Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Blaðsíða 6
varpsbanni? Ég hef ekki verið kvaddur í marga mánuði í fréttaviðtal. Ertu kannski hræddur?" við formann annars flokks, sem hann tilnefndi og áður hafði verið ráðherra. „Ég er svona álíka hræddur við ykkur báða, eða öliu heldur óhræddur," kvað fréttastjór- inn. „Hvað ætti ég svo sem að hræðast? Annars vill svo vel til, og það er best að þú heyrir það, að formaðurinn, sem þú nefndir, er jaftióánægður með fréttastjórann og þú. Hann fékk nefnilega ekki aðra um- fjöllun um flokksályktanimar sínar en fréttastofunni fannst við eiga.“ í annað sinn komst formaður íjölmennra féiagasamtaka svo að orði við fréttastjóra inni á skrifstofú hans: „Ég skal ráðast á þig persónulega í öllum dagbjöðunum ef þú birtir ekki þessa frétt nákvæmlega eins og ég vil hafa hana.“ Þá sagði ég: „Gerðu það bara, en ég neyðist þá líka til að skýra frá því opinberlega að þú hafir með þessari grófu hótun reynt að kúga fréttastjóra hjá opinberri stofnun til að ganga gegn eigin fréttamati og sam- visku.“ Óþarft er að taka fram að ekki heyrðist meira frá þessum manni, og mjög hefír nú fækkað í félagasamtökum hans. Sem betur fór kom maður ekki ósjóaður að sjónvarpinu. Ég hafði lengi áður verið fréttamaður hjá útvarpinu og kynnst „við- kvæmni“ ráðherra og annarra stjómmála- manna, var t.d. fyrsti þingfréttamaður útvarpsins, og þá kom það fyrir að einstaka þingmenn sátu með skeiðklukku í hendi sér meðan á þingfréttaflutningi stóð og mældu hve margar mínútur og sekúndur komu í hlut hvers þingmanns og flokks. Atvik, sem nú verður sagt frá, gerðist þó nokkm áður en ég hóf þingfrétta- mennsku: Fréttastjóri útvarpsins sagði dag nokkum að ráðherra útvarpsmála vildi strax fínna mig uppi í ráðuneyti. Erindið var þetta: Daginn áður hafði ég borið ábyrgð á frétt af fundi og ræðuhöldum og getið naftia ýmissa ræðumanna. En fallið hafði niður nafn samráðherra hans, sem ég vissi ekki fyrr en í þessu samtali að hefði talað. Það hlaut þá að hafa verið meðan ég skrapp frá á þessum fundi og bað starfsbróður minn frá dagblaði að láta mig vita hvað gerðist á meðan. En hann hafði augsýnilega gleymt að segja mér frá ræðu ráðherrans. „Þetta kennir þér kannski að treysta aldr- ei neinum af þessu sauðahúsi yfír þröskuld," sagði ráðherrann þá, og átti við flokk blaða- mannsins, kunningja míns. „Ætti ég jafnvel ekki að treysta besta vini mínum, ef hann væri af þessu sauðahúsi?" andæfði ég hneykslaður. „Nei, ekkert frekar fyrir það,“ segir ráðherra þá hinn staffímgasti. „Og hvers vegna, ef ég mætti spyija?" sagði ég. „Vegna þess að menn af þessu sauðahúsi í stjómmálunum hafa annað „mentalitet" en allir aðrir, þeim er aldrei að treysta," vom óbreytt orð ráðherrans. Hann var samt sestur í ríkisstjóm með mönnum af þessu sauðahúsi innan fárra ára, og blaðamaður- inn veitir nú forstöðu virðulegri ríkisstofnun. Skylt er að taka fram að ráðherrar út- varpsmála, hinir eiginiegu yfírmenn Ríkisút- varpsins, reyndu aldrei í annan tíma að skipta sér af fréttaflutningi mínum, hvorki í útvarpi né sjónvarpi, og þeir vom úr öllum gömlu stjómmáiaflokkunum. Það vom aðrir oddvitar stjómmálanna sem vom með þá afskiptasemi, sem að framan greinir. Þótt þau afskipti séu efni