Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1986, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.1986, Side 5
Enn eitt mikilvægt atriði er ótalið, sem nánar verður vikið að síðar. Samkvæmt Stóradómi renna sektir í flestum tilfellum tii konungs og sýslumanna, en áður hafði þetta verið kirkjunni dijúg tekjulind, og samfara því hverfur forræði kirkjunnar í siðferðismálum í hendur hins veraldlega valds. Verður mikilvægi þessa áréttað frek- ar síðar. Refsispekin sem býr að baki refsiákvörð- unum Stóradóms ber svip þeirra hugmynda sem réðu ríkjum á þessum tíma meðal ann- arra Evrópuþjóða. Eitt megin einkennið eru ákaflega harðar refsingar sem lagðar eru við siðferðisbrotum og mun harðari en áður þekktust í íslenskum lögum fyrir sams kon- ar brot. Refsiharkan gengdi margþættum tilgangi og e.t.v. er óljóst hvað vakti fyrir löggjafanum í hvert skipti. í fyrsta lagi hefur refsiharkan vísast átt að hafa varnað- aráhrif, þ.e. með þeim hætti að fæla fólk frá afbrotum af þessu tagi, fyrst og fremst hinn brotlega sjálfan og þó ekki síður aðra sem voru vitni að framkvæmd refsingarinn- ar. Þá hefur harkan eflaust átt að fela í sér friðþægingu fyrir hinn brotlega, eins konar sáluhjálp, en jafnframt hafa menn með þessu þótst bægja frá reiði Guðs og koma í veg fyrir máttuga og ægilega hefnd hans. Ef hugað er nánar að þeim refsingum sem Stóridómur leggur við siðferðisbrotum, einkum þeim er talin voru til hinna alvar- legri, er víst óhætt að segja að stærstu einkennin séu ofstæki og óbilgimi. Má einna helst líkja þessu við, að kölski hafi tekið sér stöðu við dyr himnaríkis og sýnist það vera í æpandi mótsögn gegn boðum fagnaðarer- indisins hér á jörðu með allan sinn bróður- kærleik og umburðarlyndi. Eru ómældar þær þjáningar sem löggjöf þessi átti eftir að leiða yfir þúsundir Islendinga uns yfir lauk. Má segja að með setningu Stóradóms hafi blautri tusku verið slengt í andlit þjóðar- innar. Slík stóryrði bjóða að vísu heim einföldunum og ósanngjörnum sleggjudóm- um, þar sem sögulegt samhengi er með þeim rofið. Staðreyndimar verða hins vegar ekki umflúnar og tala þær sínu máli um hina öfugsnúnu siðfræði sem bjó með vaids- mönnum á þessum tíma. Stóridómur Og Siðaskiftin. SÖGULEGAR FORSENDIJR í Stóradómi er gerð tilraun til að skýra hvers vegna nauðsynlegt þótti að setja nýja iöggjöf um siðferðilega breytni manna, „sem að í vorum íslenzkum lögum ei var svo fullu- lega né skilmerkilega ámálgað eður tileink- að, með því þann heiðurlegi, velbyrðugi og háttaktaði höfuðsmann Páll Stígsson, kongl. majest. befalingsmann yfir allt ísland hafði hér dóms á beðizt af lögmönnunum og þótti hér svo stórleg þörf og nauðsyn á vera, sakir þeirrar óhæfu og fordæðuskapar sem svo margan hendir opt og ósjaldan, ár eptir ár, mest sakir hegningarleysis, sem guð forbetri, og etc.“ Hætt er við, að það yrði frekar þunn sagnfræði ef stuðst yrði við þessa skýringu eina við athugun á sögulegum forsendum Stóradóms. Telja verður, að skilningur á þessu fyrirbæri fáist ekki nema þrennt sé haft í huga. í fyrsta tagi með hvaða hætti Stóridómur tengist eflingu konungsvalds hér á landi á kostnað kirkjuvalds næstu áratugina eftir að siðaskiptin voru um garð gengin. í öðru lagi kenningar siðaskipta- frömuðanna, einkum Marteins Lúther, um kynlíf og hjónaband og verkaskiptingu and- legs