum nýtur tónskáldið fegurðar staðarins. Hann er nú tiltölulega hamingjusamur, og góðum efnum búinn, já næstum ríkur maður. Verndarengillinn hans, frú Meck, vakir yfir honum eins og áður, og Tjækovsky býst hvað úr hveiju við næsta bréfi. Það kemur, en við lestur þess er sem honum sortni fyrir augum. Honum finnst fyrst eins og þctta sé martröð, og les bréfið aftur og aftur. Það inniheldur aðeins fáeinar línur; frú Meck segist hafa misst öll auðæfi sín, og þess vegna megi hann ekki búast við neinu fé frá henni framar. Gat þetta verið alvara? Hugur hans fyllist spurningum. í lok bréfsins er setning, sem særir hann djúpu sári, því hún snertir viðkvæma strengi í hjaita hans: „Gleymið mér ekki, og hugsið stundum til mín“„ Þetta vom síðustu kveðjuorðin, og skiln- aðurinn var sár. Bréf frú Meck var óskiljan- legt, en jafnframt ótvírætt. Honum finnst sem hnífi hafi verið stungið í hjaita sitt. Hann reynir að skilja hvað er að gerast. Stolt hans hefur verið sært djúpu sári. Hann svarar svohljóðandi með bréfi dagsettu 4. október: „Ég var að fá brcf yðar í hcndur, en við lesturþess fylltist ég djúpri hryggð. Það var ekki mín vegna, heldur yðar vegna. Þetta erekki aðcins orðagjáífur. Aðsjálf- sögðu væri ekki rétt að segja að slfk minnkun tekna minna hefði ekki áhrif á fjárhag minn. Það gerir hún, þótt það sé ekki í slíkum mæli sem þér haldið. Tckjur mínar hafa aukist mjög hin síð- ustu ár, og munu án efa halda áfram að aukast. Yður er óhætt að trúa því, að þér þurfið ekki að auka á áhyggjur yðar mín vegna því að fjárhagslegur skaði minn crmérekki tilfinnanlegur. Þessu megið þér treysta fullkomlega . . . Aðalatriðið er því ekki að cg vcrði að eyða minna, heldur að þér verðið að breyta Iffsstíl yðar. Þaðersáit, ogmóðg- un við yður, og mér finnst sem ég verði að ásaka einhvern fyrirþað (því auðvitað eru þér ekki sek) en ég veit bara ekki hvcr sá hinn seki raunverulega er. En hneykslan mín er tilgangslaus, og þar að auki hef ég engan rétt til að skipta mér af fjölskyldumálum yðar. Ég mun biðja hr. Pahulsky um að skrifa mér við tækifæri, um það, hvernig þér hagið málum yðar, hvar þér munuð búa og hversu þetta mun nærri yður ganga. Eg get ekki lýst því hvað þetta tekur mig sáit, og hvað ég óttast um hagyðar. Eg get ekki hugsað mér yður án ríkidæm- is.. .! Síðustu orð bréfs yðar særðu mig nokkuð, en ég held þó, að þér hafið ekki meint þetta alvarlega. Trúið þér því Tjækovsky 1893 virkilega á mig, að ég hugsi aðeins til yðar á meðan ég fæ peninga frá yður? Og þó svo væri, gæti ég samt gleymt því eitt augnablik, hve mikið þér hafið gert fyrir mig, og hve ég má vera yður þakklátur? Það er ekki orðum aukið að segja, að þérhafíð bjargað mér. Éghefði áreiðanlega gengið af vitinu hefðuð þér ekki komið mér til hjálpar, með vináttu yðar, hluttekningu og fjárhagslegri að- stoð. Allt þetta styrkti lífsvifja minn, sem svo lítill var orðinn. Nei, kæra vinkona, þér megið vera þess fullviss, að ég mun hugsa til yðar, og blessa yður til minnar hinstu stundar. Á þessari stundu gleðst ég yfir því að geta tjáð yður takmarka- lausa vináttu mína, sem ekki verður með orðum lýst. Líklegast hafið þér ekki hugmynd um, hvað góðgjörð yðar er mikil. Annars myndi yður ekki koma til hugar að biðja mig nú að hugsa „stund- um“ til yðar! Það er ekki orðum aukið, að égget ekki gleymt yður nokkra stund, því að í hvert skipti er ég hugsa um mig, verður mér ætíð, og óhjákvæmilega hugsað til yðar. . .