Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1987, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1987, Síða 16
88 ?8(.»I ÁAÓVÍAI, M aUÖAaSÍÁÖUAJ .ÖlðAJffHUOflOM Eitt af verkum Halldórs á sýningunni: Fjöll - íslenzk eða spænsk? Þetta er ekki hrist framúr erminni hjá Hall- dóri; 50-100 túpur af lit fara íh verja mynd. Ekkert er til sem rétt- lætir það, að maður kasti til þessa höndunum til Spánar fremur en annarra norðlægari landa. Astæðan var sú, að ég var lengi búinn að stúdera impressjónistana alveg sérstaklega og þau miklu áhrif, sem sterk sólarbirta Suður- landa hefur haft á verk þeirra. Þetta heillaði mig ákaflega og mig dreymdi í dagdraumum mínum um sól og suðrænt umhverfí og í svefni dreymdi mig, að ég væri að drekka með Cézanne suður í Provinee. En umfrara allt var ég heillaður af list van Goghs; mér finnst hann mestur og beztur og tvímælalaust sá, sem ég hef mestar mætur á af einstökum listamönnum sögunnar. Tvívegis hef ég farið í einskonar pflagrímsferðir til Amsterdam til þess að standa augliti til auglitis við verk hans.“ Ekki verður með góðu móti séð, að áhrif frá van Gogh gægist í gegn hjá Halldóri, - aftur á móti teiknar hann stundum ofaní myndflötinn eins og Kjarval gerði stundum. Ekki tók Halldór þann kostinn að fara í lista- skóla á Spáni, heldur fór hann að mála eins og hugur hans stóð til og varð stundum að grípa í aðra vinnu sér til framfæris. Annað veifið hefur hann komið heim til íslands og tekið að sér að reka heildverzlun föður síns, Gísla Dungal, sem er Spánaraðdáandi eins og Halldór og hefur þá notað tækifærið og brugð- ið sér í sólina á meðan. En Halldór hefur líka aflað sér peseta með því að teikna ferðamenn á ströndinni í Fuengirola, þegar málverkasala hrökk ekki til. Hann kveðst einkum hafa selt myndir til bandarískra safnara, sem hafa sezt að á Costa del Sol og þeim hefur hann kynnst persónulega. Halldór hefur líka brugðið því fyrir sig að vera fararstjóri tíma og tíma fyr- ir íslenzka ferðaskrifstofu á Sólarströndinni og eitt sinn, þegar hann þurfti að drýgja tekj- umar, brá hann sér til íslands um hávetur með spænska vinkonu sína og tók að sér að annast hrossabú í Gottorp í Húnavatnssýslu. Þótt allt væri á kafí í snjó, brá hann sér í hlutverk tamningamanns með góðum árangri og vinkonunni líkaði svo vel vistin á þessum norðurhjara, að hún hefur ekki farið síðan, en systir hennar er komin einnig og þær ætla báðar að vera hér áfram. Mér hefur virst spænsk myndlist hafa sér- stakt svipmót, en þess gætir ekki í myndum Halldórs. En hvað fínnst honum? „Það eru áhrif frá birtunni og frá spænsku landslagi, en síður frá spænskum myndlistar- mönnum. Þeir halda nokkuð fast við hefðina og byggja alltaf talsvert mikið á sínum gömlu meisturum, Velasques og Goya. Það er alltaf Halldór Dungal er maður nefndur, tæplega þrítugur af reykvíkskum uppruna. Hann er í þeirri fylkingu ungra myndlistarmanna, sem hafa uppá síðkastið tekið ástfóstri við mál- verk, enda þótt búið væri að hafa uppi Stutt spjall við HALLDÓR DUNGAL listmálara, sem búið hefur ogstarfað á Spáni, en opnar í dagsína fyrstu sýningu í Galleríi Svörtu á hvítu spásagnir um, að það heyrði til líðinni tíð. En það var nú líka búið að dæma skáldsög- una úr leik sem fortíðarfyrirbæri og allir vita hvemig það hefur rætzt. í þessari fylkingu ungra og upprennandi myndlistarmanna hefur Halldór þá sérstöðu að hafa dvalið langdvölum suður á Spáni þar sem hann hefur unnið að list sinni og nú fínnur hann sig loksins tilbú- inn til að „debútera" eins og sagt er á útlenzku um þann áfanga listamanns, að koma fram í fyrsta sinni. Orðasmiðir þyrftu að búa til gott sagnorð, sem gerir þessa slettu óþarfa. Sem sagt; Halldór Dungal ætlar að opna sína fyrstu einkasýningu í dag í Galleríi Svörtu á hvítu við Óðinstorg. Myndin sem hér er prentuð, gefur allgóða hugmynd um þann stíl, sem Halldór hefur tileinkað sér í sólinni í Andalúsíu. Það er stíll á mörkum hins ab- strakta; skemmtileg blanda sín úr hverri áttinni, frjálslegt málverk og geysilega mikið unnið. En hvað kemur til, að hann hefur kos- ið að búa og vinna á Spáni, nánar tiltekið í Fuengirola á Costa del Sol, sem íslenzkir sólar- landafarar þekkja mæta vel? „Jú, ástæðan fyrir því er sú“, segir Hall- dór, „að ég var einskonar flóttamaður héðan, - flóttamaður frá sjónarmiðum, sem ég vildi ekki sætta