Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1987, Side 12
HMlffb
L® o
<(i
Hallgrímur Helgason
Ci 11 rOJ
Til Islands
Efst á heimsins hinsta hoga
heita fjöll sem í mig toga
með vegabréf um vopna-hlið.
Blendnum huga blöðum fletti
á blindu flugi og í mig skvetti.
Edrú enginn sneri við.
Við rafurljós úr reginhafi
rímar vél með upphafsstafi
stuðlaða við fleygan fund.
Frosin liggur falin svelli
mín fósturjörð á gæsluvelli.
Kyndug er sú komustund.
Hrímað liggur hraun í birtu
— hrollur undir hvítri skyrtu —
blárrí, bíður roða sól.
Tendruð ljós við tjöm á nesi
tifa hægt sem augu lesi:
Bráðum koma blessuð jól.
Þar sem rok í rassa nagar
og rellu gera fræða-bragar.
KoIIótt er sú ýtakind.
Þar sem í daufu daga-mengi
deila menn um oltið gengi.
Svæfír enn sú myrka mynd.
Þar sem heilög höfuðtala
hífír menn í bröttum skala.
Þeir segja vera sigur tap.
þar sem hátt um smátt þeir smíða
og smugur ættingjunum víða.
Svíkur liti svell og krap.
En í því innsta heimsins homa
hönnuð voru rít til foma
sem lesin eru á lærðum sal.
Og enn er dreginn andinn sanni
andlit er á hverjum manni.
Margumtalað meyjaval.
Glaður fmn ég undir fótum
mitt fasta land á veðramótum.
Fléttaður er fáni um hún.
Lít ég umrædd fjöllin feginn
sem fálega því taka, greyin.
Skugga þeirra ber við brún.
Ungur lærði ég hérna heima,
í háu leiti skó að reima.
í stafrófinu stóð ég þar.
Er þó létt minn hug að hlera.
Honum spumingin að vera
eða fara, felur svar.
Á ég lífi mínu að lifa,
og litlu meðal fárra bifa,
í landi sem að lykur þjóð?
I útlöndum er annað manna
og orðin fleirí á milli tanna.
Um æðar rennur blandað blóð.
Þar andar suður sæluvindum
og sést hefur á bíómyndum
í húsaskógi gráum gull.
En þar í krónur deilt hef dölum
og dýr mér íslendingi fölum
til góða komið golsótt ull.
Hnígur sól og hnettir snúast.
Hnýsinn má við ýmsu búast.
Nærist hver á nýjum stað.
En efst á heimsins hinsta boga
hangir kjöt af gömlum toga.
Að svo búnu þigg ég það.
Höfundurinn er myndlistarmaður og starfar sem stend-
ur í New York. Myndskreytingin er einnig eftir hann.
áðan, hvað sem nú kann vera orðið. En ég
þykist það enn þá ekki gjört hafa, þótt ég
tali um ósiðinn yfir höfuð, — miklu heldur
hafi ég mælt ykkur húsgöngurum bót, þar ég
sagði, að ykkur væri það ekki einum saman
kennandi. En ef ég á að halda við þá trú í
tilliti hvers ykkar fyrir sig og kenna í bijósti
um þig eður annan flakkara fyrir óhamingju
ykkar, og leggja hið minnsta gott til ykkar,
verðið þið að taka á meiningum, og vera viljug-
ir til að lagfæra ykkur, svo að þið fáið orðið
gagnlegir samboigarar og eigið ekki hlut með
þeim sem eigi vill vinna, og á því ei að fá að éta.
B: Þér predikið þó; ég held þér hefðuð orð-
ið besti prestur; predikið þér sem best í
hreppnum yðar, en hvað ætlið þér að gera af
öllum ritningargreinunum sem hljóða upp á fá
tæka og góðgjörðir við þá? Ef þér rekið
aumingjana frá yður verðið þér útrekinn úr
himnaríki.