“ Þetta er bréf frá vini, sem segist kunna þá list að vera þakklátur. Þetta er ekki ástarbréf. Þegar sum bréf hans líktust ástar- bréfum, þá var það líklegast eins konar bergmál úr bréfum hennar. Hann fann vináttu, en ekki ást. Sú vinátta var djúp og falslaus, og henni fylgdu engin skilyrði. Ætli ólíkar tilfinningar þeirra hafi eyðilagt samband þeirra og gert það innantómt? Það hvílir órannsakanlegur leyndardömur yfir I þessum aðskilnaði. HÚN SKRIFAÐIHONUM Aldrei Aftur Og það einkennilegasta er cftir: Fjár- hagur frú Meck var alls ekki eins slæmur og hún vildi þarna vera láta. Eigur hennar vom jafn miklar cftir sem áður. Otal ástæð- ur hafa verið nefndar fyrir þessu einkenni- lega bréfí. En um hina raunvemlegu ástæðu er allt á huldu. Með þessu bréfí, sem er ópersónulegt ef undanskilin er síðasta setn- ingin, lýkur bréfaskiptunum snögglega. Frú Meek skrifaði Tjækovsky aldrei framar. Nokkrar tilgátur em um skýringar á þessari gátu. Kannski hún hafi frétt af því, hvernig kenndum hans til karlmanna var háttað. Kannski hún hafi viljað fórna þessari vináttu vegna eins sona sinna, sem var veikur. Báðar þessar skýringar eru í hæsta máta ólíklegar. Samband þeirra var byggt á grunni þess, að þau höfðu samið um að sjást aldrei. Þetta útilokar þá skýringu, að frúin hafi slitið sambandi þeirra til að forðast hneyksli. Tjækovsky reyndi oftsinnis eftir þetta að hafa samband við frú Meck, en það reyndist alltaf árangurslaust. Pahulsky, sem eitt sinn var nemandi hans og ávallt einlægur aðdáandi, sendi öll bréf hans til baka með þeirri athugasemd að frú Meck væri slæm á taugum, og þyldi þar af leið- andi ekki að fá bréf, eða svara þeim. Ef þetta er rétt, hlýtur eitthvað að hafa komið fyrir, því að frúin hafði haft styrka stjóm á málum sínum til þessa. Ætli hún hafí bilað á geðsmunum, verið svipt sjálfsforræði og haldið fanginni í húsi sínu? Síðasta bréfíð hennar vekur til umhugsunar um þetta. Um fölsun er ekki að ræða, frekar þá, að henni hafi verið lesinn textinn fyrir. Það má vel vera, að aðstoð hennar og vinátta við tónskáldið hafi verið litin horn- auga af ijölskyldu hennar. Það fólk hefur kannski náð yfirhöndinni, og látið svipta hana sjálfsforræði, til að komast sjálft að auðævum hennar. Kannski það hafí samið allt bréfið, nema síðustu setninguna? Endalok Lúðvíks 2. konungs af Bæjara- landi urðu lík þessu. Trækovsky var frú Meck það sem Wagner var Lúðvík 2. Hinn elskaði og virti vinur, sem þurfti fjárhagsað- stoðar við. Upp frá þessum októberdegi 1890, breiðist þögult myrkur um þessa mikilhæfu konu. Enginn mun framar geta gert sér í hugarlund hvernig líf hennar var þessi 3 ár, sem hún enn átti eftir ólifuð. Þó má geta nærri um það, að tilfinningar hennar til Tjækovskys höfðu ekki breyst. Þær höfðu verið henni allt í heil 14 ár af lífí hennar. Þessar hugleiðingar útiloka næstum, að hún hafí sjálfviljug slitið sam- bandi þeirra. Þó má draga enn aðrar álykt- anir, til að upplýsa þetta einkennilega mál. í 14 ár, hafði