Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Blaðsíða 15
Draumur Görings ogannarra forkólfa nasista. Að sprengja London ítætlur. Sá draumur var nærriþví að rætast með flugskeytunum, sem Hollard kom í veg fyrir aðyrðu að veruleika. Hann hafði ekkert viðtæki eða nokkur önn- ur tæki, sem honum voru send með fall- hlífum, ekkert sendiboðakerfí við að styðjast. Michel Hollard var maður ákaflega blátt áfram. Hann var illa launaður aðstoðarmað- ur hjá efnarannsóknafirma. Þegar Þjóðveij- ar þrömmuðu inní París og húsbændur hans tóku að vinna fyrir þá, var honum nóg boð- ið. Hann sagði upp starfí sínu í mótmæla- skyni og fékk annað starf sem umboðsmaður fyrir fírma, sem framleiddi bflavélar, sem gengu fyrir viðarkolum. Þetta starf reyndist honum ómetanlegt til þess að framkvæma það, sem hann hafði ákveðið að gera fyrir föðurland sitt. Það skýrði hinar tíðu ferðir hans í skógana við landamærin, hann var vitanlega að leita að viðarkolum. Dag einn reyndi hann að laumast yfír svissnesku landamærin, sem vitanlega var vel gætt, til þess að geta boðið fram þjón- ustu sína sem njósnari fyrir Breta. Þjóðveij- ar handsömuðu hann, en einhvem veginn tókst honum að tala sig útúr þeirri klípu. í annarri tilraun tókst honum þetta. Bretar báðu hann að fylgjast gaumgæfilega með flutningum þýskra hersveita, og gefa um það skýrslur. Næstu þijú ár var Hollard á ferð og flugi. Hann átti eiginkonu og þijú böm, sem hann unni mjög, en gætti þess að hitta þau sem sjaldnast til þess að tefla þeim ekki í hættu sín vegna. Brátt tók hann að safna í þjónustu sína ýmsum Frökkum; jámbraut- arstarfsmönnum, vörubflstjórum, barþjón- um og hóteleigendum. Félagsskapur hans, Resseau Agir, byij- aði með fimm mönnum, en óx að lokum uppí 120 manns. Tuttugu þessara manna voru teknir höndum og líflátnir af Þjóðveij- um. Aðrir særðust hættulega og komust undan með ævintýralegum hætti. Sjálfur komst Hollard margoft í hann krappan, en barg sér með snarræði sínu. Mesta afrek Hollards, að komast yfír V-1 áætlanimar, hófst í kaffíhúsi í Rouen í ágústmánuði 1943. Einn manna hans þar skýrði honum frá því, að hann hefði heyrt tvo sementskaupmenn ræða um einhveijar óvenjulegar byggingaframkvæmdir hjá Þjóðveijum. Undruðust þeir stómm hið gífurlega magn af sementi, sem til þeirra virtist þörf. Daginn eftir var Hollard kominn til Rou- en. Dökkklæddur gekk hann inní vinnumiðl- unarskrifstofu eina og sagðist vera fulltrúi fyrir mótmælendafélag eitt, sem hefði sér- stakan áhuga á andlegri velferð verka- manna. Hann sýndi margar biblíur og spurði hvort nokkrar byggingaframkvæmdir væm þar í héraðinu. Honum var tjáð, að mikill Qöldi verkamanna væra ráðnir til vinnu við Auffey um 300 km frá Rouen. Nokkm síðar var hann kominn til Auffey í bláum verkamannafötum. Það lágu fjórir aðalvegir útúr borginni. Hann reyndi þijá þeirra, en varð einskis vísari. En þegar hann fór flórða veginn kom hann að víðáttu- miklu opnu svæði, þar sem mörg hundmð verkamanna vom við vinnu. Þar vom mikl- ar hrærivélar í gangi og byggingar að rísa. Hollard greip hjólbömr fullar af múrstein- um og tók til starfa. Enginn stöðvaði hann. Fæstir verkamannanna kunnu frönsku. En þeir sem eitthvað kunnu sögðu honum, að hér væri verið að reisa bflskúra. Þetta var bersýnilega ósatt. Byggingamar vom of lágar til þess. Og hvers vegna að koma upp bflskúmm 30 km frá næstu borg? Það sem heillaði hann einna mest vom 50 metra sementsbraut með langri, brattri leiðarlínu, sem lá uppávið. Hér átti bersýnilega að gera eins konar brekku. Hann tók nú fram áttavita sinn og komst að raun um það, að brautin stefndi beint í átt til Lundúna. Þeg- ar hann komst einnig að því, að Þjóðveijam- ir létu verkamennina vinna á þrískiptum vöktum nótt og dag, hélt hann leiðar sinnar til þess að gefa um þetta skýrslu til Lund- úna. Foringjar bandamanna, þar á meðal þeir Winston Churchill og Eisenhower hershöfð- ingi, höfðu miklar áhyggjur af þessum framkvæmdum Þjóðveija. Óljósar fréttir höfðu borist frá Peenemiinde um eins konar flugvél án flugmanns, sem væri í smíðum; og á strönd Borgundarhólms hafði danskur maður fundið flak einkennilegs vopns, sem sýnilega hafði