Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1987, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1987, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. JANÚAR 1987 5 og þar sat Bergur Pálsson sem einskonar andlegur leiðtogi þessarar kynslóðar gáfu- manna og skálda. í síðdegiskaffítímanum í Sjálfstæðishús- inu við Austurvöll, söfnuðust saman flestir kaupsýslumenn borgarinnar — aðrir en sam- vinnumenn, en nær öll viðskiptastarfsemi borgarinnar fór þá fram innan Hringbraut- ar. Hagkaup var þá ekki til, Silli og Valdi áttu annaðhvort hom í miðbænum og eina alvöru hótelið í Reykjavík var Hótel Borg. Sigurður Ben. var stammgestur við ákveðið borð í Sjálfstæðishúsinu. Það var all sér- kennilegur söfnuður, sem þar kom saman. Þar vom Tolli og Polli. Tolli er Þorvaldur í Sfld og físk, síkátur og hress. Polli er Lúðvíg Hjálmtýsson þá forstjóri sjálfstæðis- hússins, ákaflega skemmtilegur og frá- sagnaglaður maður, sem frétti allt úr pólitíkinni og kryddaði mál sitt jákvæðum húmor. Hann kunni svo margar gamansög- ur af háum og lágum, að aldrei þraut. Þangað kom oft Pétur Guðjónsson, stór- húseigandi og kaupsýslumaður. Pétur var menntaður loftskeytamaður og hafði siglt allt stríðið til Bretlands og efnast vel — auk þess sem hann tók við þéttum arfí eftir föður sinn, Guðjón kaupmann á Hverfísgötu 50. Hans áhugasvið vom alþjóðastjómmál á háu plani. Oft á ári lagði hann leið sína til útlanda, þar hitti hann alþjóðlegt stór- menni í svissnesku Ölpunum, m.a. íranskeis- ara heitinn og umgekkst þetta lið eins og jafningja. Hann var áskrifandi að ótöluleg- um fjölda erlendra tímarita um viðskipti og stjómmál, þrælstúderaði þau og hafði bréfa- samband við ijölda merkra erlendra höfð- ingja og uppfínningamanna og hafði mikil áform á pijónunum. Hann var áhugamaður um herfræði og hertækni — og kunnáttu- maður á þessum sviðum — málamaður mikill. Pétur Guðjónsson var ferðagarpur — reykti ekki eða drakk. Því kom það vinum hans mjög á óvart, þegar hann féll andvana í jöklaferð með erlendum höfðingjum. Þeir, sem þekktu Pétur Guðjónsson virtu hann fyrir dugnað hans og frumleika. Skelfirinn Agnar Bogason, ritstjóri Mánudagsblaðs- ins, var skelfirinn í þessum annars friðsæla borgarahópi kaffíkarla. Að loknum dular- fullum námsferli í Bandaríkjunum, hafði Agnar stofnað Mánudagsblaðið, sem hann kallaði blað fyrir alla. Mörgum þótti Mánu- dagsblaðið vera óþverra sorprit, enda kom það oft með mjög neyðarlegar athugasemd- ir um menn og málefni, og einnig uppljóstr- anir, misvel undirbyggðar. Rekstur Agnars á Mánudagsblaðinu var mjög persónubund- inn. Hann var blaðið og blaðið var hann. Venjulega var hann kominn á fætur uppúr klukkan 5 að morgni. Pantaði þá kúsk af BSR, oftast var það „einkadriver“, var siðan ekið út fyrir bæinn, gjarna austur á Selfoss fyrstu sýn vera hrokafullur og yfirgangs- samur gikkur og vissulega var hann beizkur og súr útí samfélagið og ýmsa samtíðar- menn, einkum þó samvinnumenn — og dró margt sundur og saman úr háði, en oft var blað hans þó miklu betur skrifað heldur en sambærileg ádeilublöð sem síðar hafa sprottið