mig við. Eftir að hafa málað frá 10 ára aldri og þá löngu ákveðinn í að leggja ekkert fyrir mig annað en myndlist, tók ég inntökupróf í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands og hélt þar út einn vetur og fram að jólum þann næsta. Þá kvaddi ég kóng og prest; hélt suður til Spánar og settist að í Fuengirola. A þessum tíma var konseptlistin í algleymingi í Myndlista- og handíðaskólanum hér og manni var sagt, að góð teikning stæði hinni nýju, listrænu sköpun einungis fyrir þrifum . Það væri bezt að venja sig af svoleið- is gamaldags kúnst og forðast þetta svokallaða hefðbundna málverk. Þess í stað átti maður að hugsa um performansa, uppákomur og annað þessháttar, sem ég hafði ekki minnsta áhuga á. Ég sá, að ég hafði ekkert að gera í þessum skóla; hann var bara tímatöf og því tók ég þann kost að drífa mig í burtu. Það var ekki út í bláinn, að ég kaus fara þessi þungi brúni og svarti litur, sem einkenn- ir málverk á Spáni, en það hefur aldrei höfðað sérstaklega til mín, enda ólíkt impressjónism- anum. Ég hef notað tækifærið að ferðast mikið um iandið og einkum og sér í lagi hef ég farið til Madrid með það fyrir augum að skoða myndlist, enda er lítið sem gerist í þeim efnum á Costa del Sol. Samt búa þar nokkrir alvöru listamenn og til dæmis í Marbella, þar sem þeir múruðu sóla sig, er gallerí, sem sýn- ir aðallega verk frægra manna. En þótt Costa del Sol sé útkjálki með tilliti til listsýninga, þá líkar mér vel að vinna þar. Umhverfíð hefur mikil áhrif á mig, einkum birtan. Ég hef aldrei getað sætt mig við þessa köldu, gráu og flötu birtu, sem ríkir hér norðurfrá. Samt mála ég mest á nóttunni. Birtan er til að njóta hennar og skoða hana. En mér þyk- ir ekki gott að vinna í svo mikilli birtu. A daginn nota ég tímann til dæmis til þess að lesa. Það gætu verið íslendingasögumar, sem ég hef nýlega lesið allar, ellegar ljóðabæk- ur og ýmsar heimsbókmenntir, allt frá Nietz- sche til Biblíunnar. Svo hef ég bfl og ek um til þess að líta á landið. Ég veit ekki sjálfur, hvemig ber að ski' - greina þann stfl, sem ég hef áunnið mér, en þeir Halldór Bjöm og Jón, sem standa að Galleríi Svörtu á hvítu, telja að ég sé ljóðrænn abstraktmálari. Ég veit ekki hvort það stenzt; ég byggi á svo mörgu og umfram allt vil ég forðast að lenda í klissíu. Það vil ég aftur á móti undirstrika, að ég legg áherzlu á það, sem ég vil kalla vandað malerí. Til að ná þeim áhrifum, sem ég sækist eftir, tel ég nauðsyn- legt að hafa það efnismikið. Það er áhættu- laust að vinna þannig með akrýl, enda hleð ég lagi ofaná lag unz myndin er orðin hnaus- þykk. Þessi vinnuaðferð er seinleg, enda liggja ekki nema 10-12 stórar myndir eftir árið og þá meina ég myndir sem eru hálfur annar metri á hverja hlið. í eina slíka mynd fer ég með 50-100 túpur af lit og er nú búinn með allar mínar birgðir, enda þótt ég flytti með mér fulla tösku. Um efnisvalið mætti segja margt, en ég vona að það sjáist, að þama kemur víða fyrir landslag. Reyndar sér hún amma mín ekki, að það sé landslag. Það hefur víst ekki verið í tízku hjá ungum málurum að mála landslag, - þykir víst gamaldags. En þetta eru engin ákveðin og þekkjanleg fjöll, heldur einhvers- konar blanda af íslenzku og spænsku lands- lagi, enda er það oft æði líkt, þegar ícomið er uppí ákveðna hæð á Spáni. Ég er háður því að sjá ísland; ég held að það sé mér nauðsyn. Síðastliðið vor og sumar komst ég ekki heim og málaði þá mynd, sem heitir heim- þrá og vitnaði þar í Kjarval og Gunnar Öm, sem er góðkunningi minn. Ég saknaði vorbirt- unnar hér, sem er alveg sér á parti. Halldór Dungal — ætlar ekki að setjast að á Spáni til Iangframa, en suðræna sólarljósið togaði í hann — Að öðru leyti get ég sagt, að ýmis tákn koma oft fyrir og em áleitið myndefni. Þríhyrningur til dæmis, sem látinn er mynda flugdreka. Varstu búinn að skrifa, að ég kasta aldrei höndunum til þess sem ég mála. Það verður að taka sinn tíma og ég verð að taka á mig kostnaðinn við allt þetta efni. Ekkert er til, sem réttlætir það, að kastað sé höndun- um til listsköpunar. Hvort ég er aikominn heim núna, veit ég ekki gerla. Að minnsta kosti fer ég aftur til Spánar í apríl, hvað sem meira verður. En ég er og verð íslendingur og mér kemur ekki til hugar að setjast að úti fyrir fullt og fast“. Gísli Sigurðsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.