Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1987, Blaðsíða 11
líklegt er að hvað þá varðaði hafi svipað j verið upp á teningnum og með þingfarar- í kaupið og þeir fyrst og fremst staðið undir | kostnaði við helgihald. Tekjur sínar hafa i goðamir fyrst og fremst haft af búskap, sektarfé sem þeir náðu í er þeir tóku að sér mál fyrir menn og einnig má vera að þeir hafi rekið einhvers konar lánastarfsemi og hlaupið undir bagga með þingmönnum sínum ef hart var í ári og fengið greitt síðar með vöxtum. Það er athyglisvert að í Grágás eru eng- in ákvæði um héraðsstjóm goðanna. Ekki er ljóst hvers vegna svo er, en þó má geta sér þess til að í hinum fyrstu lögum hafi ákvæðin um störi og hlutverk goðanna ver- ið mun nákvæmari en þau sem varðveist hafa. Þegar svo hefð var komin á embættis- færslu þeirra þá hafa lagaákvæðin fallið í gleymsku. Goðorðin voru ekki afmörkuð landfræði- lega nema að bændur gátu aðeins sagt sig í þing til þeirra goða sem áttu goðorð í þeim fjórðungi sem þeir bjuggu í. Goðorðin voru því, ef svo má segja, þar sem þing- menn goðanna bjuggu. Langalgengast var auðvitað að þeir byggju í nágrenni við höfuð- ból goðans. Goðorðin hafa því í raun haft eins konar afmarkaðan landfræðilegan kjama.4 Persónuleg Eign Goðorðið var persónuleg eign goðans og þótt tekið væri fram í lögum að það væri vald en ekki fé þá var það samt oft metið til ijár. Goðinn gat selt goðorð sitt, gefíð það eða látið af hendi á annan hátt. Goðorð gengu þó yfírleitt í erfðir innan goðaætt- anna og sá sem mest átti undir sér innan ættarinnar fór með það á þingum þó ekki væri það algilt. Stundum kom það fyrir að menn skiptu goðorði á milli sín en aðeins annar gat farið með það í einu. Ekki þurfti að spyrja álits þótt eigendaskipti yrðu á goðorðinu því samkvæmt lagabókstafnum gátu þingmenn sagt sig úr þingi þess goða sem þeim líkaði ekki við og gengið til liðs við annan goða. Ekki er þó alltaf víst að bændur hafí þorað að nýta sér þennan rétt því mikill aflsmunur var milli goða og bónda ef til átaka kom og varla hafa goðamir tekið því þegjandi og hljóðalaust að bændur segðu sig úr goðorðum þeirra. Af þessari upptalningu má sjá að mikill munur hefur verið á íslenska goðaveldinu og því ríkisvaldi sem þekktist á hinum Norð- urlöndunum á þessum tíma. Það sem óneitanlega vekur mesta athygli er að ekki skuli vera gert ráð fyrir að neinn aðili hafi með höndum framkvæmdavald í því þjóð- félagi sem hér var byggt upp. Norsku konungamir og jarlar þeirra og hersar gátu þó státað af því í vopnabúri sínu þótt þeir væru ekki alltaf í aðstöðu til að beita þvi. Konungamir höfðu líka dómsvaldið í sínum höndum en líklega hafa þingin haldið lög- gjafarvaldinu að minnsta kosti í orði kveðnu. Konungdæmið og umdæmi jarla og hersa ■ voru landfræðilega afmörkuð og ef mönnum líkaði ekki landstjórnin áttu þeir ekki á öðm kost en hypja sig úr landi því innanlands var ekki í önnur hús að venda. Út frá sjónarmiði nútímamanns er upp- bygging íslenska þjóðveldisins óneitanlega mun frumstæðari en uppbygging norska konungsríkisins og veldur þar mestu um hinn sérkennilegi skortur á framkvæmda- valdi. Nú var því ekki um að kenna að íslendingar þekktu ekki miðstýrt fram- kvæmdavald. Það var nú einmitt vegna þess hvemig þessu framkvæmdavaldi var beitt að margir þeirra flúðu frá Noregi og settust að hér á landi. Reynt Að Koma í Veg Fyrir Of Mikil völd Eins Manns Þegar íslendingar völdu sér stjómskipan er einmitt líklegt að þeir hafí leitast við að gera hana sem ólíkasta því sem var í Nor- egi þótt þeir líktu að öðru leyti eftir norskum lögum. Þeir hafa því meðvitað forðast allt sem stuðlað gæti að því að einn maður gæti