Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1987, Qupperneq 7
40 hestafla Mercedes, árgerð 1910. Eftir aðeins aldarfjórðung er þetta orðinn þróað-
ur bíll.
saman jókst framleiðslan, frá 45 bflum árið
1894 upp í 603 bfla árið 1900.
Ðaimler snéri sér ekki að bflasmíði að
neinu ráði fyrr en árið 1891. Framleiðslan
gekk nokkuð brösuglega framan af enda
drógu gamaldags hestvagnabeygjumar
verulega úr aksturseiginleikum Daimler-bíla
allt til ársins 1898. Hins vegar voru þessir
bflar búnir gírkassa sem var ein af snilldar-
uppfinningum Maybachs. Árið 1897 kemur
fram á sjónarsviðið maður sem átti eftir að
móta sögu Daimler-framleiðslunnar meir en
flestir aðrir. Þetta var Emil Jellinek frá
Vín, forríkur verslunarmaður og konsúll
Austurríkis í Nice í Frakklandi. Hann var
vel þekktur meðal heldri borgara þar, ekki
hvað síst fyrir brennandi áhuga sinn á öllu
því sem snéri að akstursíþróttum. Eftir að
hafa reynt nokkrar tegundir franskra bfla
snéri hann sér til Daimler-verksmiðjanna í
von um að finna þar bfl sem hentaði honum
betur. Honum leist vel á Daimler og gerðist
dyggur en um leið kröfuharður viðskiptavin-
ur.
smiðjanna sá sér eðlilega hag í því að nota
þann byr sem Mercedes nafnið hafði fengið
fyrir tilstiili Jellineks. Frá og með árinu
1902 hétu því allir bflar frá Daimler Merced-
es, sem varð skrásett vörumerki bflafram-
leiðslu fyrirtækisins. En nú vantaði aðeins
að fínna hentugt tákn fyrir framleiðsluna.
Synir Daimlers, sem hafði látist árið 1900
66 ára að aldri, minntust þá póstkorts af
Köln sem hann hafði sent móður þeirra
þegar hann byijaði að vinna hjá Deutz-
verksmiðjunum. Á kortið hafði Daimler
teiknaði stjömu sem sýndi húsið þar sem
hann bjó og lét þau orð fylgja að þessi
auðnustjama ætti vonandi einhvem tímann
eftir að renna upp jrfír þeirra eigin fyrir-
tæki. Þriggja arma stjaman var þá tekin
upp sem tákn framleiðslu Daimler-verk-
smiðjanna og hefur fylgt Mercedes síðan.
Á næstu ámm gekk á ýmsu í framleiðslu
Daimler- og Benz-fyrirtækjanna. Eftir að
stjóm Benz-verksmiðjanna hafði árið 1905
ákveðið að ráða franskan bflahönnuð til
þess að fríska svolítið upp á framleiðsluna
Mercedes-Benz frá 3. áratugnum eftir að sameining Daimler og Benz hafði átt sér
stað. Þennan lgörgrip þætti ekki ónýtt að eiga núna.
Eftir stríð er í aðalatriðum komið það svipmót, sem síðan hefur haldizt. Hér er
Mercedes-Benz blæjubíll, árgerð 1954.
Áfram með sportið: Hér er arftaki fyrirstríðs sportbílanna, 300 SL, árgerð 1954,
með vængjah urðum.
Þjóðhöfðingjaútgáfan, sem svo var nefnd: Mercedes 600. Arabískum olíukóngum
fannst þetta farartæki mjög við hæfi.
S-klassinn kom 1981. Hér er sá dýrasti af þeirri gerð, sportútgáfan 500 SEC.
Mercedes-Benz þótti sýna djörfung, þegar þeir hleyptu af stokkun-
um „litla Benzinum“ sem auðkenndur er með 190. En þetta
reyndist sterkur leikur og einnig hann hefur orðið geysi vinsæll.
Jellinek var óþreytandi í að benda á ýmis
atriði sem betur mættu fara og rak þannig
á eftir endurbótum sem byggðust á hans
eigin reynslu úr akstursíþróttum. Eins
fylgdist hann vel með þróun franskra bfla
sem til dæmis vom fyrstir til að hafa vélina
fremst í bílnum. Skömmu síðar tók Daimler
einnig upp þá nýbreytni í sínum vögnum.
Daimler var sjálfur, rétt eins og Benz, lítt
hrifínn af hraðakstri. Hann sá notagildi bfla
sinna einkum fólgið í fólksflutningum óháð
hraða, eins konar Ólafur Ketilsson þeirra
tíma. Maybaeh var á hinn bóginn opinn
fyrir hugmyndum Jellineks um bflinn sem
eins konar leiktæki samhliða notagildinu.