komið af himnum ofan. Það leit út fyrir að nýjar loftárásir væm í að- sigi, en með hveijum hætti og hversu alvarlegar vissi enginn með vissu. í viðbót við þessar fréttir kom svo skýrsla Hollards, eins og þmma úr heiðskím lofti. Litla Frakkanum var skipað að leggja öll önnur störf til hliðar og beina allri athygli sinni að þessum dularfullu byggingafram- kvæmdum. Hollard og fjórir félagar hans hófu nú, velbúnir landakortum, kerfísbundna ferð á reiðhjólum um Norður-Frakkland. Með því að hjóla um allar trissur og tala við fólk, fundu þeir á þrem vikum meira en 60 aðrar slíkar dularfullar stöðvar. Þegar komið var fram í miðjan nóvember höfðu þeir fundið 40 í viðbót, allar á 300 km löngu svæði og 45 km breiðu, nokkum veginn samhliða ströndinni og allir beindust brautimar til Lundúna? En til hvers vom þær? í njósnum skiptir heppnin oft miklu máli, enda var það fyrir röð tilviljana, að Hollard uppgötvaði höfuðleyndarmál Hitlers. Dag einn átti Hollard samtal við einn manna sinna, sem mælti mjög eindregið með einum vina sinna. Þetta var ungur maður, kallaður Róbert, sem klæjaði í lófana að ná sér niðri á Þjóðveijum. Hollard veitti Róbert starf við flugvöll einn. En svo fékk Róbert hins vegar annan vin sinn, André, til þess að taka að sér annað starf, sem hafði það í för með sér, að hann þurfti að fara til Bois Carré, eins þeirra staða þar sem þessar dularfullu byggingaframkvæmdir vom í fullum gangi. Viku eftir að André hafði tekið við þessu nýja starfi gaf hann sig fram við Hollard og hafði þá í fómm sínum afrit af áætlun- um, sem höfðu farið um hendur hans. Um leið og hann afhenti þetta sagði hann, að þetta væri það síðasta sem hann gæti af- hent Hollard af þessu tagi. Hann sagði að Þjóðveijar hefðu látið hann undirrita loforð um að láta ekki uppi hvað hann væri að gera. Hollard var maður blíðlyndur að eðiis- fari. Hann hafði fengið aðra til starfa með sér með því að skírskota til ættjarðarástar. En nú varð hann harður. Hann skipaði André að komaast yfír afrit af aðaláætlun- inni, hvað sem það kostaði. Ef André gerði það ekki, sagði Hollard að farið yrði með hann eins og hvem annan hermann, sem rynni af hólmi í orustu. Og André samþykkti að reyna þetta. í 'Bois Carré geymdi þýski yfírmaðurinn þessa höfuðáætlun í innri vasanum á frakkanuni sínum, og var alltaf í frakkanum, jafnvel í skrifstofunni. Eina skiptið sem hann fór úr honum var klukkan níu á morgnana, þegar hann fór á salemið. í marga daga festi André sér í minni hve lengi Þjóðveijinn var burtu. Fjarvistir hans vom frá þrem til fimm mínútna. Og einn dag, þegar hann var fjarverandi í erindum sínum, tók André til óspilltra málanna og afritaði áætlunina í flýti, og var kominn að borði sínu, þegar Þjóðveijinn kom aftur. í vikulokin tók André, að ráðum Holl- ards, lyf, sem honum hafði verið fengið og kvartaði um ógurlega magaverki. Þýski læknirinn henti gaman að þessu og þótti lítið til koma. En þegar André tók að þjást af uppköstum, skrifaði hann uppá vegabréf hans, svo hann gæti farið til Parísar til þess að ráðgast við „fjölskyldulækni" sinn. Og í París lögðu þeir Hollard og André kollana í bleyti við að bera saman þessa áætlun við önnur plögg, sem Resseau Agir hafði komist yfir. Síðan bám þeir teikning- ar sínar saman við það sem hægt var að ganga úr skugga um með njósnum á staðn- um. Þetta var óskaplegt verk; líkt og að búa til dinosaums með nokkmm beinum sem uppistöðu. Oft lentu þeir á blindgötum og urðu að byija aftur frá upphafi. En að lok- um var hver hlutur kominn á sinn stað. Og þama blasti við þeim í fegurstu smáatriðum uppdráttur af V-l-stöð! Já, þetta var skjalið sem lá innan um kartöflumar, þegar þýski varðhundurinn læsti kjafti um fót Hollards við svissnesku landamærin. Eftir að Hollard hafði afhent þetta stór- merkilega plagg, kom skeyti frá Lundúnum svohljóðandi: „Herfangið komið heilu og höldnu. Til hamingju." Þá fyrst lagðist þreytan eins og mara yfír Hollard. Hann var uppgefínn af því að vera á sífelldum ferðalögum, þreyttur á því að lifa í stöðugum ótta. Bretar næstum kröfðust þess, að hann settist að í Sviss og vissulega var það freistandi. Þá varð honum hugsað