Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1986, Blaðsíða 9
löðrandi undir nælonbakpokanum. Ég var orðinn rennvotur í skónum því snjórinn virt- ist bráðna ofan í þá þrátt fyrir forsjálni og áburð. Leið nú á daginn, hitinn jókst og gleðin yfir tilfinningunni í fótum og mjöðm- um farin að dvina. í staðinn var komin kergja, þrjóska blandin frónskum metnaði. Ég skyldi aldrei gefast upp. Síðustu tvær brekkurnar bröttu, sem mér telst til eftir á að hafi verið tvær, voru nú framundan og sá ég nú vart annað en hælana á næsta manni á undan mér og tærnar á sjálfum mér og misjöfn fótsporin í fönninni. Sífellt oftar var numið staðar til að kasta mæðinni og iðulega bjóst ég við að sjá á eftir hjartanu út um vit mér, svo hart barð- ist það í brjósti mér og höfði. Þegar ég leit upp á þessu stigi göngunnar sá ég heklurn- ar hennar Heklu, slæðurnar fínar sem silki bærast við enni hennar, stundum ein, stund- um margar og mér varð hugsað til þess að oftar en ekki væri tindur hennar hulinn þessum blæjum. Hún ber því nafn með rentu. Loks komst ég upp að gígbarminum en stuttu áður hafði ungi sveinninn, sessunaut- ur minn í bflnum, hlaupið fram úr mér án þess að blása úr nös og tók ekki einu sinni eftir því er ég kastaði á hann kveðju með þessum snjöllu orðum: „Jæja, okkur ætlar að takast það." Nú var lunginn úr hópnum kominn upp á efstu gnípu og sestur þar, en ég og gömul kona fyrir aftan mig (auk aðstoðarfararstjórans, sem hafði verið skikkaður til að fara síðastur) dröttuðumst þetta síðasta spölinn. Næst á undan mér um tíu metrum, gekk maður, líklega Belgi eftir göngulaginu. Þegar hann er kominn út á sjálfan tindaskaflinn, rana af snjó á ytra byrði gígbarmsins, hverfur hann skyndilega sjónum minum eins og fjandinn sjálfur hafi kippt honum niður um gætt helvítis. Og nú varð mér fyrst ekki um sel, ég nam staðar, svitinn á enninu fraus og hjartað hætti að slá. Var ég orðinn vitskert- ur, var Hekla að fara að gjósa eða hafði Belsubub sjálfur teygt hramminn út um eld- húsgluggann sinn og náð sér í einn munnbita? Eða var ég farinn að sjá ofsjón- ir, kominn með sólsting? Sem betur fer fyrir mig og hann, þ.e.a.s. manninn en ekki Kölska, sá ég nú op í snjónum og hendi gripa upp og sfðan aðra, þá bakpoka og loks manninn allan, í heilu lagi. Hafði hann fallið niður í snjóhelli, sem ylurinn úr virku eldfjallinu hafði brætt út. Tók ég stóran sveig fram hjá þessu heljargapi og náði loks áfangastað, hvirfli Heklu sjálfrar, ég stóð á tindi Heklu hám... Og ég stóð á öndinni. En ekki lengi, þvi fætur kröfðust hvfldar og lögðu sig endilangt í gljúpt gjallið og hnakkinn í hinn endann skorðaðist milli tveggja hröngla, augun lokuðust og hugur- inn þakkaði guði fyrir að þessu var lokið, þ.e. göngunni, en varla hefði skipt máli á þessu stigi þótt lífinu hefði líka verið lokið. Er ég kom til sjálfs mín á ný leit ég yfír heiminn og sá að hann var harla góður. Ég var ofurlítill kjötbiti, gufusoðinn, með tvö augu, örsmá en þau sáu samt Vest- mannaeyjar úti á Atlantshafi, Rangárvelli og Þjórsártún, Ölfus og Ingólfsfjall, Hengil og Búrfell í Grímsnesi, Langjökul og