upp, þótt þau hafí á sér menningar- legra yfírbragð. Andlegt og líkamlegt þrek Agnars Bogasonar var með fádæmum. Afengisdrykkja hans var honum lengi vel ekki verulegur fjötur um fót, en þar kom, að Bakkus lagði hann að velli. hann var, þrátt fyrir allt, eftirsjá þeirra, sem þekktu hann, því hann var miklu skárri manneslq'a en hann vildi sjálfur vera láta. Tómas skáld Guðmundsson var á þessum árum á hátindi frægðar sinnar, dáð og virt þjóðskáld. Þegar hann settist að umræddu kaffiborði, lagði hann gjörsamlega til hliðar allan hátíðleika, lézt ekkert vera annars hugar eða utan við sig og reytti af sér brand- arana og sagði svo undurfurðulegar gamansögur af vinum sínum, að menn átt- uðu sig ekki á innihaldi þeirra fyrr en löngu seinna. Með Tómasi kom oft Haraldur Á. Sigurðsson stórkaupmaður og alþekktur gamanleikari, sem kitlaði svo hláturtaugar gesta á revíum hér í bænum, að nærvera hans ein á sviðinu keyrði allt um koll í saln- um. Haraldur var einstaklega umtalsfrómur og ljúfur maður, — og átti því ekki allskost- — og dreypt á viskíi eða öðrum göfugri áfengistegundum. Þegar bæjarbúar voru að rísa úr rekkju á níunda tímanum, var Agn- ar Bogason að koma akandi í bæinn, hress og kátur og kíkti í morgunkaffið á Borg- inni og fékk oft ijómakönnu með koníaki til bragðbætis. Fram að hádegi sinnti hann síðan fréttaöflun fyrir blað sitt, heimsótti auglýsendur, kíkti í prentsmiðju Þjóðviljans, þar sem blaðið var prentað — og kom svo í síðdegiskaffitímanum í Sjálfstæðishúsið og hitti kumpána sína þar við borðið. Mánu- dagsblaðið var mjög umdeilt blað, en það var keypt af almenningi á þessum árum. Það birti ekki aðeins bombufréttir úr þjóðlíf- inu og slúðursögur af börunum, heldur hafði það fasta dálkahöfunda, sem vöktu áhuga lesenda, m.a. Guðbrand Jónsson prófessor, Ólaf menntaskólakennara Hansson og Hriflu-Jónas. Agnar Bogason virtist við ar vel heima í þessum félagsskap, þar sem algengara var, að til umræðu væru gallar samtíðarmanna en kostir. „Eitthundrað Þúsund MlLLJÓN“ Eitt sinn kom skáld götunnar, Vilhjálmur frá Skáholti, í heimsókn að kaffíborði hinna listelsku heildsala. Skáldið hafði tekið sér frí frá blómasölu sinni við Aðalstrætið — fengið sér ærlega neðan í því og hafði greinilega haft nokkra útivist, því fótabún- aður hans var með sérkennilegra móti: Á öðrum fæti var hann í mórauðum ullarsokk, en hnéháu stígvéli á hinum. Skáldið gekk hægum en hnitmiðuðum skrefum í átt að borðinu, klæddur ljósum rykfrakka, sem lif- • að hafði sitt fegursta. Úlfgrátt hárið flyks- aðist fram á ennið. Einars Benediktssonar- yfirskeggið var illa hirt og augun hálf lukt. Hann fetaði sig hægum skrefum upp þrepin að borðinu og stóð sem frosinn við borðs- endann og lagði óhreina hrammana á borðið. Hinir listelsku kaupahéðnar með silkibindin urðu sem lamaðir, enginn sagði orð, nema skáldið, sem stundi þungan um leið og hann sagði: ekkert röfl. Það var einn maður staddur við borðið, sem áttaði sig strax á því, að eitthvað þurfti að gera — og það strax. Það var Magnús Kjaran stórkaupmaður. Magnús Kjaran var á yngri árum mikill íþrótta- og glímumaður