Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Side 8
Björg Þorsteinsdóttir: Óskasteina, 1986. SEYTJÁN ÁRA OG í FULLU FJÖRI f dag verður opnuð samsýning Graffldelagsins á Kjarvalsstöðum og kemur þarí ljós, að þessi listmiðill hefur þróast í rétta átt. Lengi vel átti grafík undir högg að sækja hér á landi, enda voru fáir sem lögðu stund á hana. Hér er stiklað á nokkrum atriðum úr fortíðinni og rætt lítillega við tvo grafíklistamenn, Ragnheiði Jónsdóttur og Daða Guðbjörnsson. rykklist á sér ekki langa sögu hér á landi, ef frá eru talin nokkur einangruð fyrirbæri, svo sem tréþrykk úr Hólaprentstofu sem ætluð voru til bókaskreytinga og koparstungur sem komu að utan og prýddu heimili betur stæðra. Til eru dæmi um að stungið hafi verið eftir teikningum íslenskra listamanna og eru þekktust þeirra skreytingar Sæmundar Hólm (1749—1821), en eftir teikningum hans við ferðabók Olaviusar, 1780, voru stungnar myndir af þýskum grafíklista- mönnum. Sæmundur reyndi að fá grafíkpressu keypta til landsins, en yfírvöld sinntu ekki beiðni hans og þ.a.l. urðu íslendingar enn um sinn að reiða sig á innflutning slíkrar listar. Því miður varð tilraun hins ágæta teiknara tii að skjóta stoðum undir íslenska þrykklist aðeins ein af Qölmörgum sem fóru í vaskinn næstu tvær aldimar. Það er sorglegt að svo snemmborinn áhugi fyrir grafík skuli ekki hafa borið fijó- an ávöxt fyrr en á seinni hluta tuttugustu aldar, því ekki er manni örgrannt um að lítill áhugi landsmanna á svartlist sé afleið- ing þeirra löngu fæðingarhríða. Grafík er svo náskyld teikningu, að hún getur vart talist annað en fjölfölduð svartlist. Flest hefðbundin þrykk lúta sömu lögmálum og teikningar. Listamaðurínn dregur væntan- lega þrykkmynd upp með einhveiju áhaldi; eggjámi; sýl; olíukrít, eða öðru hjálpartæki og hagar sér þá nákvæmlega eins og teikn- ari. Það er einungis undirstaðan sem er ólík; stensill úr málmi; gúmí; viði; steini og silki í stað pappírsins, að ógleymdri sjálfri prent- tækninni. Snemmbornir Brautryðjendur Nú stendur fyrir dyrum sýning félags- manna í íslenskri grafík, félagi sem upphaflega leit dagsins ljós árið 1954, logn- aðist útaf, en var endurvakið árið 1969. Það eru Kjarvalsstaðir sem hýsa sýninguna að þessu sinni, enda þarfnaðist félagið rúm- góðra salarkynna, því það hefur vaxið svo mjög upp á síðkastið að tala meðlima hleyp- ur á nokkrum tugum. Það er m.ö.o. af sem áður var þegar ein- ungis örfáir sérvitringar innan stéttar myndlistarmanna lögðu sig eftir grafík- tækninni. Það var þó brautryðjendastarf þeirra sem kveikti áhugann í bijóstum yngri manna. Þar verður að geta manna eins og Guðmundar Einarssonar frá Miðdal (1895—1963), en hann var óþreytandi að kynna löndum sínum heima hinar ýmsu teg- undir lista og listiðna. Guðmundur var sannkallaður þúsundþjalasmiður; málaði; vann að leirkeragerð og síðast en ekki síst

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.