Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Page 9
1 i i ) ! Iagunn Eydal: Fagwt galaði fuglinn sá, 1986. Rut Rebekka: í prófíl, 1986. Sáldþrykk. Jón Reykdal: Öræfastóð, 1986. Þórður Hall: Nafnlaus, 1986. opnaði hann augu samianda sinna fyrir feg- urð koparþrykksins. Hann var fyrstur íslendinga til að halda sérstaka grafíksýningu, en það var árið 1925, þegar íslensk nútímalist var enn í burðarliðnum og fyrsta kynslóð lærðra lista- manna vart búin að slíta bamsskónum í málaralistinni. Því miður vakti sýning Guð- mundar ekki þá athygli sem skyldi. Því kom það í hlut annars listamanns, engu ómerkari, að vekja almennan áhuga á grafíklistinni, einkum meðal kollega sinna. Sá var Jón Engilberts (1908—1972) og var hann öðrum fremur stofnandi félagsins ís- lensk grafík, árið 1954. Þótt til sé fjöldi þrykkverka eftir samtímamenn hans, svo sem Snorra Arinbjarnar, Þorvald Skúlason, Gunnlaug Scheving og Nínu Tryggvadóttur, var það Jón sem manna hæst hélt merki grafíklistarinnar á loft, allt frá kreppuárun- um og fram til stofnunar hins síðbúna félags þiykklistarmanna á íslandi. ÁHUGINNLIFNAR Eini tengiiiðurinn milli hins gamla félags frá sjötta áratugnum og þess sem nú, sautj- án vetra, mætir lífsglatt til leiks að Kjarvals- stöðum, er Bragi Ásgeirsson (1931— ). Fyrir utan mikið magn steinþrykks, kopar- ætinga, dúk- og tréskurðar, sem eftir hann liggur, einkum frá sjötta og sjöunda ára- tugnum, kenndi Bragi grafík í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Þannig komust ýmsir nemendur hans í kynni við hina aida- gömlu list sem var svo ung hér á landi. Að endingu skal getið Einars Hákonar- sonar (1945— ), sem kom á laggimar sérstöku grafíkverkstæði í Myndlista- og handíðaskólanum, þegar hann kom heim frá námi í Gautaborg, árið 1968. Kom hann á námskeiði í þrykklist og voru meðal nem- enda hans nokkrir af þekktustu grafíklista- mönnum okkar, s.s. stöllumar Björg Þoreteinsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir. Ári síðar var núverandi félag islenskra grafíkiistamanna stofnað og vom félagar þeir sem enn voru á lífi af eldri kynslóð svo og þeir sem nýlokið höfðu námi í grafík, einkum á Norðurlöndum. Þegar í upphafi var starf félagsins mjög fijótt og má geta þess að árið 1970 var sýning á vegum þess send í kringum landið. Einnig jukust sam- skipti við aðrar þjóðir til muna. Bæði komu hingað sýningar í tengslum við íslenska grafík, þar sem þátttakendur vom fra Norð- urlöndum, öðmm Evrópulöndum og Banda- ríkjunum. Eins gafst íslenskum þrykklistar- mönnum tækifæri til að sýna vítt og breitt um heiminn. ÓSKABYRJUN Nú er félagið íslensk grafík sautján vetra eins og áður sagði og þar af leiðandi er ekki úr vegi að skyggnast ögn inn í heim þrykklistarinnar og velta vöngum yfir því sem er á döfinni; horfum og því sem er að baki. Til liðs við mig fékk ég þau Ragn- heiði Jónsdóttur, sem verið hefíir einn af máttarstólpum félagsins frá upphafi, og Daða Guðbjömsson, formann Félags íslenskra myndlistarmanna, sem jafnframt því að vera málari er afkastamikill þrykk- listamaður. Fundum við okkur stað á lofti matsölustaðar í miðbænum og fórum að ræða saman. Mig langar að spyrja þig Ragnheiður hvernig fyrstu árin hafi verið. Var þetta óskabyrjnn hjá félaginu? Við héldum sýningu árið 1970 í Unuhúsi við Veghúsastíg, þar sem um tíu manns sýndu. Undirtektir voru ósköp dræmar og einungis fáein verk seldust. En strax ári seinna, eða 1971, kom hingað sýning frá París, sem hlaut ágæta dóma og töluverða LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. OKTÓBER 1986 9<

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.