og hugsjónir ungmennafélag- anna höfðu fyllt hann eldmóði um aldamótin. Síðar varð hann landsfrægur maður á al- þingishátíðinni á Þingvöllum árið 1930, þegar hann var framkvæmdastjóri þessarar miklu hátíðar — og þótti framgangur hans og allur atbeini þar til mikillar fyrirmyndar. Hann var auðugur stórsali með fín erlend umboð, meiriháttar bóka- og málverkasafn- ari, fagurkeri af gamla skólanum og rak á þessum árum mjög menningarlega útgáfu- starfsemi undir nafni Bókfellsútgáfunnar. Magnús Kjaran reis upp frá borðinu og tók skáldið undir arm og leiddi hann frá borðinu — um leið og hann benti mér að koma með. Síðan gekk þessi þrenning út um speglagang veitingahússins og út í vorsólina á Austurvelli. Skáldið var bæði með ráði og rænu þegar út kom, gekk einn og óstudd- ur og bauð okkur að koma með sér til blóma- og listmunagallerís síns, sem staðsett var í djúpum skjallara bakvið Aðalstræti 9, þá Gildaskálann. Á leiðinni sagði hann okkur, að hann hefði verið úti í Lands- banka og Halli Jó. sem hann kallaði, deildarstjóri víxladeildar bankans, faðir Matthíasar Johannesens, hefði lánað sér það sem hann kallaði eitthundraðþúsundmilljón — ekkert röfl. Á leiðinni þennan stutta spöl hittum við Oscar Clausen, kaupmann og fræðimann, kunnan borgara. Skáldið, sem var akkúrat að koma úr Landsbankanum með eitthundrað þúsund milljón, ekkert röfl, stöðvaði Clausen á göngunni, — klappaði honum kumpánlega á öxlina og sagði stundarhátt, þannig, að vegfarendur í grenndinni litu undrandi til okkar: Oh-litli gyðingurinn minn, Clausen, fimmhundruðkal! — ekkert röfl. Clausen reiddi fram féð af höfðingskap og áfram héldum við í átt til starfsstöðvar skáldsins. Ragnar Þórðarson kaupmaður í verzluninni Gullfoss, eigandi hússins Aðalstræti 9, hafði lánað Vilhjálmi skáldi djúpan kjallara undir bakhúsinu. Þangað hafði skáldið flutt teppi og djúpa stóla, fengið bækur út í reikning hjá Ragnari í Smára og komist að samning- um við fuglastoppara að selja fyrir hann uppstoppaða fugla og ýmis önnur smærri dýr. Húsnæðið var langt og mjótt, lengst niðri í jörðinni og þar gætti mjög sjávar- falla, þannig að þegar stórstreymt var, mátti skáldið eða vinir hans standa með tuskur, kústa og fötur og beijast við vatns- flauminn, sem leitaði uppeftir bókahillunum í átt að uppstoppuðu fuglunum. Þegar við komum niður í kjallarann, kom í ljós, að þennan dag var rekstur fyrirtækisins með nokkuð sérstæðum hætti. Skáldið hafði boð- ið til sín glaðværum félögum af báðum kynjum og söngur og glaumur barst að eyrum komumanna. Dósóteus Tímóteusson verkamaður og skáld var að ausa gólfíð, samtímis því að hann sagði viðstöddum frá því, þegar Pétur bankastjóri Benediktsson keypti af honum víxilinn með nafni Ólafs Thors, tengdaföður Péturs. EKKERT UGLUÞRAS HÉR ... Vilhjálmur skáld tók nú við stjóminni á ný. Við settumst í djúpa, signa stóla, sem möruðu í hálfu kafi, en skammelum og kollstólum var dreift um gólfið til að feta sig eftir. Dökkhærðar þokkadísar á nokkuð óræð- um aldri gengu um beina og afhentu komumönnum glös. Skáldið var í feikna stuði og fór með kvæði sín: Stæli ég