Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1987, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1987, Blaðsíða 3
E H i-iantrtg H @ H 0 ® 011E 5) S! ® Q] ® B Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvetj.: Haraidur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoö- arritstjóri: Bjöm Bjarnason. Ritstjámarfulttr.: Gisli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjóm: Aðalstrseti 6. Simi 691100. Krýsuvík var eitt sinn höfuðból og heyrðu jörðinni til 14 hjáleigur. Nú stendur aðeins kirkjan eftir, en bærinn er uppgrónar rústir og lítið sem ekkert sést eftir af hjáleigunum. Öll hefurþessi byggð farið í eyði. Þetta er önnur grein Olafs E. Ein- arssonar undir samheitinu Suður með sjó. Bríet Bjamhéðinsdóttir var verulega á undan sinni samtíð og hennar er nú minnst í sambandi við afmæli Kvenréttindafélags íslands. Um þessa gunnreifu bardagakonu og brautryðjanda skrif- ar Björg Einarsdóttir grein. Forsídan er af hluta freskunnar miklu í Víðistaðakirkju, sem Baltasar hefur nýlega lokið við og sýnd verður söfnuðinum í dag. Efnið er sæluboð Fjallræðunnar og textinn, sem á við mynd- hlutann á forsíðunni er: „Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða." Af þessu tilefni er rætt við listamanninn og myndir af freskunni í heild em þar með. Hyman er bandarískur ljósmyndari „með auga fyrir íslandi“ eftir því sem greinarhöfundurinn, Jón Ásgeir Sigurðsson, segir. Hyman hefur myndað land og þjóð við allskonar skilyrði, svo sem sjá má á nokkrum mynda hans, sem birtast með • grein Jóns Ásgeirs. Davíð Stefánsson Fimm sá eg — Fimm sá eg hallir háar við himininn bláan gnæfa. Bak við bjargfasta múra brosti við öllum gæfa. Aldrei tókst mennskum mönnum musteri slík að byggja. Fimm sé eg hallir háar hrundar — í rústum ligga. Fimm sá eg furur í skógi; fuglar í greinum sungu; skrúðgræn í skjóli þeirra skýldu sér blómin ungu. Vorinu fylgir vetur; viðimir lágu fenna. Fimm sé eg furur höggnar. Fimm sé eg elda brenna. Fimm sá eg frækna sveina fákum úr hlaði beita. Fimm sá eg bjartar brúðir blíðu og tryggð þeim heita. Fimm sé eg meyjar mæta morðingjum fimm úr dalnum. Fimm sé eg frækna sveina fallna — liggja í valnum. Davíö Stefánsson (1895—1964) fæddist i Fagraskógi viö Eyja- fjörð og var löngum kenndur viö þann bæ. AÖ afloknu stúdentsprófi sendi hann frá sér fyrstu Ijóöabók sína, Svartar fjaðrir, sem vakti óverijulega athygli. Davið átti heima á Akureyri, en feröaöist mikið og naut mikillar skáldahylli um sína daga. Auk Ijóöanna samdi hann eina skáldsögu, Sólon Islandus og nokkur leikrit; þeirra er þekktast Gullna hliöiö. U m gáfnafar útgerðarmanna Nú er það gott í efni fyr- ir mér, að ég get borið lof á sjávarútvegsráð- herrann fyrir forsjálni samfara röggsemi. Hann sýndi þá biðlund, sem sjálfsögð er þegar fiskistofnar eru í hættu, að auka ekki loðnukvótann meðan loðnan var við Kol- beinsey, heldur bíða þar til hún var tryggi- lega komin í Austfjarðakjördæmið. Það er undarlegt orðið með loðnuna, hún er aldrei veiðanleg fyrr en hún finnur lykt af Aust- firðingi, enda stjóma þeir göngum hennar, Homfirðingurinn, Norðfírðingur og Mjófirð- ingurinn — og loðnan þekkir sína, ekki sízt þegar hún veit að kosningar em í nánd. Þetta gerðist svo nýjast af loðnunni, að Halldór sjávarútvegsráðherra kom í Ríkisút- varpið 27. janúar að tilkynna: „Hjálmar hringdi í gær og sagði óhætt að veiða 100 þúsund tonn í viðbót, og ég hringdi í morg- un og tilkynnti 85 þúsund tonna viðbót." Þær em engin nýlunda þessar hringing- ar. Mönnum er í fersku minni hringingin mikla 