Árið 1899 fær Jellinek fyrsta íjögurra
strokka Daimler „Phönix“-bflinn í hendur
og mætir með hann til leiks f kappakstri í
Nice undir dulnefninu „Mercédes“, sem var
nafn ungrar dóttur hans. í þann tíð var
algengt að menn kepptu undir dulnefnum
til þess að auka á spennuna eins og á kapp-
leikjum riddaratímanna.
Áksturseiginleikar Phönixins vom ekki í
fullu samræmi við vélaraflið og Jellinek
lendir í alvarlegu slysi á bflnum. Næst biður
hann því um bfl frá Daimler sem skyldi
vera hannaður og byggður algjörlega sam-
kvæmt hans eigin hugmyndum um útlit og
aksturseiginleika bfls fyrir aksturskeppnir.
Yfirstjóm verksmiðjanna tekur þessum hug-
myndum fálega í fyrstu, en þegar Jellinek
segist sjálfur munu kaupa þriðjung árs-
framleiðslunnar, eða 36 bíla fyrir 550.000
gullmörk, verður stjómin að samþykkja.
Fyrst að Jellinek er á annað borð farinn að
fá sínum kröfum framgengt setur hann eina
fram enn. Allir bílar sem hann kaupir til
endursölu í Miðjarðarhafslöndum skulu bera
nafnið Mercedes en ekki Daimler.
Mercedes Verður
Að Fyrirmynd
Skemmst er frá því að segja að Merced-
es-bflar Jellineks unnu yfírburðasigur í
kappakstrinum í Nice árið 1901. Þessir
kraftmiklu, léttbyggðu og sportlegu bílar á
þeirra tíma mælikvarða þóttu bera af öllum
öðrum bílum. Meir að segja skrifaði þekktur
franskur blaðamaður í hrifningu sinni að
nú væri gullöld Mercedes-bflanna gengin í
garð. Þessi 35 hestafla Mercedes, 1901 ár-
gerðin, varð fyrirmynd annarra bíla hvað
útlit og lögun snerti. Stjóm Daimler-verk-
fór Benz í fússi frá fyrirtæki sínu og stofn-
aði annað fyrirtæki sem varð þó frekar
skammlíft. Með hönnun nýrra bfla átti
Fransmaðurinn að ráða bót á hinni síminnk-
andi markaðshlutdeild Benz-bfla í Þýska-
landi. Þessar ráðstafanir bám fljótt árangur
og árið 1910 urðu Benz-verksmiðjumar leið-
andi í bflaframleiðslu á ný en Daimler varð
að láta sér nægja annað sætið. Hjá Daimler
urðu einnig breytingar og árið 1908 leysti
Paul Daimler, sonur Gottliebs Daimler,
Maybach af hólmi sem yfirhönnuður. May-
bach stóð seinna ásamt syni sínum að
framleiðslu hinna frægu Maybach-bfla en
verksmiðjumar urðu undir í hinni hörðu
samkeppni millistríðsáranna.
DAIMLER-BENS AG 1926
Árin sem fóm i hönd reyndust þessum
tveimur stærstu bflaframleiðendum Þýska-
lands þung í skauti. Ofan á erfiðleika
stríðsáranna og endumppbyggingarinnar
bættust misheppnaðar nýjar gerðir sem
seldust illa. Þetta leiddi m.a. til þess að
Paul Daimler sagði upp starfi sínu árið
1923 en í hans stað kom Austurríkismaður
að nafni Ferdinand Porsche. Hann var þó
látinn taka pokann sinn 5 ámm síðar þar
sem hann reyndist svo til eingöngu hafa
áhuga á hönnun sportbfla, en sinnti lítt
öðmm gerðum sem Daimler var umhugað
að koma á markað. Eitt af síðustu verkefn-
um hans var hönnun hinna sögufrægu S-,
SS-, SSK- og SSKL-bfla sem teljast til eftir-
sóttustu safngripa heims, enda vom ekki
smíðuð nema um 3.000 eintök af þessum bfl.
Afleiðingar kreppu millistríðsáranna urðu
þær að þessir tveir helstu keppinautar og
elstu bílaframleiðendur heims, Daimler og
Benz, ákváðu 1924 að taka upp nána sam-
vinnu um framleiðsluna. Árið 1926 var síðan
gengið frá stofnun nýs hlutafélags, Daiml-
er-Benz AG, sem allar götur síðan hefur
haft orð á sér fyrir að framleiða besta fjölda-
framieidda bíl heims, Mercedes Ben^.
Ennþá talar samt fólk um fyrirtækis-
hlutann í Stuttgart sem Daimler og fyrir-
tækishlutann í Mannheim sem Benz. Og
þótt þessi tvö fyrirtæki, sem mörkuðu upp-
haf bílaframleiðslu, hafí verið aðeins í um
100 km fjarlægð frá hvort öðru þá upplifðu
þeir Karl Benz og Gottlieb Daimler aldrei
að sjá hvom annan.
Höfundur er bílaverkfræðingur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. JANÚAR 1987 7