Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1986, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1986, Page 14
s OMAR NABARRO Guemica GUÐMUNDUR DANÍELSSON ÞÝDDI Höfundurinn er baski fæddur 1953. Fyrsta bók hans kom út 1985. Ljóð þetta yrkir Nabarro um eyðileggingu borgarinnar Guernica I borgarastyijöldinni á Spáni 1936—’37, þegar Hitler sendi flugher sinn Franco til aðstoðar. 50 ár eru liðin síðan. Höfundur leggur ljóðið í mmm Pablo Picasso, sem málaði í svarthvítu sína frægu mynd af Guemia sundurtættri eftir sprengjurnar. Picasso: Likið sem hangir í öldnu eikitré... Dauð dúfa, logandi brennisteinn lekur úr augum hennar. Konur frá Avignon andvana í alsvörtum líkklæðum. Einhver frá Arlequin með ekka grætur, sundrast því næst í þúsund tætlur. Hann Iparragirre er þagnaður, leikur hann á lýru án strengja. Þegir nú hann Iparragirre. Skáld höfum við kallað hingað. Og skáldin hafa komið: Cesar Vallejo, stóra brauðhleifa bar hann á öxl sér, hann Vallejo, sem ávallt leitar óbærilegra byrða frá öllum löndum heims. Pablo Neruda vopnaður kyndli svipast um að uppsprettu frelsisins. Garcia Lorca sem sýnir vini sínum og skáldbróður kúlnagötin á sjálfum sér. En þeir hafa ekki getað lýst þessu í orðum. Svo við kölluðum hingað listmálara, og ólíkir málarar hafa komið: Goya skreyttur vönduðum atvikum úr angist rúmhelginnar. El Bosco, hirðir sálna á gresjum guðdómsins. Vincent sem safnar á grannan þráð örvita litum. En þeim hefur ekki heppnast að lýsa þessu í litum. U R M I N U H O R N I HIIMAR OÞÆGILEGU HÆTTULEGU STAÐREYIMDIR að gera. Oft hlýtur hanr. að hafa hugsað til þess gegnum árin, hvaða líf hann hefði getað átt.“ Konan mín rétti höndina yfir borðið og tók í höndina á ömmu. „Þú trúir þessu ekki í raun og veru,“ sagði hún. „Þú hefur verið hamingjusöm með afa; það er hveijum manni ljóst." „Já, það hefur verið gott fyrir mig. Hann hefur verið blíður og tillitssamur. En þið hljótið að hafa tekið eftir því, hvernig hann lifír að vissu leyti í sínum eigin heimi." Eg sagði: „Já, en hann hlýtur að hafa gleymt hinni konunni fýrir mörgum árum." Amma hristi höfuðið. „Hún giftist einum af fremstu bankastjórum Belgíu. Það hafa birst myndir af henni í blöðunum ár eftir ár. Maður sér hana leggja af stað til Cann- es eða í óperuna. Þið megið ekki misskilja mig; ég get ekki ímyndað mér að afi hafí verið ástfanginn af henni allan þennan tíma. En hann getur ekki hafa gleymt því, sem hefði getað orðið. Og nú þegar gullbrúð- kaupið okkar nálgast...“ Hún lokaði augunum. Hún þurfti ekki að segja hvað það var sem hún óttaðist. „Já, en amma,“ sagði ég, „þú elskar hann.“ „Af öllu hjarta." „Hvers vegna skyldi hann þá ekki hafa fengið ást á þér?“ „Eg minni hann á það hvers hann hefur farið á mis í lífinu." Þetta var skelfileg hugsun. Áttum við í raun að fara halda hátíðlegt 50 ára afmæli misheppnaðs hjónabands? En samt hófst gullbrúðkaupsdagurinn nú skemmtilega. Allan morguninn streymdu inn blóm og skeyti. Og síðdegis komu gest- imir, hundruð vina, nágranna og ættingja. Afí var klæddur í samræmi við tilefnið og um andlit hans lék hið rétta bros. Skeggið hans var nýsnyrt. Og amma var drottningar- legri en nokkru sinni, skreytt hálsfesti úr gimsteinum og kjólfaldurinn nam