1982: stopp, stopp, stopp! Svona á að stjórna aðalútflutningsatvinnuvegi okk- ar, bregðast hart við og röggsamlega. Landssamband íslenzkra útvegsmanna styður Halldór og kvótann, sem hefur kom- ið mörgum til að efast um gáfnafar útgerð- armanna. Það veit ég að er traust, en hitt gmnaði mig, að ef þar losnaði skrúfa, væri voðinn vís. Það er alltaf verra ef skrúfur losna i gangverki sem er traust, þá snýst allt öfugt; en í maskínum þar sem flestar skrúfur em lausar fyrir, gerir minna til þó ein losni til viðbótar. Það heyrir bókstaflega undir mig, ef ráð- ist er á gáfnafar útgerðarmanna eða það dregið í efa. Það vill svo til, að ég átti í fómm mínum pistil um þetta efni, sem ég ætla reyndar að nota í bók. í þessum pistli er hvert orð satt, en það kann að vera að í honum sé einhver tímaskekkja, ég veit það ekki, af því ég lifi svo mikið í gömlum út- gerðarmönnum. Svo skrifaði Þórbergur til Lára sinnar: „Aldrei hefur verið samin svo ómerkileg bók, að hún hafi ekki kostað meira andlegt erfiði en stjórn heillar togaraútgerðar í tíu ár.“ Þrátt fyrir slappt orðafar miðað við mann- inn sem skrifaði og stórt ætlaði að höggva, og meiningarlaust samanburðardæmi, „and- legt erfiði" verður ekki margfaldað með árafjölda svo að fáist skiljanleg útkoma, þá hefur þessi merkingarlausa alhæfing átt sér nokkurt líf. Hún er í frægu og víðlesnu riti, skrifuðu af mikilsmetnum rithöfundi, og fólki verður hún tiltæk í þeirri almennu áráttu sinni að gera lítið úr störfum náungans og þeim hæfíleikum, sem til þeirra þarf; einkum verða þeir fyrir barðinu á þessu tali, sem sitja í framsætum þjóðlífsins, svo sem þing- menn og bankastjórar og fleiri slíkir. Fólk raglar saman í þessu tali mönnunum og eðli starfanna. Hvor tveggju þessi störf, sem til dæmis em tekin hér, krefjast mikill- ar og stöðugrar hugsunar, — og hitt er svo annað mál, hvað okkur sýnist tiltekinn maður sinna þeim mikið. Hversu mikla hugsun menn leggja í störf, sem kreíjast mikillar hugsunar, fer náttúr- lega fyrst og fremst eftir því, hvað menn hafa í kollinum til að hugsa með, og þar næst kemur áhugi og vilji til að sinna starf- inu eins og það gefur tiiefni til og orka mannsins leyfír. Starfíð og maðurinn sem sinnir því er semsé sitthvað. Utgerð fískiskipa með öllu því, sem henni jafnan fylgir, fiskvinnslunni, fískkaupum og sölu, gefur tilefni til stöðugrar hugsunar og mikillar, þótt á hinn bóginn sé máski hægt að komast af með lítið, ef góðir em hjálparkokkarnir. Enginn skyldi heldur gera lítið úr því hugarstarfi að setja saman bók, en hafa þá í huga að bók og bók eiga oft ekki annað sameiginlegt en nafnið, að því er lýtur að hugsun þeirri sem í bókinni er fólgin. Margri bókargerðinni má jafna til prjónaskapar blindra kvenna á tvíbandssokk. Það mætti því snúa alhæfingu Þórbergs við með annarri gagnstæðri og álíka stað- leysu og orða þá svo: „Aldrei hefur fundizt svo hugsunarlitill togaraútgerðarmaður, að andlegt erfíði hans hafí ekki verið meira en sumra rithöfunda, sem skrifað hafa tíu bækur.“ Það em yfírleitt mjög ólíkar manngerðir, sem veljast til útgerðar og ritstarfa. Þórbergur Þórðarson hefði ekki getað gert út árabát af viti og Thor Jensen ekki skrifað Bréf til Lám. Hins vegar verður það ekki mælt, hvor eyddi meiri hugarorku, — eða var það meira andlegt erfiði Þórbergi að skrifa Bréfíð en Thor að stofna Alliance og sjá um smíðina á Jóni forseta og hafa jafnframt mörg fleiri jám í eldinum. ÁSGEIR JAKOBSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. MARZ 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.