frúin verið tónskáldinu stoð og stytta í lífí hans. Á þessu tímabili hafði hún elst og þjáðist nú af ýmsum kvillum, sem hún vildi helst leyna fyrir vipi sínum. Hún vildi ekki að hann hefði áhyggjur, þótt hún hefði hita eða langvarandi hósta, en kannski hann hafi komist að slíku eftir öðrum leiðum. Frú Meck nálgaðist sextug- asta aldursárið. Henni fannst hún vera gömul, þreytt og útslitin. Hún ímyndaði sér vin sinn ávallt ungan, sigri hrósandi og lífs- glaðan yfir frægð sinni. Ætlaði hún nú að fórna sér? Hélt hún að hún væri honum aðeins til trafala? Ef eðli sambands þeirra hefði verið annað, gætu þessar hugleiðingar átt rétt á sér. Þá væri þessi ákvörðun frú Meck næsta ofur- mannleg. En slík ákvörðun tapar gildi sínu í svo sjaldgæfu sambandi sem þeirra, þó að ekki megi útiloka hana sem skýringu á viðbrögðum frú Meck. Eiginlega hefðu hlut- verkaskipti átt að eiga sér þama stað. Tjækovsky hefði átt að gerast stoð og stytta konunnar, sem var farin að eldast. Var þessi kona svo stolt, að hún vildi heldur sjá á bak vini sínum, en að íþyngja honum á nokkur hátt? Þá bar þessi þunga ákvörðun ekki vott um hjartakulda, heldur stórkost- legan kærleika ... „BLÍÐAOGSTRÍÐA“ „Kannski dýrkaði ég N. Philaretownu svo, vegna þess að ég kynntist henni aldrei persónulega. Mér kom aldrei til hugar, að slík gyðja gæti breyst. Ég hélt að fyrr myndi heimsendir verða, en að N. Philaretowna breyttist gagnvart mér. Samt hefur þetta gerst. Það kollvarpar öllum hugmyndum mínum um manneskj- ur, og gerir trúna á það góða í þeim að engu. Það rænir sálu mína friði, og eitrar fyrir mér þá hamingju sem forlögin hafa ætlaðmér...“ Tjækovsky í bréf til Wladislaw Pahulsky 18.júníl891. Sárið í hjarta hans varð æ dýpra. Það gerir sársauka hans enn meiri, að fyrst var stolt hans sært, síðan hjartað. Hann er hræddúf llfn að hönúm værí lcennt um að hafa valdið skilnaðinum, og þá að græðgi hefði ráðið gjörðum hans. Pahulsky endur- sendir þctta bréf, eins og öll önnur. Hann minnist á slæmt ástand frú Meck. Skrif hans bera vott' um þá hlýju og virðingu, sem hann ávallt auðsýndi kennara sínum. Það hafði ekkeit breyst þótt hann yrði tengda- sonur frú Meck. En hann tekur af öll tví- mæli um það, að Tjækovsky nái nokkurn tíma aftur sambandi við hana. Sársaukanum linnir ekki, en lífið heldur áfram. Hann tekst nýjar ferðir á hendur, og semur ný tónverk. Hann stjórnar verkum sínum í Frakklandi og Bandaríkjunum. Það sækja mjög á hann lungar hugsanir. Síðurnar í dagbók hans eru fullar af hugleiðingum um heimspeki, trú, dauða og ódauðleika sálarinnar. Frú Meck er enn á lífi, en hún er jafnvel fjær honum en ef hún væri dáin. Enginn svarar spurningum hans lengur, og hann hlýtur ekki huggun hjá neinum. Hann vantar ást hennar í sorgum sínum, og vantar alla von. Hann gerir erfðaskrá, en kemst þá að því að hann á cngin auðævi, sökum þess, hve iirlátur hann hafði verið. Þó þarf hann ekki að hafa neinar áhyggjur, því að frægð hans skapar honum alltaf nýjartekjur. Endalokin nálgast. Hann gerir sér enga grein fyrir því, enda ekki von, þar sem heilsa hans nú er miklu betri en hún var jegar hann var ungur. Þó er eins og innst inni geri hann sér þetta ómeðvitað ljóst, iví að afkiist hans