Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Blaðsíða 12
1 ! Kristján Hreinsmögur Æviágrip á talmáli Hann var bara maður, í ónáð hjá andanum, hann ölvaður kveikti sitt menningarbál. Hann var eins og prestur í fóstri hjá Fjandanum það fékk hann að reyna af lífi og sál. Hann var bara hirðftfl sem lifði á landanum, hann lék sér við drauga og raunsæismenn, hann lifði í sælu i veraldarvandanum og vísindin segja að hann lifí þar enn. Hann reisti sitt náðhús í nútimamenningu með nurli og látlausu puði, svo stóð hann á haus fyrir heilaga þrenningu og horfði á Ijósmynd af Guði. Svo þegar hirðfíflið geispaði golunni og gerði sér ljóst hvemig heimurinn var, þá fannst honum erfitt að hafna i holunni, hann hrópaði á Drottin, en fékk ekkert svar. Hann hafði jú unnið sem róni frá Rikinu, með réttlátum mönnum hann starfaði þar. í gröfmni magnaðist lyktin af líkinu, það leyndi sér ekki hver maðurinn var. Hann reisti sitt náðhús í nútimamenningu með nurli og látlausu puði, svo stóð hann á haus fyrir heilaga þrenningu og horfði á Ijósmynd af Guði. Jón Stefánsson Þá risu hallir og þúsundir stóðu hjá . . . þeir spýttu sannleika orða hans um tönn eins og hreinum viöbjóði — Hannes Sigtússon og vindurinn sleit síðasta þjáningarópið af vörum hans þungbrýnd skýin vofðu þögul yfir þeir krupu dapurlega við krossinn söfnuðu saman orðum lit augnanna með titrandi höndum t sögðust ætla að bera sem logandi kyndla um komandi nætur einhver minntist á rigningu Höfundur er við nám í bókmenntafræöi við Háskóla (slands. Knut Ödegárci Hann synti þegar hann var 86 Sigurjón Guðjónsson þýddi Hann afi minn var sá eini í sveitinni sem neitaði að láta leggja inn rafmagn hjá sér, það var gott eins og það var. Hann var enginn mikilsháttar maður, en hann hafði mikið yfirskegg sem gránaði seint, og hann synti í sjónum þegar hann var 86. Ég man vel eitt sumarkvöld í heyönnum, áður en óveðrið skall á, liðað hárið á honum og sveitt yfirskeggið. Regnið sem helltist yfir þurrar hesjurnar. Úti á akrinum duttu honum vísur í hug sem hann skrifaði upp við dauft olíulampaijósið. Ég sit með nokkur gulnuð blöð fyrir framan mig á skrifborðinu. Skriftin er ekki svo greinileg lengur. Eyðingin er svo hægfara að við tökum ekki eftir henni. Ekki fyrr en mörgum árum seinna. Höfundurinn er forstööumaður Norræna hússins. Þ J W 0 Ð T R w U GINNHELGIR STAÐIR AKanstöðum í Austur-Landeyjum er hóll einn á bæjarhlaði nefndur Kani. Á honum hvíldi bannhelgi mikil. Við engu mátti hrófla. Hvorki nýttist hann til slægna né bömum að leik. Var þessu fylgt út í ystu æsar. Gissur í Drangshlíð var maður hins nýja tíma og hjó í loft hellisins, svo hægt væri að veita leka- vatni á einn stað. Nágrannar höfðu á þessu illan bifur og makleg málagjöld létu ekki á sér standa: Morgun einn lá besta snemmbæran dauð á bás sínum. Eftir Jón Gissurason Sagnir hermdu að Kani væri fornmanna- haugur. Fyrr á tímum höfðu menn ætlað að tjúfa hann og leita gersema sem þar kynnu að vera fólgnar. Skamma stund höfðu þeir grafið er þeim sýndist sóknarkirkja þeirra á Voðmúlastöðum