Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1987, Blaðsíða 9
Vinstra megin:,, Sæl-
ir eru hógværir, því
að þeirmunu jörðina
erfa. “ Hægra meg-
in:„ Sælir eru frið-
flyijendur, því að
þeirmunu Guðs böm
kallaðir verða. “
Miðhluti verksins. Lengst til vinstri:,, Sælirem fátækir í anda, því að
þeirra er himnaríki. “ Fyrir miðju:„ Þá lauk hann upp munni sinum,
kenndi þeim og sagði: “ Lengst til hægri:„ Sælirem þeir, sem hungrar
ogþyrstir eftir réttlætinu, þviaðþeir munu saddir verða. “
Lesbók/Arni Sæberg
Baltasar vinnur að myndinni um hina ofsóttu.
þarf fyrir freskumálun. Hér er Baltasar
með frumgerð af hluta verksins oghef-
ur skipt því niður ínúmeraða reiti.
Aðdraganda freskunnar, sem hér verður
fjallað um, má rekja aftur til 1981, þegar
þau hjón voru að teikna kirkjuna. Þau hugs-
uðu sér þá strax stóra múrmynd í kirkjunni,
helzt fresku og komust í samband við Balt-
asar fyrir tilstilli Ólafs Stephensen, sem er
sameiginlegur vinur þeirra allra og hafði
honum komið í hug, að freskutækni væri
hluti af klassísku námi myndlistarmanna á
Spáni, sem og er.
Þessi verktækni verður ekki lærð af bók-
um, segir Baltasar; verkleg reynsla verður
að vera fyrir hendi. Hvorttveggja var, að
hann hafði sjálfur málað fresku á Spáni og
verið aðstoðarmaður annarra. Samt kveðst
hann hafa verið dálítið smeykur að taka
þetta að sér, þegar arkitektinn nefndi það
við hann, því ólíku er saman að jafna um
loftslag hér og á Spáni, en mátulegur hiti
og rakastig loftsins er grundvallaratriði við
gerð fresku. Það felst í því að myndflötur-
inn er múrhúðaður með kalki og málarinn
verður að hafa hraðar hendur og mála á
meðan kalkið er blautt. Þannig hafa mörg
hinna frægu kirkjulistaverka erlendis verið
unnin; Sixtinska kapellan í Vatíkaninu í
Róm til dæmis, þar sem Michelangelo átti
að sögn erfiðar stundir á stillönsum uppi
undir loftinu.
Baltasar vissi um reynslu Mexíkana í
nútíma freskumálun og að þeir hafa staðið
að því svo til fyrirmyndar telst í sambandi
við jarðskjálfta. Auk þess þótti honum lær-
dómsríkt, að Mexíkanar hafa unnið freskur
að vetrarlagi, þegar morgun- og síðdegis-
hitinn er aðeins um 12 stig, eða svipað og
sumarhiti hér. Þá hafa þeir bætt á hitann
með blásurum. Alltaf var gert ráð fyrir
því, að Baltasar ynni sjálft verkið að sumar-
lagi. Það fór þó svo að hann gerði það í
svartasta skammdeginu. En hversvegna.
Um það segir hann:
„Kirkjubyggingin dróst á langinn og svo
fór, að ég stóð frammi fyrir því að verða
að vinna verkið um hávetur. Það var eins
og sagt er á útlenzku, tour de force, og
töluverð áhætta tekin vegna þess að fresku-
málverk hefur mér vitanlega aldrei verið
reynt við þau skilyrði. Ég hóf verkið raunar
í haust, þann 9. september og því var lokið
þann 9. janúar. Þá á ég við það verklega.
Áður hafði ég unnið umfangsmikla undir-
búningsvinnu; útfært verkið á pappír og
þannig var það sýnt á kirkjulistarsýning-
unni á Kjarvalsstöðum 1983. Og fyrir utan
útfærslu á pappír í fullri stærð, vann ég
myndirnar þar að auki í fjórum mælikvörð-
um, 1:10, 1:20, 1:50 og 1:100.
Þegar freskutækni er beitt, verður að
vinna nákvæma fyrirmynd í lit og æskileg-
ast er að breyta sem minnstu, þegar málað
er á múrinn. Uppistaða myndefnisins er
fólk og í því sambandi er geysilega þýðing-
armikið atriði, að fígúrumar séu mátulega
*-
„Sælir em miskunnsamir, þvíþeim mun miskunnað verða. “
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. MARZ 1987 9