og veraldlegs valds. í þriðja lagi er nauðsynlegt að sýna hvemig setning Stóra- dóms er í samræmi við réttarþróun í öðrum löndum N-Evrópu í kjölfar siðaskiptanna. Verða nú þessir þættir athugaðir betur. Með setningu Stóradóms hverfur forræði kirkjunnar í siðferðisefnum til hins verald- lega valds og jafnframt því rennur sakeyrir til konungs og sýslumanna, en hafði áður runnið til kirkjunnar. Gefur þetta strax til kynna að tilætlun konungs með Stóradómi hafi ekki aðeins verið að passa upp á sið- Gerður var munur á refsingu eftir kynjum, eða öllu heldur framkvæmdinni sjálfri. Fyrir blóðskömm og hórdóm (framhjáhald) í þriðja sinn, skyldi konum drekkt en karlar voru höggnir. c Sakamenn sem dæmdir höfðu verið til lífsláts þótti sleppa of vel með því einu að missa höfuðið. Oft hljóðuðu dómar uppá klípingar með glóandi töngum og beinbrot fyrir aftöku. Böðlarnir voru stundum sjálfir sakamenn, sem höfðu tek- ið að sér „embættið" og losnað sjálfir undan refsingu með því. Þannig var t.d. um Guðlaug, sem nefndur var Bessastaðaböðull. Hann var fátækur maður, bjó á Hvaleyri 'við Hafnarfjörð og neyddist til að stela mat úr verzlun. í stað þess að taka út harða refsingu tók hann að sér böðulsverkin og fékk þá nokkra ríkis- dali aukalega fyrir klípingar með töngum og beinbrot. ferði landans, heldur kunni hér pólitísk atriði einnig að spila inn í. Spurningin stóð sem sagt bæði um auknar tekjur konungs af landinu og aukin völd. Á miðöldum jókst auður og völd kirkjunn- ar jafnt og þétt og hér á landi reis veldi kirkjunnar sennilega hæst í tíð Ogmundar biskups Pálssonar í Skálholti og Jóns Ara- sonar á Hólum. Það má heita viðurkennd skoðun meðal sagnfræðinga, að siðaskiptin verði ekki skýrð, hvorki hér á landi né í öðrum löndum, nema hafðar séu í huga til- raunir konungsvaldsins til að efla auð sinn og völd á kostnað kirkjunnar. Verður ekki nánar fjallað um þessar kenningar hér en það sem skiptir mestu máli er að sýna að setning Stóradóms er í fullu samræmi við tilraunir konungs til að treysta tak sitt á þjóðinni, bæði efnahagslega og pólitískt, og er í þessum skilningi aðeins eitt af þeim meðulum sem konungur notaði í þessu skyni. Á árinu 1559—1566 var hirðstjóri kon- ungs hér á landi sá nafnkunni maður Páll Stígsson. Að öðrum fulltrúum Danakonungs hér á landi ólöstuðum var hann sennilega sá sem af hvað mestum dugnaði og harð- fylgi efldi áhrif og völd konungs. Var Stóridómur m.a. eitt af hans verkum. Með því að skoða starf Páls má sjá með hversu skipulegum og einbeittum hætti konungur sölsar undir sig völd og eignir á íslandi og ekki síst á kostnað kirkjunnar. Hér að framan er minnst á bréf sem lög- mennirnir Eggert Hannesson og Páll Vigfússon sendu konungi 1559, en aðalefni þess var ósk um að Páll Stígsson yrði settur í embætti hirðstjóra er Knútur Steinsson færi frá. Ennfremur er í bréfi þessu kvartað um tvennt er athygli vekur. í fyrsta lagi, að jarðir séu að ófyrirsynju komnar undir klaustur og kirkjur og þá er þess einnig óskað að konungur sendi út réttarbót um refsingar við óskírlífi. Miðað við síðari fram- gang Páls Stígssonar í málum þessum má leiða að því getur að áðurnefndar athuga- semdir séu runnnar undan rifjum hans. Skipunarbréf fékk Páll í embætti hirðstjóra 28. mars 1560, og leið ekki á löngu þar til opinberaðist sá einbeitti ásetningur