Hrst: Ekki spyr ég þig að því, eins og ég
sagði þér áðan, hvar eða hvenær ég tala sann-
leikann, og þó í góðum tilgangi. En það er
heldur sumt ekki svaravert, sem þú segir —
og væri það ekki vegna þeirra sem nærri eru,
sem ætla kynni ég yrði orðlaus fyrir þér ef
ég þagnaði, og líka kynni að taka eftir ein-
hveiju sem ég tala, sér til íhugunar, þá skyldi
ég ekki skipta við þig mörgum orðum héðan
af, — og hefi leyst hendur mínar með að segja
þér sannleikann, en mér heyrist þú ekki taka
mikið eftir honum — þú vitnar í guðsorð, og
veist þó varla hvað þú vitnar. Er það ekki
guðs orð sem ég sagði áðan: hver sem ekki
vill vinna etc., eða heldur þú að þau séu hver
á móti öðrum? Komdu með eina einustu grein
af ritningunni, sem er eins skýlaus, og hljóðar
upp á það, að hýsa og fæða nokkum iðjuleys-
ingja. Bijóta þeir þá ekki á móti guðs orði,
sem það gjöra? Sé annars iðjuleysinginn heil-
brigður og geti fengið atvinnu — í staðinn
fyrir að þeir látist lifa eftir því? Ég tala ei þar
um, að mörg þau fyrirheit sem heimfærð eru
upp á fátæka, og velgjörðir við þá, eiga að
heimfærast upp á nauðstadda, fyrstu predik-
ara Evangelii, og þeirra líka, en allt það af
fyrirheitum nær til fátækra, og þeirra sem
þeim gjöra vel til, meinast einungis til frómra,
heilsulausra, aðstoðar- og hjálparlausra, útlif-
aðra við frómt erfiði, bama og annarra
þessháttar. Og þeim gjöra margir síst gott,
þeim er veitt mótstaða í hreppunum, þó rétt
séu til komnir, þeir em hraktir, já stundum
ungbömin forlögð af sínum eigin foreldmm,
þó geti stutt þau, meðan lausgangarar, skjallar-
ar, lygarar, og aðrir heilbrigðir húsgangsmenn,
em glaðlega hýstir og mettaðir á hveijum bæ;
gangast sumir fyrir illyrðum þeirra og jafnvel
heitingum, en sumir fyrir kjaftalofi af þeim,
framar en fyrir nauð hinna, samvisku og
skyldu — í sama máta hefur konunglegt lög-
mál fyrirboðið að hýsa þessa, eður leyfa þeim
um að ganga og guð býður að hlýða konungin-
um. En þess meir er það gjört, beint í móti
guði og manna lögum, og svo er velgjörðunum
varið hjá mörgum af oss. Held ég að þeir sem
viljandi bijóta þessi lög, verði miklu framar
útreknir úr himnaríki, en þeir reka frá sér iðju-
lausa húsgangsmenn, hvað sem þú heldur —
munt þó hafa lært bamalærdóminn eða eitt-
hvað í honum, eða er það ekki komið svo langt
enn?
B: Yður þykir það þá forsvaranlegt, að reka
mig og mína líka út undir kvöld ónærða, í
hríð og tvísýnum veðrum?
Hrst: Það sagði ég ekki; enginn á að taka
sér hefnd sjálfúr, og eins er um þetta, til þess
eru yfirvöldin að skakka millum manna, ef
þeim væri þá hlýtt. — Svo á hér að vera; heil-
brigðum húsgangsmönnum á enginn að hylla
með, hver bóndi er skyldugur að bera sig upp
um þá, og hver hreppstjóri aftur fyrir sínu
yfírvaldi — síðan eiga þeir allir að straffast
að lögum, og það aftur og aftur hlífðarlaust,
þar til þeir betra sig, á meðan sljómin gjörir
ekki fyrir þeim aðra ráðstöfún. Hver unglingur
á að vera að minnsta kosti um nokkur ár í
sama duglegum stað til raunar, og endilega
undir annarra hendi og heimilisfastur þar til
hann er kominn til lögaldurs, síðan má hann
ábyrgjast sig g'álfur ef hann flakkar með þeim
hætti sem ég hefi áður sagt. En fyrir hús-
bónda þvílíks unglings, að reyna ei að minnsta
kosti bæði aga og mjúklæti við hinn sama,
er óforsvaranlegt Og það að þykja vansæmd
í að leggja hönd á bam til að hirta það, er
dárlegt, — að gjöra skyldu sína fyrir guði og
samvisku sinni, er alltíð loflegt, hvemin sem
hún lítur út í annarra augum, og að forsóma
hana viljandi, hversu sem því er hrósað, er
alltíð skammariegt.
— A meðan dró depm á ljósið í fremra loft-
inu, og Bjami læddist út úr baðstofúdyrunum.
Var tungisljós úti og gott veður. Og kom hann
ekki aftur það kvöld. En Ámi var farinn að
biynna músum þar sem hann sat. Hreppstjór-
inn gekk þá inn í húsið til prestsins, og spurði
hvort honum hefði misþóknast ræða sín. En
því þessi svaraði: Nei, ég veit að bæði ég og
aðrir gjöra margt á móti skyldunni í þessu
eftii sem öðrum.
— Varð hann þar um nóttina.
