Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1987, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1987, Page 10
Hirshorn-safnið í Washington, þar sem þjóðemishyggjan ríkir eins og víðar. ir listrýnar töldu fyrir nokkrum áratugum, að væri bara flinkur að beita pennsli og því yfirborðslegur. Nú hafa menn skilið, að Sargent er annað og meira. Hann málaði ekki bara fagrar konur á einstaklega sjar- merandi hátt, heldur tókst honum að fanga andrúm síns tíma, þessa merkilega Viktórí- utímabils, þegar siðprýðin var æðst dyggða og ríkti á yfirborðinu að minnsta kosti. Það var þunnur þrettándi að koma á eftir í Guggenheim—safnið, sem sá gamli og góði Frank Lloyd Wright teiknaði af mikilli snilld og frumleika á sínum tíma. Þar var sýning á skúlptúr eftir unga Fransara; skelfiiega lítið áhugaverð og samt var þetta það bezta, sem blessaður aðstoðarsafnstjór- inn fann eftir margar ferðir til Frakklands. Málaramir höfðu verið ennþá verri; já, það er ekki tekið út með sæidinni að finna bæri- lega list í henni veröld. Þetta var svo bætt upp með einhveijum Breta, sem hafði haft með sér hellur og raðað í einskonar stétt á gólfin; einnig hafði hann haft með sér botn- leðju úr ánni Avon og smurt henni á veggina. Ég gekk út og sagði eins og Kjar- val: Stórkostlegt. Naumast veitir af deginum til að skoða Metropolitan—safnið, sem spannar listina frá tímum Babyloníumanna og Fom— Egypta til vorra daga. Kanar hafa sannar- lega látið greipar sópa eins og fleiri austur þar og Nelson Rockefeller hefur verið af- skaplega iðinn að safna Afríkulist og gefíð safninu nokkra sali af henni til að halda sínu eðla nafni á lofti og kannski getað lækkað skattana sína um leið. Þama er margur ^ársjóðurinn, til dæmis heil röð af sjálfsmyndum Rembrandts. Maður gæti ímyndað sér, að Hollendingar vildu gjaman fá „handritin heirn" og þá um leið dýrgripi Vermeers. Feitast á Stykkinu Ef ég hefði aðeins einn dag í New York, mundi ég þó veija honum á Museum of Modem Art. Það er afburða listasafn og helgast mest af því, að þar hefur valið ver- ið vandað framyfir það sem gerist á öðrum bandarískum söfnum nútímalistar. Eftir tvær yfirferðir komst ég að þeirri niður- stöðu, að árin í kringum 19 lo séu áhuga- verðasta skeiðið í listsögu þessarar aldar. Á Museum of Modem Art era yfirburða góð verk frá þessu tímabili, til dæmis eftir Aust- urríkismennina, Klimt, Schiele og Kokosch- ka, en einnig eftir Max Beckmann, Chagall og þá Picasso, Miro, Matisse og Braque. Við höfum einnig séð í Norræna Húsinu í haust, að nútíminn á ekki margt sem ber af verkum Munchs um þetta leyti. Módem- isminn virðist hafa borið sín fegurstu blóm á þessum áram, en það sem síðan kemur er í rauninni aðeins frekari úrvinnsla. Nokkrir þekktustu myndlistargagmýn- endur Bandaríkjanna hafa haldið því fram, að veraleg kreppa sé ríkjandi í myndlist nú á dögum; menn eins og Robert Hughes og Hilton Kramer þar á meðai, og að ný hugs- un hafí ekki fæðst á þessum vettvangi síðan poppið kom fram í Bandaríkjunum um 196o. Carter Ratcliff listfræðingur og safnstjóri við Natioinal Galleiy í Washington hefur mótmælt þessari „Cassöndra-krítik" með tilvísun til grískrar goðsögupersónu, sem sífellt boðaði dómsdag. Meðan beðið er eft- ir „nýrri hugsun" beina menn sjónum aftur í tímann og gaumgæfa jafnvel meira en áður, það sem búið er að afreka í listinni. Ungur NORÐMAÐUR VekurAthygli í þeim anda var sýning, sem ég sá í Nútfmasafninu í San Fransisco. Til hennar hafði verið stofnað með nokkram fyrirvara og þátttakendur fengu það verkefni að gaumgæfa einhver verk úr listasögunni að eigin vali og leggja út af þeim. Heiti sýning- arinnar var „Second Sight", sem merkir endursýn eða endurmat. Þar var margt harla athyglisvert; gömul og fræg verk lát- in fá skýrskotun til nútímans með einhveij- um hætti. En langsamlega minnsstæðastur var ungur norsari, Odd Nærdram, sem starfar í Bandarílq'unum og er spáð mikilli framtíð. Hann var ólíkur hinum í þá vera, að hann lagði ekki útaf neinu sérstöku verki úr listasögunni, heldur aðferð: Nærdram málar því sem næst eins og Rembrandt. Tækni hans er með ólíkindum. Hann er þó alls ekki að stæla 17. aldar málara efnislega og að sjálfsögðu gefur það myndum hans gildi, að hann er að