eru óvenjumikil. Fyrir hvern scmur hann nú? Einmanaleiki hans er mikill. Hann leitar að manneskju sem gæti orðið sannur vinur og telur sig finna hana í systursyni sínum Wladimir Dawidow, sem á aðeins eftir að valda frænda sínum vonbrigðum. Þetta minnir óneitanlega á hliðstæðu í lífí meistarans mikla, Beet- hovens. Tjækovsky finnur að tíminn líður, og finnst lífsverki sínu enn ólokið. Hann skrifar eftirfarandi í dagbók sína: „Mikið er lífíð stutt! Ég þyrfti enn svo mikið að gera, hugsa og skapa! Maður frestar öllu, aftur og aftur, þar til dauðinn bíður manns...“ „Mér fínnst dálitið undarlegt, að i síðustu sinfóníunni minni, sem ég var að Ijúka við, er eins og eitthvað, sem minnir á sálumessu. Sérstaklega á þetta við í lokakaflanum..." Tjækovsky í bréfi til Konstantins stór- fursta sumarið 1893. Litirnir breytast hægt og hægt, dofna og verða æ þunglyndari. Sumarið er liðið að hausti. Tjækovsky fínnst hann hafa samið sálumessu sína. í byijun október fer hann til Pétursborgar, til að stjóma þar þessu nýja verki sínu. Æfingar hefjast. En í þetta sinn virðist hann vera einkennilega annars hugar. Tónlistarmennirnir spila án innlifun- ar. Tónskáldið stöðvar leikinn og kemur með athugasemdir. Stundum er eins og hann vilji segja: Spilið af kærleika, því þannig samdi ég þetta! Skiljið þið ekki, að þetta er mín hinsta kveðja? En hann þegir. Tónlistarmennirnir leika áfram, villulaust, en án innileika. Tjækovsky er óendanlega einn. Mönnum ber ekki saman um atburði næstu daga. Modest, bróðir tón- skáldsins, segir bróður sinn hafa verið glað- an og áhyggjulausan. Aðrir segja hann hafa þjáðst af þunglyndi. Kannski er hvort tveggja rétt. Einn dagur getur verið óendan- lega langur, og klukkustundirnar rétt silast áfram. Þar er bæði hlátur og grát að fínna. Áður en vinir hans geta náð að stöðva hann, drekkur Tjækovsky glas af ósoðnu vatni með máltíð. Þá gekk kólerufaraldur í borg- inni, og að drekka ósoðið vatn var eiginlega sjálfsmorð. Hvort þetta var aðeins óvarkárni eða hfeint sjálfsmorð, veit enginn enn. Tjækovsky leggst veikur af kóleru. Hann minnist móður sinnar, sem hann hafði misst úr þessum sama sjúkdómi. í óráðinu nefnir hann nafn frú Meck næstum eins og með ásökun í rómnum. Innra fyrir býr djúpt sár. Þetta nafn, sem svo mikil áhrif hafði haft á sálu hans, hafði hann skrifað þúsund sinnum. Nadjeschda . . ., fornafn hennar. Bræður hans og nokkrir vinir dvelja hjá honum þar til hann gefur upp öndina kl. 3 um morguninn þ. 6. nóvember 1893. Fréttin um dauða hans berst eins og eldur í sinu um allt Rússland, Evrópu og Ameríku. Nokkmm dögum síðar er 6. sinfónían endur- flutt. Nú hlustar fólk djúpt snortið. Margir gráta, en andstæðingar Tjækovskys þegja þunnu hljóði. Nokkrum vikum eftir lát síns elskaða vinar, deyr frú Meck. Líf þeirra voru sam- tvinnuð á margan hátt, eins og svo oft er, þótt slíkt sé ofar mannlegum skilningi. Við vitum ekkert um síðustu ár hennar. En varla er annað mögulegt, en að hljómarnir frá verkum Tjækovskys hafi lifað í huga hennar. Þýtt úr bókinni Tschaikowsky - Ein Lebensbild eftir Kurt Pahlen. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. ÁGÚST 1986 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.