FljótYfirferð
Um moiguninn eftir var Ami snemma á
fótum og hafði skrifað í blöð sín fyrir morgun-
máltíð það er honum sýndist, en að henni
lokinni hélt hann af stað og til næsta bæjar.
Var þar félagi hans fyrir, en hafði sig strax
í burtu þegar hann kom. Þar var á bænum
glettinn drengur, sem tók húfu Ama og fyllti
með snjó, og þótt einhverslags hetjumóður
réði honum þá til að sýna á sér reiðisvip, yfir-
vegaði hann svo forsjárlega efrii sín, að hann
afréði að halda lengra áfram, þar enn var
snemma dags, en veður gott, og vandséð hvort
hann fengi gistingu með góðu. Kunnum vér
nú ekki svo grannt af hans ferðum að segja,
eður hvemin hann krækti hingað og þangað,
annað en það að hann komst á sex dögum
austur yfir Jökulsá, og á öðrum sex yfir Lagar-
fljót, og stefhdi að Eiðum. Er að sjá sem hann
hafi ei á þeirri leið fengið að heyra maigar
uppbyggilegar ræður, og þó hann hefði nokkuð
kiókótta og ekki hraða yfirferð, hafi honum
fáar þrautir mætt, svo að hann hafi þurft fram
að leggja karimennsku sína, nema hafi hann
þurft að líta út af brúnni á Jökulsá, og veija
sig svima á meðan. En með því að Lagarfljót
var lagt, gat hann farið fótgangandi þar yfir
án sérlegrar mannhættu. (—)
Ami ljúflingur ferðast bæ frá bæ og hlerar
samtöl. Deilu vinnukonu og húsmóður á bæ
einum nemur Ámi en þorir ekki að skrá hjá
sér, annars hlýðir hann á og skráir hjá sér
samræður um §ölbreytilegustu efiii á langferð
sinni, um álfatrú og trölla-, haugagröft og
draugatrú, gildi riddarasagna og annarra lýgi-
sagna, helstu ávirðingar hreppstjóra og fá
þeir ekki vægari ádrepu en lausamennimir í
köflunum hér á undan. Ami hlýðir á saman-
burð á menningu fommanna og samtíðar
sinnar og fer samtíð hans ekki illa út úr þeim
samanburði þó „skynsamir menn hafi í atdar-
háttum og kvæðum gjört mikinn mun á
hreysti, mannskap og öllu athæfi fyrri manna,
og þeirra sem nú eru".
Sá sem þessu svarar gerir það svona: „Það
er sumpart ýkjur (sem leiða) af þekkingarleysi
á réttum samanburði tíðanna, sumpart inn-
drukknar meiningar, en sumpart sannindi í
þann máta, að ein og önnur þjóð, eftir þeim
kringumstæðum sem hún kemst í, á nauð,
ósiða innleiðslu og þess háttar, tapar sér og
úrkynjast frá forfeðrunum. Oftast nær er það
með því móti að þegar ein þjóð kemst í óreglu
eða mannfæð, missir kaupfarir og kunnings-
skap við aðrar þjóðir, veslast hún upp í
ómennsku, einkum ef hún kemur þá ásamt
undir ströng lög, sem oftast fylgja ókomnum
ósiðum eftir. Hvað allt hitti á íslendinga í
15., 16. og 17. öld. En þegar innfærist útlend-
ar óhófsvörur og eljunarleysi, samt tilhaldsvið-
leitni og agaleysi tapast allt harðfengi og
harðfengishugur fomra manna, einfaldir siðir,
líkamans íþróttir, drengskapur og orðheldni,
en þar á móti aukast lærdómar og þekking
og ásamt maigra handa brögð til ásælni og
hæglætis ofríkis. Stórbokkaskapur og fom ráns
yfirgangur þverrar, en brögðótt áleitni undir
réttar skyni verður almennari; harkan tapast,
og að nokkru leyti sinnis og líkams stirkur,
en inn leiðist áhugi til sælgætis og sjálfræðis,
eins og er á okkar tíð.“ (—)
Ámi liggur á hleri að vanda sínum þegar
prestur og læknir raeða saman um fjölgun
lækna í embættum og hvemig það megi vera
að sjúkdómum virðist hafa tjiilgað að sama
skapi:
P: Hvað kemur til þess að nú em svo marg-
ir læknar í landinu, en áður voru svo fáir?
L: Það kemur til af því að kóngurinn og
stjómin hefír miklu meiri umhyggju fyrir
landinu en fyrrum, síðan það varð kunnugra,
eins og þér sjáið að eftir öllum atvikum er ítar-
legar gengið en fyrr.
P: Eg held önnur sé orsökin, sú nefhilega,
að sjúkdómamir hafi fjölgað af læknumnum,
12