sölsað undir sig öll völd í samfélaginu. Islendingar óttuðust ekki að án fram- kvæmdavalds yrði þjóðfélagið stjómleysi að bráð heldur þvert á móti að sterkt fram- kvæmdavald byði heim hættunni á því að einn einstaklingur fengi of mikil völd. Ef þetta var tilgangur þeirra sem lögðu grundvöllinn að goðaveldinu þá verður ekki betur séð en bærilega hafí til tekist. Líklega hafa þó völdin fljótlega færst á færri hend- ur en ætlunin var í upphafi en það var þó ekki fyrr en undir lok þjóðveldisins að einn maður náði öllum völdum innanlands í sínar hendur og þessum völdum náði hann aðeins með aðstoð erlendis frá. Ekki má heldur gleyma því að á hámiðöldum var ríkjandi önnur hugmyndafræði en verið hafði þegar goðaveldið var sett á stofn. Fram á 13. öld sáu goðamir til þess að enginn úr þeirra hópi yrði of valdamikill og jafnvel þótt mörg goðorð söfnuðust í nokkr- ar valdamiklar ættir þá blossaði upp innan þeirra valdabarátta og þær börðust inn- byrðis af engu minni krafti en við aðrar ættir. Líklega em Sturlungar besta dæmið um þetta. En þá vaknar spumingin, fundu íslend- ingar sjálfir upp þetta fyrirkomulag eða tóku þeir það upp eftir öðmm og löguðu að aðstæðum hér á landi. Það er sannast sagna að hvergi í Vestur-Evrópu var við lýði stjómskipulag sem var nákvæmlega eins og íslenska goðaveldið en hins vegar verður þó ekki annað sagt en allmikil líkindi séu með íslenska goðanum og lagalegri stöðu írska héraðskonungsins, rí túaithe. VÖLD OG SKYLDUR Írska Héraðskonungsins Við upphafí víkingaaldar hafði ástandið á Irlandi breyst töluvert frá því sem var til foma. Völd höfðu færst á færri hendur og ríkin stækkað frá því sem áður var. Enn börðust þau þó innbyrðis eins og áður og var ástandið svipað því sem gerðist hér á landi á Sturlungaöld.5 Embætti rí túaithe var orðið ansi neðarlega í írska valda- píramidanum og yfírkonungar af ýmsum gerðum vom komnir til sögunnar og höfðu margir hveijir töluverð völd. Það er best að taka það fram strax að óvíst er hvort rí túaithe hafí nokkum tíma haft þá stöðu sem lögin gera ráð fyrir. Það er nú einu sinni svo að lög lýsa því aðeins hvemig menn hugsuðu sér að hlutimir ættu að vera en ekki hvemig þeir vom í raun og vem. Lítum nú nánar á rí túaithe, völd hans, réttindi og skyldur bæði samkvæmt lögum og hvernig hann kemur okkur fyrir sjónir í heimildum um írskt þjóðfélag á 9. og 10. öld. Gmnneiningin í írsku samfélagi nefndist fíne. Þetta var hópur náskyldra ættingja, nánar tiltekið fjórir ættliðir og hafði hver fíne eignarhald á landsvæði.6 Pólitíska gmnneiningin nefndist túath7 og var hún landfræðilega afmörkuð. Hver túath samanstóð af nokkmm fíne og yfír hverri túath var konungur, rí túaithe. Ég hef kosið að nefna hann héraðskonung því hæpið er að kalla hann ættarkonung eða ættarhöfðingja því það gefur til kynna að fólkið sem myndaði túath ha.fi verið skylt innbyrðis en svo var alls ekki. Túath gat táknað hvort tveggja í senn það svæði sem konungurinn réð yfir og fólkið sem byggði þetta svæði. Formlega séð hafði héraðskonungurinn næsta lítil völd. Hann hafði hvorki dóms- vald né löggjafarvald og ekkert hafði hann framkvæmdavaldið. Starf hans var fyrst og fremst út á við. Hann kom fram fyrir hönd síns túath, hann lýsti yfír stríði og samdi um frið og hann gerði samninga og banda- lög við aðra konunga. Inn á við hafði hann völd til að beija niður uppreisn gegn sér.8 Það er þó næsta víst að innan héraðs hefur konungurinn þó haft mun meiri áhrif en lögin gera ráð fyrir rétt eins og íslenski goðinn. Þegnamir vom aðeins skuldbundnir sínum hérðaskonungi. Ef samningar hans við aðra konunga gerðu hann að undirkon- ungi þeirra þá var það persónulegur