Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1987, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1987, Síða 9
'ngu í San Fransisco. k: George Washington og Mona Lisa saman í baði, eftir Robert Ameson. Myndin var í i í Washington. er virkur, 83 ára og má segja að sé „grand old man“ í bandarískri myndlist núna. Mikil áherzla er að sjálfsögðu í Jackson Pollock (f. 1912) og slettuverkið hans; einnig Franz Kline, (f. 1910) Frank Stella, Helen Frank- enthaler (f. 1928) og síðast en ekki sízt: Georgiu O’Keefe, sem lézt á síðasta árí, 981 ára, og starfandi til síðasta dags. A eftir þessum hópi koma abstrakt ex- pressjónistarnir eins og að líkum lætur, síðan poppararnir og frægðarfólk af ýmiss- konar sauðahúsum, svo sem Jacob Law- rence, liðlega áttræður svertingi, sem enn er virkur og býr í Seattle, Paul Jenkins, abstraktmálari, sem byggir því að láta litinn renna vatnsþunnan yfir flötinn, Wayne Thie- baud, vesturstrandarmálari, sem gerir sér mat úr háhýsum og bílabrautum, Susan Rothenberg, einskonar expressjónisti frá New York, sú gamla Louise Nevelson með spýtnamyndirnar sínar, sem Bragi Ásgeirs- son sagði frá í Lesbók nýlega, og Jim Dine með frakkana sína. Erlendum samtíma listamönnum svo sem David Hockney og Francis Bacon og spán- veijanum Antoni Tapies er skotið inní á stöku stað. Yfírleitt er ekki hægt að sjá, að Fransmenn hafi átt listamenn eftir Pic- asso og samtímamenn hans, enda afar áríðandi í listpólitíkinni að hafa ekki Frans- menn áberandi. Það er líka greinanlegt, að vel þekktum Evrópumálurum er ekki tekið með lúðrablæstri og fagnaðarlátum, ef þeir sýna vestra. Yfirleitt er gagnrýni í tímaritum fremur á jákvæðum nótum, en í Art in America skipti alveg um tón nýlega, þegar þurfti að ijalla um sýningar þjóðvetjanna Alberts Oehlens og Jörg Immendorfs, sem er með þeim þekktustu af þýzku ný- expressjónistunum. Þeir þóttu báðir einstak- lega slæmir listamenn. í sambandi við nýja málverkið má þó í sumum söfnum nútímalistar sjá Þjóðverjana Anselm Kiefer og Baselitz, en yfirleitt hlýt- ur áhorfandinn að fá þá hugmynd, að heimslistin sé búin til í Ameríku. Að vísu er einn Breti, sem allsstaðar er í heiðurs- sæti, hvar sem alþjóðlegur skúlptúr er sýndur: Henry Moore, sem andaðist á síðasta ári. Og ekki nóg með það; Moore er um allar trissur, ekki síst í forsölum nýrra skýjakljúfa eða utan við þá. Banda- ríkjamenn hafa tekið ástfóstri við Moore. The Art Institut í Chicago er veigamikið safn og sama er um nútímasafnið þar, Museum of Contemporary Art. I Atlanta hefur stjörnuarkitektinn Richard Meier ver- Þessir herramenn, báðir vel þekktir, horfa með hvössu augnaráði á áhorfandann í Metropolitan-safninu í New York: Sjálfsmynd eftir Rembrandt og Napoleon eftir David. Frá sýningunni “Vínarborg 1900“ í MOMA: Vonin II, 1907, eftir Gustav Klimt. irfi, háhýsi og bílabrautir, ’ Wayne Thiebaud, sem er urstrandarmálari. Listasafnið High Museum of Art í Atlanta. Arkitekt: Richard Meier. Stórglæsilegt hús, en sjálft listasaf- nið ekki að sama skapi gott. ið ráðinn til að teikna nýtt hús utanum The High Museum, sem hýsir nútímalist og hef ég varla séð nútíma byggingarlist rísa hærra. Því miður er þó sjálft safnið lélegt og primadonnuhlutverk arkitektsins með ólíkindum. í glæstum forsal safnsins má ekkert hafa á veggjum, - Meier bannar það - Safnstjómin vildi koma þar fýrir geysi- stóm hreyfílistavrki eftir Alexander Calder, en varð að láta í minni pokann, því Meier lagði við því blátt bann; það hefði getað skyggt á arkitektúrinn. Hvergi er hægt að tylla sér niður; hvergi em bekkir eða stólar — því Meier bannar það. ÓGLEYMANLEGUR SARGENT En það er fyrst og fremst í New York, að feitt er á stykkinu að þessu leyti. Eftir- minnilegast var að koma í Whitney Museum og sjá glæsilega yfirlitssýningu á lífsverki Johns Singer Sargents. Hann dó 1925, amerískur að uppruna, en ól mestan part ævina í Englandi, þar sem hann var einskon- ar hirðmálari brezka aðalsins. Hann hafði eiginlega flæmst þangað frá París eftir mikinn hávaða í kringum portret af fagurri bankastjórafrú. Sögu Sargents hef ég áður rakið all nákvæmlega í Lesbók og endurtek ekki meira um hann hér. En eftir allt það, sem ber fyrir augu manns í hinum og þess- um galleríum New Yorkborgar, var ánægju- leg tilbreyting að standa augliti til auglitis við yfírburða fæmi Sargents, sem þröngsýn- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. JANÚAR 1987 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.