Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1986, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1986, Page 9
Parísaróperan sýndi „Tarare" eftir Salieri 1787, en hann vann þá sinn stærsta sigur sem tónskáld. Síðan fetaði hann framabrautina sam- kvæmt ítarlegri áætlun, hann hélt hljóm- leika fyrir konungsættina af Habsburg og þáði viss boð erlendis um að koma þar fram sem gestur. Gassman dó 1774, og það kom engum á óvart, hver tók við af honum. 24 ára gamall gegndi Salieri einu virðulegasta embætti í Evrópu: sem hirðtónskáld og tón- listarstjóri við ítölsku óperuna í Vín. Og þegar staða hirðhljómsveitarstjóra hjá Jósef 2. varð síðan laus eftir fráfall meistara Gius- eppe Bonnos 1788, reyndist uppskeran eins og sáð hafði verið . . . Salieri fékk stöðuna. mönnum segir það svo sem ekki neitt, en áður fyrr táknaði það magt og myndug- leika. Hann þjónaði hirðinni í hálfa öld og þar af í 36 ár sem æðsti valdsmaður keisara- dæmis habsborgara í öllum málefnum, er vörðuðu tónlist, ef til vill að undanteknum keisaranum sjálfum. Hirðhljómsveitarstjóri sló sjaldan taktinn sjálfur nema við mjög hátíðleg tækifæri. Hann valdi aftur á móti stjórnendur og tón- listarmenn fyrir þá hljómleika, sem hann annaðist um. Embættinu fylgdi einnig ábyrgð á ráðningu nýliða, menntun, skjala- safni, nótnasafni, launum og eftirlaunum tónlistarmanna og verkefnavali hinna keis- aralegu leikhúsa og tónlistarfélaga. Kennari Beethovens Og Schuberts Allt þetta var í traustum höndum Salier- is. Auk þess varð hann forseti Félags tónlistarmanna í Vín, skólastjóri (1810— 1820) Keisaralega tónlistarskólans og um- sjónarmaður Félags tónlistarvina. Hann var auk þess víðkunnur kennari og nokkrir nem- enda hans hétu Beethoven, Schubert, Czerny, Siissmayr og Liszt... fyrir utan þennan W.A. Mozart, sem fyrir siða sakir tók nokkra tíma hjá honum til að komast að í hinu keisaralega hljómleikahaldi. Það var aldrei neitt vafamál, hver ætti að hljóta heiðurinn af því að sjá um hljóm- listina fyrir Vínarráðstefnuna 1814—1815, en í tilefni af þeim merkisviðburði hlaut Salieri bæði orðu frönsku heiðursfylkingar- innar og borgarlykil Vínar úr gulli. Hinn keisaralegi hirðhljómsveitarstjóri, Antonio Salieri, lézt 7. maí 1825 á heimili sínu í faðmi sinnar stóru fjölskyldu og fékk hægt andlát. Salieri getur ekki hafa verið alveg eins vitlaus og Milos Forman gerði hann 159 árum síðar. Sögutúlkun myndarinnar hefur að vonum verið mótmælt, en Forman hefur gefið nokkrar skýringar á máli sínu: — Þú hann hefur m.a. skrifað bókina: „Mozart og heimur hans“. — Sjálf hugmyndin, að Salieri hafi ofsótt Mozart, er röng. Þetta er gömul saga, seg- ir annar sænskur sérfræðirigur í Mozart. Og sjálf skröksagan er miklu eldri en mynd Formans og leikrit Peter Shaffers. Leikþáttur Pusjkins, „Mozart og Salieri", er frá 1830, þegar kviksögur voru enn í gangi um játningar hins gamla gæðings keisarans á banabeði fimm árum áður. Á tímum Mozarts var sannarlega góður jarðvegur fyrir gróusögur um leynimakk og vélabrögð. Frá fomu fari var Vín heims- borg. Þar ægði saman fólki af ýmsu þjóðerni. Ferðamenn nú á dögum reka aug- un í skilti með fjölskrúðugum nöfnum á höllum og borgarhlutum: Schwarzenberg- platz, Kinsky Allée, Esterházy, Lobkowitz, Tmka, Demetriades o.s.frv. Og þeir sem komu þangað vom Þjóðverjar, Italir, Grikk- ir, Ungveijar, Pólveijar, Slóvakar, Slóvenar, Serbar og Gyðingar frá Vestur-Evrópu og Austurlöndum. Rómveijar byggðu virkið Vindobona á bökkum Dónár, en miðstöð veldis Habsborgaraættarinnar var Vín frá 1278. Það var þó ekki fyrr en við lok 17. aldar, að hún varð stórborg í Evrópu, eftir að Tyrkir höfðu verið hraktir á brott 1683. DÝRÐOG Ljómi Vínar