samningur milli konunganna og átti ekki að gera þegnana á nokkum hátt skuld- bundna yfírkonunginum. Trúlega hefur þó raunin verið önnur og þegnar undirkonungs- ins verið þvingaðir með valdi til þjónustu við yfirkonunginn ef annað dugði ekki til. Þessu hefur því verið svipað farið og rétti íslenskra bænda til að velja innan hvaða goðorðs þeir vildu vera. Konungstignin erfðist en ekki til einhvers ákveðins ættingja t.d. elsta sonar, heldur átti heill hópur erfíngja rétt á embættinu, þ.e.a.s. allir þeir sem áttu konung að forföð- ur í allt að þriðja lið og fullnægðu öðmm skilyrðum.9 Meginreglan var sú að sá erf- ingjanna sem naut mest fylgis og átti sér öflugasta stuðningsmenn hreppti konungs- tignina. Fráfarandi konungur gat þó lagt þeim lið sem hann hafði mest álit á með því að útnefna hann eftirmann sinn en það tryggði þó ekki að hinn útvaldi yrði konung- ur. Stundum kom það fyrir, að í deilum um konungstignina urðu tveir hópar jafnsterkir. Þá var gripið til þess ráðs að hafa tvo kon- unga samtímis. Þetta var þó ætíð bráða- birgða ráðstöfun.10 Vegna þess hve erfingjar konungstignarinnar vom oft margir var það fátítt að írsku ríkin yrðu öflug og víðáttu- mikil. Þótt atkvæðamiklum konungi tækist að bijóta undir sig nokkur nágrannaríki var næsta víst að ríkið klofnaði að nokkmm kynslóðum gengnum vegna erfðadeilna í konungsfjölskyldunni. Margt Sameiginlegt Með tilliti til þess sem hér hefur verið talið upp sýnist mér að írsku héraðskonung- amir og íslensku goðamir eigi of margt sameiginlegt til að um tilviljun geti verið að ræða. Að sjálfsögðu er margt ólíkt með þessum tveim embættum enda engin furða. Irska héraðskonungsdæmið hafði mótast og þróast í margar aldir en íslenska goðaveldið er búið til, ef svo má segja, á skrifborði. Drögum nú saman í stuttu máli það sem írski héraðskonungurinn og íslenski goðinn áttu sameiginlegt. Hvomgu embættinu fylgdi framkvæmdavald en hins vegar höfðu goðamir og héraðskonungamir mun meiri völd og áhrif en lögin gerðu ráð fyrir. Bæði embættin erfðust innan ráðandi ættar og erfði sá sem öflugast fylgi hafði. Báðum embættunum var hægt að skipta milli manna. Vegna þess hvemig þessi embætti erfðust þá höfðu þau stjómkerfí sem á þeim grundvölluðust innbyggða sundrandi eðlis- þætti sem komu í veg fyrir að stór og öflug ríki mynduðust. Að lokum má svo minna á að í báðum löndunum þurfti utanaðkomandi afl til að mynda miðstýrt ríkisvald. Á ír- landi var það enska konungsvaldið sem gegndi þessu hlutverki en á Islandi það norska. MÁ Rekja Upphafið TlL AUÐAR? Mér sýnist æðimargt benda til þess að Íslendingar hafí haft írsk lög og írsku hér- aðskonungana til hliðsjónar þegar þeir mótuðu stjómskipan sína. Þess var getið í upphafi þessarar greinar að meirihluti land- námsmanna hafí verið af norsku bergi brotinn en allmargir komu þó frá Bretlands- eyjum. Sumir þeirra vom Skotar aðrir írar og þó nokkrir vom norrænumælandi menn sem dvalist höfðu langdvölum fyrir vestan haf. Ekki er nokkur vafí á því að í þessum hópum hafi verið lögfróðir menn sem gátu bent á írska fyrirkomulagið sem heppilega lausn á því hvemig ætti að koma í veg fyr- ir að sterkt ríkisvald myndaðist og atburð- irnir í Noregi endurtækju sig. En þá vaknar spumingin hvort ekki sé hægt að nafngreina þetta fólk. Það fer ekki milli mála að langlíklegasti kandidatinn í leitinni að upphafsmanni íslenska goðaveld- isins er Auður djúpúðga landnámskona úr Dölunum. Hún hafði verið drottning í Dubl- in og því líklegt að í fylgdarliði hennar hafí verið fólk sem kunni vel skil á írskum lögum og siðum. Norrænu konungamir í Dublin áttu margvíslég samskipti við írsku ríkin og þurftu því að hafa á