Jarl- hettur og Botnssúlur og fleiri og fleiri fjöll og himin og fjarskans ómælisbláma. Undir mér mallaði skrattinn sína súpu og lék eim- urinn um kroppinn á mér sem var þó nógu þvalur fyrir. Um það bil sem ég var að fá aftur tilfinningu í útlimi var fararstjórinn staðinn upp og hvatti menn til niðurgangs. Ekki ætla ég að þreyta lesandann á lýsing- um á þeim andskotans piningum, sem biðu mín á niðurleið. Enda þótt galdurinn við að ganga ofati fjallshlfðar sé sá einn að bera til skiptis annan fótinn fram fyrir hinn og láta þyngdarlögmálið um afganginn þá var þessi niðurganga af Heklu ekki svo einföld. En með einhverjum hætti komst ég alla leið að fjallabflnum góða, komst úr skóm og sokkum og f sætið mitt og seint um kvöldið var mér fagnað af nágrönnum mínuin sem sannri hetju, þeir gæddu mér á ýmsum guðaveigum og dengdu mér loks um miðnætti í heitan pott, þar sem líkams- eymsli mín gufuðu upp í himinhvolfin. Sic transit gloria... Post scriptum: Þannig var mín Hekluför, í endurminningunni stórkostleg lffsreynsla. EftirkÖst urðu hvorki strengir né snúin liða- mót, pökk sé heitum potti og dýrum veigum, heldur skaðbrennt andlit, flagnaðir hand- leggir og jafnvel handarbðk og stórbólgnar varir. Þrír dagar frá vinnu þeirra vegna. í næstu fjallgöngu mun ég gæta þess að hafa meðferðis verndarkrem á andlitið og þá verð ég búinn að festa kaup á fallegum . hnébuxum og háleistum í stíl. Á jörðu niðrí, júlí 1986 Hrafn Andrés Harðarson, Heklufari. Höfundur greinarinnar er bókavörður i Bókasafni Kópavogs. Ur öskustónni Lækjargata 14 og 14b (Búnaóarfélagshúsið/Iðnskólinn gamii). Þessi fallegu, sam- byggðu tímbnrhús voru reist skömmu eftir aldamótin. Fyrir skðmmu kom upp eldur í nyrðra húsinu og urðu á þrí tðluverðar skemmdir. Ákvðrðun var strax tekin um að gera við húsið. Húsin eru bæði í eigu Reykjavíkurborgar. Tillögur um „endurbætt svipmót" á miðbæinn egar ég las grein um málarann Óskar Kokosch- ka í Lesbókinni 5. júlí sl. mundi ég eftir því, að ég hafði ætlað að svara annarri grein, sem birtist í Lesbókinni 14. júní. Síðarnefnda grein- in er eftir Gísla Sigurðsson ritstjóra og er eins Eftir Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt og segir í fyrirsögn um „framkomnar tillög- ur arkitektanna Guðna Pálssonar og Dagnýjar Helgadóttur varðandi nýbygging- ar og endurbætt svipmót á miðbæ Reykjavíkur". Eiginlega er þó greinin öllu frekar gagnrýni á viðhorf mfn til þessara tillagna, sem kom fram hjá mér í sjón- varpsumræðu nokkru áður. í stuttu máli fólst gagnrýni mín í því, að mér þykir skorta á það í tillögugerðinni, sem margt gott má þó segja um, að nægilegt tillit sé tekið til þess að miðbær Reykjavíkur á sér langa sögu, sem flestum er annt um og vaxandi áhugi er á. Byggingarnar, sem þarna standa, eru hluti þessarar sögu og ekki sá ómerkasti þar sem þær mynda og hafa myndað sjálft sögusviðið. Það er því eðlilegt að sýna þurfi gát og staldra við þegar gerðar eru tillögur um að jafna við jörðu mörg hús í miðbænum, við elstu götur bæjarins, og byggja ný. HlN MANNLEGA ÁSÝND í greininni um Óskar Kokoschka er eftir honum haft, að hann hafi málað borgir