Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Blaðsíða 6
Ekki vitsmunalegt samfélag Guðbergur Bergsson tekinn tali í rithöfundasmiðjunni í Iowa City g varð fyrir miklum vonbrigðum, þegar þeir reyndu ekki einu sinni að drepa mig,“ sagði Guðbergur Bergsson hlæjandi þegar blm. hringdi og falaðist eftir viðtali, en Guðbergur var þá nýkominn frá Chicago. Hafði nælt sér í kvef á ferðalaginu og vildi fá nokkurra daga frest til að ráða niðurlögum þess. Þegar mig bar nokkrum dögum seinna að herbergi 824C á efstu hæð Mayflower- heimavistarinnar, þar sem höfundarnir búa allir við einn langan gang, var skáldið nokk- um veginn búið að jafna sig og tilbúið að kljást við spurningar blaðamannsins. Ég spurði fyrst hvers vegna hann hefði þekkst boðið um að koma til Iowa City. „Það var vegna þess að ég hef aldrei áður komið til Bandaríkjanna og aldrei búið „Mér er alveg sama þótt enginn lesi það hjá enskumælandi þjóð. Mig langaði til að kynnast bandarískri menningu og banda- rískum bókmenntum. Ég tók hins vegar ekki ákvörðun um að þiggja boðið fyrr en ég hafði spurt hjá Máli og menningu hvort þau vildu gefa út þýðingu á bandarískri skáldsögu, því ég vildi ekki fara hingað út án þess að hafa eitthvað ákveðið fyrir stafni." — Finnst þér þú hafa fengið það út úr þessari dvöl sem þú bjóst við? „Já. Það sem ég ætlaði að gera hér var að þyða þessa bók, The Big Sleep eftir Raymond Chandler, og undirbúa nokkrar aðrar þýðingar. Svo ætlaði ég að sjá eins mikið af málaralist og ég mögulega gæti. Hér eru söfnin sem eru að mörgu leyti góð, en þau eru öðruvísi en evrópsk söfn að því leyti að það er miklu meira samhengi í evr- ópskum söfnum vegna þess að þau em eldri og orðin til á annan hátt.“ — Kemur þessi mikli áhugi á myndlist þér til góða sem rithöfundi? „Ég veit það ekki. Það hafa oft verið náin tengsl á milli málaralistar og ljóðlist- ar, bæði í vesturlandamenningu og þó sérstaklega í kínverskri menningu. Og ég býst við því að myndlist hafi haft áhrif á mína ritlist, ef það er hægt að kalla það list sem ég skrifa." Mayflower-heimavist háskólans f Iowa City (efri myndin); & efstu hæð hennar búa um 30 rithöfundar hvaðanæva úr heiminum í þrjá mánuði á hveiju hausti. Neðri myndin: Enskudeild Iowa háskólans. Þama er hin þekkta rithöfundasmiðja til húsa og þama em skrifstofur Alþjóðlegu rithöfundastofnunarinnar. gengur viss málefni í skrifum sínum getur maður endað með því að verða ríkur. Flest fólk vill nefnilega helst sjá björtu hliðar lífsins. Að mínu mati þarf alltaf að vera eitthvað fyrir utan listina sem rekur mann til að skrifa." — Nú fékk afrískur höfundur í fyrsta skipti Nóbelsverðlaunin 1986, hvaða þýð- ingu heldurðu að það hafi fyrir afrískar bókmenntir? „Ég held það muni hleypa nýju lífi í afrískar bókmenntir. Og það sannar að til em góðar afrískar bókmenntir. Góðar afrískar bókmenntir standa jafnfætis bók- menntum annarra þjóða." — Finnst þér að vera þín hér hafí orðið þér að gagni? „Já, svo sannarlega. Hér hefur mér gef- ist kostur á að kynnast fólki sem ég hefði að öðmm kosti aldrei getað kynnst. Ég get hér borið mig saman við rithöfunda frá öðmm þjóðlöndum og viðbrögð þeirra við mínum verkum hafa fært mér heim sanninn um að höfundur eins og ég eigi erindi við heiminn." — Heldurðu að dvöl þín hér komi til með að hafa áhrif á skrif þín? „Já. tvímælalaust. Hún hefur reyndar gert það nú þegar." David Albahari er 38 ára gam- all. Býr í Belgrad, eins og flestir aðrir rithöfundar Júgóslava, og skrifar aðallega smásögur. Þýðir töluvert til að geta lifað á ritstörfum — var t.d. að ljúka við að þýða smásagnasafn eftir Saul Bellow. David fékk nýlega virtustu bókmenntaverðlaun Júgó- slavíu, Ivo Andric-verðlaunin, en þau em kennd við eina Nóbelsverðlaunahafa Júgó- slava. David sagði að einum Júgóslava væri boðið til Iowa City á hverju hausti. „Ég þá boðið vegna möguleikanna á að vinna án þess að hafa áhyggjur af fjármálunum. Ég hafði því nokkur verkefni með mér, þýðing- ar og fleira. Mér hefur orðið töluvert úr verki." — Finnst þér þú að öðm leyti hafa feng- ið mikið út úr dvölinni héma? „ Vissulega. í byijun hafði maður á tilfinn- ingunni að hver væri öðmm ólíkur, en þegar leið á sá maður að allir rithöfundar eiga við sömu vandamál að etja — að fá útgefíð og fjárskort. Einnig hefur verið gott að geta rætt hugmyndir um skáldskap við aðra rithöfúnda. Eg hef komist að því að ritskoð- un fyrirfínnst í einhveiju formi um allan heim, en það er auðvitað mikill munur á ritskoðun í Tékkóslóvakíu og Póllandi og hinni dulbúnu ritskoðun sem er viðhöfð hér í B and aríkj unu m. “ - Hvað um ritskoðun í Júgóslavíu? „Opinberlega er hún ekki til. Manni er fijálst að skrifa næstum hvað sem er, en auðvitað kann maður að lenda í útistöðum við yfirvöld ef maður skrifar eitthvað sem þau síðan ákveða að þeim falli ekki í geð. Þau stoppa samt ekki bók áður en hún kemur út.“ — Hvað gerist þá ef yfirvöldum geðjast ekki að ákveðnu ritverki? „Þá heíjast réttarhöld til að skera úr um hvort um lagabrot hafí verið að ræða. Fari svo að höfundur sé fangelsaður gera samtök höfunda allt sem í þeirra valdi stendur til að fá hann leystan úr haldi og yfírleitt eru höfundar náðaðir að nokkrum vikum liðnum. Þar á almenningsálitið stóran hlut að máli. Fangelsanir rithöfunda eru ekki algengar." — Hefur þú lent í einhverjum útistöðum? „Nei, vegna þess að það sem ég skrifa er svo persónulegt. Ég skrifa ekki um pólitík á neinn hátt." — Heldurðu að afstaða yfirvalda hafi orðið þess valdandi að höfundar forðist að skrifa um stjórnmál? „Nei, eiginlega ekki. Nú til dags er hægt að birta pólitísk skrif sem menn hefðu ekki 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.