þessa pistils vom stjómmálamenn hreint ekki vandmeð- fömustu viðskiptavinir sjónvarpsins á minni tíð þar. Framantalin afskipti vom undan- tekningar. Þeir vom þvert á móti og yfirleitt hinn skemmtilegasti hópur í heild sinni, og ég sakna ekki síst tengslanna við þá þegar ég er nú sestur í gamla steininn. Að lokum óska ég sjónvarpinu sjálfstæðis og sannra heilla í framtíðinni og þakka öll- um samstarfíð þar. SÖNGUR OG FJALL Daginn áður höfðu hann og Dagmar gengið upp í Ból, sem var grasi vax- in laut í íjallinu, þaðan sem sá vítt yfír byggð- ina. Fjöllin fyrir austan orkuðu svo sterkt á hana. Og hún hafði gripið í hönd hans einu sinni, þegar steinn valt undan fæti hennar. Hún hafði smáa hönd og hlýja. Þennan dag var margt í fluginu suður. Annars flugu mcst sjúklingar, þingmenn og endurskoðendur fyrir útgerðina. Hann horfði eins og í leiðslu út um tvöfalda, hring- laga rúðuna, og sá húsin og höfnina og bátana fjarlægjast og verða smærri. Væng- ur flugvélarinnar snerti næstum því fjalls- hlíðina, þar sem síðustu snjóar vorsins vom að hopa fyrir hækkandi sól. Bráðum færi moldin að ilma. Skrýtið að vera á leiðinni suður að læra söng. Hann öfundaði hina strákana af því að vera bara kyrrir í saltfiskinum. Nú vom þeir búnir að vinna í þijá tíma. Hann hafði farið inn á flugvöll með rútunni, sem var eins og einkennilegt skordýr, þar sem hún mjakaðist út eftir hlíðinni. Þessi végur var varla nema svolítil rák í fjallið, með bratta hlíðina fyrir ofan og djúpan sjóinn fyrir neðan. Þessi bröttu fjöll við þennan djúpa sjó. Rútan var samt ný. Miðstöðin var af bestu sort og stórar og miklar framrúður og vinnukonumar þurrkuðu rigninguna af þeim, háttfast og af mikilli samviskusemi. Tímamir breyttust. Nú varð maður að vera kominn á mínútunni niðrað pósthúsi, ef maður ætlaði með rútunni og bílstjórinn var líka nýr. Fyrirrennari hans hafði þrætt þorpsgötumar og stansað við húsin, alls staðar þar sem farþegi var inni. Hann ræsti menn hlýlega, ef þeir vom ekki vaknaðir í tæka tíð, af því það hafði verið svo gaman í gærkvöidi. Svo bar hann fyrir þá pokann eða töskuna og sagði, að nú væm þeir að fá hann út af Hellunni og svo væri komin loðna. Og það lægi vel á þeim gamla, þegar ryki í versmiðjunni. Nú væm strákamir búnir að vera að í þrjá tíma í saltinu, með gular svuntumar og sígarettu í munnvikinu Smásaga eftir Gunnar Björnsson og Svenni kannski orðinn dálítið bijálaður og segði hvern djöfulinn þeir væm að hangsa og allt væri svo notalegt og alveg eins og það átti að vera. Reyndar hafði alltaf verið söngur í ætt- inni. Faðir hans hafði mjúka bassarödd, en föðurbróðir hans háa tenórrödd og það hafði hann einnig. Svo hafði nýi presturinn komið og þeir höfðu farið að stauta sig í gegnum glúntana og Gunnar og Njál og Nú vagga sér bámr og presturinn hafði sungið neðri röddina og sagt, að hann væri efni í stór- söngvara með þessa eðlilegu raddbeitingu, þegar maður sækir röddina niðrí rass og syngur eins og maður sem hefur góðar og heilbrigðar hægðir. Faðir hans hafði viljað að þeir athuguðu með einkakennslu fyrir sunnan, bara nokkra tíma fyrst, og svo sæju þeir til með framhaldið. Hann þekkti konu í Vesturbænum með fínt ilmvatn og lakkaðar neglur við píanóið og mink um