til stöðvarstjóranna, sem vom sískrifandi niður lista um ferðir lestanna og hættu til þess lífi sínu; til mannanna sem vom að laumast inní flugvélaskýli og skipa- ver, og um aðra sem sátu lengstum í kirkjutumum til þess að fylgjast með her- flutningum og öðmm aðgerðum Þjóðveija. Hann snéri því aftur til Frakklands, þar sem hann skömmu síðar var tekinn höndum á knæpu, sökum þess að félagi hans einn hafði gerst helst til opinskár. Þrír menn vom teknir höndum með honum; af þeim lést einn í fangabúðum, en hinum var sleppt eftir þijá mánuði. Sjálfur sætti Hollard hræðilegustu pyntingum, en samt tókst Þjóðveijum ekki að kvelja úr honum neinar upplýsingar. Þar eð engar sannanir fundust á honum, var hann ekki skotinn, en hins vegar dæmdur í Neuengamme-fangabúðim- ar. Þegar séð var fyrir um endalok styijaldar- innar, tæmdu Þjóðveijar fangabúðimar og ráku fangana niður í lestir skipa, sem síðan vom látin reka útá Norðursjó, þar sem búist var við því að sprengjuflugvélar banda- manna myndu sjá um að sökkva þeim. En Hollard, sem var læstur niðrí lest, ásamt hundmðum annarra manna, var svo lánsam- ur, að hann var á síðustu stundu fluttur úr einu hinna dauðadæmdu skipa yfír í skip sænska Rauða krossins. Hann var sex vikur á sjúkrahúsi að ná sér. Breski flugherinn sendi flugvél eftir honum til þess að flytja hann til Lundúna, þar sem beið hans æðsta heiðursmerki, sem útlendum manni getur hlotnast í Englandi: The Distinguished Service Order. En Hollard var þegar rokinn heim á leið, og varð að fresta því að veita honum heiðurs- merkið þangað til síðar í París. Flugvélin sem flutti hann heim flaug lágt yfír Auf- fey, þar sem hann gat séð rústir eftir flugárásir. Þetta vom leyfar fyrstu V-l- stöðvarinnar, sem hann hafði fundið. Eftir stríð varð Michel Hollard sölustjóri fyrir firma, sem seldi rafmagnsvömr. Um störf hans á stríðsámnum segir Sir Brian Horrocks, hershöfðingi, sem stjómaði 30. deild breska hersins, sem leysti Frakkland úr viðjum: „Það er engum vafa undirorpið, að Hollard var vel að því kominn að hljóta æðsta heiðursmerki fyrir hreysti. Hann var maðurinn, sem bókstaflega bjargaði Lund- únum.“ Ef Hollard er lifandi í dag er hann orðinn 88 ára að aldri, því hann fæddist rétt fyrir síðustu aldamót. En ef við tækjum tali ein- hvem þeirra sem þessa dagana sóla sig í friðsælum Hyde Park-garðinum og spyrð- um, hvort hann kannaðist við Michel Hollard, væm allar líkur tii þess að svarið yrði: „Never heard of him!“ — „Hef aldrei heyrt hans getið.“ Sigríður Sigurðardóttir Jóhannes Baldur Stefánsson Fæddur 29. ágúst 1978 Dáinn 16. febrúar 1987 Hrer skilur þau rök að saklaust bam, í blóma lífsins burtu er kallað? Hver skilur þann tilgang er helsjúkt fólk, og farlama aldraðir fá ekki að deyja? Það uggði mig síst er ástkæru bami, í fangi hélt og færði til skímar, að ég myndi lifa — hann liggja nár, svo skömmu fyrir skímarheit staðfest Samt trúi ég því að sannast muni, þó sárt sé nú að sjá á hvem hitt, að góður Guð er gafhonum lífið, einnig til blessunar burtu hafi tekið. Elskaða bam sem ömmu gladdir, svo oft með bjarta brosinu þínu. Nú ertu frjáls fri lífsins oki. HvQ þú í friði í faðmi Guðs. Erlendar bækur Guðbrandur Siglaugsson tók saman The Penguin Collecteld Stories of WILLIAM FAULKNER. Penguin Books 1985. Hér á ámm áður, fyrir svo sem rúmri I hálfrí öld, var bókum William Faulkners haldið frá þeim stúlkum og piltum sem njóta skyldu góðs uppeldis og verða nýtir og prúð- ir þegnar amerísks samfélags. Það var vegna þess að sögupersónur hans lifa ná- lega eftir nótum þeirra skringilegheita sem kallast raunvemleiki og er að mestu sneydd- ur næmi og ffnleika. Faulkner sagði sögur úr suðrinu, löndunum þar sem Missisippi streymir og bilið milli þeirra veluppöldu, siðuðu og hinna sem em ekki jafn form- steyptir var og er að sönnu enn mikið. Faulkner sagði sögumar tæpitungulaust og blöskraði mörgum. Þó ekki þeim svensku j sem létu hann fá nóbelinn 1949. , , , 'Oghér standa 42 smásögur þessa sagníb q meistara og mæla sjálfar með sér. ' ' ' ■_ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. FEBRÚAR 1987 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.