í HÁMARKI Léttirinn og fögnuðurinn eftir undanhald Tyrkja, sem setið höfðu um borgina, var slíkur, að menn efldust brátt að stolti, föður- landsást og framtakssemi. Aðalinn og yfirstéttina greip eins konar byggingaræði, eftir að menn höfðu náð sér og tímarnir batnað, og þeir kepptust um að byggja íburðarmiklar hallir. Lífsstíllinn varð svo brátt í samræmi við hallirnar. Barokklistin í Vín spratt upp úr þessum jarðvegi. Og hljómlistin var í mestum hávegum höfð. Dýrð og ljómi Vínar hefur aldrei verið meiri en á síðustu þrem áratugum 18. aldar — tímum Mozarts. Tónlistarmenn, sem báru Rússneska þjóðskáldið Pusjkin og tékkneski kvikmyndahöfundurinn Milos Forman hafa leyst gátuna um dauða Mozarts fyrir aldur fram á sama hátt: Það var ítalinn Antonio Salieri, sem byrlaði honum eitur. í myndinni er Salieri lýst sem frekar hæfileikasnauðu varmenni. En í heimabæ hans á Ítalíu hafa menn aðrar hugmyndir um hann og heiðra minningu hans með tónlistarhátíð. En af hveiju að þreyta lesandann með öllum þessum nöfnum og upplýsingum af spássíum tónlistarsögunnar? Jú, vegna þess að með því er verið að gægjast inn fyrir rykföllnustu tjöld hennar og líta inn í sali, sem nútímamenn vita harla lítið um. Flest þessara nafna eru ekkert annað en nöfnin, þannig að ekki einu sinni tónlistar- sagnfræðingar hafa áhuga á þeim. Það var ljómi yfir þeim á sínum tfma bak við keisara- legar dyr, sem lokaðar voru öðrum en yfirstéttinni í Vín. Síðan dofnaði ljóminn. Salieri var stærst þessara nafna. Nútíma- verður að muna, að það var engin lítiis háttar öfundsýki, sem Salieri var hald- inn ... það var virkilega mögnuð öfundsýki, sem byggðist á aðdáun og ást á Mozart og skilningi á því, hvílíkur afburðamaður hann væri í tónlist, sagði Forman í blaðaviðtali. — Ég hef sjaldan notið þess betur að horfa á mynd í bíó ... en lýsingin á Mozart er röng, hann er látinn vera galgopi, og það er aðeins tónlistin, sem ber það með sér, að hann hafi verið snillingur. Þetta segir Nils-Olof Franzén, fyrrver- andi dagskrárstjóri sænska útvarpsins, en af, voru í metum eins og beztu veiðifálkar, og til Vínar sóttu hæfíieikamenn á sviði tónlistar hvaðanæva úr Evrópu. Einn kom frá Feneyjum og hét Antonio Salieri. Tólf ára drengur, Wolfgang Amadeus Mozart, og hinn metnaðarfulli faðir hans börðust í gegnum hríðarbyl á leiðinni frá Salzburg ti Vínar, en þar fengu þeir tveggja tíma áheyrn hjá keisaradrottningunni og syni hennar, Jósef 2. Það leið nokkur tími, þangað til fundum þeirra bar saman, en það var hirðskáldið Lorenzo da Ponte, sem varð þess valdandi. Um hann skrifar Mozart í fjörlegu bréfi til Leopolds, föður síns: „ ... hann verður endilega að semja nýjan texta fyrir Salieri, og hann verður ekki búinn að því næstu mánuði. Á eftir hefur hann lofað að semja óperutexta handa mér. En ef þeim Salieri kemur vel saman, þá fæ ég aldrei á ævinni neitt frá honum ...“ Salieri var þá áhrifamikill stjómandi við ítalska leikhúsið, og talið var fullvíst, að verk hans með texta eftir hið dáða skáld hlyti hinar beztu viðtökur, en það var öðru nær og varð tilefni til hneykslanlegra deilna á milli þeirra. Salieri skeílti sökinni á hinn ómerkilega texta Pontes, en Ponte fór ekki dult með, hve auvirðilegt hlutskipti það væri að semja texta við hina andlausu og leiðinlegu tónlist Salieris. Inn um þessa rifu skauzt Mozart snagg- aralega eins og refurinn inn í hænsnakof- ann. Og Salieri varð ekki beint hrifinn af því, þegar verk þeirra Ponte og Mozarts, „Brúðkaup Figaros", var frumsýnt í Burg- theater í Vín 1. maí 1786 að viðstöddum keisaranum, sem virtist hinn ánægðasti. Ákveðið hafði verið, að hin nýja ópera Salieris, „Hellir Trofonios", yrði flutt, en að fyrirmælum