hálsinn, sem kenndi söng og hafði sungið einn eftirmiðdagskonsert á Scala. Svo hafði Kaupfélagið styrkt hann dálítið og eftir það varð ekki aftur snúið. Ef hann mundi ílengjast fyrir sunnan, yrði Dagmar að koma suður líka. Hún vann á sjúkraskýlinu fyrir austan, með þessar sterklegu lendar og mjúku kálfa, sem komu niður undan hvítum kjólnum og það brak- aði yndislega í nælonsokkunum hennar, þegar hún gekk á klossunum um gangana á Gamla skýlinu. Dagmar var miklu fal- legri en flugfreyjan, sem var að vísu ágæt líka, þegar hún bar honum þessa spartönsku hressingu, sem þeir voru nýfamir að selja farþegum. Bara að Dagmar vildi koma suð- ur. Hún, sem var svo ánægð fyrir austan, þótt hún væri úr Reykjavík. Hún var svo góð við vistfólkið á skýlinu. Ég er hjá þér, Kristbjörg mín, sagði hún við Bjöggu gömlu í Bámnni, sem var komin út úr heiminum og sat í stólnum, sem börnin hennar höfðu gefíð henni, þegar hún varð áttræð, og sagði halló í sífellu og dró seiminn á óinu, eins og hún hefði verið póstmeistari og símstöðv- arstjóri í fyrra lífi. Vill enginn vera hjá mér, sífraði hún daginn út og daginn inn. Svo er líka Guð hjá þér, Kristbjörg mín, var Dagmar vön að segja við sífruskjóðuna gömlu og svo lagði hún þessar fallegu hend- ur á axlir gömlu konunnar og stundum meira að segja kinn við kinn. Og Ingimar, sem fór hraðferð sína um stofur og ganga með hendumar á kafí í buxnavösunum, lítill og grannur og álútur með mgl í auganu, slitinn af því í gamla daga settu þeir bátana upp á sjálfum sér. Fíflið, sagði hann. Vitur maður, Jesú. Og Gísli reykingamaður, sem sagði áttu sígarettu, og vildi hvergi vera annars staðar en undir teppinu á rúmi sínu og hafa breitt yfír höfuð. Faðir hans hafði sagt honum að vera bjartsýnn. Ef allt gengi vel mundi hann kannski seinna fara til Þýskalands að læra söng í alvöru. ísland vantaði söngvara, sem kynnu að láta téið heyrast í hinum vinsælu rímorðum Þjóðveija eins og Schlacht og Nacht og Pracht. Kannski væri of mikið af fúskumm, sem yrðu að láta sér nægja að benda á háa c-ið uppi í ijáfri, þótt þeir hefðu góðar raddir af náttúmnni. Þeir kæmust bara aldrei alveg upp, af því þeir kynnu ekki að styðja við tóninn með rassinum. Sjálfur var faðir hans í Karlakórnum Steggj- um, en piltinn gmnaði, að karlakórssöngur væri oftar en ekki hálfgerð klúbbstarfsemi, dálítið eins og saumaklúbbar. Stundum byij- uðu karlakórar á því að reisa sér vínbar, síðan komu klósett og loks salur með senu og flygli. Fyrstu tenórarnir kepptu um það frammi á klósetti, hveijir gætu byijað hæst á Hamraborginni eftir Kaldalóns. Þrátt fyr- ir allt, hafði pilturinn dálitla minnimáttar- kennd í návist þessara sterku manna, sem höfðu svo háar raddir, að þeim fannst aldr- ei sungið nógu hátt upp eftir tónstiganum. Svo vom líka djúpir bassar, sem gátu sung- ið niður á spýtu á orgelinu. Sumir vom fljótir að læra raddirnar, þótt erfíðlegar gengi með textann. Faðir hans hafði komið að máli við stjómandann eftir flömtíu æf- ingar fyrir Finnlandsferðina í fyrra og sagt: Nú emm við að verða klárir á röddunum, en þá er það bara helvítis textinn. Það gekk náttúmlega ekki, að segði kórinn sjabadú, þá segði einstaka maður skibidú.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.