glóandi gulli úr greip hvers einasta manns væri ég öm tninnar ættar o.s.frv. í þeim svifum var hurðin opnuð og inn gægðist roskin kona með skýluklút, greini- lega viðskiptavinur. Hún gerði sér ekki ljóst strax, að hér var engum viðskiptum sinnt, heldur ríkti hér gleði og gaman og skáld- skapur hafður um hönd. Konan óð vatnselg- inn inn eftir húsnæðinu og skoðaði blóm, bækur og uppstoppaða fugla, sem var snyrtilega fyrir komið meðfram veggjum. Hún sá strax hver var húsráðandi og sagði lágum rómi: Það var þama útaf uglunni ... uglunni. . . Ég talaði við yður í gær útaf uglunni.. . Hva .. . anzaði Vilhjálmur skáld — líkt og viðutan, enda var hann í miðjum klíðum að flytja ljóð sín ... ... það var þama útaf uglunni... sagði konan og var nú greinilega orðin all smeyk. ... ekkert röfl .. . umlaði í skáldinu. Kon- an hafði greinilega komið til þess að kaupa uglu, þvi nú sagði hún — nokkuð ákveðnari í bragði, það var þama útaf uglunni... ég ætlaði að fá þessa uglu . . . og benti á snæ- uglu, sem trónaði á einni bókahillunni. ... Hva ... hrópaði skáldið ... uglu ... ekkert röfl . .. ekkert röfl . . . ekkert uglu- þras hér------út með þig... Það vom slík tilþrif í þessum hávæm viðbrögðum skáldsins gagnvart viðskipta- vininum, að konuskinnið hljóp skvampandi til dyra og forðaði sér út í sólina. Síðan hélt þessi gleði áfram — öllum til ánægju og segir ekki meir af því. ÁHRIF RÓGSINS ... “ Stundum kom Sigurður Ben. með Jóhann- es Kjarval með sér í kaffið. Þeir vom gamlir vinir og félagar. Á vinnustofulcfti Kjarvals í Austurstræti 12, hafði Sigurður líka skrifstofu sína og málverkamiðlun í áratugi. Þegar Kjarval varð þreyttur og leið- ur á síbylju kaupendanna, sem leituðu eftir málverkum hans, kom hann þeim yfir á Sigurð, sem var í senn umboðsmaður hans og stuggaði fólki frá meistaranum, svo hann fengi vinnufrið. Einhveiju sinni hafði Sigurður komið með Kjarval að kaffíborðinu. Hinir listelsku kaupahéðnar vom óvenju umtalsillir þennan eftirmiðdag. Kjarval mælti ekki orð frá vör- um allan tímann, virtist hugsi, drakk kaffíð og nartaði í kleinu. Þegar menn bjuggust til brottferðar, stóð meistari upp, reisti sig allan, hneigði sig svo djúpt og sagði dimm- um bassarómi sínum, um leið og hann setti upp hattkúfinn: Jæja-drengir ... nú veit ég, hvað doktorsritgerðin mín á að heita: sko . . . Áhrif rógsins á gengi íslenzku krón- unnar ... sælir. Það virtist enginn við- staddra átta sig á dýpt þessara orða, þama á kaffistaðnum fyrir 30 ámm. Sigurður Ben. var maður gamla mið- bæjarins í marga áratugi. Hann hafði þar aðstöðu sína og setti mikinn svip á mannlíf- ið þar. Þótt hann væri jafnan með gaman- yrði á vömm, var slíkt eingöngu brynja innri festu og sífelldrar iðju, sem var nær eðli hans. Hann hélt höfðinu köldu en hjartanu heitu. Greinar hans em margar með bezta prósa okkar tíma, dreifðar í blöðum. Það var því eðlilegt, að jafn kröfuhörðum smekk- manni félli miður hin síbyljandi nútímafjöl- miðlun, þar sem magnleysi magnsins er eitt helzta einkennið. Höfundurinn er bóksali í Reykjavik.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.