hans að auka völd konungs hér á landi. Árin 1560, 1561 og 1563 sendi Páll Stígsson konungi þrjú bréf og er forvitnilegt að skoða efni þeirra um það sem þama var að gerast. í fyrsta bréfínu er einkum rætt um brennisteinsnám á íslandi og er Páll að benda konungi á leiðir til að ná þeirri tekju- lind undir sig, sem og konungur gerði á næstu árum. Átti einokun á brennisteins- námi og verslun með brennistein eftir að verða konungi drjúg tekjulind. í þessu bréfi ræðir Páll einnig um flutning Lögréttu, kirkjujarðir og síðast en ekki síst um þá feiknarlegu spillingu sem hér þrífist meðal alþýðu manna, með hórdómi og öðru ótil- hlýðilegu háttalagi og hvetur til að eitthvað sé gert í þeim efnum. í bréfinu frá 1561 víkur Páll einkum að tvennu. í fyrsta lagi kvartar hann yfir því hversu miklar jarðeign- ir hér á landi lúti forræði klaustra og kirkna. I öðm lagi áréttar hann þá skoðun sína að nauðsynlegt sé að gripa til aðgerða til að hafa hemil á holdlegum fysnum íslendinga. í þriðja bréfinu, sem er þeirra ítarlegast og ákveðnast er Páli einkum tíðrætt um siða- skiptin og kirkjuvaldið. Enn á ný er þess óskað að konungur gefi út fyrirmæli um refsingar við óskírlífi og jafnframt leggur hann til, að veitingavald biskupa á presta- köllum verði af þeim tekið og það fengið í hendur fulltrúum konungs, með því að prest- ar séu mjög þijóskufullir við erindum konungs hérlendis. Einnig er að fínna tillög- ur Páls um stofnun yfírdóms á Alþingi, sem verður að skoðast sem viðleitni til að hafa enn frekari áhrif á dómsvaldið í landinu. Af því sem hér hefur verið nefnt er aug- Ijós sá ásetningur Páls hirðstjóra, að knésetja kirkjuna og rýra hana völdum og tekjum sem mögulegt væri. En hvemig tekst svo Páli að koma þessum vilja sínum í fram- kvæmd? í stuttu máli tók konungur hugmyndum Páls opnum örmum, enda vom þær honum síður en svo á móti skapi. Hér skal aðeins staldrað vð þær aðgerðir kon- ungs sem helst snerta kirkjuna. Fyrst er að geta opins bréfs frá 27. mars 1563, með fyrirmælum konungs um að sóknarprestar skuli fá veitingarbréfið frá lénsmanni kon- ungs. Ugglaust hefur veitingarvald biskupa á prestsembættum átt sinn þátt í rótgróinni virðingu prestastéttarinnar fyrir biskupa- valdinu. Fátt var því betur til þess fallið, að grafa undan veldi og áhrifum biskup- anna, en að taka veitingarvaldið til prests- embætta úr höndum þeirra. Var það vísasta leiðin til að beygja prestastéttina til þeirrar hlýðni og undirgefni, sem konungur óskaði. Af sömu rót eru runnar tilraunir konungs til að ná undir sig jarðeignum kirkjunnar. Með lögleiðingu Koldingsrecess og stað- festingu Stóradóms 1564 er stigið enn eitt skrefið á þessari braut. Hvað snertir Stóra- dóm, er það einkum tvennt sem lýtur að eflingu konungsvalds á íslandi. í fyrsta lagi missir kirkjan forræði sitt í siðferðismálum og í öðru lagi verður hún af drjúgri tekju- lind, sakeyrinum. Með staðfestingu Stóra- dóms slær konungur tvær flugur í einu höggi, lamar veldi kirkjunnar á mikilvægu sviði og sviptir hana drjúgum tekjustofni. Það er ýmsum vandkvæðum bundið að gera sér grein fyrir því hversu miklir fjár- munir voru hér í húfi og hversu miklar raunverulegar tekjur konungs af sakeyrin- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. SEPTEMBER 1986 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.