keisarans sjáifs var hún lát- in víkja fyrir verki hins unga Mozarts. Nú átti margur von á því í Vín, að í uppsiglingu væri valdabarátta og einvígi listamanna, sem fróðlegt væri að fylgjast með. Æringinn Mozart vakti ástarhatur. Röng Lýsing á Salieri í kvikmyndinni er Salieri eins konar Drac- ula, riðvaxinn með kónganef, sífellt með einhver vélabrögð í huga og brosir aldrei, nema þegar honum hefur tekizt að koma stráknum Mozart í vanda. Það er til vitnisburður um hið gagnstæða í skapgerð Salieris. Einn af mörgum nemendum hans var J.F. von Mosel, aðstoðarleikhússtjóri og virð- ingarmaður við hirðina. Enginn vafi er á því, að hann hefur verið kunnugur mönnum og málefnum á æðstu stöðum. Tveimur árum eftir lát Salieris gaf von Mosel út bók, „Um líf og störf Antonio Salieris", þar sem hann lýsir honum ótví- rætt sem glaðsinna og gjafmildum manni, náttúruunnanda, sem átti stóra og góða fjöl- skyldu, en enga óvini, og áhugasömum kennara, sem gjama hafi leiðbeint efnalitl- um nemendum ókeypis. Það eru aðeins sögnsagnir, að hann hafi ofsótt Mozart, en engar sannanir eru fyrir hendi þar að lútandi. Þeir voru afar ólíkir að eðlisfari, og það hefur styrkt samsæriskenningamar. Annars vegar var hinn kærulausi, síflissandi, en ótrúlega hraðvirki og snjalli Mozart, en hins vegar hinn reglusami og fágaði embættis- maður, sem afkastaði 39 óperum, án þess að nokkur kæmist í námunda við ódauðleik- ann. Mörgum umsóknum Mozarts var hafnað um dagana. Ein var sú, er hann sótti um að verða annar hljómsveitarstjóri hjá Leo- pold, keisara, eftirmanni Jósefs 2. Til að fylgja málinu eftir skrifaði hann Frans, erki- hertoga, bréf þar sem sagði: „ ... knúður af metnaðargimd, starfs- löngun og sannfæringu um eigin hæfileika hef ég dirfzt að sækja um stöðu sem annar hljómsveitarstjóri, sér í lagi þar sem hinn ágæti hljómsveitarstjóri, Salieri, hefur aldr- ei lagt stund á kirkjutónlist, en ég hef aftur á móti allt frá barnæsku verið vel heima í þeirri grein tónlistar. Sú litla frægð, sem ég hef öðlazt fyrir píanóleik, hefur einnig orðið mér hvatning til að æskja þeirrar vel- vildar að mega náðarsamlegast vera til aðstoðar við tónlistarfræðslu fjölskyldu keis- arans...“ En hann fékk ekki einu sinni þessa lítil- mótlegu stöðu miðað við hæfni hans. Fjölskylda keisarans vildi ekki þiggja tilsögn tónlistarmanns, sem hafði ekki einkalífíð eða íjármálin í betra lagi en þessi Mozart. Mozart fannst, að menn ynnu á móti sér og jafnvel hötuðu sig sumir. Hann leit á Salieri sem erkifjandmann sinn og keppi- naut, én hvergi hefur fundist staðfesting á því með því til dæmis, að Salieri hafi undir- ritað einhver bréf, sem vom Mozart í óhag. Á Mörkum Hins Leyfilega Aftur á móti þykir sannað, að vinsældir Mozarts hafi farið þverrandi. Frægð Moz- arts í Vín byggðist á hæfni hans sem píanóleikara og ferskleika sem tónskálds. En hann varð æ umdeildari sem óperuhöf- undur. Eftir hina miklu velgengni í byijun dofnaði áhuginn almennt, og síðan tók yfir- stéttin að furða sig á smekkleysi hans í efnisvali. „Brúðkaup Fígaros" varð þrátt fyrir frábærar viðtökur upphafið að glötun Mozarts. „Brottnámið úr kvennabúrinu" var einnig á mörkum hins leyfílega. Öðm máli gegndi um hinn fágaða Anton- io Salieri, því að ópemr hans fjölluðu um sómasamleg efni og tónlistin var þekkileg. Frá 1790 finnur Mozart, að það er beinlín- is unnið á móti honum.. .vinir líta niður og hraða sér framhjá honum, söngvarar og tónlistarmenn kjósa heldur verkefni hjá Weigl og Salieri, boðum í veizlur fækkar, hljómleikar Mozarts em illa sóttir — og ein- I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. NÓVEMBER 1986 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.