sínum snærum menn sem voru vel að sér í írskum lögum. Þegar Auður hrökklaðist frá Dublin er trú- legt að þetta fólk hafí fylgt henni enda kannski ekki átt á neinu góðu von hjá sigur- vegurunum. Það vill líka svo skemmtilega til að í fylgd- arliði Auðar eru tvær nafngreiridar mann- eskjur sem gætu hafa lagt Auði til hugmyndir í þessu máli en það em Erpur, sonur Meldus jarls í Skotlandi, og Mýrgjól, móðir hans, en hún var írsk konungsdóttir og sögð margkunnandi. Það skyldu þó aldrei hafa verið konur sem lögðu grundvöllinn að íslenska goðaveldinu. Höfundurinn er kennari við Hólabrekkuskóla í Reykjavík. Heimildaskrá: 1) íslendingabók, Kaupmannahöfn 1887, bls. 5. 2) Nánari útlistanir á þessu efni má m.a. fínna í Sögu íslands, Landnám og upp- haf alsheijarríkis eftir Jakob Benedikts- son, Reykjavík 1974, bls. 172—175. Upphaf alsheijarríkis á íslandi eftir Konrad Maurer, Reylq'avík 1882. ís- lensk miðaldasaga eftir Bjöm Þor- steinsson, Reykjavík 1978, bls. 51—52 og íslenzkt stjómarfar síðustu öld þjóð- veldisins eftir Gísla Gíslason, Reykjavík 1944, bls. 50-88. 3) Gísli Gíslason, bls. 56—57. 4) Konrad Maurer bendir á að líklega hafí þing og goðorð verið eitt og hið sama framan af og því landfræðilega afmarkuð, bls. 121—122. 5) Ireland before the Normans eftir Donnacha Ó. Corráin, Dublin 1972, bls. 96-97. 6) The Scholar Revolutionary, ritstjórar F.X. Martin og F.J. Byme. MacNeill’s study of the Ancient Irish Laws eftir D.A. Binchy, Shannon 1973, bls. 44. 7) írska orðið túath á sér skyld orð í öðr- um málum, t.d tud í velsku og theod í engilsaxnesku. íslenska orðið þjóð mun vera skyld þessum orðum. Sjá nánar um þetta í D.A. Binchy, bls. 45—46. 8) Donnachu Ó. Corráin, bls. 28. 9) ibid, bls. 38—39. 10) ibid, bls. 39—40. ÁSLAUG JENSDÓTTIR Átján ára / augvm þínum æskan hló í undraveldi sínu. Fyrirheit í fasi bjó með festu í svip og glaðri ró þú gekkst að starfi þínu. Til beggja hliða bros þitt skein sem bergmál vors og gleði. Þín lund var hrein og hiklaus varstu ung og ein með æskuþrótt í geði. Þú búa vildir betri heim sem brautryðjandi vinna. í fylgd með þeim sem farsæld meta ofar seim felst auðna verka þinna. Vorþrá Dagur að kveldi kom kveikt voru ljós á ný. Hvísluðu draumar dags dul inn í næturský. Tími sem löngu leið leifturhratt bjarma sló bar með sér birtu og yl blikaði í húmsins ró. Fönn er um fjöll og grund fennt er í gömul spor Úr fjarskanum bláma ber bíð ég uns kemur vor. Höfundurinn er húsmóðir á Núpi í Dýrafirði. JENNA JENSDÓTTIR Indland Indland í skini sólar er brennandi geislum baðar ferðamann. Morandi dulmagnað mannlíf ógnþrungin martröð, betlarar athvarf fátæktar, hreysi silfrað mánaskin, kvöldið töfrar söngtóna, dansinn seiðmýkt heyfinga, meyjar austræn geðhrif, nóttin. Fegurst bygginga Taj Mahal máttur skáldskapar Tagore trúarsagnir fomaldar, Vedufræðin hámark listfengis, Mohabharata fjárhirsla tungunnar, sanskrít. Ákefð ferðamannsins, fróðleiksfýsn opinská vitund hans, fáfræði. (19. júní 1986) Jenna er rithöfundur og býr I Reykjavík. Hún er systir Áslaugar, sem hér á einnig Ijóð. GERÐUR KRISTNÝ Tilbrigði við tónverk Ég hef ort þér áður eignað þér mitt kvæði. Stilltu nú mína strengi stijúktu þá með varúð finndu hvemig hviðan hvolfist yfir þig. Sem ræð ég mínum rökum við ráðum gangi verksins. Nálgumst betur nótur við náðum ekki áður. Sem taktur minna tóna ég treysti þínum slætti. Ég veit af gömlum vana verkið tekur enda, spaldrast okkar spilverk sprotann hefja aðrir taktar munu týnast tónar deyja út. Höfundurinn er ung Reykjavíkurstúlka. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. FEBRÚAR 1987 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.