Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1987, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1987, Qupperneq 8
Aðfanga andrúm sinnar tíðar AF BANDARÍSKUM MYNDLISTAR VETTVANGI Skemmst er frá því að segja, að söfnin í Washington og New York skipta langsamlega mestu máli og gild- ir það jafnt um söfn fyrir nútímalist og hin sem vísa til fortíðannnar. Svo hlaupið sé yfir það helzta og byrjað í höfuðborginni, þá er National Gallery mikil stofnun í þessa veru og meginsafnið í eldri bygging- (f.1903) sem reyndar varð svo leiður á þess- um flekum sínum, að hann framdi sjálfs- morð. Þar fyrir utan eru þeir allsstaðar með skyldugar myndir eftir Clifford Stil (f.1904), jafnaldra hans Archile Gorky frá Rúss- landi, Morris Louis með rennslismyndirnar sínar og de Kooning frá Hollandi, sem en Odd Nærdrum: Verndarar vatnsins, 1985, & sýní SÍÐARI GREIN EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Bandarísk nútíma listasöfn eru sum glæsileg á ytra borðinu, en hið innra ríkir þjóðernishyggjan í öllu sínu veldi. Bezta safnið, Museum Of Modern Art í New Yorker þó undantekning og þar er frábært yfirlit yfir list þessarar aldar. Þar stóð auk þess yfir stórmerk sýning: Vínarborg 1900 og yfirlitssýning á John Singer Sargent í Whitney-safninu, sem báðar vöktu geysilega athygli. unni hefur þá sérstöðu, að núlifandi lista- menn eru ekki hafðir þar á veggjum. Þó sá ég eina undantekningu frá þeirri reglu: Kvöldmáltíðarmynd Salvadors Dali, sem sannarlega er mikið meistarastykki. En þegar á heildina er litið, þolir þetta safn þó ekki samanburð við samnefnt safn í London og liggur það í því, að Bretinn á einfaldlega betri verk eftir þessa löngu látnu meistara. The American Museum er hluti af Smith- sonian Institut og er eins og nafnið bendir til: Amerískt safn, þar sem sýnd eru verk eftir brautryðjendur í bandarískri list, til dæmis Grant Wood, sem er „einnar myndar maður“ - mynd hans af bandarískum 19. aldar bændahjónum sést trúlega víðar í bókum og eftirprentunum en nokkurt þar- lent listaverk. Þar eru að sjálfsögðu verk eftir Edward Hooper og Whistler, sem var einn grátónameistarinn og síðast en ekki sízt: Thomas Hart Benton, sem stundum er merkilega nútímalegur. Þama er einnig til húsa Mannamyndasafnið — The Americ- an portrait Gallery — með hinum opinberu myndum af bandaríkjaforsetum. Af öðrum söfnum í Washington má nefna Corcoran Gallery og Philips Collection, sem hýsir m.a.ótrúlega gott safn af Bonnard og raunar eru í þessum söfnum reiðinnar býsn af frönskum impressjónisma, sem varkeypt- ur til Ameríku í stórum stíl á meðan Fransarar kunnu ekki sjálfir að meta þessa framúrstefnu. Söfnin halda þessari eign mjög fram og mér fannst á forráðamönnum, að þeim fyndist þessi verk sjálfur ijóminn, creme de la creme. Þjóðernishyggja í Listinni Þar fyrir utan ríkir þjóðemishyggjan og hún kemur til dæmis vel í ljós í Hirshom safninu í Washington, sem hýsir verk 20. aldar listamanna og á þó svo að heita, að safnið spanni allan heiminn. Ef vel er leit- að, má finna löngu dauða frægðarmenn frá Evrópulöndum. En þeir em sannarlega ekki látnir skyggja á hina innlendu framleiðslu og því nær sem dregur samtímanum, verða erlendir listamenn sjaldgæfari. Samskonar þjóðemishyggja endurtekur sig á hveiju ein- asta safni, sem kennir sig við nútímalist: Sömu Kanamir með nánast sömu myndim- ar. Þeim er mjög í mun að halda fram sínum módemistum og sú listpólitík hefur orðið svo áköf, að söfn í bandarískum borgum verða óþarflega leiðinleg. Eftir nokkur söfn finnst manni, að allt sé áður séð; ekkert kemur á óvart. Allsstaðar eru eins flekar í bílskúrshurðastærð eftir Mark Rothko Að fanga andrúm Viktoríutímans: Viðgosbrunninn" 1907, ein af myndum Johns Singer Sargent á yfirlitssýningunni í Whitney-safninu. Húmor í kerami Hirshom-safninu Manngert umhvt eru viðfangsefni vel þekktur vest

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.