standa í björtu I báli. Þeir brugðu við skjótt henni til bjarg- ar. Þegar að var komið reyndist þetta glapsýn ein og einskis elds vart. Ekki hófu þeir gröft í Kana að nýju. Móðir mín, Guðfinna Isleifsdóttir, fæddist á Kanastöðum og ólst þar upp. Geir bróðir hennar tók við búi á Kanastöðum og sat þá uns hann andaðist 1923. Ekkja hans, Guðrún Tómasdóttir, tjáði nýjum ábúanda frá álögum þeim sem á Kana hvíldu og bað hann fylgja fornri hefð í umgengni við hann. Gerði hann svo og bar ekkert til tíðinda. Að fáum árum liðnum urðu enn búenda- skipti á Kanastöðum. Nýr bóndi var langt að rekinn og því öllum hnútum ókunnur. Hann tók að grafa fyrir fjósi og hlöðu inn í Kana, enda hafði honum ekki verið tekinn vari fynr slíkum umsvifum. Mér eru enn í minni viðbrögð móður minnar er hún frétti þessi válegu tíðindi. Hún kvað ekki langt að bíða voveiflegra viðburða. Það reyndust orð að sönnu. Frum- vaxta sonur Kanastaðabónda varð sér að bana í húsi því sem reist hafði verið inn í Kana. KajMunk í Hallgrímskirkju Eftir Jón úr Vör eim, sem lifa ógnir styijaldar, jafn- vel þó í nokkrum fjarska sé, og minnast allra þeirra mannfóma, sem hún kostaði, finnst stundum óviðeigandi að nefna sérstök stórmenni öðr- um fremur, nema þau séu með einhveijum hætti vandabundin. En leiksýningin sem nú er í Hallgrímskirkju veldur því, að ég get ekki orða bundist. Ég hlýt að minnast þess fyrst, að þijú stórskáld frá þremur Norðurlandanna féllu í síðustu heimsstyijöld. Því hefur mín kyn- slóð ekki gleymt. Þeir voru þá allir á góðum aldri og á tindi frægðar sinnar, áttu svo margt ógert. Við Islendingar misstum Guðmund Kamban, einn mesta leikritahöfund okkar, með sérstaklega sorglegum hætti, einmitt þegar styijöldinni var að ljúka, — og Dan- ir, vinir okkar og frændur, sem aldrei fyrr höfðu öðlast slíka samúð okkar, hefndu harma sinna. Þá voru það stjómlausir menn úr þeirra hópi, sem vissu ekki hvað þeir voru að gera, sem unnu ódæðisverk á einum af okkar fremstu hæfíleikamönnum. Ég ætla ekki að rifja þá harmsögu upp hér. í nýlegri merkisbók, sem rituð hefur verið eftir minni Kristjáns Albertssonar, er þessara atburða minnst á eftirminnilegan hátt. Ég hugsa líka til norska stórskáldsins Nordahl Griegs, sem við elskum og dáum, og var okkur sérstaklega hugfólginn á stríðsárunum, því þá gátum við bæði heyrt hann hér og séð. Þegar við fréttum svo að Þjóðveijar hefðu skotið niður flugvél, þar sem hann var meðal áhafnar, var sem við hefðum misst einn af okkar bestu sonum. Þriðja Norðurlandaskáldið, Kaj Munk, danski presturinn umdeildi, gleymist heldur ekki minni kynslóð. Við munum af sviði og úr útvarpi leikrit eins og Orðið, Jens Ebbe- sen og fleiri. Við þekktum líka til hans fyrir stríð vegna prestlegs ósveigjanleika hans og ofurmennatrúar. Hann lét blekkjast af fagurgala þeirra félaga Mussolinis og Hitl- ers. En snéri svo baki við þeim þegar allt var um seinan. Og varð eldheitari andstæð- ingur þeirra en nokkrir aðrir. Kaj Munk var hvergi hálfur. Hann var allur — og manna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.