til þess að bjarga hinni allt að þvi mannlegu ásýnd þeirra yfir á léreftið áður en hún yrði gerð söm og jöfn öllum borgum um allan heim fyrir tilstuðlan tækniþróunarínn- ar. Viðhorf okkar íslendinga til gamalla Suðurgata 8 og 8a. Þetta tvístæða hús var fyrir nokkru komið að algjörum niðurlot- um og fáir bjuggust við að það ætti sér viðreisnar von. Nú er húsið í bópi þeirra húsa, sem risið hafa úr ðskustónni. Sjón er sðgu ríkari. Geta má þess að í nyrðra húsinu (nr. 8) bjó sá mikli ðólingsmaður sr. Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur langa ævi. húsa (byggingararfsins) hefur breyst mikið á undanförnum árum. Aukin þekking á þessu sviði bæði hvað snertir byggingarnar sjálfar og sögu þeirra ræður hér miklu. í vitund manna hafa húsin verið að lifna við. Æ fleiri eru nú farnir „að lesa hús" eins og Þórbergur komst að orði og fer áhugi á því vaxandi. HinLifandiSaga Samtímis hafa, með auknum kynnum íslendinga af öðrum löndum, opnast augu þeirra fyrir því að það er einmitt arfur kyn- slóðanna, ekki síst á sviði byggingarlistar, sem gerir borgir eftirsóknarverðar. Ferða- maðurinn leitar vitandi eða óafvitandi fyrst og fremst í gömlu borgarkjarnana þar sem saga viðkomandi staðar verður lifandi. - Og það þarf ekki einu sinni til að sagan sé raunveruleg, aðdráttaraflið getur byggst á skáldverki eins og t.d. er um hús Júlíu í Verónu, sem ferðamenn flykkjast að vegna hins fræga leikrits eftir Shakespeare. Sama má segja um hus Sherloek Holmes í Baker Street í London, sem menn leita árangurs- laust að. Á undanförnum árum hefur verið -unnið markvisst að húsakönnun f eldri hlut- um Reykjavíkur á vegum Árbæjarsafns. Nú um þessar mundir er verið að vinna að sérstöku riti um byggingarsögu Kvosarinnar á vegum Torfusamtakanna og Árbæjarsafns og hefur fengist styrkur úr Vfsindasjóði til þess. Þarna er unnið merkilegt starf, sem mun auka enn á þekkingu og skilning manna á því, að við eigum okkar byggingarsögu ekki síður en aðrar þjóðir þótt svipmótið sé annað. Nú gæti t.d. komið fram ný vitn- eskja um þá ágætu iðnaðarmenn sem þarna voru að verki, þekking sem gæti e.t.v. forð- að okkur frá því á siðustu stundu að kasta miklum menningarsögulegum verðmætum á glæ frekar en orðið er. Þekkja Menn Sögu HÚSANNA? Af eðlilegum ástæðum hefur þekking margra þeirra sem um þessi mál fjalla ver- ið af skornum skammti. Ekki mun það t.d. á almanna vitorði hversu mjög húsið Aðal- stræti 16, sem rffa á samkvæmt tillögunni, tengist sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þarna bjó Jón Guðmundsson, ritstjðri Þjóð- ólfs, einn helsti samherji Jóns Sigurðssonar. Þar komu þjóðfundarmenn saman til að ráða ráðum sínum eftir að þjóðfundurinn 1851 hafði leystst upp. í husinu Austur- stræti 22 hefur sitthvað gerst sem merkilegt er í þjððarsögunni. Þar stjórnaði Jörundur hundadagakonungur á sínum skammvinna valdaferli, árið 1809. í Lækjargötu 8 bjó t.d. Hannes Hafstein á sfnum skólaárum. í húsi því sem kennt er við ísafoldarprent- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. ÁGÚST 1986 9 '

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.