fjalla um okkur, eða jafnvel framtíðina. Hann átti tvær myndir þama: Jámlögmálið - með vísun til Kains og Abel, en hin var þó snöggtum áhrifa- meiri, nefnd „Vemdarar vatnsins". Allt er þar mjög dularfullt og enginn veit, hvaða vatn er verið að vemda, né hveijir þeir era þessir þrír, sem hafa skinnpjötlur einar fata, en hinsvegar nýtízku skotvopn. Eins og við má búast, hafa ekki allir verið á einu máli um aðferð Nærdrams. Jafnvel þótt málari búi yfir tæknilegri kunn- áttu til að mála svona, þarf kjark til að gera það og sýna undir merki nútímalistar. Sumir gagnrýnendur hafa ekki kunnað að meta það, en aðrir hafa hlaðið á hann há- stemmdu lofí. Horft til Síðustu ALDAMÓTA Á museum of Modem Art í New York stóð yfir sýning, sem bar yfirskriftina: „Vínarborg 1900“. Þessi sýning hefur farið víðar; til dæmis var hún áður í Pompidou- listamiðstöðinni í París. í sambandi við hana hefur umfangsmikil bókaútgáfa átt sér stað, þar sem andlegu lífi, listum, hönnun og arkitektúr í Vínarborg aldamótanna era gerð góð skil. Ef að líkum lætur verður eitt- hvað gluggað í sumar þær bækur og úrdráttur birtur í Lesbók á næstunni. Þessi sýning vakti geysilega athygli og aðsóknin var eftir því. Þar vora verk eftir málarana, sem þá vora menn hins nýja tíma og áður era nefndir: Gustav Klimt, Egon Schiele, Oscar Kokoschka og fleiri. Þar var einnig sýnd framúrstefnuhönnun frá Wiener Verkstátte, sem var fræg formsmiðja á þessum tíma; einnig teikningar arkitekta, Adolfs Loos, Hoffmanns og fleiri. Vínarborg var bræðslupottur ailskonar áhrifa ekki síður en New York er nú. Sig- mund Freud var einn þeirra, sem gerðu garðinn frægan með sálkönnun sinni og Schiele virðist alltaf vera í miskunnarlausri sálkönnun, sem beinist ekki sízt að honum sjálfum. Nú þegar æði margir þykjast vera að túlka það sem fram fer í sálarafkimun- um, er horft með mikilli aðdáun á myndir Egons Schiele, sem dó fyrir aldur fram úr spönsku veikinni 1918. Sömu örlög hlaut Gustav Klimt og sama árið leið ungversk- austurríska keisaraveldið undir lok. Blóma- skeiði mikillar hámenningar var lokið og málaramir túlkuðu hina „yndisfögra úrkynj- un“, sem svo hefur verið nefnd. Ekki hefur lengst af þessarar aldar þótt góð latína að nota skraut sem þátt í mynd- sköpun; dekoratíf list er naumast alvöra list. Gustav Klimt leyfði sér þetta samt, meira að segja með gulli, þegar hann þurfti að útmála andrúmið í kringum yfirstéttarkonur Vínarborgar, sem hann málaði eftirminni- Iega, hvítfölar og blaktandi af yndisfagurri úrkynjun. Hann sýndi framá, að það er hægt að nota skraut til ávinnings og í kring- um sýninguna var mikið fjallað um þetta fyrirbæri og að mér virtist á einn veg: Að á þennan veg hafi Klimt náð að galdra fram ákveðna seiðmögnun, dulúð, þetta var talið mjög sexí og þar að auki með táknrænum merkingum. Sem sagt gott. Það var líka athyglisvert að lesa bolla- leggingar listfræðinga um, hvað það raunveralega væri í Vínarlist þessara löngu liðnu ára, sem höfðaði svo sterklega til sam- tímans í Bandaríkjunum, nú þegar líður aftur að aldamótum. Um aldamótin vora þetta framúrstefhulistamenn og áttu kannski ekki stóran aðdáendaskara í hinni íhaldssömu keisaraborg. Samt fínnst okkur núna, að þeim hafí með einhveiju móti tekizt að fanga andrúms síns tíma, rétt eins og Sargent, þótt aðferðimar væra ólíkar. En þess ber líka að geta, að þessir fram- sæknu Vínarlistamenn vora sjálfir feykilega ólíkir innbyrðis og mynda engan samstæðan stíl. í grein, sem ég las eftir bandarískan listfræðing, veiti hann því fyrir sér, hvort þessi aðdáun stafaði af einhverskonar sam- svöran Bandaríkjanna við austurríska keisaraveldið um aldamótin; hvort risaveldið væri að því komið að líða undir lok eins og það austurríska var þá. En þetta er auðvit- að spuming, sem enginn kann svar við. Ef til vill er ástæðan sú, að það bezta úr mynd- list aldamótanna í Vínarborg er einfaldlega magnaðra og betra en megnið af því sem nútímamenn hafa fram að færa. Tilgátan um kreppu í heimslistinni er kannski ekki fjarri lagi. Skúlptúr í ætt við skýjakjjúfa eftir Jesús Bautista Moraies á sýningu í Houston. Á Museum of Modern Art í New York. Verk eftir Lembruck, Schiele og Chagall.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.