við gólf. Kl. 4 síðdegis kom 90 manna hljómsveit borgarinnar marsérandi upp götuna. Hljóm- listarmennimir voru glæsilegir á að líta í eldrauðum og hvítum einkennisbúningum sínum. Þeir sneru sér að húsinu og léku í hálfa klukkustund brúðhjónunum til heið- urs. Og þama stóðu þau, eins og konung- borið fólk, brosandi og kinkuðu kolli í þakklætisskyni. Frænka mín ein, sem stóð við hliðina á okkur, hvíslaði hreykin að mér, að slíkt væri einungis gert fyrir fremstu borgara í Antwerpen. En þessir hljómleikar voru aðeins inn- gangur að formlegri veislu, sem hófst klukkan níu. Boðsgestir voru 60; borgar- stjórinn í Antwerpen með eldrauðan borða yfir bijóstið, liðsforingjar úr hemum, skreyttir heiðursmerkjum og frúmar með glitrandi höfuðdjásn úr demöntum. Að kvöldverði loknum reis borgarstjórinn úr sæti og lyfti hátt kampavínsglasinu. Hann bað menn að skála fyrir hjónum, sem væru elskuð og virt af öllum borgarbúum; hjónum, sem með lífi sínu hefðu gefið öðmm fyrirmynd til eftirbreytni. Skálaði fyrir langlífi þeirra og framtíðargæfu. Við stóðum öll upp og skáluðum. Þá tók borgarstjóri aftur til máls: „Við slík tæki- færi er það vandi minn og sérstök ánægja, að biðja hinn fimmtugá brúðguma að skála við brúði sína gegnum 50 ár.“ Hann sneri sér til afa. „Herra minn, við bíðum." Afi virtist í vandræðum, þegar hann stóð upp. Hönd hans skalf, þegar hann rétti hana eftir glasinu. Amma varð niðurlút. Hún var náföl og augu hennar voru lokuð, eins og í bæn. Afi fór hægt af stað. „Borgarstjóri stakk uppá því, að ég skálaði fyrir konu minni. En ég vona að hún skilji það, þótt ég helgi þessa skál öðrum.“ Mér varð aftur litið á ömmu. Hún kreisti aftur augun, eins og í sársauka. Afi hélt áfram. „Eg hef aldrei lært að láta tilfinningar mínar í ljós. Jafnvel á þess- ari stund get ég ekki sagt orðin, sem mig langar til að segja. En samt langar mig til að helga þessa skál — ekki konu minni, heldur foreldrum okkar beggja. Það var visku þeirra að þakka að við náðum saman. Ég vil af einlægu hjarta færa þeim þakkir mínar fyrir konuna, sem hefur veitt mér hið fyllsta, hamingjusamasta og bestlr*líf, sem nokkur maður getur kosið sér — og ást — svo hreina og fullkomna ást ...“ Hann hætti í vandræðum sínum — gat ekki sagt meira. Hann horfði örvæntingar- fullur niður á ömmu, eins og til að biðja hana að koma sér til hjálpar. Hún lyfti augliti sínu — og það var eins og aldurinn væri þurrkaður burt af andlit- inu. í svip hennar mátti sjá ljóma svo mikla ást og þakklæti, að gestimir gátu ekki á sér setið og tóku að klappa hver í kapp við annan. Afi settist óstyrkur í sæti sitt. Hann hafði sagt allt.“ Rithöfundar og skáld eru oft spurðir, og spyija sjálfa sig að því, hvers- vegna þeir séu að skrifa og yrkja, séu að láta ljós sitt skína. Hliðstæðra spuminga má spyija alla menn, sem láta almenn mál til sín taka með einum eða öðrum hætti. Undirritaður hefur að litlu leyti lifað af ritstörfum, en samt verið sískrifandi og tekið þátt í bókmenntalífi þjóðarinnar. Tján- ingarþörfín hefur verið mikil og í fýlgd hennar ábyrgðartilfínning, vilji til að láta til sín taka um helstu dagskrármál. En eiga ekki slíkir menn að takmarka sig við ákveðin svið, gera sér grein fyrir því, að þeir eru ekki