Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1986, Blaðsíða 14
Volvóian er búina sívirkrí fjöðrun og hallar inn í beygjuna meðan að hinn hallar út úr henni. SMRK FJÖDRUN Síðasta áratug hafa bílahönnuðir um víða veröld kappkostað að auka hagkvæmni í rekstri bíla. Barátta þeirra fyrir orkusparnaði hefur birst í mörgum myndum svo sem minnkaðri núnings- og loftmótstöðu og í eyðslugrennri mótorum. „En nú er önnur tíð/síðan eftir stríð“, eins og segir í einni af limrum Þorsteins Valdimarssonar. Olíukreppur og önnur óár- an, sem hrelldi bíleigendur héma á árunum áður er nú liðin tíð — a.m.k. í bili. Því bein- ist nýsköpunarkraftur bílahönnuða í dag inn á aðrar og kannski ekki jafn hagnýtar braut- ir og fyrr, eins og til dæmis að auka á þægindin. Breska fyrirtækið Lotus Cars Ltd. hefur á síðustu árum unnið að þróun nýs fjöðruna- rbúnaðar sem mun, ef vonir framleiðend- anna rætast, valda byltingu í þægindum og aksturseiginleikum bfla. Með þessum nýja flöðrunarbúnaði, sem ef til vill má kalla sívirka fjöðrun (active suspension), heyra nú venjulegar Qaðrir, gormar og demparar fortíðinni til en í staðinn er komið tölvu- stýrt vökvakerfi með vökvatjakki út í hvert hjól. Þessir tjakkar, sem ýmist geta starfað sjálfstætt eða allir saman, kalla fram áður óþekkta fjöðrunar- og aksturseiginleika hjá bílum. Ef til vill ber mest á aukinni mýkt því þetta kerfi gerir hjólunum kleift, hverju fyrir sig, að gefa eftir við stærri ójöfnur í yfirborði vegar. í stórum dráttum má lýsa virkni þessa kerfís á þann hátt að skynjarar í hjólum nema hreyfíngu þeirra og senda boð um hana til tölvu. Hún sér síðan um að vökva- tjakkamir dragi hjólin inn eða þrýsti þeim út í samræmi við yfírborð vegarins. Allt þetta ferli tekur ekki lengri tíma en svo, að innan við þrír þúsundustu hlutar úr sek- úndu líða frá því að skynjaramir nema hreyfíngu hjólsins þar til að tjakkamir taka við sér. Til þes að gefa lesendum hugmynd um hraðvirkni þessa búnaðar þá ferðast bfll aðeins tæpa 6 sentimetra á þeim þrem- ur míkrósekúndum sem það tekur vökvat- jakkana að bregðast við upplýsingum frá hjóli, miðað við 70 km/klst. ökuhraða. Með sívirkri íjöðrun er líka hægt að fram- kalla óvenjuleg viðbrögð hjá ijöðrunarbún- aði sem sum hver em í verulegri mótsögn við það sem við eigum að venjast í aksturs- háttum bíla. Eins og til dæmis að láta bílinn halla inn í beygju sem tekin er á miklum hraða með því að auka þrýsting í vökva- tjökkum ytri hjóla í beygjunni. Eða að hafa fjöðrunina mjúka og þægilega á grófum vegi en aftur á móti stífa þegar ekið er eftir hlykkjóttum vegi til þess að halda bet- ur við í beygjum. Með sívirkri íjöðrun má enn fremur auka á stöðugleika bíls í beygj- um með tilliti til yfir- eða undirstýringar. Eftir ákveðnu forriti færir tölvan sjálfkrafa þunga bflsins á milli ytra fram- og aftur- hjóls með því að þrýsta hjólunum mismun- andi mikið út. Þetta gerir hún þegar skrikunar fram- eða afturenda verður vart í krappri beygju. Allt gerist þetta með að- stoð skynjara sem komið er fyrir á mismun- andi stöðum í bílnum og hugvitssamlega forritaðri tölvu — og svo náttúrulega fljót- virkum útfærslubúnaði. Nokkur ár eru síðan að þróun sívirks fjöðrunarkerfís hófst hjá Lotus Cars Ltd. Fyrst var því komið fyrir í kappakstursbíl en þótti þá helst til seinvirkt og orkufrekt. 20 hestöfl fóru í það eitt að knýja vökvabún- aðinn. Það er því fyrst núna á seinni tímum sem tölvur eru orðnar nógu fljótvirkar til þess að ráða við þetta verkefni og einnig hefur tekist að minnka verulega „orku- neyslu" vökvabúnaðarins. Þannig tekur hann núna aðeins 6 hestöfl til sín við há- marksafköst, eða álíka mikið og vökvastýr- isdæla þarf á að halda undir fullu álagi. Nálægt því hálf tylft bílaframleiðenda hefur hafíð tilraunir með sívirka fjöðrun á bílum sínum. Areiðanlega munu samt nokk- ur ár líða þar til að þessi búnaður kemst í fjökiaframleiðslu og verður þá vitanlega settur fyrst í fínni tegundir. Volvo er sá bílaframleiðandi sem hvað lengst er kominn í sambandi við þróun og tilraunir með sívirk- an fjöðrunarbúnað. En General Motors og fleiri bandarískir bílaframleiðendur fylgja fast á eftir. Fyrir okkur íslendinga, sem ferðumst svo mikið á órannsakanlegum og holóttum veg- um landsins, ætti tilkoma þessa nýja fjöðr- unarbúnaðar að vera sérstakt ánægjuefni. Kannski að yfirstjórn vegamála falli frá öll- um frekari áætlunum um lagningu bundins slitlags á holóttan hringveginn en beiti sér í stað þess fyrir niðurgreiðslum á bflum búnum sívirkri fjöðrun til almennings? -jb. Vökvatankurínn erstaðsettur undir vél- arhlifinni. Á myndinni sjást einnig háþrýstivökvaleiðslur sem liggja í vökva- tjakk sem kemur í stað MacPherson- fjöðrunarí vinstra framhjóli. A neðrí myndinnimá sjá stjómborð tölvunnar þaðan sem hægt erað handstjóma fjöðr- uninni eða slá inn ný forrít fyrir hana. HJALPARMOTOR AFTARI SKYNJARIFYRIR VÖKVATJAKKUR LÓÐRÉTTA HRÖÐUN VOKVALEIÐSLA STÖÐUMERKI STJÓRNBORÐ Teikningaf uppbyggingu vökvakerfisins fyrir sívirka fjöðrun í Volvo. Innfellda myndin sýnirþær hreyfingar bílsins sem skynj- aramirgeta numið. LÓÐRÉTT HREYFING í STAMP í 4T bt FÆRSLA HJOLS SNUNINGURN 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.