alvitrir, að aðrir hafa oft meiri reynslu, vit og þekkingu til þess að Qalla um sum svið? Auðvitað. Þetta þurfa dálkaskrifarar sérstaklega að hafa í huga. En vesturíslenska skáldið Káinn sagði: Fyrir því aldrei hef ég haft heimsku minni að flíka. En þegar aðrir þenja lqaft, þá vil ég tala líka. Stundum — kannski of oft — fellur mað- ur fyrir þessari freistingu. Tvö skyld mál hafa mjög verið til um- ræðu í blöðum og öðrum fjölmiðlum síðustu mánuðina. Það eru vandamál kvenna og bama þeirra, sem hafa orðið að hrekjast frá heimilum sínum vegna misþyrminga og kynferðislegrar misnotkunar. Til sama mál- efnaflokks verður og að telja afbrotaferil manns á miðjum aldri, sem uppvís hefur orðið og dæmdur hefur verið fyrir kjmferðis- glæpi gagnyart allmörgum drengjum. Er hættulaust að gelda menn? Þjóðkunn kona, sem nú er lögfræðingur, hefur í sjónvarpi flett ofan af hinu síðastt- alda máli og heimtað, að gagnvart þessum manni verði beittt lagabókstaf um afkynjun. Það er: að maðurinn verði gerður náttúru- laus. Þegar ég hlustaði á þetta varð mér á að hugsa: Eins og málum er háttað með okkar þjóð hlýtur þessi kona að setja sig í stórhættu. Og er þetta rétta leiðin? Ég er svo bamalegur að halda, að kyn- ferðisafbrotamenn, og raunar flestir, ef ekki allir glæpamenn, séu sálsjúkir. Ég held líka að mikið af óhamingju manna í ástamálum og hjúskaparefnum, stafí af geðveilum og mistökum í uppeldi. Ég get ekkki rökstutt þetta hér. Til þess þyrfti bækur, sem mér hefur aldrei verið ætlað að skrifa. í nútíma- þjóðfélögum verða þessi mál sífellt alvar- legri, og þess sjáum við glögg dæmi erlendis. Nú er lausn þeirra að verða brýnt úrlausnar- efni hér á landi. Elísabet Brekkan ritar í DV 10. október sl. viturlega grein. Þar segir: Bamanauðg- anir eru „sjúklegur verknaður, framinn af sjúkum mönnum. Þeir eru sjúkir á heilanum, en ekki kynfærunum einum saman. Þess- vegna tel ég hættulegt að stara sig blindan á vönunaraðgerð sem lausn. Það þarf að beita sér fyrir því, að menn með þessa geð- bilun fái ekki að komast í návígi við böm.“ HVERSVEGNA VERÐA BYLT- INGAR? Ég tek undir þessi orð. Ég held að vanað- ur karlmaður á besta aldri myndi verða hættulegri samfélagi sínu en nokkm sinni fyrr. Og víkjum nú talinu að hjúskaparóham- ingju og bamamisþyrmingum. Byltingar eru ætíð nokkurskonar óveður, hvort sem þær koma fram í þjóðfélögum eða einkalífi fólks. Þær bijótast út eins og náttúruhamfarir og áhrif þeirra geta orðið ævarandi. En veðurfar og stórtíðindi nátt- úruaflanna eru ekki lengur guðlegar umbanir eða hefndarráðstafanir, eins og fyrr var haldið. Vísindi geta gefíð skýringu á öllu því sem gerist í náttúrunni og þjóð- félaginu, líka í sálarlífi og líkama einstakl- inganna. Við verðum því að endurskoða öll fom siðaboð og kenningar og lifa alhliða þekkingar og menningarlífi. Uppreisn kvennanna hlaut að koma. Enn er hún á stigi byltingar og veðurfars og hvorki kon- umar né karlmennimir hafa áttað sig. Uppeldi manns og konu er ekki miðað við hið nýja líf. Þetta segir alls staðar til sín. Hér er fátt sagt af því, sem segja þarf. Umræður um öll þessi mál þurfa að komast á breiðara og alvörumeira svið, en enn hef- ur orðið. JÓN ÚR VÖR 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.